Alþýðublaðið - 30.09.1981, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1981, Síða 1
alþýðu Benedikt Gröndal: Öryggismál á Norðurslóðum o Magnús H, Magnússon: Fundið fé - bætt viðskiptakjör o Kjaramálaráðstefna Sjómannasambandsins: „Höfum dregist afturúr” — segir Óskar Vigfússon forseti ,,Kjör sjómanna hafa tvimæla laust verift skert verulega siðustu mánuði miðað við aðrar stéttir i landinu” sagði Öskar Vigfiísson forseti Sjómanna- sambands isiands i samtali við Alþýðublaðið i gær. ,,Við erum tilbiinir til að leggja fram tölur og töflur, sem sýna þá stað- reynd svart á hvitu. Þessi óvið- unandi þróun hefur öll verið á þann veg, að sjómannaste’ttin hefur dregist verulega afturiír.” Óskar sagðist ekki vilja nefna neinar tölur i þessu sambandi, að svo komnu máli. ,,A þessu stigi málsins segi ég aðeins, að staða okkar er mjög slæm og hefur farið versnandi eftir þvi sem timar liða,” sagði hann. „Siðar munum við láta i ljós , tölur sem sanna munu þessar staðhæfingar.” Óskar Vigfússon benti á, að nú þyrftu sjómenn að afla meira upp i kauptrygginguna en áður gerðist. Hann sagði fiskverðið hafa verið óbreytt, á meðan kauptryggingin hefði verið skert með opinberum aðgerð- um. Þetta framkallaði sjálf- krafa kaupskerðingu. Siðan sagði Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins: „Þaö ef fleira, sem við erum óánægðir með. A meðan önnur stéttarfélög hafa fengið vinnu- verndarlöggjöf, þprsem m.a. er kveðið á um lágmarkshvildar- tima á sólarhring, þá standa sjómenn sinar 16—18 tima vakt- ir á sólarhring eins og áður. Annaðhvort verður að meta þetta vinnuálag til launa, eða þá að sjómenn falli undir sama ramma og aðrir launþegar, hvað vinnuverndina áhrærir og taki sina hvildartima og haldi t.a.m. hvildardaginn (sunnu- daginn) heilagan og vinni aö- eins sinn fasta vinnutima á hverjum sólarhring. Hræddur er ég þó um,að ýmsir rækju upp ramakvein, ef sjómenn tækju sérslikan sjálfsagðan rétt. Hins vegar erekkert nemaréttláttað sjómannastéttin fái þessa kjarabót — vinnuverndina — i öðru formi.” Berskjaldaðir — Nú segja útgerðarmenn af- komuna einkar slæma og halla- rekstur viöast hvar. Hvernig áhrif hefur það á kjör og kjara- baráttu sjómannastéttarinnar? „Þaö verður náttúrlega meira á fotinn vegna þessara yfirlysinga útgerðarinnar. Hins vegar vil ég vekja á þvi athygli, að mörgum finnst þægilegt að segja meðaltalsafkomu útgerð- arinnar, svijáika afkomu og vaxtarbyrðinni á nýju togurun- um, sem er erfið vegna hárra vaxta. Það er bara ekki réttur samanburður. Meðaltalsafkom- an er skárri.” „Við teljum nauðsynlegt að fiskverðið fylgi veröbótati'ma- bilum annarra stétta,” sagði Óskar siðan. „Nú fengu laun- þegar verðbætur 1. september s.l. en fiskverðið stendur til 1. október. Sjómenn eru ætið á eft- ir i þróuninni. Sjómenn sækja sin laun i fiskverðiðogþað hefur þýtt, að þeir hafa æ ofan i æ staðið berskjaldaðir, þegar það hefur ekki fylgt verðþróun i landi.” — Attu von á strangri baráttu og langri um nýja fiskverðið? ,,Já, það á ég. Þetta verður erfitt og undir hælinn lagt hvort sjómenn fái þar sínar sann- gjörnu kjarabætur. Það er raunar timi til þess kominn að velta því upp, hvort þetta hluta- skiptakerfi hjá sjómannastétt- inni sé það rétta. Það væri kannski athugandi að sjómenn færufram á timaÞam fyrir sina vinnu, eins og tiðkast hjá flest- um öðrum stéttum . Hræddur er ég þó um, aö ýmislegt myndi riðlast hjá útgerðinni ef slikur háttur yrði tekinn upp. Aðal- atriðið er hins vegar þaö, aö hlutur sjómanna veröi leiörétt- ur, þannig að kjör þeirra fylgi 5 Kristján Thorlacius formaður BSRB: Kjararýrnun BSRB-manna 15 til 20% síðan 77 „Við viljum miða við kaup- máttinn eins og hann hefur verið bestur, en það var i árslok 1977. Ef miðað er við miðju launastiga BSRB, hefur rýrnun- in siðan þá verið á milli 15 og 20%. Þetta sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, i viötali við Alþýðublaðið i gær. Kristján Thorlacius formaóur BSRB. A formannaráöstefnu BSRB, sem haldin var fyrir siðustu helgi voru mótaðar kröfur sam- takanna fyrir samninga lotuna viö rikið, sem fer nú að hefjast. 1 ályktun ráðstefnunnar var m.a. gerð grein fyrir eftirtöldum kröfum: Að kaupmáttur verði færður á það stig sgm hann var i árslok 1977, bæði með beinum hækkunum og breytingum á launastigum. Aö laun verði verðtryggö og að ef samningar verða skertir með lögum falli þeir sjálfkrafa úr gildi. Einnig voru settar fram kröfur um skattabreytingar sem kæmu launafólki til góða, lengingu orlofs og aö ákvæöum um lág- markshvild veröi framfylgt. Kristján Thorlacius var spurður að þvi, hvernig ráð- stefnan heföi hugsað sér breyt- ingu á launastiganum i fram- kvæmd? — Það getur verið með ýmsum hætti. Nú er mismun- andi bil milli flokka og það hefur skapað ástand sem viö köllum bugðu niöurávið um miðjan launastigann. Það var ekki farið úti þetta i smáatriðum á ráö- stefnunni, heldur var þetta hugsað sem blanda af launa- stigabreytingu og beinum hækkunum. — Nú er i ályktuninni minnst á niöurstöður kjararannsókna sem nú fara fram. Hvað sýna þær rannsóknir um stööu félaga iBSRB? — Það eru enn engar niður- stöður komnar úr þeim rann- sóknum. Nú starfar nefnd, skipuð tveim fulltrúum BSRB og tveim fulltrúum rikisins, sem vinnur að þvi að rannsaka ákveöna þætti i þessum málum, aöallega innbyröis launamál og hlutföll hjá rikinu. Við höfum Hka fengið loforð um upplýs- ingar um niðurstöður úr rann- sóknum Kjararannsóknar- nefndar, þegar þær liggja fyrir. Eins munum við fá upplýsingar úr samskonar könnun sem Sam- band bankamanna er aö gera. En hvergi eru komnar fram endanlegar tölur þó þær veröi tilbúnar þegar til samninga kemur. — Nú er i ályktuninni talað um að laun skuli vera verð- tryggö. Hvað er átt við með þvi? — Það er átt við það, að verð- lagsuppbætur samkvæmt fram- færsluvisitölu koma aðeins á laun fram til áramóta, sam- kvæmt bráöabirgðalögum sem sett voru um siöustu áramót. $ Fundur hjá Dagsbrún: Vill tryggingu ríkis- valdsins fyrir því að launastefnan verði ekki brotin á kostnað verkafólks Hækkun grunnkaups er óhjákvæmileg svo og varanleg aukning kaupmáttar. Hugsan- lega mætti semja til lengri tima en gert hefur verið, ef kaup- máttaraukning væri tryggð með áfangahækkunum. Þá leggur fundurinn áherslu á að full atvinna verði tryggö og dregið úr veröbólgu. Fundurinn telur að leita beri eftir við rikisvaldið, að það tryggi að sú launastefna, sem mörkuð verður i komandi samningum, verði ekki brotin á kostnað verkafólks. Fundurinn telur nauðsynlegt að öll landssambönd og félög innan ASt standi einhuga að þessum mikilvægustu þáttum komandi samninga, svo og öðr- um atriðum sem eru öllum sam- eiginleg, og að samningar um þau veröi i höndum sameigin- legrar samninganefndar undir forystu Alþýðusambandsins. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess, aö fólkið i verka- lýðsfélögunum geti fylgst með gangi samninganna á hverjum tima. KrHur um lagfæringar á ein- stökum atriðum samninga Dagsbnlnar eru nú i undirbún- ingi og mun félagið fylgja þeim eftir við sina viösemjendur og i samvinnu við önnur félög eftir þvi sem við getur átt. NVíT LAND: Reksturinn ekki gengið nógu vel til að tryggja útkomu tiJ frambúðar Ritstjórn Nýs lands sendi á mánudag frá sér fréttatilkynn- ingu um frestun á útkomu næsta tölublaðs, en eins og kunnugt er hefur blaðið nú komið út sex sinnum. t tilkynningu rit- stjórnarinnar segir: „Nýtt land — viku- blað — hefur komiö út sex sinn- um. Efnahagslega hefur rekstur blaðsins staðiö i járnum. Að- standendur Nýs lands geta hins vegar ekki leyft sér, hvorki gagnvart lesendum sinum eða viðskiptavinum, að hafa aðrar skoðanir á blaðaútgáfu en á rekstri þjóðfélagsins. Blað sem ekki stendur undir sér og sem ekki getur staöið i skilum viö viðskiptavini sina, á sér ekki til- verurétt. Rekstur Nýs lands hefur i raun ekki gengið illa, en hefur hinsvegar ekki gengið nóg samlega vel til þess aö tryggja útkomu blaösins til frambúðar. Aðstandendur Nýs lands hafa unnið að því að búa til blað, þar sem skoöanir ganga um margt þvert á viðteknar skoöanir í is- lenskum þjóðmálum. — Það er hins vegar hluti af heimspeki Nýs lands aö by ggja á engu öðru en stuðningi fólks. Þar sem sá stuðningur hefur enn um sinn ekki verið nógur, hefur verið ákveðið að fresta útkomublaðs- ins um þrjár vikur, til 22. októ- ber og freista þess aö treysta efnahagslegar undirstöður blaðsins. Reynist þaö unnt, og sé rekstrarleg glæta, þá mun Nýtt land koma út að þremur vikum litkium, sem vikublað. Að öörum kosti gefumst við upp, og þökkum fjölmörgum ánægjulegt samstarf”. Uppstokkanir í bankakerfinu: Útvegsbankinn verður að Landsbanka á Seyðisfirði Utvegsbankinn stendur höllum fæti og hinir ríkisbankarnir aðstoða! Útvegsbanki Islands hefur átt við rekstraröröugleika aö etja hin siðari ár. 1 sjálfu sér eru það ekki ný tiðindi hvaö bankann varðar. Hann hefur áöur staðið höllum fæti. Um þessar mundir eru i farvatninu ýmsar ráðstaf- anir, sem rétta eiga við stööu mála hjá Útvegsbankanum. Aörirbankar eru látnir taka við erfiöari viðskiptavinum og Landsbankinn og Seölabankinn — hinir rikisbankarnir — aö- stoða eftir megni. Ritósstjórnin •lætur sig máfið éinnig varða. Einn liður þessarar uppstokk- unnar kemur fram i fréttatil- kynningu frá Útvegsbankanum, sem Alþýðublaöinu barst í gær. Þar segir: „Aö undanförnu hafa farið fram viöræöur milli banka- stjóra Landsbankans og Út- vegsbankans A um yfirtöku 7,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.