Alþýðublaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. september 1981 ^—' 5 Isafjörður: SJÁVARÚTVEGUR ER OKKAR STÓRIÐJA — segir Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði C 1 Magnús Reyni Guðmundsson þekkja allir (sfirðingar. Hann hefur verið virkur í bæjarmálastarfi á Isafirði um árabil og undanfarin 11 ár hefur hann gegnt starfi bæjarritara. Bæjarstjóri ísaf jarðar hefur hann verið í forföllum og fríum bæjar- stjóra og einnig verið virkur í ýmsum nef ndum og ráðum bæjarfélagsins. Margir landsmenn kannast við ábúðarmikla rödd hans af öldum Ijósvakans er hann tí- undar aflabrögð og önnur tíðindi úr Vestfirðingafjórðungi. Magnús gjörþekkir bæjarmálastarf á (safirði og málefni sveitarstjórna á Vestf jörðum eins og glöggt kemur f ram í viðtali sem hér fer á eftir. Þaö er dálitið undarlegt að koma til tsafjaröar eftir 10 ára fjarveru. Þaðer allt svo undar- lega breytt og allt öðruvisi en siöast. Þetta kann að hljóma hálf hjákátlega, en samt er það svo að Stór-R eykvíkingur vill gleyma þvi', að þó hann telji sig lifa og hrærast I hjarta tilver- unnar, þá verður honum skyndi- lega Ijóst að sveitarfélögin úti á landi þroskastog þróast, þó meö öðrum og oft erfiöari hætti sé. Mér þótti tilhlýðilegt, eftir þessa niðurstöðu, að leita upp- lýsinga um, hvernig bæjarmálin standa á Isafirðiog leitaöi fanga hjá Magnúsi Reyni Guðmunds- syni, en hann hefur verið bæjar- ritari þar i' 11 ár. Lifæðin er flugið ,,Við höfum einbeitt okkur að vegamálunum I sumar og tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið I fyrra. Malbikun gatna hefur staðiö yfir I sumar og nú er svo komið að eftir eru 2 - 3 km. af gatnakerfinu óbundnir. Vandamál sem sveitarfélag eins ogIsafjörður á viö að gli'ma eru vegamálin og samgöngur. Þar verðum viö aö standa á eig- in fótum þvi við njótum ekki ná- lægðar við stærri og sterkari sveitarfélög á borð við þau sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Li'fæö okkar er fkigiö, þvi hér feröast enginn nema um loftin blá. 1 fyrra voru fluttir, að með- altali, 100 farþegar fram og til baka, dag hvern, á milli Isa- fjarðar og Reykjavlkur, meö Flugleiðum eða flugfélaginu örnum. Það er þvi stórmál að þessi samgönguleið sé sem ör- uggust og vel að henni búið. Núna höfum viö t.d. enga lýs- ingu á flugvellinum, þannig að næturfhig er ekki til I dæminu. Aðflugið er þröngt og oft erfitt, en þetta stendur til bóta, við ætl- um að koma upp lýsingu á völl- inn næsta sumar. Nú, Rlkisskip hefur stórbætt þjónustu sina og Eimskip, en Hafskip hefur lagt niður feröir hingað vestur. Siglingar hingað eru nií vikulegar, en það þarf vart að taka fram að regluleg tlðni ferða,og þaðaðgeta treyst á siglingar, eru mikilvægur þáttur. Ég get fullyrt þaö, að ferðir Rikisskips mælast vel fyrir. Þeir hafa fækkað við- komustöðum og er þá nauðsyn á góðum samgöngum innan sýsl- unnar þvi flutningum er fram haldið landleiðina. Breiðadalsheiði erfiður þröskuldur Við höfum áhyggjur af slæm- um tengslum viö nágrennið. Breiöadalsheiði er stór og erfið- ur þröskuldur. Við verðum bara að fá jarðgöng,ekkert sem heit- ir! Þau þurfa ekki að vera meira mannvirki en Stráka- göng. Það þarf svo að auka ör- yggi í Óshllð sem er hættuleg vegna grjóthruns. Þar stendur til að gera tilraunir með s.k. vegsvalir, til að minnka þessa hættu. Það er alveg ótrúlega þýðing- armikiö aö svona byggöalög geti haft samskipti sin á milli með vörur og þjónustu, að ekki sé minnst á sjúkraflutninga. Núna er t.d. flogið sjúkraflug suður til Reykjavíkur með þá sem vilja vera I öruggum hönd- um. Sjúkrahúsið i notkun i haust Þetta stendur þó til bóta. ís- firðingar hafa fengiö sjúkrahús, sem verður tekið I notkun næsta haust og veröur að hluta til heilsugæslustöö. Þaö er búið að ráða Einar Hjaltason þangaö sem yfirlækni og svo hefur Pét- ur PéturssMi veriö skipaður héraðslæknir fyrir Vestfirði með aðsetur á Bdungarvik. Viö höfum oröiö varir viö breytingu i' læknamálum. Það er s jáanlegt að markaðurinn er að mettast og menn að koma heim frá Sviþjóö sem sýna áhuga á því að starfa i dreifbýl- inu. Það mættisegja mér að það tæki 1 - 2 ár að fullmanna allar stöður. A sjúkrahúsinu verða 2 deild- ir, handlækningadeild og lyf- lækningadeild, hvor með 26 rúm, og tannlæknadeild, gjör- gæsla og fæðingardeild. Sam- tals veröur pláss fyrir 60 sjúkl- inga. Gamla sjúkrahúsiö var orðið algerlega ófullnægjandi m.a. vegna þrengsla. Þar var ekki hægtað komafyrir nauösynleg- ustu tækjum. Viðhorf gagnvart öldr- uðum aðbreytast Þá hefur sveitarfélagiö staöiö að byggingu 30 fbúða fyrir aldr- aöa, 10 ibúöir fyrir hjón og 20 fyrir einstaklinga, samtals 40 manns. Þetta veröur tekið I not- kun næsta vor, eitthvað fyrir kosningar! Sjónarmiðin vegna gamla fólksins eru að breytast. Nú er þeim haldið heima eins lengi og unnt er, þeim sem geta séö um sig sjálf. En það er margt fólk sem biður eftir ibúöunum. Þess má geta að við erum með eitt elsta elliheimiliá landinu, byggt upp úr 1920 og er orðið ófull- nægjandi. V® gefum fólki kost á að losa sig viö stórt og óhagkvæmt hús- næöi. Dýrkynding og fasteigna- gjöld gera að verkum að fólki er nauðsynlegt að minnka við sig. Nú, þar að auki losnar um íbúöir handa þeim, sem vantar hús- næði. Það er oröin nokkur húsnæö- isdda. Viö verðum varir við hreyfingu á fólki, bæði tilog frá, og það kemur helst I ljós I hús- næðismálunum. A siðustu árum hafa veriö reistar 150 ibúöir hérna fyrir botni Skutulsfjarð- arins, IHoltahverfi, fyrirum 600 manns. Þar koma til meö aö búa um 3000 manns i framtiöinni. Magnús Reynir Guömundsson, bæjarritari. Ferðaskrifstofa á ísa- firði Isfirðingar hafa lagt meiri áherslu á aö fjölga ferðamönn- um og hafa nýlega sett á stofn Feröaskrifstofu Vestfjarða hf. með þátttöku Flugleiða, Arna og Ferðaskrifstofunnar Úrvals. Fer ðam annast raum ur inn hingað hefur veriö býsna góður og von um að svo verði áfram, m.a. með þvl að auka hér um- ferðina vegna skiðalandsins I Seljalandsdal. Nú til aö iöka túrisma veröa aðstæður að vera góðar. Ég minntistá samgöngurnar áöan. Og svo var stofnaö hlutafélag um bygggingu og rekstur nýs hótels, Hótels Isafjarðar. Raun- in hefur hins vegar orðiö sú aö hótelbyggingin hefur oröiö þungur baggi á bæjarsjóði, sem upprunalega var 20% hluthafi i fyrirtækinu. Framkvæmdir drógust á langinn teikningum var breytt og varö úr að allt fór úr böndum. Einstaklingarnir misstu áhugann og nú er svo komiö að bæjarsjóður er 70% hluthafiog hefur jxirft að fá lán- aöar 300 gamlar milljónir til að koma hótelinu i gagniö, svo út- séð er, að um taprekstur veröur aö rasöa. Það er ekki svo^ undarlegt þvl þróunin I vaxtamálum og kröfur lánastofnana um að hlutafélög verði aö leggja til jafn mikið fé og þeir fá lánaö hefur haft nei- kvæð áhrif á framkvæmdasemi manna. Nýtt húsnæði fyrir menntaskólann En sameiginlegar fram- kvæmdir sveitarfélagsins og rlkisins eru þær að verið er að byggja kennsluhúsnæöi fyrir Menntaskólann á ísafiröi, sem liklega verður tekið I notkun eft- ir 2 ár. Þar að auki mun bóklegt nám Iðnskólans verða þar. Gamla barnaskólann, þar sem Mí hefur nú aðsetur, þarf að nota undir grunnskólann. MI hefur verið lyftistöng fyrir bæinn. Að visu fækkaöi nemend- um siðustu 2, 3 árin, m.a. vegna fjölbrautaskólanna, en sýnt þykiraö aðsóknin aukist I vetur og verði allt að 200 nemendur I skólanum. Viö rekum hér Iðnskóla með alls kyns hliðarfræðslu, ss. vél- skólanám, stýrimannanám og tækniskóla. Hér er Tónlistar- skóli og svo húsmæðraskóli. Hann gekk illa I fyrra og verður námi þar liklega breytt I nám- skeiðahald vegna fækkunar nemenda. Svo ætlum við að koma á fót öldungadeild viö menntaskól- ann i vetur. Þaö hafa veriö hér námsflokkar og kvöldskóli og má segja að öldungadeildin sé sprottin upp úr þeim. Þegar allir skólarnir eru komnir I gagnið verða þriðjung- ur heimamanna I skóla á staön- um. Þaö hefur gengiö vel aö fá kennara en erfiðara að útvega þeim húsnæði. Sjávarútvegur er okk- ar stóriðja A ísafirði eru 3 stór frystihús og 5 rækjuverksmiðjur. Það er okkur vaxandi áhyggjuefni að halda ekki okkar hlut I sjávar- aflanum. Skipum hefur fjölgað og sækjaöll i sama skammtinn. Sjávarútvegur er okkar stór- iöja! Flestirlandshlutar hafa þó tækifæri I öörum atvinnugrein- um. Við eigum góöa höfn hér á Isafirði, en þó stendur til að gera höfn Sundamegin sem aö- allega gegnir þvl hlutverki aö vera vöruhöfn vegna aukinna aðflutninga. En þetta varður vart fyrr en 1983. Skipaiönaðurinn er ekki eins mikill og áður, og þjónusta viö fiskiskipaflotann er I lamasessi. T.d. er ekki hægt að taka skip I slipp vegna þess að dráttar- brautin er biluö. Sveitarfélög vantar tekjur Hvaö varöar fjármálin vil ég segja aö sveitarfélögunum er ekki séð fyrir nægum ttícjum. Útsvar, aöstööugjald, sem er óvinsæíl skattur, á fyrirtæki, og fasteignagjöld eru helstu tekju- stofnarnir. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stendur ekkiundir nafni. Úr honum fæst ákveöin • upphæð á hvern ibúa og auk þess aðeins brot til þeirra sveit- arfélaga sem hart hafa orðið úti. Það veröur aö taka mára tillit til þeirra verkefna sem sveitarfélögin verða að standa und ir. Sveitarfélög eins og Kópavog- ur, Garðabær, Seltjarnarnes og fleiri njóta þesss að vera I ná- grenni við Reykjavik og þetta þarf að jafna. Sveitarfélögin verða aö fá aukna hlutdeild I tekjustofnum sem rikið eitt sit- ur aö.” — EGE.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.