Alþýðublaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. september 1981 3 ____ÚR: KLIPPAN Matsmenn Verkamannabú- staða, þeir Halldór Backman og Skúli Sigurðsson, fengu gott tækifæri til þess að „hreinsa” af sér uppljóstranir Alþýðublaðs- ins, i Visi i gær. Þar var tekið á ýmsum kýlum, en heldur er eft- irtekjan rýr. Við gefum þeim orðið: Reynir fólk aö blekkja ykkur við matið? „Það er vissulega til. Yfir- gnæfandi meirihluti skilar öllu af sér með sóma; jafnvei álit ég skilin almennt mun betri en ég hafðibúist við fyrirfram”, svar- ar Halldór Bachman. „En þetta er til, að fólk haldi að það geti sýnt eitthvað annað en raunverulega er til sölu. Þaö lætur jafnvel á ný gólfteppi, sem ætlunin er að fjarlægja aftur áð- ur en ibúðin gengur til næsta eiganda, vixlar eldavélum eða færir skápa til i ibúöinni. Þetta eru þó undantekningar. Og þeg- ar einn maöur eða tveir sjá um matið og kynna sér málavöxtu, sleppur fátt eða ekkert svona.” Skúli: „Hér áður fyrr fengu seljendur jafnvel leiðbeiningar um að greiða upp lán sin daginn áður en matsbeiöni var lögð fram og fengu þannig allt Ibúð- arverðið fuilverðbætt jafnan langt umfram það sem lögin kveða á um. Þetta er úr sög- unni, þessi möguleiki. En þann- ig gat fólk hagnast um veruleg- ar upphæðir, af þvi að það fær fullar verðbætur á það sem það hefur greitt.” Er þetta ekki samt góöur bitl- ingur, að standa i þessu mati? „Er það bitlingur?” Þvi er haldið fram. „Já, það eru órökstuddar fuil- yrðingar. Þessu var slegið fram, en forsendurnar voru falskar og ályktanir dregnar af þvi. Við voruift ekki beðnir um neinar upplýsingar eða skýring- ar. Það sem við fáum greitt er fyrir vinnu, sem við leggjum af mörkum. En veruleg vinna fer i meöferð þeirra fjölmörgu mála, sem ganga ekki upp. Fyrir hana er ekkert greitt og jafnvel ekki fyrir allt sem ætti að greiða fyr- ir. Þar að auki vill svona starf verða ónæöissamt I meira lagi. Það vill bregða við, að menn komi inn á gafl jafnt á kvöldum * og um helgar eins og á virkum dögum, og þessi störf eru unnin i aðalatriðum utan aðalvinnu. Þvi má bæta við I þessu sam- bandi, að gamla fyrirkomulagið kostaði yfirleitt öllu meira fyrir seljendur. En lækkun kostnaðar við þetta byggist án efa á sam- söfnun upplýsinga og reynslu i starfi öðru fremur. Eruð þið þá tilraunadýr Svav- ars? Varla takiö þið að ykkur jafn erilsöm störf og þið lýsið, nema eitthvað hangi á spýt- unni? Halldór Bachman: „Varla getég nú samþykkt, að ég sé til- raunadýr i þessu sambandi. En hitt er annað mál,að bæði er ég hlynntur þessu kerfi sem bætir húsnæöismálin fyrir fólkið i landinu og að ef til vill hefur ein- hver þekkt til þess að ég er bú- inn að hrærast i byggingarmál- um siðan ég var 6 ára gamall! Já, það er þannig. Ég er hins vegar ennþá eins og um langan tima á undan með menn I vinnu við byggingarstarfsemi, þótt þeim hafi fækkað úr 30 - 40 i 3 - 4. Það er mitt sjónarmiö i þessu efni, að ég vil gera fólki gott. Annars væri ég ekki að skipta mér af þessu.” Skúli: „Það er ekki okkar að svara þvi, hvers vegna við vor- um skipaðir i þetta. En hvað mig snertir liggur það nokkuö ljóst fyrir, að staða min hjá Húsnæðisstjórn og störf þar, ekki sist veruleg afskipti af þessum félagslegu ibúðum, sem svo eru nefndar, að þetta hefur iegið til grundvallar. Minni stofnun var gerð grein fyrir þessari skipun og ég get sinnt hér nokkru sambandi við mats- beiðnir, þótt aöalvinnuna frá- minni hendi veröi ég að vinna heima á kvöldin og um helgar. Ég féllst á að taka þátt I þessari tilraun en mér er jafnframt ljóst, að ef ég ætti að kjósa mér atvinnu, þá gæfi flest annaö meira I aðra hönd.” RITSTJÖRNARGREIN Er fyrirferð stjórnmála- manna í fslensku þjóðfélagi i öfugu hlutfalli við getu þeirra til þess að leysa aðkallandi vanda- mál? Þessari spurningu er varpaö fram af þvitilefni, aðfjölmiðlar flytja núdaglega fréttirum þrá- látan hallarekstur og yfirvof- andi rekstrarstöðvun, dcki ein- asta einstakra fyrirtækja heldur heilla atvinnuvega. Vandamál af þessu tagi eru lögð á borð stjórnmálamanna með kröfur um lausn. Rekstur fyrirtækja# jafnvel viðgangur heilla at- vinnuvega.er m.ö.o. kominn upp á náð stjórnmálamanna. En hafa stjórnmálamenn i raun og veru nokkrar forsaidur til þess að leysa þessi vanda- mál? Hver eru þeirra ráð? Þeir skipa nefndir, taka þátt í viö- ræðum, reyna að fresta vanda- málunum til næsta dags, eða þeir taka upp tékkheftið og gefa Ut ávfsun á skattgreið- endur til þess að redda mál- unum. Þetta gerist i landbúnaði. Þetta gerist iðulega i sjávarút- vegi. Þetta er itrekað gert varð- andi innlendan iðnaö. Þetta ger- ist i samgöngumálum, nú ný- lega vegna flugsamgangna við útlönd. Og þannig má endalaust rekja dæmin. Nú er svo komið,að atvinnu- h'fið í landinu er stööugt upp á náð stjórnmálamanna komið. Stjórnmálamennirnir kunna hips vegar ekki önnur ráð en að gefa út ávisanir á skattgreið- endur. r yrir tæpum tveimur áratug- um var svo komið, að offram- leiðsiu gætti á landbúnaðaraf- urðum. Otflutningur gat ekki svarað kostnaði, vegna þess að verð á landbúnaöarafurðum á erlendum mörkuðum er stór- lega niöurgreitt. Umframbirgð- irnar varð því að gefa fyrir slikk, þ.e. verð sem varla náði f ra ml ei ðsl ukostn a ði. Hvaö gerðu islenskir stjórn- málamenn? Beittu þeir hag- stjornaraðgerðum (reglum um óafturkræf framlög og styrki til fjárfestingar í landbúnaði, regl- um um verðlagningu landbún- aðarafurða o.s.frv.) til þess að laga framleiðsluna að takmörk- um innanlandsmarkaðar? Nei. Þeir komu upp sjálfvirku kerfi utan um íandbúnaöinn, sem byggðist á áframhaldandi hvatningu til offramleiðslu. Þetta var réttlætt með þvi, að tryggja þyrfti bændum sam- bærilegar tekjur á við meöaltal verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna. Stóreignamenn i bændastétt hafa lengi hagnast mjög á þessu kerfi. A hinn bóg- inn dugir það einnig til þess að halda uppi óhagkvæmum bú- skap, sem ella hefði lagst niður. Stjómmálamenn komu þannig i veg fyrir, að landbúnaðurinn lagaðisig aðbreytilegum mark- aðsaðstæðum. En stjórnmála- menn borguðu ekki brúsann. Það gera skattgreiöendur. Það gerir þjóðin öll, i formi lakari lifskjara en ella væri. Oömu sögu er að segja af öðrum undirstööuatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútvegi. Fjárfesting I nýjum skuttogur- um og mannvirkjum og tækja- búnaði fiskvinnslu er af þeirri stærðargráöu, að hún er óvið- ráðanleg án opinberrar fyrir- greiðslu. Stjórnvöld hafa þvi i hendi sér að halda togaraflot- anum innan þeirra marka, sem afrakstursgeta fiskistofna þolir. Hið þjóöhagslega markmffi er að taka þann afla, sem fiski- stofnarnir þola, með sem minnstum tilkostnaði. Þetta varð sérstaklega brýnt úr- lausnarefni, eftir hrikalegar oliuverðshækkanir i tvigang. En stjómmálamenn reyndust ekki vandanum vaxnir. Þann stutta tima sem Kjarlan Jó- hannsson, formaður Alþýðu- flokksins, gegndi embætti sjávarútvegsráðherra, reyndi hann að leysa þetta grund- vallarvandamál i islenskum þjóðarbúskap út frá arðsemis- og langtimasjónarmiðum. Eftirmaður hans hefur fyrir löngu gefist upp á aö sýna nokkra slika viöleitni. Stjórnmálamenn reyna aö velta vandanum á undan sér með stöðugum fiskverðshækk- unum, sem raska genginu og kippa fótunum undan fisk- vinnslunni. Afskipti stjórnmála- manna af þessum undirstöðuat- vinnuvegi hafa þvi reynst ógiftusamleg. Rikisforsjáin hefur verið i öfugu hlutfalli við' þekkinguna, staðfestuna og stjórnunarhæfnina. Hver borgar brúsann? Þjóðin öll. Óþarflega hár útgerðar- kostnaður skerðir samkeppnis- getu okkar á erlendum mörk- uðum, og þar meö lífskjör þjóðarinnar i leiðinni. Þannig má nærri þvi enda- laust tíunda dæmin um að af- skipti stjórnmálamanna af efnahagsmálum hafa sist verið til bóta. Skammtimalausnir þeirra hafaoft gert vandamálin torleystari en ella. Þeir stjórnmálamenn virðast t.d. vera næsta fáir, sem skilja vandamál islensks iðnaðar. Ariö 1969 var sú ákvörðun tekin, réttilega, að gera tsland aöila að frfverslunarbandalagi. Sú ákvörðun var rétt vegna þess að hún var islenskum launþegum, og islenskum neytendum, i hag. Um leið þurfti að aðlaga iðn- aðarframleiöslu Islendinga að breyttum aðstæðum. Tryggja þurfti að iðnaöurinn gæti keppt við innflutning, og á erlendum mörkuðum, á jafnréttisgrund- velli. Af þvi tilefni gáfu stjórn- völd iðnaðinum loforð um til- teknar aðgerðir. Þær áttu að tryggja aö islensk fyrirtæki byggju ekki við lakari sam- keppnisaðstöðu, t.d. varðandi tolla og innflutningsgjöld á að- föngum, skattheimtu til rikis- og sveitarfélaga og verðlagningu, en erlendir kappinautar. ölí voru þessi loforð að meira eða minna leyti svikin. Öþægilegum laúsnum var stöðugt slegið á frest. Iðnaðurinn reyndist ekki eiga eins harðsviraða hags- munagæslumenn i pólitiska kerfinu og t.d. landbúnaður og sjávarútvegur. Loforðið um að taka upp virð- isaukaskatt i stað söluskatts hefur ekki verið efnt. Loforð um að aðlaga skatt- lagningu fyrirtækja þeim regl- um sem gilda um skattlagningu keppinauta i viðskiptalöndum, hefur ekki verið efnt. 1 staðinn var reynt að stinga dúsum upp i forsvarsmenn iðn- aðarins, til skamms tima, með þvi að skila aftur hluta hinnar opinberu skattheimtu (aölög- unargjald, jöfnunargjald); framkvæmd þess var þó I skötu- liki. Hverjir borga brúsann af öllu þessu klúöri? Ekki stjórnmála- menn. Þaö gerir allur almenn- ingur á íslandi i formilægri lifs- kjara en ella væri. Jafnvel þegar stjórnmála- menn þykjast þess umkomnir að veita atvinnulifinu sérstaka fyrirgreiðslu, veröa afleiðing- arnar stundum allt aörar en að var stefnt. Stjórnmálamenn hafa sölsað undir sig ráðstöfunarrétt á svo til öllusparifé þjóðarinnar. Ara- tugum saman var því veitt gegnum bankakerfi og f járfest- ingarlánasjóði til atvinnurek- enda á niðurgreiddum vöxtum. Þannig var öllum raunveruleg- um arðsemismælikvörðum á af- komu og rekstur fyrirtækja varpað fyrir róða. Þannig var stöðugt hvatt til arðlitillar verö- bólgufjárfestingar. Þannig var fjármagn stöðugt flutt frá al- menningi til verðbólguspekúl- anta. Þannig var i skjóli rfkis- valdsins stundað lögverndaö arðrán á sparif járeigendum. Að lokum varð afleiðingin sU, aö þjóöin hætti með öllu aö spara. Sparifé þjöðarinnar var að gufa upp. I staðinn urðum viö æ háö- ari erlendu lánsfjármagni, ekki aöeins til fjárfestingar, heldur lika rekstrarþarfa. Fæstir stjómmálamenn á Is- landihafaenn skilið, hvaðraun- vaxtastefna er. NUverandi rikisstjórn formælir henni i oröi, en nýtur árangursins i verki. Hverjir borguðu brúsann af þessari vitlausu vaxtapólitik? Ekki stjómmálamenn og helstu skjólstæöingar þeirra I atvinnu- rekendastétt. Það gerðá þjóðin sjálf,semvaröireynd aö greiöa niöur hina arölausu fjárfestingu og hin óhagkvæma rekstur, sem þaulþreifst i skjóli niðurgreidds fjármagns. Afleiðingin varð lægri lifskjör en ella hefði verið. flfskipti stjórnmálamanna af islenskum efnahagsmálum virðast þvi i heild gjarna vera i öfugu hlutfalli við getu þeirra til þess að hafa vit fyrir öðmm. Þannig er það t.d. ekki skyn- samleg eða ábyrg hagstjórn, sem hefur komiö i veg fyrir at- vinnuleysi af völdum óðaverö- bólgu á undanförnum árum. Það er brottflutningur fólks þúsundum saman úr landi, sem hefur afstýrt atvinnuleysinu. Hin skýringin er margföld fjiflg- un I skriffinnskubákni rikisins. En geta stjórnmálamanna til að leysa vandamál virðist lika minnka i réttu hlutfalli við f jölg- un opinberra nefnda, ráöa og stofnana. Það er með islenska stjómmálamenn eins og aöra dauðlega menn: Það sem þeir þurfa fyrst og fremst aðlæra, er að þekkja sin eigin takmörk. — JBH Að þekkja eigin takmörk Niðurgreiddar lóðir — lóðabrask Eftirfarandi grein eftir Stefán Ingólfsson verkfræðing birtist fyrir skömmu siðan I Fréttabréfi Verkfræðingafélags tslands. I fyrravor skrifaði ég smáklausu hér 1 fréttabréfið. HUn fjallaði meðal annars um lóðaúthlutun I Reykjavik. Til- gangur hennar var að vekja at- hygli á því að Reykjavíkurborg afhendir einbýlis- og raðhúsa- lóðirfyrirsvolágarupphæðir að lóðahafar geta selt þær aftur með mjög góðum hagnaði. Mér finnst þetta rangt aö farið. Réttara væri að lóðar- hafar greiddu „sannvirði” fyrir byggingarréttinn. Þeir sem helst ætti að styrkja væri fólk sem vildi kaupa íbúðir i fuil- byggðum borgarhverfum. Þeir fengju hins vegar enga fyrir- greiðslu hjá borgaryfirvöldum. Það brask með byggingarlóðir sem þetta fyrirkomulag býður uppá taldi ég óheppilegt fyrir flestar sakir. Borgarstjórinn i Reykjavik bar hins vegar fullyröingar um „ólöglegar” lóðasölur tii baka og kvað þær órökstuddar og rangar. A þvi ári sem liðið er síðan þessi skrif birtust hefur skortur á byggingarlóöum fyrir ibúðar- hús á höfuðborgarsvæðinu komið sifellt betur i ljós. Sem dæmi má taka að við lóöaút- hlutun i Garðabæ i sumar voru fjórir umsækjendur um hverja lóö. Asókn í lóöir i Fossvogi siðastliðið vor sýnir aö i höfuð- borginni sjálfri er ástandið enn verra. Lóðaverð fer jafnframt hækkandi og hættan á braski með byggingarlóðir vex i takt viö það. Fullyrðingar um ólög- lega sölu lóða eru orðnar það háværar að tilgangslaust er fyrir borgarstjórann að endur- taka yfirlýsingu um hiö gagn- stæða frá þvi i fýrra. Þess vegna vil ég nú endur- taka og itreka, að ýmsar af þeiin lóðum, sem Reykjavikur- borg úthlutar,eru seldar á lög- legan eða ólöglegan hátt eftir atvikum. Þessi verzlun er bein afleiðing þess, að mönnum eru fengnar i' hendur lóðir fyrir verö, sem er ekki nema hluti þess, sem fá má fyrir þær á „frjálsum” markaði. 1 stað þess að lýsa þvi aftur yfir opinberlega aö þau vilji dckert af þessu vita, ættu borgaryfirvöld nú að kanna máliö. Einfaldast er að athuga hversu stór hluti þeirra, sem fengið hafa Uthlutað lóð undir einbýlishús eöa raðhús siðasta áratuginn eða svo, hafi i raun byggt á henni hús fyrir sig og fjölskyldu sína. I framhaldi af þvi má siðan athuga fleiri þætti. 1 fyrra reyndi ég að koma þeirri hugmynd á framfæri, að Reykjavikurborg ætti að gera átak til að fá ungt fólk til að flytja i eldri borgarhverfi. Til- laga min fólst i þvi, að borgin láni fé til ibúðarkaupa i þessum hverfum. I þeim tilgangi verði stofnaður sérstakur Fasteigna- lánasjóður. Or honum fáist verötryggð lán til 10 ára til dæmis. Fjár tilsjóösins má afla á ýmsan hátt. Tekjur af „sölu” byggingarlóða gætu runniö i hann. Heppilegaster þó að taka erlend lán eöa bjóða út skulda- bréf innanlands. Mjög liklegt er, að aukin verð- trygging i fasteignaviðskiptum ásamt auknu lánsfjármagni skapi meiri stööugleika á markaösverði fasteigna en við höfum átt að venjast hér I höfuðborginni. Fasteignagjöld eru reiknuð af fasteignamati, en þvi er aftur ætlað að endur- spegla markaðsverö á hverjum tima. Þau eru einn af stærstu . tekjustofnum borgarinnar. Óreglulegar markaðssveiflur hafa þvi i för með sér allnokkra erfiðleika við fjármálastjórnun höfuðborgarinnar. Meö þvi að hækka „verð” á byggingar- lóðum og selja byggingarrett á þeim fyrir „sannvirði” ásamt stofnun Fasteignalánasjóös, sem beittværi sem hagstjómar- tæki, má án efa lagfæra eitthvað það leiðindaástand sem „skömmtunar- og niður- greiðslustefna” siðustu áratuga hefurskapað. Stefán Ingólfsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.