Alþýðublaðið - 23.09.1981, Síða 6
6
Miðvikudagur 23. september 1981
eftir Aiexandre Dumas eldri
SKYTTURNAR
írak milli tveggja elda
Eftir árás israelska flughersins á kjarnorkuver
íraka i Baghdad, i sumar, ræddi Patricia J. Sethi,
fréttaritari Newsweek, við utanrikisráðherra
íraks, Sadoon Hammadi. Viðtalið birtist 29. júni
sl.
— Hver eru viðbrögö Iraks
við loftárás ísraelsmanna?
„Athygli alls heimsins viljum
við nú vekja á þýðingu og feikn
árásar ísraelsmanna. Að
loknum umræðum öryggisráðs-
insum hana munu Arabalöndin
fyrir tilstilli okkar ráða ráðum
sinum um athæfi tsraels °8
gera sér grein fyrir, hvað I þvi
felst, þvi að árásin verður auð-
sjáanlega höfð til marks um
árásarstefnu tsraels. Sennilega
munu þau jafnframt ræða alla
þætti landvarna. Þarmeð segi
ég ekki, að gripið verði til
vopna. Né segi égheldur, að svo'
fari, þvi að hemaðarleg við-
brögð verður að meta með tilliti
til allsherjarstöðunnar.”
— 1 siðustu viku krafðist trak
refsiaðgeröa gegn tsrael. NU
hefur rikisstjórn yöar fallist á
ályktun um vitur, alþjóðlegt eft-
irlit með nýtingu kjamorku i
tsrael og „viðhlítandi bætur”
handa trak. Hvers vegna snerist
trak hugur?
„Neitunarvald Bandarikj-
anna meinar öryggisráðinu að
beita tsrael refsiaðgerðum.
Eins og mál stóðu, voru Banda-
rikin staðráðin að fella ályktun
hlutlausu landanna með neitun-
arvaldi sinu. Hikisstjórn min
sættir sig ekki við ályktun
öryggisráðsins.”
— Hvaða áhrif hefur sú ein-
róma fordæming á Israel á
samskipti Bandarikjanna og
traks?
„Stjómarerindrekstur á milli
okkar og Bandarikjanna fer
A flótta undan árás tsraelsmanna á kjarnorkuverin I trak.
fyrir þvi, að tsrael eigi kjarn-
orkusprengjur. Og það hefur
þráfaldlega hafnað alþjóðlegum
öryggisráðstöfunum vegna þess
útbúnaðar sins. tsrael ógnar
friði og öryggi.”
— Þvi er haldið fram, að
trak, eins auðugt og það er af
oliu, þurfi ekki að beisla kjarn-
orkuna til að afla sér annars
orkugjafa. Hverju svarið þér
þvi?
„Það er villandi staðhæfing.
Kunnar oliuiindir á landssvæði
okkar munu satt að segja
ganga til þurrðar innan 20 til 50
ára. Annars orkugjafa verðum
við að leita. t friðsamlegri nyt-
ingu kjarnorku fælist meira en
beisiun annars orkugjafa. Af
henni nytu góðs landbúnaður,
iðnaður, heilsugæsla og fleiri
svið. Samninginn gegn út-
breiðshi kjarnorkuvopna hefur
lrak undirritað, og útbúnaður
okkar hefur verið undir eftirliti
Alþjóðlegu kjarnorkustofnunar-
innar. Áfram munum við vinna
að framkvæmd áætlunar okkar
um kjamorku, en með tilliti til
árásar tsraelsmanna verða
varúðarráöstafanir gerðar, eins
og tækni leyfir. Við þykjumst
hafa vissu fyrir þvi, að Frakkar
muni halda áfram samstarfi
sinu við trak. Og við munum
leita eftir stuðningi frá löndum,
sem geta og vilja vinna með
okkur. Þeim rétti, er fullveldi
veitir, afsölum við okkur ekki.”
— I ræðu yðar i öryggisráð-
inu sögðuð þér, að israelskar
herflugvélar hefðu reynt að
eyðileggja kjarnorkuver traks I
september 1980. Hvers vegna
var viðbúnaður þá ekki meiri að
þessu sinni?
„Vegna fyrri árása gerðum
við ýmsar varúðarráðstafanir.
En ég held, að úrslitum hafi
ráðið sé margslungni Utbúnað-
ur, sem tsraelsmenn hafa feng-
ið frá Bandarikjunum, — eink-
um til að hyljast radar-stöðv-
um. Til að hindra, að aftur fari á
sömu leið, þurfum við að gera
ailar þær hemaðarlegu ráðstaf-
anir, sem á er þörf. Við vitum,
að hernaðarlega stöndum við
Zioniska fyrirbærinu að baki.
Þann mun vinnum við upp. Til
þess höfum við vilja og getu.”
— Hallar á trak i striðinu við
tran?
„Astandið i tran fer bersýni-
lega versnandi. Af ráðnum hug
leitum við áfram viðræðna um
réttlátan frið. Ef íran virðir þá
viðleitni að vettugi, heldur
striðið áfram.”
— Sækist trak enn eftir for-
ystuhlutverki á meðal hlutlausu
rikjanna?
„Já. t hreyfingu hlutlausra
rikja ætlum við að láta að okkur
kveða. Næsta ráðstefna forystu-
menna þeirra veröur haldin hjá
okkur, eins og aðildarlöndin
samþykktu i einu hljóði. Við
teljum, að hreyfing þeirra gæti
farið með stærra hlutverk i' al-
þjóðamálum.”
’ — Endurskoðið þið samskipti
ykkar við Ráðstjórnarrikin?
„Við eigum góð samskipti við
Ráðstjómarrikin, og ég vænti
ekki breytinga á þeim góðu
samskiptum. Við þetta höfuð-
veldi eða hitt greinir okkur á um
ýmislegt. Það er inntak sjálf-
stæðrar stefnu i utanrikismál-
um.”
H.J.
fram sem fyrr. Hann geldur
þessbersýnilega, aðBandaríkin
kunna að hafa haft afskipti af
árás tsraelsmanna, og hins, að
tsrael á jafnan vissan stuðning
Bandarikjanna i öryggisráðinu.
Umlangt skeiö héldu Bandarik-
in, að þau gætu borið kápuna á
báðum öxlum: Haldið vinfengi'
Araba og stutt tsrael án afláts.
Ef Bandaríkin miða að þvij
verði þá eins og komið er. Ég
tel það ekki heilbrigða stefnu.”
— Ætlar trak að krefjast
brottrekstrar tsraels úr Sam-
einuðu þjóðunum á allsherjar-
þingi þess?
„trak áskilursérfullan rétttil
aðgerða gegn tsrael á hvaða
vettvangi sem er, að Sameinuðu
þjóðunum meðtöldum. Vissu-
lega litum við svo á, að zioniska
fyrirbærið eigi ekki lengur að
vera meðlimur i Sameinuðu
þjóðunum. Um allar þær að-
gerðir, sem til álita koma, mvn-
um við ráðgast við önnur
Arabalönd og öll vinveitt ríki.
Zióniska fyrirbærið var tekið
upp í Sameinuðu þjóðimar að
settu skilyrði, sem það hefur
aldrei uppfyllt, — og hefur siðan
brotið stofnskrá þeirrar heims-
stofnunar freklegar en noldcurt
annað land. Góöar heimildir eru
Sadoon Hammadi, utanrikisráðherra traks.
110. Planchet kastaði sér á þjófinn, aumingjann, og skellti honum þegar. Aðals-
maðurinn dró sverðið og réðst að d’Artagnan, en þar hafði hann hitt ofjarl sinn fyrir. A
þrem sekúndum fékk hann þrjú sár.
— Þetta er fyrir Athos!, sagði d’Artagnan. Og þetta fyrir Porthos! Og þetta fyrir
Aramis!
Þegar d’Artagnan beygði sig yfir manninn, þar sem hann lá á jörðinni, til að leita i
vösum hans, fékk hann sjáifur sverðsstungu f brjóstið. — Og þetta er þá fyrir sjálfan
þig, sagði aðalsmaðurinn.
— Og þá einn fyrir yður! sagði d’Artagnan og lagöi sverði sinu I maga hans. Þá leið
yfir aðalsmanninn. D’Artagnan leitaði f vösum hans og fann vegabréfið. Það var gefið
út inafnigreifans de Wardes. Þá heyrðihann þjón aðalsmannsins hrópaaf öllum mætti
á hjálp.
— Herra, sagði Planchet, hann heitir Lubin og hann heldur sér saman, meðan ég hef
tak á honurn. En þegar ég sleppi, rékur hann upp öskur.
Þeir bundu bæði aðalsmanninnog þjóninn, og kefluðu þá lika.
Þeir héldu nú sem leið lá til húss hafnarfógetans og létu tilkynna komu greifnas de
Wardes. D’Artagnan var visað inn.
— Hafið þér vegabréf, undirritað af réttum yfirvöidum? spurði hafnarfógetinn.
— Hér er það, sagðid’Artagnan, ég er einn dyggasti þjónn kardinálans.
— Mér skilst, að þetta uppistand stafi af þvi að kardinálinn vill hindra þaö, aö ákveð-
inn maður komist yfir sundið til Englands, sagði hafnarstjórinn.
— Já, það mun vera maður að nafni d’Artagnan, sagði vinur okkar, og gaf hafnar-
fógetanum nákvæma lýsingu á de Wardes. — Þér verðið aðstöðva þennan mann!
111. — Er hann einn á ferð, spurði hafnarfógetinn.
— Nei, hann hefur með sér þjón, sem heitir Lúbin, sagði d’Artagnan.
— Við munum leita eftir honum, og hans náð getur reitt sig á að hann veröur sendur
aftur til baka til Parisar, um leið og við finnum hann.
Hafnarfógetinn skrifaði undir vegabréfið og d’Artagnan og Planchet héldu aftur til
skipsins. Fimm minútum seinna voru þeir komnir um borð. Það var rétt svo að þeir
næðu skipinu. Þeir voru ekki fyrr komnir út úr höfninni, en að heyrðist fallbyssuskot frá
hafnarvirkinu. Það var búið að loka höfninni.
Skútan var komin nokkuð frá, þegar skotið kvað við, og nú fyrst var timi til að lita á
sárið, sem d’Artagnan hafði fengið á brjóstið. Sárið var ekki mikið, en d’Artagnan var
svo þreyttur að hann sofnaði um leið og hann settist niður. Klukkan hálf ellefu steig
d’Artagnan siðan fæti i fyrsta sinn á enska jörð.
— Við höfum náð hingað klakklaust, sagði hann. En það er enn spotti eftir.
D’Artagnan hélt til London og frétti þar, að hertoginn var á veiðum, með kónginum,
við Windsorkastala.
D’Artagnan var svo sannfærandi og öruggur með sig, að einkaþjónn hertogans,
Patrice, sem talaði frönsku reiprennandi, féllst á að fara með þeim til Windsor. Þaö tók
þá um tuttugu minútur að finna hertogann, þar sem hann var á fálkaveiðum.
— Hvaða nafn skal ég gefa upp, sagði þjónn hertogans.
— Segið að ungi maðurinn, sem ætlaöi að ráðast á hann við krána „Samverjakon-
una” vilji hitta hann, sagði d’Artagnan, og Patrice sló i hestinn, og fór á stökki til
hertogans.