Alþýðublaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 30. september 1981 Borgarmálaráð ræðir kaup á strætisvögnum og byggingu búningsklefa við Laugard als I augar A fundi borgarmálaráðs Al- þýöuflokksins á mánudaginn var voru aðallega rædd væntan- ieg kaup borgarinnar á 20 nýj- um strætisvögnum og einnig bygging biiningsklefa fyrir Laugardalslaugarnar. Birgir Þorvaldsson, sem á sæti i s'tjórn SVR gerði grein fyrir væntan- legum kaupum á 20 strætis- vögnum fyrir SVR, og spunnust i því sambandi umræður um kaup á vögnum sem nú eru að koma á göturnar. Vagnstjórar virðast sjálfir mjög ánægðir með þá vagna. Aö visu þöttu þeir nokkuð vélarvana i byrjun en nú hefur verið bætt við þá skolloftsblásara og er þá aflið i lagi. Eins og kunnugt er voru flest- ir þeir vagnar sem nú eru á göt- unni keyptir samkvæmt svo- kölluðum norskum samningi, þ.e. undirvagn og stjórnkerfi eru frá Volvo verksmiðjunum, en yfirbyggingin er gerð sam- kvæmtnorskrihönnun og er hún framleidd i Noregi en öll vinna við samsetningu á yfirbyggingu fer fram á íslandi. Með þessu eru slegnar 2 flugur ieinu höggi, komist var að mjög hagkvæmu samkomulagi við Volvo verk- smiðjurnar og auk þess unnu Is- lenskir bifreiðasmiðir við yfir- bygginguna hér heima. Ikarus vagnarnir sem einnig voru pantaðir koma nú i byrjun október. SU skoðun kom fram I ráðinu að hinir væntanlegu 20 nýju strætisvagnar ættu að kaupast samkvæmt norska samkomulaginu og vera af Volvo gerð þviþað hefði sýnt sig að vera mjöghagkvæmt,en þeir kostuðu ca. 820 þús. komnir á götuna. Þá var rætt um byggingu bún- ingsklefa við Laugardalslaug og fyrirliggjandi tilboð i þá bygg- ingu. Siguroddur Magnússon gerði grein fyrir málinu og mun kostnaður verða á bilinu 6 - 7 milljónir króna. I framhaldi af þessu urðu umræður almennt um útboð borgarinnar á verk- um. Kom þar fram að viðsfjarri væri að alltaf væri hagkvæmast að taka lægsta tilboði, fyrir borgina. Reynslan hefði sýnt að verktaki gæti einfaldlega mis- reiknað sig og gætu verktakar orðið gjaldþrota ef borgin tæki tilboði þeirra. Við það tefðist verk mjög, leita þyrfti að öðrum verktaka og heildarkostnaður undirlokin orðinn mun hærri en Jóhannes Guðmundsson framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins hefur oröið og til sitthvorrar handar honum sitja þeir, Guðlaugur Gauti (t.v.) og Birgir Þorvaldsson (t.h.) og fylgjast grannt meb málflutn- ingi Jóhannesar. Menn I þungum þðnkum. Frá vinstri: EHas Kristjánsson, Sigur- oddur Magnússon, Geir Gunnlaugsson og Snorri Guðmundsson formaður SUJ. Ljósmyndir: Guðlaugur Tryggvi Hluti borgarmálaráðsins: Fyrir enda borðsins situr Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi og formaður borgarmálaráðs Alþýöu flokksins. lægsta tilboð sagði til um. M.a. hefðu þessi mál verið ræddá ný- loknu þingi Verktakasambands Islands. t ráðinu var mjög uppi sú skoðun að i öllum stærri framkvæmdum borgarinnar þyrfti að fara fram strangt for- val á verktökum áður en tilend- anlegrar tilboðsgerðar kæmi. Þá þyrfti fyrst að auglýsa eftir þe im, sem mögulega hefðu áhuga á að bjóða i viss verk og siðan yrði hreinlega athugað hvaða verktakar væru i stakk búnir til að framkvæma verkið. Reynslan hefði nefnilega sýnt að sumum verktökum þætti ekki taka þviað bjóða i verk þar sem fyrirfram lægi fyrir að lægsta tilboði yrði skilyrðislaust tekið og þannig fengju verktakar oft verk, sem þeir geta ekki lokið við. Þá var einnig rætt um dag- skrá Kjarvalsstaða i vetur og um möguleg kaup borgarinnar á Lifshlaupi Kjarvals. Þá kom einnig fram i ráðinu að nú lægi fyrir nefndarskipan um skipu- lag Mjóddarinnar iBreiðholti og að borgin hraðaði nú könnun á leiguhúsnæðismálum. G.T.K. SKYTTURNAR 116. Hertoginn af Buckingham sagði d’Artagnan, að hann yrði að skipta um hesta fjórum sinnum á leiðinni. — Ef þér skiljið eftir heimilisfang yðar f París á hverjum stað, sagði hertoginn, verða þessir fjórir hestar sendir á eftir yður. Allir fjórir eru gæð- ingar, og með fulium búnaði, svo ég vona að þér verðið ekki of stoltur tii aö þiggja þá fyriryöar hönd og vina yðar.Þér getið þá notað hestana istriðigfgn okkur. D’Artagnan þakkaði fyrir sig, hneigði sig fyrir hertoganum og flýtti sér til hafnarinn- ar. Skipið lá rétt undan Lundúnakastala, og d’Artagnan afhenti skipstjóranum bréfið. Þeir léttu ankerum þá þegar oghéldu af stað. Nokkrir tugir skipa lágu við festar og biðu fararleyfis, og d’Artagnan var viss um að hann hefði séð ókunnu frúna frá Meung um borðí einu þeirra, konuna, sem aðaismaðurinn ókunni haföi kallaö Mylady. Klukkan niu morguninn eftir voru þeir komnir til Saint Valery. D’Artagnan hélt þeg- ar til veitingahússins, leitaði þar uppi eigandann, og sagöi við hann „Forward”. Eig- andinn leiddi söðiaðan og velbúinn hest til d’Artagnan og visaðihonum veginn. — Þegar þér komið til Neufchatel, skuluö þér fara á veitingahúsið „Gullhjörtinn”, sagði veitingamaðurinn, og þar skuluð þér finna eigandann og nota sama lykilorð. Flýt- ið yður! D’Artagna fylgdi leiðbeiningum veitingamannsins og fékk óþreyttan hest i Neufchat- el. Hann gaf upp heimilisfang sitt, sem höfuöstöövar varðliðasveitar Desessarts i Par- is. — 1 þorpinu Écouis skuluö þér finna veitingahúsiö „Skjaldarmerkið”, sagði veitinga- maðurinn, og þar fáið þér óþreyttan hest. D’Artagnan hafði riðið nærri 240 kilómetra á tólf timum, þegar hann kom til Parisar og fann de Tréville.sem lét einsog ekkert hefði skeð. eftir Alexandre Dumas eldri 117. Daginn eftir var allt á öðrum endanum í Paris vegna dansleiksins, sem borgar- ráðið efndi til, til heiðurs kóngi og drottningu. Gestirnir streymdu að, allan liðlangan daginnogum miðnætti dundu við húrrahróp og fagnaðarlæti fyrir utan ráðhúsið. Kóng- urinn kom keyrandi i vagni, frá Louvre. Honum var visaö inn I herbergi, þar sem úrval grimubúninga var að finna. Allir tóku eftir þvi, að kóngurinn leit út fyrir að vera þreytt ur og áhyggjufullur. Hálftima seinna hljómuðu aftur fagnaðarlæti og húrrahróp. Drottningin var á leiðinni. Skömmu siðar gekk Anna af Austurriki i salinn, og allir tóku eftir þvi, að hún, eins og kóngurinn virtist vera þreytt og áhyggjufull. Veggteppi lyftist ögn„ og andlit kardinál ans birtist. Hann starði á drottninguna, og brosti hæðnislega. Drottningin var ekki mef demantaháismeniö. Hún stóð kyrr, og heilsaði uppá ráögjafa kóngsins. Skyndilega birt ist kóngurinn ásamt kardinálanum i einum dyrum salarins. Kardinálinn hvislaði ein hverju að kóngi, sem fölnaði og varð undarlegur á svip. Kóngurinn gekk beint af augum til drottningar, i gegn um þröngina, og sagði vit hana, skjálfandi röddu: — Frú, leyfist mér að spyrja, hversvegna þér hafið ekki demantahálsmenið. Þér vitit að ég lagði mikla áherslu á að þér bæruð það I kvöid! Drottningin ieit i kringum sig.og sá kardínáiann brosa. — Ég þorði ekki að bera svo dýrmætt men, innanum svo margt fólk, svaraði drottn ingin skjálfandi röddu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.