Alþýðublaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. september 1981 3 -i IR-j KLIPPfl in! Skortur á hjúkrunar- fræðingum hefur verið tilfinn- anlegur siðustu mánuðina og er ástandið mjög alvarlegt. Vinnuálag á þeim hjúkrunar- fræðingum, sem við störf eru, er meira en góðu hófi gegnir. Úrklippan er úr viðtölum Morgunblaðsins við tvo hjúkrunarfræðinga, sem lýsa ástandinu. „HELSTA orsökin fyrir hjúkrunarfræðingaskortinum eru lág laun en i öðru lagi er það hið geysilega vinnuálag, sem skapast meðal annars af því að það eru allt of fáar stöðuheimildir fyrir hjúkr- unarfræðinga á flestum sjúkrahúsunum,” saj$i Lilja Os,karsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Þar eð mikil vöntun er á hjúkrunarfræðingum, þá eru stöðurnar oft mannaðar af hjúkrunarfræðingum, sem taka á sig aukavaktir og geta aukavaktirnar fariðuppi'hálf mánaðarlaun hjá hjúkrunar- fræðingi. Þegar svo er komið hlýtur eitthvað að vera að þessu kerfi. Samfara vinnuálagi kemur mikil ábyrgð, þvi hjúkrunar- fræðingarsem eruá vaktbera ábyrgð á velliðan sinna sjúk- linga. Þeir verða að meta hverju sinni liðan sjúklingsins og hvenær á að kalla á lækni. Hjúkrunarfræðingarnir geta aldrei farið út af deildinni, en það geta læknarnir aftur á móti. Þeir geta til dæmis farið heimtil sin og látið siðan kalla á sig, ef m eð þarf eða þeir fara inn á sina skrifstofu og leggja sig. Það er lika spurning, hvort að hjúkrunarfræðingar eru ekki biínir að koma lækn- um upp á að taka af þeim ýmis störf, en hjúkrunarfræðingar eiga alls ekki að vera neinir handlangarar fyrir lækna heldur eru þeir sjálfetæð stétt sem ber ábyrgð á hjúkrunar- meðferðinni samkvæmt lög- um. , Fleiri atriði en lág laun og vinnuálag valda þvi að vöntun er á hjúkrunarfræðingum til starfa. Vaktavinna er til dæmis afar þreytandi til lengdar. Það er slæmt fyrir likamsstarfsemina að skipta sifellt um svefntima auk þess sem það samrýmis ekki reglu- bundnu heimilislifi og fjöl- skyldulífi eða bara venjuleg- um samskiptum við annað fólk að vinna vaktavinnu ár eftir ár. Vegna þessara atriða sem ég hef nefnt hér og ýmissa fleiri, þá er svo komið að til dæmis giftar konur með börn sjá litinn tilgang með þvi að vinna sem hjúkrunar- fræðingar og ég veit lika til þess að ýmsir hafa farið Ut i önnur störf, sem eru þá betur launuð,” sagði Lilja Óskars- dóttir að lokum. „HELSTA orsökin fyrir hjúkrunarskortinum eru lág laun. Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi, þá hef ég oft orið að vinna 60—80 yfirvinnutíma á mánuði til að endar næðu saman, enda er ég með stóra fjölskyldu en börnin okkar eru fjögur og kouan mín hefur ekki unnið úti fyrr en i sumar,” sagði Jóhann Marinósson, svæfingarhjúkr- unarfræðingur á Landakoti. t öðru lagi þá er hér um gíf- urlegt vinnuálag að ræða, auk þess sem mikil ábyrgð fylgir starfinu. Þegar vitað er af þessu vinnuálagi, þá vill fólk siður taka að sér þessi störf. í þriðja lagi, þá tel ég að það myndi laða hjúkrunarfólk meira að starfinu ef kostur væri á barnagæslu, en eins og nú er, þá eru langir biðlistar á flestum dagheimilum, sem rekin eru af spítulunum. I fjórða lagi þá tel ég að hjúkrunarfræðingar séu i auknum mæli að fara út i sér- nám og þvi vanti almenna h jú k r u n.a rf ræ ð in ga á spitalana. Sókn i sérnám skapast meðal annars af þvi, að mi'nu áliti, að hjúkrunar- fræðingar vilja losna við vaktavinnuna, sem er afar þreytandi til lengdar. Styrking Bandarikjadollars um þrjátiu prósent á einu ári i samanburði við Evrópugjald- miðla hefur skipt sköpum fyrir islenskan þjóðarbúskap. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, má þakka það mann- inum i Hvita húsinu, að við- skiptakjör Islenska þjóöar- búsins hafa stórbatnað á yfir- standandi ári. Svavar, Ragnar og Hjörieifur mega þakka það, ekki sjálfum sér, heldur læri- sveini Friedmans I Hvita húsinu, að verðbólguhraðinn á íslandi hefur um skeið verið á Fiskverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað veru- lega i erlendri mynt. Mestu máli skiptir þó, aö dollarinn hefur hækkað i verði um og yfir þrjátiu prósent miðað við flesta þá gjaldmiðla aðra, sem þýðingu hafa fyrir okkur. Fæstir gera sér til hlitar grein fyrir þvi, að svo mikil styrking dollarans jafnast á við meiriháttar happdrættisvinning fyrir islenskan þjóðarbúskap. Rikisstjórn, sem fær jafn mik- mörkuðum fer hækkandi, og styrking dollarans færir okkur án eigin tilverknaðar, stórbætt viðskiptakjör, þá skuli fyrir- tækjum i sjávarútvegi, fisk- vinnslu, og almennum iðnaði liggja við stöðvun vegna halla- reksturs? Er þetta ekki einmitt það,‘ sem sá ágæti þingskörungur, Karl Kristjánsson, eitt sinn kallaði „hallæri af manna- völdum?” Það tekur út yfir allan þjófa- bálk, að hraðfrystiiðnaðurinn, sem hagnast hefur á fiskverðs RITSTlðRNARGREIN Móðuharðindi af mannavöldum niðurleið. Hins vegar bendir nú flest til þess, að þessi óvænti liðsauki kúrekans i Hvita húsinu dugi þeim evró-kommunum i stjórnarráðinu ekki mikið lengur. Senn liður að þvi, að þeir verði að fara að hjálpa sér sjálf- ir. Magnús H. Magnússon, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, gerir þessar staðreyndir að umtalsefni I athyglisverðri grein i Alþýðublaðinu i dag. Hann segir: „Hækkun dollarans, ein út af fyrir sig, hefur minnkað verð- bólguhraða hér á landi um fimmtán-átján prósent að mati Þjóðhagsstofnunar. Verðbólgan hefur á þessu ári minnkað úr 58%, eins og hún var að jafnaði á s.l. ári, i 41,2% þann 1. ágúst, eða um tæplega 17%. Mælt á sama hátt var verðbólgan 41,7% þegar rikisstjórnin tók við i febrúar 1980 af minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. öll, eða svo til öll, minnkun verðbólgunnar, er þvi bein af- leiðing af verðhækkun dollar- ans.” Magnús H. Magnússon hittir naglann á höfuðið, þegar hann bætir við: ,,Ef hækkun dollarans hefði ekki komið til, þá væri verð- bólga hér á landi ennþá nálægt 60%. Rikisstjórnin á þvi Reagan Bandarikjaforseta meira að þakka en hún vill vera láta.” Menn mega ekki gleyma þvi, þrátt fyrir linnulausan frétta- flutning um uppdráttarsýki Is- lensks atvinnulifs, að ytri kring- umstæður hafa ekki i langan tima verið jafn hagstæðar is- lenskum þjóðarbúskap, og ein- mitt á yfirstandandi ári. Afli verðmætra fisktegunda hefur aukist verulega. Oliuverð á Rotterdam- markaði hefur lækkað talsvert i dollurum talið. inn og óvæntan happdrættis- vinning upp i hendurnar, hefur þar með stórbætta aðstöðu til þess aö ná verulegum árangri i stjórn efnahagsmála. Um þetta segir Magnús H. Magnússon: „Mikill meirihluti fiskafurða okkar er seldur i dollurum. Ekki aðeins það, sem á Bandarikja- markað fer, heldur einnig þær afurðir, sem seldar eru til Austur-Evrópu. Sama máli gegnir um saltfiskinn, sem fluttur er til Portúgals, Spánar og annarra Miðjarðarhafs- landa. Sömuleiðis skreiðin. Allar eru þessar verðmætu út- flutningsafurðir greiddar i dollurum. Innflutningur, annar en olíu- vörur, er aftur á móti að mestu greiddur i Evrópugjaldeyri og japönskum jenum. Verð á mestum hluta út- flutnings okkar hefur þvi hækkað um þau þrjátiu prósent, sem dollarinn hefur hækkað miðað við aðra gjaldmiðla, til viðbótar við hækkun afurðanna i dollurum. A sama tima stendur verð á mestum hluta inn- flutnings okkar I stað. Þetta hefur orðið til þess, að viðskiptakjörin, sem fóru snar- versnandi allt árið 1979, og stóðu i stað árið 1980, hafa fariö mjög batnandi það sem af er árinu. Þetta hefur leitt til þess, að unnt hefur verið aö hækka fisk- verð til útgerðar og sjómanna, nokkurn veginn i takt við verö- bólguna innanlands, án þess að þvi fylgdi gengislækkun svo nokkru nemi. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólgu-. þróunina, til lækkunar, frá þvi sem ella hefði orðið. Hvernig má það vera, á sama tima og öll ytri skilyrði eru með hagstæöasta móti fyrir islensk- an þjóðarbúskap, afli er i há- marki, verðlag á erlendum hækkunum erlendis, og stór- grætt á hækkun doilarans, skuli nú vera rekinn með halla sem nemur 6—10% af veltu. Það er til marks um óstjórn Steingrims Hermannssonar i sjávarútvegsmálum, að nú vantar milljarða gkr. i verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, til þess aö unnt sé að greiða það fiskverð, sem um hefur verið samið og ríkisstjórnin hefur ábyrgst. Þetta gerist á sama tima og verð á útfluttum hraöfrystum fiski er mun hærra en það hefur nokkru sinni verið áður. Ef allt væri með felldu i islensku efnahagslifi ætti nú að greiða stórfúlgur I verð- jöfnunarsjóð,en ekki úrhonum. Þaö er ofur auðvelt aö gera sér i hugarlund, segir Magnús H. Magnússon, hvernig ástandið væri nú, ef afli væri ekki i há- marki, ef fiskverð hefði ekki hækkaö erlendis, og ef hækkun dollarans heföi ekki komið til. Svo að ekki sé nú talað um það, hvernig ástandið væri, ef doll- arinn lækkaði i sitt fyrra gengi, miöað við aöra gjaldmiðla. Það leiöir af sjálfu sér, segir Magnús H. Magnússon, hvaö sem allir kjarasamningar segja, að kaupmáttur launa minnkar og lifskjör þjóðarinnar versna, ef þjóðarframleiöslan dregst saman, afli minnkar og viðskiptakjör versna svo um munar. A sama hátt ætti aukin þjóðarframleiðsla og stórbætt viðskiptakjör, eins og nú er, að leiða strax til vaxandi kaup- máttar launa og betri kjara alls almennings. Meö efnahagsaðgeröum rikis- stjórnarinnar um sl. áramót, þegar kaupmáttur launa var lækkaður á einu bretti um sjö prósent, svipað og tiu mánaða samningaþóf gaf af sér, var ákveðið að hættaað taka mið af Magnús H. Magnússon, fyrrv. félagsmála- ráðherra: „Hækkun dollarans um þrjátíu prósent í samanburði við Evrópu- gjaldmiðla hefur ein út af fyrir sig minnkað verðbólguhraða hér á landi um 15—18 prósent að mati Þjóðhagsstofn- unar. Verðbólgan hefur á þessu ári minnkað úr 58%, eins og hún var að jafnaði á s.l. ári, i 41,2% þann 1. ágúst eða um tæplega 17%. Verð- bólguhraðinn var 41,7%, þegar ríkisstjórnin tók við í febrúar 1980 af minnihlutastjórn Alþýðuf lokksins, mælt á sama hátt. öll, eða svo til öll minnkun verðbólg- unnar er því bein af- leiðing af verðhækkun dollarans. Ef hækkun dollarans hefði ekki komið til, þá væri verð- bólgan hér á landi ennþá nálægt 60%." viðskiptakjörum til lækkunar eöa hækkunar verðbóta á laun. Stefna núverandi rikis- stjórnar i kjaramálum er þvi þessi: Laun skulu lækka með versnandi viðskiptakjörum. En þegar viðskiptakjörin fara batnandi, skulu þau ekki hækka i samræmi við það. Um það má segja, að vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti. —jbh. 5. Landsfundur Sambands Alþýðuflokkskvenna: Dagskrá tileinkuð hundrað ára afmæli Jóhönnu Egilsdóttur Benedikt Gröndal ræðir um Pólland og Evrópsk stjórnmál Fimmti landsfundur Sambands Alþýðuflokks- kvenna verður haldinn dagana 22.-23. október næstkomandi að Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 20:00 fimmtu- daginn 22. október og lýk- ur með kvöldfagnaði í Víkingasal á föstudags- kvöld. Veislustjóri í þeim fagnaði verður Emilía Samúelsdóttir. Sérstaka athygli vekur, aö i tilefni hundrað ára afmælis Jó- hönnu Egilsdóttur, sem verður 25. nóvember n.k., hefur stjórn sambands Alþýðuflokkskvenna ákveðið aðhefja þinghald sitt að þessu sinni með þvi að flytja samfellda dagskrá, sem verður helguð störfum Jóhönnu Egils- dóttur i þágu verkalýðshreyf- ingarinnar, jafnréttisbarátt- unnar og Alþýðuflokksins. A seinasta ári kom út bók með viðtölum Gylfa Gröndals, rit- stjóra Samvinnunnar, við Jó- hönnu Egilsdóttur. Sú bók vakti mikla athygli og var ágætur skerfur til sögu verkalýðshreyf- ingarinnar og jafnréttisbarátt- unnar, ekki hvaö sist á timabil- inu milli heimsstyrjaldanna. Jóhanna Egilsdóttir hefur með ístörfum sinum áunnib sér virðu- legan sess i sögu verkalýðs- hreyfingarinnar. Ekki er að efa að Alþýðuflokkskonur munu gera þeirri sögu góð skil á landsfundi sinum. Sonardóttir Jóhönnu Egils- dóttur, Jóhanna Sigurðardóttir, alþm. mun einnig flytja erindi á þinginu. Hún nefnir erindi sitt: Launamál kvenna á vinnu- markaðinumi A seinasta þingi fékk Jóhanna samþykkta þings- ályktunartillögu, en skv. henni var félagsmálaráðherra faliö að skila rækilegri úttekt á raun- verulegum launamismun á vinnumarkaðnum, m.a. eftir kynferöi, þannig að þær upplýs- ingar lægju fyrir við upphaf samninga i haust. Skv. blaðafregnum hefur þeirri rannsókn miðað litiö áfram. Væntanlega krefur verkalýðshreyfingin félags- málaráðherra um niðurstöður þessarar úttektar, áöur en sest veröur að samningsborði. Annað, sem athygli vekur á landsfundi Alþýðuflokkskvenna er erindi, sem Benedikt Gröndal, fyrrv. utanrikisráð- herra mun flytja. Hann kallar erindi sitt: Ástandiö i evrópsk- um stjórnmálum með sérstöku tilliti til Póllands. Benedikt er helsti talsmaður Alþýðuflokks- ins i utanrikismálum Hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu um alþjóðleg stjórnmál. t Pól- landi hefur það gerst, að valda- kerfi kommúnismans er hrunið til grunna. Hin erlenda lepp- stjórn stendur frammi fyrir ein- huga þjóð, og kröfum hennar um rétt frjálsrar verkalýðs- hreyfingar til starfa, um raun- verulegt lýðræði og valddreif- ingu, um að endir verði bundinn á ritskoðun og grundvallar- mannréttindi svo sem ritfrelski, málfrelsi og samtakafrelsi, verði virt I reynd. Þessum landsfundi sambands Alþýðuflokkskvenna lýkur með samsæti föstudagskvöldið 23. okt. — jbh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.