Alþýðublaðið - 26.09.1981, Síða 3
Laugardagur 26. september 1981
3
RITSTJÓRNARGREIN
Þeir skildu eftir sig sviðna jörð
Sókn segir upp
kjarasamningum:
Krafa um
sama
lífeyrissjóð
fyrir alla
landsmenn
Liölega 200 manna félags-
fundur í Starfsmannafélaginu
Sókn, sem haldinn var 22.
september sl., samþykkti ein-
róma aö segja upp gildandi
kjarasamningi frá og meö
næstu mánaöamótum.
Fundurinn samþykkti
KJARAMÁLAÁLYKTUN þar
sem segir aö innan verkalýös-
hreyfingarinnar séu hópar
sem ekki fái lifvænleg laun
fyrirsina vinnu. Þaö veröi þvi
að vera meginm arkm iö i kom-
andi kjarasamningum aö
vinna að bættum kjörum
þessa fóiks, ef um samstöðu á
að vera aö ræða.
Fundur i Starfsmannafélag-
inu Sókn, haldinn i Hreyfils-
húsinu, 22. sept. 1981 lýsir
þeirri skoðun sinni, aö ekkert
afl i þjóöfélaginu geti sigraö
verkalýðshreyfinguna ef hiín
stendur einhuga saman. Þvi
hvetur fundurinn til sam-
starfs, en bendir jafnframt á,
að innan verkalýöshreyfing-
arinnar eru hópar fólks, sem
ekki fá lifvænleg laun fyrir
sina vinnu. Það veröur þvi að
vera i meginmarkmiö i kom-
andi kjarasamningum, að
vinna aö bættum kjörum
þessa fólks, ef um samstöðu á
að vera að ræða.
Þá telur fundurinn að lag-
færa beri nú þegar það mis-
rétti, sem rikir i lifeyrismál-
um og fordæmir, að á sama
tima og verkafólki er naumt
skammtað skuluaðrir sækja i
verðtryggða sjóði og sumir
einstaklingar i fleiri en einn.
Markmiðið er: Sami lifeyris-
sjóður fyrir alla landsmenn.
Verkafólk eigi kost á eft-
irlaunum við 65 ára aldur, ef
það óskar þess. Fundurinn it-
rekar stuöning við aldraða og
fatlaöa og hvetur verkalýðs-
hreyfinguna tilaðgera þeirra
mál að sinum.
Þá vill fundurinn minna á,nú
þegar húsnæðismál eru i
brennidepli, að þaö að hafa
þak yfir höfuðið eru mannrétt-
indi, og þvi mál okkar allra að
leysa húsnæðisvandamálin.
I laugardagsblaði Alþýðu-
blaðsins birtist nú fyrsta grein
af þremur um klofning Alþýðu-
flokksins árið 1938, þegar vara-
formaður flokksins, Héðinn
Valdimarsson, gekk til sam-
starfs við kommUnista og stofn-
aði með þeim Sameiningarflokk
Alþýðu — Sósialistaflokkinn.
Þetta var i annað sinn sem
Alþýðuflokkurinn mátti þola
alvarlegan klofning. Fyrra
skiptið var árið 1930, þegar
kommúnistar stofnuðu hér á
landi útibú frá Komintern,
alþjóðasamtökum kommúnista
i Moskvu. Sá atburður var
sennilega óhjákvæmilegur.
Hann var siðbUin afleiðing þess
klofnings sem gætti í flestum
sósialdemókrataflokkum á ára-
tugnum milli 1920og 30, i kjölfar
rUssnesku byltingarinnar. A
þeim tima fór þaö ekkert á milli
mála, að hin Moskvustýrða
alþjóðahreyfing kommunista
leit á jafnaðarmenn og jafn-
aðarmannaflokka sem höfuð-
óvin sinn. Þeir voru stimplaðir
sem höfuðstoð og stytta
auðvaldsskipulagsins, svikarar
við málstað sósialismans, og að
lokum sem sósial-fasistar.
Kommúnistar neituðu að gera
nokkurn greinarmun á jafn-
aðarmannaflokkum og nasista-
flokkum.
Það var ekki fyrr en Stalin
taldi öryggishagsmunum Sovét-
rikjanna ógnað vegna uppgangs
nasismans og valdatöku Hitlers,
sem skyndilega var söðlað um.
Þá var kappsamlega leitað eftir
„samfylkingu” með jafnaðar-
mannaflokkunum til sameigin-
legrar baráttu gegn nasisman-
um. Þegar islenskir kommún-
istar hófu þessa sarhfylkingar-
baráttu upp úr 1934, var eðlilegt,
að forystumenn Alþýðuflokks-
ins vildu láta á það reyna, hver
hugur fylgdi máli. Þeir hófu
þess vegna samningaviðræður
við fulltrúa Kommúnistaflokks-
ins sumarið 1937. Tilgangurinn
af hálfu jafnaðarmanna var aö
láta á það reyna, hvort
kommúnistar treystu sér til að
starfa i sameinuðum sósialisk-
um verkalýðsflokki, sem
starfaði á grundvellilýðræðis og
þingræðis.
Allar heimildir um þessar
samningaviðræður eru vel
varðveittar. Fundir samninga-
nefnda voru bókaðir. Samn-
inganefnd Alþýðuflokksins gaf á
sinum tima út bók, þar sem
gangi viðræðnanna er itarlega
lýst og öll gögn, sem fram voru
lögð i viðræðunum af hálfu
beggja aðila, birt. Menn þurftu
þvi ekkert að velkjast i vafa um
það, hver ágreiningsefnin voru,
eða á hverju þessi sameiningar-
tilraun strandaði.
Það var afstaðan til Sovét-
rikjanna og krafa kommiínista
um „óháð” og „ópólitisk”
verkalýðssamtök, sem komu i
veg fyrir sameiningu þessara
flokka.
Eftir að fulltrúar Alþýðu-
flokksins höfðu slakaö verulega
á frá upphaflegum tillögum sin-
um, og gengið til móts við orða-
lag kommúnista, gerðist það, að
kommúnistar hertu mjög á
kröfum sinum og settu ófrávikj-
anleg skilyrði.
Þannig gerðist það á
viðkvæmu stigi i viðræðunum,
að Brynjólfur Bjarnason, höfuö-
páfi sovéttrúboösins á tslandi,
hvarf með leynd til Moskvu.
Þegar hann snéri aftur lét hann
miðstjórn Kommúnistaflokks-
ins samþykkja ófrávikjanleg
skilyrði fyrjr hugsanlegri sam-
einingu.sem voru svohljóðandi:
„Hinn sameinaði flokkur tek-
ur skilyrðislausa afstöðu með
Sovétlýðveldunum, sem landi
sósialismans og leyfir engan
fjandskap gegn þeim i blöðum
flokksins, eða af hálfu starfs-
manna hans.”
Og ennfremur:
„Flokkurinn leyfir ekki fjand-
samlega afstöðu til
Alþjóðasambands kommúnista
innan vébanda sinna.”
Þessu til viöbótar harðneituðu
kommúnistar að fallast á, að
hinn nýi, sameinaði flokkur,
skyldi starfa á grundvelli „laga
og þingræðis”.
Loks neituðu kommúnistar að
fallast á, að verkalýðsfélög og
samtök verkafólk gætu átt beina
aðild að hinum nýja flokki. Sú
skipulagsregla var þá i fullu
gildi á Islandi, eins og reyndar
alls staðar annarsstaðar, þar
sem sósi'aldemókratiskir fjölda-
flokkar höfðu náð að þróast. 1
staðinn gerðu kommúnistar
kröfu um, að verkalýðshreyf-
ingin skyldi vera „hlutlaus” og
„óháð” og á „faglegum” grun-
dvelli.
það er forustumönnum'
Alþýðuflokksins á þessum tima
til sóma, hversu vel þeir héldu á
spilunum f þessum samninga-
viðræðum.
Þeir sýndu fram á þaö, að
islenskir kommúnistar voru
ekki reiðubúnirtilþess aö starfa
i stórum, opnum, sósialiskum
verkalýösflokki. Þeir trúðu enn
á kenningar Lenins um
fámenna úrvalssveit samsæris-
manna, er skyldu hafa vit fyrir
fjöldanum. Þeir trúöu ekki á
inn anf lokkslý ðræ ði.
Þeir sýndu fram á það, að
kommúnistar voru ekki reiðu-
búnirtil þess að starfa á grund-
velli „laga og þingræðis”. Þeir
gátu ekki gert það upp við sig,
hvort hinn nýi flokkur ætti að
vera lýðræðisflokkur eða bylt-
ingarflokkur.
Þeir sýndu fram á það, að
forysta kommúnistaflokksins á
tslandi var i reynd eins konar
fimmta herdeild sovéska
kommúnistaflokksins. Þeir
gerðu sovétátrúnaðinn að
algjöru skilyrði fyrir samstarfi
við aðra, i einum flokki. Enginn
lýðræðisjafnaðarmaður með
fullu viti gat þá né siðar, fallist á
að beygja sig undir ok svo
fólskulegrar hugmyndafræði.
Niðurstaðan varö þvi sú, að
forystumenn Alþýðuflokksins
höfðu rétt fyrir sér i þessum
ágreiningsmálum við kommún-
ista. Þannig hefurþað verið alla
tið, frá þvi að kommúnistar hófu
aðför sina aö Alþýðuflokknum,
að jafnaðarmenn hafa haft rétt
fyrir sér í stóru sem smáu i
öllum þeim deilumálum, sem
milii þessara tveggja aðila hafa
staðið, áratugum saman.
Það er þess vegna á vanþekk-
ingu byggt, þegar Nýtt land
reynir nú að gera þvi skóna, að
Héðinn Valdimarsson hafi haft
rétt fyrir sér, þegar hann ákvað
að taka upp flokkslegt samstarf
við kommúnista, þrátt fyrir að
undangengnar viðræður höfðu
sýnt, að kommúnistar voru
ósamstarfshæfir.Um þetta þarf
reyndar ekkert að deila. Það
voru ekki liðnar nema fáeinar
vikur, frá þvi að Héðinn var
kjörinn formaður hins nýja
flokks,þangað tilhann sá sig til-
neyddan að segja sig úr flokkn-
um, eftir að samstarfsmenn
hans tóku afstöðu meö soVet-
stjórninni i innrás Rauða hers-
ins inn i Finnland, eitt Nwður-
landanna. Héðinn komst þvi
sjálfur að þvi fullkeyptu. Hann
fékk þaðstaðfest, innan fáeinna
mánaða, að samninganefnd
Alþyðuflokksins, miðstjórn
hans og Alþýðusambandsþing
höfðu haft rétt fyrir sér, i mati
sinu á hugmyndalegum for-
sendum og fyrirætlunum
„Þeir sem klufu
Alþýðuf lokkinn, fyrst
1930 og síðan aftur
1937—38, höfðu rangt
fyrir sér í öllum þeim
grundvallaratriðum,
sem um var deilt á þeim
tíma. Héðinn Valdi-
marsson reyndist hafa
rangt fyrir sér, þegar
hann gekk f áliðaður yf ir
til f lokksstofnunar með
kommúnistum.
Fáeinum vikum'seinna
hrökklaðist hann úr
flokknum, reynslunni
ríkari. En sú staðreynd,
að Alþýðuf lokknum
tókst ekki að varðveita
einingu sína á þssum
örlagaríku tímum, varð
ekki aðeins ógæfa
Alþýðuflokksins, heldur
verkalýðshreyfingar-
innar, og þjoðarinnar
allrar."
kommúnista. Um þetta þarf
ekki að deila.
E n klofningur Alþýðuflokks-
ins 1938 var ekki aöeins ógæfa
Alþýðuflokksins, heldur lika
verkalýöshreyfingarinnar á
Islandi og þjóðarinnar allrar.
Til hans má rekja þaö fyrst og
fremst, að i'slenskt flokkakerfi
þróaðist með allt öðrum hætti en
reyndin varð, annars staðar á
Norðurlöndum. Hin hatramma
innbyrðis barátta kommúnista
og jafnaöarmanna var
vatn á myllu Sjálfstæöisflokks-
ins. Vafasamt er, aö Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði nokkru
sinni náð þvi fjöldafylgi, sem
raun var á, ef Alþýðuflokkurinn
hefði varðveitt einingu sina, og
haldið undirtökunum innan
launþegahreyfingarinnar.
Verkalýðshreyfingin sjálf hefur
aldrei beðið þess bætur, aö
missa sinn eðlilega pólitiska
bakhjarl. Alla tið siðan hefur
hún verið bitbein stjórnmála- j
flokkanna og vettvangur I
pólitiskrar borgarastyrjaldar.
Hún hefur þvi aldrei náð þeim
þroska, sem verkalýöshreyfing
nágrannalandanna náöi, þar
sem kom múnistaflokkar urðu
aldrei annaö og meira en tiltölu-
lega meinlausir sértrúarsöfnuð-
ir ruglaöra menntamanna.
— JBH.
Ráðherrann ráðalausi og
flotinn ósigrandi
Björn Dagbjartsson, forstjóri
rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins, og fyrrverandi
aðstoðarmaður Kjartans Jó-
hannssonar i Sjávarútvegsráöu-
neytinu, skrifar athyglisverða
grein um sjávarútvegsmál i Visi
sl. fimmtudag.
Hann spyr sjálfan sig, hvernig
á þvi geti staðið, þegar aflinn er
meö þvi mesta, sem um getur,
og meðaiverð á mörkuðum
hefur sennilega aldrei veriö
hagstæðara, — þá er sjávarút-
vegurinn og fiskvinnslan rekin
með bullandi tapi.
Talaö er um aö fiskverð þurfi
aö hækka um 13% til þess að
hægt sé að reka flotann.
Fullyrt er að frystingin sé
rekin með 6% halla.
Þrátt fyrir hagnaö i saltfiski
og skreið er einnig fullyrt, að
fiskvinnslan i heild sinni sé
rekin með tapi.
Fréttir berast um, aö út-
gerðarkostnaður nýrra fiski-
skipa sé svo hrikalegur, að þau
séu rekin með bullandi tapi.
Samt er stöðugt haldið áfram að
fjöiga fiskiskipum.
Fullyrt er, að nýir togarar
þurfi að veiða allt að helmingi
meira en þeir gera nú, til þess
að endar nái saman.
Blöð og aðrir fjölmiölar eru
daglega fullir af fréttum um
stöðvun fiskvinnslu- og út-
gerðarfyrirtækja i flestum
landshlutum.
Um þetta segir Björn Dag-
bjartsson:
„Það leikur varla nokkur vafi
á þvi, aö gengi krónunnar er
oröið rammskakkt rétt eina
feröina og það veröur eflaust
fellt bráðlega, sjálfsagt of seint
og of litið eins og venjulega. Það
er ekki laust við það heldur aö
aðrar atvinnugreinar en sjávar-
útvegurinn hafi látið á sér
skilja, að gengisskráningin væri
ekki upp á þaö réttasta.
Iðnaöurinn hefur alveg gengið
fram af ráöherrum með frekju-
legum fundarhöldum af þessu
tilefni. Næsta gengisfelling
verður ekki bara fyrir sjávarút-
veginn „svona til tilbreyt-
ingar”.
En gengisfelling er að veröa
ákaflega tvieggjað vopn á
þessum siðustu og verstu
timum. Oll aðföng sjávarút-
vegsins þ.m.t. olia, hækka
nefnilega um leið, og ein gengis-
felling býöur annarri heim.
Gengisfellingar koma i sam-
stæðum a.m.k. tvær og tvær,
með stuttu millibili, sagði ein-
hver vis maður. Þaö kom fimm
prósent gengislækkun upp úr
þurru i sumar og það kemur
önnur, sjálfsagt stærri, i haust,
og dugar eflaust skammt lika.
En þaö er ekkert sem bendir til
þess að nein varanleg úrræði
séu i undirbúningi.”
A seinasta alþingi lagði
Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins, fram hvorki
meira né minna en fjögur laga-
frumvörp, sem miöuöu að þvi að
ná tökum á stjórn veiöa og
vinnslu. Hann lagöi m.a. til að
sjávarútvegsráðherra yrði
sviptur einhliða heimild til aö
leyfa innflutning nýrra skipa, aö
úreldingarsjóður fiskiskipa yröi
efldur og samræmi komiö á
milli veiða og vinnslu, með afla-
miðlun. Um þetta segir Björn
Dagbjartsson m.a.:
„Of stór floti þýðir of hátt
fiskverð sem þýöir of mikill
framleiðslukostnaöur afurða,
sem „reddað” er meö gengis-
falli. Það er ömurlegur vind-
myllubardagi, sem háöur er við
að bæta nýtingu, vinna nýjar af-
urðir, spara oliu (orku) o.s.frv.
Þetta er tilgangslaus skæru-
hernaður. Flotinn er ósigrandi
eins og er, og verður þaö I náinni
framtið.”
Ennfremur segir Björn:
„Þvi miður er ýmislegt, sem
bendir til þess, aö striðiö við
fiskiskipaflotann okkar vinnist
heldur ekki nema fyrir það að
náttúran gripi i taumana, ekki
kannski með illu veðurfari,
heldur með viðkomubresti eins
og fleiri fiskistofna.”
Hann bendir á, að karfastofn-
inn er á alvarlegri niöurleiö og
afurðir seljast ekki. Varla fara
menn aö verðbæta karfa, sem
landað er, þegar svona stendur
á? Of margir togarar liggja þá
bara af sér skrapdagana enn
frekar en oröið er.
Arni Benediktsson leiöir að
þvi rök, aö þetta kapphlaup við
takmarkaðan veiðitima og sam-
eiginlegan heildarafla leiði til
lakari gæöa hráefnis og afurða.
Hann segist ekki sjá aðra leið
vænlegri til stjórnunar fiskveiða
en að skipta afla niður á veiði-
skip.
//Of stór floti þýðir of
hátt fiskverð, sem þýðir
of mikill framleiðslu-
kostnaður afurða, sem
„reddað" er með gengis-
falli. Það er ömurlegur
vindmyllubardagi. Þetta
er tilgangslaus skæru-
hernaður. Flotinn er
ósigrandi eins og er og
verður það í náinni f ram-
tíð."
Björn Dagbjartsson tekur
undir þessa skoðun. Hann vitnar
til reynslunnar af kvótakerfinu
við loðnuveiöar. Þar er afla
skipt niöur á skip. Vegna þess
að loðnuflotinn var þá þegar
orðinn allt of stór, kemur of litið
i hlut hvers skips. En þaö hefur
ekki bæst viö eitt einásta nýtt
loönuskip siðan. Það er ekki að
sjá annað en hagsmunaaðilar i
sjávarútvegi neyöist til að gripa
til sömu ráöa gagnvart botn-
fiskflotanum og þvi fyrr þvi
betra fyrir þá og þjóðina alla.
Þetta er niðurstaða eins virt-
asta visindamannsins, sem
starfar i þjónustu fiskvinnsl-
unnar á Islandi i dag. Það er
haröur dómur um hringlanda-
háttinn og stefnuleysiö, sem
rlkjandi er i málefnum þessa
höfuðatvinnuvegar Islendinga i
dag. ' _jbh.