Alþýðublaðið - 30.09.1981, Side 4

Alþýðublaðið - 30.09.1981, Side 4
4 Miðvikudagur 30. september 1981 Eftirfarandi yfirlitsgrein yfir þjóöir og málefni Noröur-Atiants- hafseyjanna, sem þýdd er úr timaritinu NATO Review, skrifaöi Benedikt Gröndai alþingismaöur. Þar gerir hann grein fyrir sér- stööu Grænlands, tslands og Færeyja, og sýnir fram áþaö aö ekki veröur skiliö á milli ástands i innanrikismálum hjá þjóöunum, og utanrikismálastefnu þeirra. Enginn vanmetur herfræði- legt mikilvægi hliðsins sem Grænland, Island og Bretlands- eyjar mynda yfir N-Atlantshaf. og sist vanmeta Sovétmenn það. Arið 1980 flugu rússneskar flug- vélar 160 sinnum um islenska varnarsvæðið, og hafa aldrei gert það svo oft á einu ári áður. Hlustunartæki hlera eftir kaf- bátum og þekkja þá i sundur, eftir mismunandi hljóöum, sem hver og einn gefa frá sér. Og á hverju vori er „flotavald rikis- ins”, eins og sovéski aðmiráll- inn Gorshkov kallar það, sýnt i miklum æfingum. Þessigrein mun af augljósum ástæðum ekki fjalla um Bret- landseyjar, en mun fjalla um GIUK-hliðið svokallaða, (Græn- land, Island, United Kingdom) ásamt Færeyjum og einnig verður vikið að norsku eyjunni Jan Mayen, sem liggur norður af Islandi. Margir þeirra sem fjalla um hernaðarlegt mikilvægi þessa svæðis hafa tilhneigingu til að gleyma þvi að Grænland, Island og Færeyjar eru byggðar þjóð- um, sem þrátt fyrir fámenni (um 300 þúsund sálir) hafa úr- slita vald um hernaðarfram- kvæmdir NATO á svæðinu, þó engin þessara þjóða hafi nokk- urn varnarviðbúnað sjálf. Grænland, lsland og Færeyj- ar eiga margt sameiginlegt. Það augljósasta er að áður voru það danskar nýlendur. Island hefur búið við heimastjórn siðan 1904, fékk viðurkenningu sem sjálfstætt fullvalda riki 1918, i konungssambandi við Dan- mörku og varð lýðveldi 1944. Færeyjar hafa búiö við heima- stjórn siðan i seinni heimsstyrj- öld. Grænland hlaut heima- stjórn þann 1. mai 1980 og hefur nú eigið þing og rikisstjórn, undir forsæti sr. Jonatan Motz- kvæmar hvað varðar menning- ararfleiö sina og fastákveönar I þvi að halda sig innan hinnar norrænu þjóðafjölskyldu. Is- lenska og færeyska eru náskyld tungumál, en tungumál Græn- lendinga er þeim óskylt. I sam- skiptum milli þessara þjóða er danska yfirleitt notuð, þar sem i skólum þar er danska kennd sem fyrsta erlenda tungumál, en enska annað tungumál. Margt sameiginlegt Grænland, ísland og Færeyj- ar eiga mörg hagsmunamál sameiginleg á' sviði efnahags- mála. 011 eru rikin þrjú háö fiskveiðum og fást við sömu vandamál á þvi sviði. Fiskiðn- aður hefur orðið fyrir þungum áföllum upp á siðkastið og flest- ar þjóðir hafa neyðst til að gera miklar breytingar á þvi sviði og styrkja útgerð mikið. Það sem kannski er alvarleg- ast i þessu máli fyrir þjóðirnar þrjár er þaö, að þær geta ekki rekið grunnatvinnuveg sinn með rikisstyrkjum. Þegar stærri þjóðir i samkeppni viö þjóðirnar þrjár, rikisstyrkja sinn sjávarútveg, sem er fyrir þær litið vandamál i tengslum við byggðastefnu, verða Græn- lendingar, tslendingar og Fær- eyingar að þola samsvarandi tap vegna verðlækkana á helstu útflutningsafurð þeirra. Fiskveiðastefna hefur verið eitt erfiðasta vandamál sem Efnahagsbandalag Evrópu hef- ur fengið að glima við, en i Reykjavik, Þórshöfn og Nuuk eru þetta ekki vandamál at- vinnuvegar, heldur spurning um efnahagslegt sjálfstæði. Þegar Danir gengu i EBE héldu Færeyingar sig utanvið samtökin, en Grænlendingar kusu að vera innan vébanda feldt. Oll rlkin þrjú eiga vin- samleg samskipti við Dan- mörku sem hefur á þessari öld verið tilbúin að hjálpa þessum smáþjóðum að ná pólitisku sjálfstæði. Danmörk sér auðvit- að um utanrikismál og varnar- mál fyrir Fæfeyjar og Græn- land en það verkefni er bæði erf- itt 09 dýrt. Þaö er viðbúið að smáþjóðir sem þessar, sem hafa nýlega náð sjálfstæöi sinu, séu mjög þjóðernissinnaðar. 011 löndin þrjú eru fastákveðin i þvi að halda fullu sjálfstæði og hinum háa norræna lifsstaöli, þrátt fyrir erfiðar náttúrulegar að- stæður. Þjóðirnar eru mjög við- þeirra. Þetta gaf EBE stjórn yf- ir hinni heljarstóru 200 milna efnahagslögsögu Grænlands. Yfir 90% Grænlendinga búa á suð-vestur strönd landsins, en hin 3000kilómetra langa austur- strönd er svotil óbyggð. Margir veiöiflotar frá EBE-löndum hafa veitt undan báðum strönd- unum, en íslendingar og Færey- ingar eiga einnig talsverðra hagsmuna þar að gæta og sovéskir flotar hafa á stundum farið þangað til veiöa einnig. Eins og þetta væri ekki nóg vandamál, þá er norska eyjan Jan Mayen þar undan austur- ströndinni. Eyjan er i raun eitt stórt eldfjall, Beerenberg eld- stjómmál á N-Atlantshafi fjall, ásamt 378 ferkilómetra landspildu. Þessi eyja var lögð undir Noreg á öðrum áratug aldarinnar og einu mennirnir sem byggja eyna er hópur veö urfræðinga og annarra visinda- manna. Engum flaug i hug áriö 1930, að þessi eyja ætti siðar- meir kröfu á 200 milna efna- hagslögsögu. Eftir miklar deil- ur milli Norðmanna og Islend inga um þetta mál, komust þeir aö samkomulagi þar sem réttur Norðmanna var viðurkenndur en hagsmunir íslendinga tryggðir. Málið er enn frekar flækt vegna þess að varðandi skipti á hafinu milli Grænlands og Jan Mayen, vilja Norðmenn að mið- lina ráði, meðan Danir telja rétt Grænlendinga meiri, þvi Jan Mayen er i raun óbyggð eyja. Norðmenn urðu að láta undan fyrir tslendingum i svipuðu máli, en halda þvi nú fram að austurströnd Grænlands sé einnig óbyggð. Fiskveiðadeilur Þorskastriðin hafa sýnt okkur hversu erfiðar veiðideilur geta veriö. Þó vandamálin á Græn- lands-lslands-Jan Mayen svæð- inu séu ekki svo alvarleg, eru þau fyrir hendi og vandinn hefur ekki verið leystur. Þá mun EBE stjórna nýtingu auðlinda á svæðinu, þegar Danir hafa ákveðiö hvert svæðið er. Aðild að EBE er deiluefni i Grænlandi. Arið 1982 er gert ráð fyrir þjóðaratkvæði um málið og sá flokkur sem nú heldur um stórnvölinn Siumut, er mótfall- inn aöildinni, meðan hinn flokk- urinn, Atassut er aðildinni fylgj- andi. Þá hefur Grænland þegiö mikið fé úr sjóðum EBE, sem þróunaraöstoð. Færeyingar eru i þeirri erfiðu aðstöðu, að efnahagslögsaga þeirra er ekki nógu stór til að tryggja þeim þann afla sem þeir þurfa, vegna þess hversu ná- lægir þeir eru öðrum löndum. Þeir verða þvi að komast að samkomulagi við aðrar þjóðir um veiöileyfi, svo sem Noreg, Kanada og Vestur-Afriku þjóð- ir. Þeir hafa samið við 9 þjóðir utan EBE landanna. tsland hef- ur t.d. veitt Færeyingum veiði- leyfi, þó tslendingar hafi neitað stærstu fiskveiðiþjóðum Evrópu um slik leyfi. Það er augljóslega erfitt fyrir riki, sem byggja svo mjög á sjávarútvegi, að auka fjöl- breytni i atvinnuvegum sinum. Þó ýmsir möguleikar séu fyrir hendi bæði á Grænlandi og ts- landi, mun sú þróun taka langan tima. Þaö er vitað að á Grænlandi eru margir málmar i jörð og til- raunir hafa verið gerðar til að hefja þar námagröft, en engin náma hefur verið rekin lengi. Það verður að vona að tækni- framfarar leysi þann vanda, hvernig best má ná málmunum úr jöröu. Þá er talsvert vatnsafl i ám Grænlands, en erfitt að nýta það, vegna þess hve nærri skriðjöklar eru ströndinni. Meginvandamál tsland er jarðfræðilega gerólikt Grænlandi. Þar sem landiö er á virku eldfjallasvæði er ekki við þvi að búast að málmar finnist þar i jörðu. Hinsvegar er þar að finna mikið af óbeislaðri orku, bæði i ám og hverum. Nýting þeirrar orku er þegar hafin, með byggingu ál- vers og járnblendiverksmiðju og nú er rætt um þrjár stór- virkjanir og nýjar iðngreinar á næstu árum. Hinsvegar er deilt um þann þátt sem leyfa á fjár- magni i erlendri eign, við Al- þýðubandalagið, sem er undir stjórn kommúnista. Þessi flokk- ur hefur átt aðild að þrem rikis- stjórnum á siðasta áratug og stjórnar nú ráðuneytum fjár- mála, orku og iðnaðar. Eftir seinni heimsstyrjöld var verðbólgustig á Islandi að jafn- aði um 10% fram að oliukrepp- unni en þá reis það upp i 60% og enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun sem þá hófst. A sjötta áratugnum var póli- tiskt ástand á Islandi nokkuð stöðugt, en siöan 1971 hafa fimm rikisstjórnir setið við völd. Ný kynslóð stjórnmálamanna, (utan forsætisráðherrans Gunnars Thoroddsen, sem er sjötugur) fæst nú við megin- vandamál eins og þau, að móta ákveöna fiskveiðastefnu, auka fjölbreytni í iðnaði, nýta orku- lindir, viðhalda fullri atvinnu og hafa hemil á verðbólgu. Varn- armál.sérlega varnarlið NATO, eru sifellt deiluefni, og er nú einn málaflokkur sem verður aö fjalla um viö hverja stjórnar- myndun. Nú er skoðanaágrein- ingur innan rikisstjórnarinnar um mál eins og, byggingu nýrr- ar flugstöðvar til að aðskilja al- menna umferð um flugvöllinn frá hernaðarumferð, byggingu nýrra oliutanka fyrir stöð varn- arliðsins, staðsetningu AWACS flugvéla á landinu og önnur mál. Sem betur fer er utanrikis- (og varnarmála) ráðherrann, Ólaf- ur Jóhannesson þaulvanur stjórnmálamaður og fylginn sér i deilum. I Færeyjum urðu stjórnar- skipti i kosningum til Lögþings- ins, sem haldnar voru nýlega. Þá tók viö samsteypustjórn undir forsæti Pauli Ellefsen. Viðskiptajöfnuður Færeyja hef- ur verið óhagstæður og aukin fjölbreytni i framleiðslu nauð- synleg þjóðinni. Þeirra stóri draumur er sá að gas og olia finnistá landgrunni þeirra, sem er ekki langt undan oliulindum Breta og Norðmanna. Grænlenskt þjóðfélag hefur þróast mjög ört til nútimalegs horfs sibustu áratugi. Þessu hafa fylgt alvarleg félagsleg:. vandamál, sem hefur verið tek- ist á við með aðgerðum svo sem áfengisskömmtun. Grænlend- ingar halda sterkum tengslum við Danmörku, en finna til sterkrar frændsemi við Eski- móaiKanadaog Alaska,en þeir tala svipaðmál. Þá hafa þeir átt I svipuðum erfiðleikum við að aðlagast nútima þjóðfélagshátt- um. Færeyingar hafa leitað lengst að heiman að lifsbjörg sinni, af öllum þessum þjóðum, en þeir veiða kringum tsland og Græn- land. Samband þeirra við ts- Fonlðnmyndin á timaritinu NATO Review er af græn- lenska þorpinu Umanaq en þaö var fyrst byggt áriö 1763 á eyju undan Grænlandsströnd og tekur nafn sitt af fjallinu sem gnæfir yfir þvi. lendinga er gott og náið. Græn- land hefur hinsvegar verið nokkuð einangrað land, vegna isa og jökla, en samgöngur batna nú óðum, sérlega i lofti og islensk flugfélög fljúga mikið til Grænlands. Reyndar hafa tengsl milli tslands og Græn- lands eflst mjög eftir að Græn- lendingar fengu heimastjórn. Landvörnum verður ekki haldið uppi, nema með sam- þykki og stuðningi þjóðanna. Þannig er þaö nauðsynlegt fyrir NATO að skoða vandamál þjóð- anna i N-Atlantshafi vandlega, og reyna aö skilja vandamál þeirra og vonir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.