Alþýðublaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 6
7 Þriðjudagur 7. júlí 1981 Salóme Þorkelsdóttir gefur VR-mönnum orö i eyra og lýsir vanþóknun á aögeröum þeirra. VR-menn i dyrum Kjörvals. Lögmenn deiluaðila, Jón Oddsson og örn Clausen þinga undir vegg. Þessar myndir tók blaðamaður Alþýðu- blaðsins í og við verslun- ina Kjörval í Mosfells- sveit siðastliðinn laug- ardag. Félagar í Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur reyndu að koma í veg fyrir samn- ingsbrot- Hagfræöingur VR, Sigfinnur Sigurösson, deilir viö Mosfellinga innan búöar. Mosfellingar gera matarinnkaup nokkrum minútum áöur en VR-menn létu til skarar skriöa. SKYTTURNAR eftir Alexandre Dumas eldri 54. — En við verðum að muna, að það er kona i spilínu, sagði d’Artagnan, Kona, sem hefur verið numin brott, henni hefur verið hótaö, kannski verið pind, vegna þess aö hún var trú sinni frú! — Varaðu þig d’Artagnan, sagöi Aramis. Konan er sköpuö til aö blekkja okkur, hún er upphaf allrar ógæfu. — Ég er ekki að tala um frú Bonacieux, heldur um drottninguna, sem kardínálinn ofsækir. — Hversvegna elskarhún Spánverja og Englendinga? spuröi Athos. — Af þvi, að Spánn er hennar fööuriand, sváraði d’Artagnan. Og ég hef ekki heyrt að hún elski nema einn Englending. — Já, svaraði Athos. Ég verð að viðurkenna, að hann er lika myndarlegur maöur. Ég hef sjaldan séö nokkurn mann, sem ber sig betur. — Já, sagði Porthos. Ég sá hann einu sinni kasta perlum út um glugga á Louvrehöll. Ég> náði meir aö segja tveim þeirra sjálfur. — Ég væri fús, að leiöa hertogann af Buckingham sjálfur til drottningar, sagði d'Artagnan. Þó ekki væri nema til að ergja kardinálann. Kardinálinn er okkar raun- verulegi fjandmaður, og ég væri tilbúinn aö láta hausinn, til aö geta gert honum alvar- legan grikk. — Sagöi húseigandinn, aö það ætti að lokka Buckingham hingaö? spuröi Athos. — Drottningin óttast þaö. Og ég er sannfæröur um aö brottnám konunnar hér, stendur i sambandi viö þá áætlun. 55. — Ég skal trúa ykkur fyrir nokkru, sagöi Aramis. Ég heimsæki oft vellæröan doktor í guðfræði, sem veitir mér tilsögn, og i gær hitti ég þar... Það var augljóst, að Aramis var ekki vel viö aö halda áfram. — Jæja, þegar ég yfirgaf doktorinn... — Núnú, spuröu hinir, og horfðu á hann af athygli. — Doktorinn á unga frænku, sem heimsækir hann oft. Hún er mjög... Hinir skelltu allir upp úr. — Lítil frænka, jájá? — Ef þig hlaið meira, segi ég ekki orð! — Við hlæjum ekki meir vinur. — Þá held ég áfram, sagði Aramis. Ég varð auðvitað aö fylgja þessari æruveröugu dömu aö vagni hennar. Þá kom skyndilega maöur aö okkur, dökkur yfirlitum, og ef- laust aðalsmaður... eins og maöurinn, sem þú lýstir fyrir okkur d’Artagnan. Hann stóö þarna i myrkrinu, og sex eöa sjö menn með honum, og sagöi kurteisilega: — Hertogi og þér frú, stigiö upp i vagninn, án minnsta mótþróa, og án þess aö gera nokkurn hávaöa! — Hannhélt aðþú værir hertoginn af Buckingham, hrópaöi d’Artagnan. Oghann hélt að frænka doktorsins væri drottningin! — Það hcld ég, sagði Aramis. Þiö veröiö aö muna, aö ég var i frakka utan um ein- - kennisjakka skyttanna, og ég var með baröastóran hatt, sem skýldi andliti minu. — Herrar minir, sagðid’Artagnan. Við megum ekki eyða timanum i snakk. Nú förum við allir af staö, og leitum að konu húseigandans. Ef viö finnum hana, höfum viö lykil- inn að þessari gátu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.