Alþýðublaðið - 02.09.1981, Síða 8
alþyðu-
blaðið
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson
Blaöamenn: Olafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hallgrimsson.
Auglýsingar: Sigriður Guðmundsdóttir.
Gjaidkeri: Halidóra Jónsdóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru aðSiðumúla 11, Reykjavik, simi 81866.
Áskriftarsíminn
er 81866
Miðvikudagur 2. september
Húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðendur:
Nágrannaþjóðir
leysa atvinnu-
leysi á kostnað
islensks
vinnuafls
Eins og á undanförnum ár-
um á húsgagna- og innrétt-
ingaiönaður mjög i vök að
verjast gagnvart innflutningi.
Innflutningur húsgagna- og
innréttinga hefur aldrei verið
meiri en á siðasta ári og benda
tölur yfir innflutning fyrstu
sex mánaða þessa árs til, að
hann muni enn aukast. Áriö
1980 nam innflutningur hús-
gagna- og innréttinga 1.55% af
heildarinnflutningi lands-
manna en fyrstu sex mánuð-
ina 1981 nam hann 1.64% af
heildarinnflutningi.
Fyrstu sex mánuði 1980 og
1981 var innflutningur hús-
gagna og innréttinga eftirfar-
£ ‘C c « o
p •'£» ' 0°
r~> t_i ' JX . ja W)
g O ‘3 O C C C 3
C3 _ <
Innréttingar 2.833 5.451 92%
Húsgögn 26.099 47.767 83%
Samtals 28.932 53.218 84%
Gengisþróun undanfarinna
mánaða hefur bitnað mjög á
sölu innlendra húsgagna- og
innréttinga sem á nær ein-
göngu i samkeppni við vörur
frá Evrópu. Sem dæmi má
nefna kemur um 60% alls inn-
flutnings húsgagna- og inn-
réttinga frá Danmörku, Svi-
þjóð og Noregi en gengi gjald-
miðla þessara landa hefur
hækkað um aðeins 5% að með-
altali frá desember 1980 til
júni 1981. Á sama tima hefur
launakostnaður innlendra
framleiðenda hækkað um
25%.
Auk þess sem aö framan
greinir á innlend framleiðsla
húsgagna- og innréttinga i
samkeppni við meira og
minna rikisstudd fyrirtæki i
nágrannalöndunum þrátt fyrir
itrekaöar óskir félagsins um
aðgerðir af Islands hálfu til
jöfnunar mun á samkeppnis-
stööu innlendra framleiðenda
gagnvart erlendum keppi-
nautum, hefur litið orðið um
aögerðir af hálfu stjórnvalda.
Þrátt fyrir mikla aukningu
framleiðni i húsgagna- og inn-
réttingaiðnaði á siðustu 10 ár-
um hefur markaðshlutdeild
innlendra framleiðenda hús-
gagna minnkað úr 90% niður I
u.þ.b. 50% 1979.
Afleiðingar þessarar
þróunar hafa m.a.
Hæstvirtur félagsmálaráö-
herra lætur Dagblaðið hafa
það eftir sér, að hann eigi von'
á aðför að „mannorði sinu”.
Hvað ætli hann eigi við? Mats-
mennina? Aðstoðarráðherr-
ann? Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi! !
Fjórðungsþing Vestfjarða:
Miklar umræður um orku-
skipulags og tæknimál
— Vestfirðingar verða af háum tekjum vegna aðkeypts vinnuafls
Þetta var sériega gott þing,
sagði Guðmundur Ingólfsson,
formaður Fjórðungssambands
Vestfjarða, þegar Alþýðublaðið
ræddi við hann I gær um þingið
sem haldið var að Laugarhóli i
Bjarnarfirði um helgina. Það
má segja að það hafi verið gerð
eins konar úttekt á stöðu fjórð-
ungsins hvað viðkemur helstu
verkefnum okkar I framtlðinni
og við erum mjög ánægðir með
þá samstöðu og eindrægni sem
rlkti á þessu þingi, sagði hann.
Brýnustu verkefni
i fjórðungnum
Stjórn Fjórðungssambands-
ins hafði fengið alla þingmenn
kjördæmisins til að leggja fram
erindi um hver þeir teldu vera
brýnustu verkefni i fjórðungn-
um á komandi árum og sagði
Guðmundur, að þaö hefði verið
mál manna, að erindi þing-
manna hefðu verið mjög fróöleg
og vel undirbúin. Þingið álykt-
aðisiðan þannig aðdraga skyldi
saman aðalsjónarmið úr þess-
um erindaflutningi til að styðj-
ast við í byggðaþróun kjördæm-
isins.
Álit starfshóps um
skipulags- og tæknimál
Annað aðalmál þingsins var
skýrsla starfshóps um skipulags
og tæknimál, en mjög athyglis-
verðarupplýsingar komu fram i
skýrslu starfshópsins, að sögn
Guðmundar Ingólfssonar. Er
ljóst, aö mikið f jármagn rennur
út úr Vestfiröingafjórðungi
vegna þeirrar skipulags- og
tæknivinnu sem er aðkeypt I
kjördæminu.
Þingið lagði þvl til að stofnuð
yrði tæknimiðstöð á Vestfjörð-
um, þar sem vinna mætti mikið
af þeirri skipulagsvinnu sem nú
væri keypt, aöallega frá höfuð-
borgarsvæöinu. Guðmundur
Ingólfsson sagði, að reynt yröi
að byggja þetta fyrirtæki upp
sem sjálfstætt en þó meö sam-.
vinnu við þá aðila sem unnið
hafa að þessum málum. Hann
bætti þvi við að ljóst væri, að ef
þessi tæknivinna yrði flutt heim
i hérað, mundi hún efla verk-
menntun og skapa meiri fjöl-
breytni i atvinnulifinu. Stjóm
Fjórðungssambandsins var fal-
ið að vinna að þessu máli og
undirbúa stofnun tæknimið-
stöövar á Vestfjörðum.
Háar útsvarstekjur
renna til annarra staða
á landinu
1 skýrshi Jóhanns T. Bjarna-
sonar framkvæmdastjóra sam-
bandsins komu fram athyglis-
verðar upplýsingar um atvinnu-
sköpun á Vestfjörðum. Er ljöst
samkvæmt skýrslunni, að sveit-
arfelög á Vestf jörðum verða af
verulegum tekjum, vegna þess
að margir launþegar eru búsett-
ir annars staðar á landinu.
Þetta hlutfall kemst upp I rúm
30% miðaö við árið ’79 á Suður-
eyri, þar sem þaö er hæst en á
mörgum þéttbýlisstöðunum er
þaö á bilinu 10—20%. Þannig
kaupa Vestfirðir verulegt
vinnuafl frá öðrum stöðum á
landinu, ef svo má segja, en
einnig er þátttaka útlendinga
þar I atvinnulifinu veruleg.
Þetta er afskaplega viðamikil
skýrsla, sem sveitarfelögin eru
staðráðinlaöhagnýta sér, sagði
Guðmundur Ingólfsson.
Um framhaldsskólann
Fjórðungssambandið ályktaði
um samræmdan framhalds-
skóla á Vestfjörðum á þá leið,
að ef sett verði lög á komandi
alþingi um samræmdan
framhaldsskóla, greiði rlkis-
sjóður allan kostnað af fram-
kvæmd laganna. Einnig leggur
þingið á þaö áherslu, að sama
aðild að kostnaði vegna fram-
haldsskólans auki einungis mis-
vægiö milli stærri og smærri
sveitarfélaga. Þingið kaus
þriggja manna milliþinganefnd
til að vinna að þessu máli fyrir
sina hönd.
Vélasamstæða til að
framleiða bundið
slitlag
Þingið ályktaði um nauðsyn
þess að Vestfirðingar eignuðust
sína eigin vélasamstæðu til að
framleiða bundið slitlag og unnt
væri að færa hana milli
byggðarlaga.
Mikið rætt
um orkumálin
Guðmundur Ingólfsson sagði,
að miklar umræður hefðu orðið
um orkumál á þinginu vegna
þess gífurlega kyndingarkostn-
aöar sem væri af kyndingu með
oliuog var lögð á það áhersla að
öryggiyrði aukið i raforkumál-
um og reynt að jafna þann
mikla mun sem landsmenn búa
við Iþessum efnum. Lögð verði
áhersla á húshitun með innlend-
um orkugjöfum.áðuren farið er
að auka sölu raforku til stóriðju.
Einnig var ályktun samþykkt
um aö hraðað verðieins og kost-
ur er ákvörðun um næstu stór-
virkjun hér á landi. Þá var
minnt á, að enn eru sveitabýli á
Vestfjörðum sem búa við afleita
aðstöðu hvað orku viðkemur.
Guðmundur Ingólfsson sagði að
það hefði komið fram í umræð-
um hjá mörgum sú áhersla sem
menn legðu á orkumálin og að
Vestfirðir mættu ekki búa við
lakari kjör en aörir landshlutar
I þessu efni. Fjarvarmaveitur
hafa að visu verið settar upp I
þéttbýliskjörnum en þær ná
ekki til nema hluta af íbúunum,
sagði hann. Við stefnum að þvi
að útrýma húshitun með oliu ár-
ið 1985 og þá verði rafmagn og
fjarvarmaveitur búnar að leysa
oliuna af hólmi. Það er einnig
okkar stefna að öll raforka verði
seld á jafnaðarverði, hvort hún
ernotuð tilaðhita uppvatneða i
annað, sagði hann. Þegar að þvl
kemur veröur 40% af húsun í
fjórðungnum hitaður með fjar-
varmaveitum en hin 60% vænt-
anlega með rafmagni. Annars
langar mig til að taka það fram,
að það eru samskiptin við þá
sem stjórna verði á orku frá að-
alorkulindum landsins, sem
skiptir hér höfuðmáli, sagði
Guðmundur Ingólfsson, og þá
má ekki koma fyrir aftur, sem
gerðist á si"ðasta ári, að við
verðum að bæta á okkur kostn-
aði vegna keyrslu diselvéla i
öðrum landshlutum.
Þetta þing sýnir vel, að við
getum náð fram okkar málum
ef við stöndum saman og ef
samstaða forystumanna okkar
verður eins og á þessu þingi,
mun það verða til mikilla hags-
bóta fyrir mannlif á Vestfjörð-
um sagði hannaðlokum. Þ
,,Ég hef reyndar ekki haft tlma
tiiaðkynna mér þetta neitt nánar
en ekki kæmi mér á óvart þótt hér
væri á ferðinni enn ein atlagan að
minu mannorði úr þessari átt.”
Þetta hafði sá ágæti fjölmiðill,
Dagblaðið, eftir Svavari Gests-
syni félagsmálaráðherra i gær.
Tilefni yfirlýsingar ráðherrans,
mun eflaust öllum lesendum
Aiþýðublaðsins ljóst.
En félagsmálaráðherra lét sér
ekki nægja, að gefa yfirlýsingar i
Dagblaðinu. Hann hefur látið frá
sér fara yfirlýsingu, sem birt er
hér íblaöinu, þar sem vikið er að
Væntanlega ememat-
lagan að nátumamorói'
Nýja nafnið ráðherrans
— eða, „það er sitthvað, Svavar og ráðuneytið?”
, .pólitískum skætingi og rógi”
Alþýðublaðsins, „villandi” um-
mælum I blaðinu og þess háttar.
Slðan segir Svavar að lokum:
„Féiagsmálaráðuneytið sér ekki
ástæðu til að elta ólar við þann
skæting sem fram kemur i
nefndri grein Alþýðublaðsins að
öðru leyti.”
Það merkilega við þessa grein-
argerð ráðherrans, er undirskrift
hans. Þagall hefur alltaf staðið 1
þeirri meiningu, að félagsmála-
ráðherrann héti Svavar Gestsson.
En annaðhvort hefur hann villt á
sér heimildir i árafjöld, eða hann
hefurnýlega tilkynnt Þjóðskránni
um nafnabreytingu. Hann kallar
sig nefnilega Félagsmálaráðu-
neytiö.
Lúövík heitinn Frakklands-
kóngur, sá fjórtandi með þvl
nafni, sagði einhverntima:
„Rikiö, þaö er ég!” NU virðist
félagsmálaráðherra, (afsakið,
Félagsmálaráöuneytið, á það
auðvitað að vera) hafa tekið hina
fornu kenningu gamalla einvalds-
• kónga, að valdið væri þeirra,
samkvæmt guölegum rétti, og
snúiðhenni uppá nútimann. Vald
félagsmálaráðherra (afsakið
Félagsmálaráðuneytið, auðvitaö)
er, samkvæmt þessu þegið að of-
an, frá almættinu, og þvi fylgja
óneitanlega miklir kostir, að hafa
umboð úr þeirri áttinni. Félags-
málaráöuneytið, það er ég, segir
hann.
Þó ekki væri annaö, virðist
þingmaðurinn Svavar Gestsson,
(afsakið Félagsmálaráðuneytið,
þetta ætlar að verða erfitt) vera
undan þeginn öllum reglum um
þinglegt orðbragð. Samkvæmt
þinglegrihefð, sem er orðin nokk-
urra ára gömul, er eina skamm-
aryrðið, sem leyft er i þingsölum,
orðið „rumpulýður”.
Þá má enn írefna annan kost
þess, aö vera heilt ráðuneyti, og
hann er sá, aö ráðuneyti hafa ekki
marinorö. 1 morgun, hafði Svavar
Gestsson áhyggjur af mannoröi
sinu, skv. Dagblaðinu. En
milli þess að hann talaði viö
blaðamenn Dagblaðsins og þartil
hann skrifaöi yfirlýsinguna góðu,
hefur þaö gerst, aö hann hefur
brennt niöur á Þjóðskrá, og
breytt nafni sínu i Félagsmáia-
ráðuneytið. Eftir það virðist hann
hafa haft minni áhyggjur af
mannorði sinu. A.m.k. er ekki
minnst á það einu orði I yfirlýs-
ingunni góðu. (Lesendur eru
beðnir að athuga það, að þegar
rætt er um Svavar Gestsson, er
átt við Félagsmálaráðuneytið,
fyrir hádegi i gær. Fyrir þann
tima má nefna Svavar Gestsson
Svavar Gestsson, en ekki eftir
þann tima, þá er hann Félags-
málaráðuneyti. Nú er það ekki
lengursitt hvað, Svavar og ráðu-
neytið.)
Þannig má sjá, að þegar
Félagsmálaráðuneytið segir:
„Félagsmálaráðuneytið, það er
ég! ” þá er ekki hægt að misskilja
það.
Annars telur Þagall, að áhyggj-
ur Félagsmálaráðuneytisins af
mannorði sinu, skv. viðtali við
Dagblaðið, hafi verið ástæðulaus-
ar. Alþýöublaðið hefur engan sér-
stakan áhuga á mannoröi Félags-
málaráðuneytisins. Þessvegna,
hefði Félagsmálaráöuneytið get-
að sparað sér ferðina niður á
Þjóðskrá, i hádeginu. En nýju föt-
in ráðuneytisins, eru tilkomumik-
il engu að siður.
— Þagall