Alþýðublaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 1
alþýöu-1 Fjárlagaraunir Ragnars Arnalds Fr; amsóknar- ■I blaðiö nl og ráðgjafa hans Sjá bls. 4 fa rið Sjá leiðara bls. 3 Fimmtudagur 15. október 1981 117. tbl. 62. árg. Albert í prófkjörsham: Vill taka SflA yfir — og troða sínum gæðing- um í trúnaðar- stöður Fátt er stjórnmálamönnum heilagt, þegar þeir eru I vigahug og metorðaslag. Alþýðublaðið hefur það eftir mjög áreiðan- legum heimildum, að Albert Guðmundsson og hans stuðn- ingamenn hyggi nú á yfirtöku SAA (samtaka áhugafólks um áfengisvanda málið), en aðal- fundur samtakamia verður kvöld. Mun stuðingsmönnum Alberts þar verða stillt upp i helstu trúnaðarstöður og er SAA vettvangurinn hugsaður sem stökkpaliur fyrir þetta fólk úti prófkjörsbaráttuna hjá Sjálf- stæðisflokknum i næsta mánuði. Þannig er það ákveðið að Björgólfur Guðmundsson for- stjóri Hafskips verði í framboði til formanns SAA, en Hilmar Helgason hefur verið i þeirri stöðu frá stofnun samtakanna og raunar má fullyrða aö Hilmar hafi á sinum tima átt hugmyndina að stofnun sam- takanna og siðan hrundið henni i framkvæmdmeðhjálp annarra. En nú skal þakka Hilmari brautryðjendastarfið með þvi, að kasta honum til hliðar, en ýta fram pólitiskumfulltrúa Alberts Guðmundssonar. Ekki er vitað hvort Hilmar muni gefa kost á sér til áframhaldandi for- mennsku við þessar aðstæður, en fyrir liggur að mikill kurr er meðal almennra félagsmanna i SAA með þetta flokkspólitiska baktjaldamakk Alberts og fé- laga í samtökum sem SAA. Fleiri Albertsmenn eru inni á gafli i SAÁ og á að hampa á aðalfundinum á morgun, þannig að þeir verði tilbúnir i próf- kjörsslaginn i nóvember fyrir Albert og hans lið. Þar má nefna Vilhjálm Vilhjálmsson framkvæmdastjóra SÁÁ og fleiri. Albert er með puttana viðar i prófkjörsbaráttu sinni og Ataksdeild Otvegsbankans, sem á að fara i gang innan tiðar, en fjölmennur stofnfundur var haldinn á hótel Sögu fyrir nokkrum mánuðum, á einnig að teljast honum til tekna i kom- andi átökum innan Sjálfstæðis- flokksins. Sú deildarstofn- un — Atak, var hugsað sem bankastofnun fyrir fólk sem stæði höllum fæti i lifinu t.a.m. vegna óhóflegrar áfengisnotk- Umræður á Alþingi um sjávarútvegsmálin: „Lætur ríkisstjórnin gengisfellinguna bíða fram yfir landsfund Sjáifstæðisflokksins?” — spurði Kjartan Jóhannsson — Veit sjávarútvegsráðherra hvernig á að leysa vandamál hinna ýmsu greina sjávar- útvegsins, en fær ekki að gera það vegna samráðherra sinna? A að láta hlutina danka fram yf- ir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins? Má ekki fella gengið fyrr en eftir þá samkomu, — sagði Kjartan Jóhannsson, alþingis- maður i fyrirspurn á Alþingi I gær um stöðu sjávarútvegsins I landinu um þessar mundir. Varpaði Kjartan fram ýmsum spurningum til sjávarútvegs- ráðherra og bað hann svara þingmönnum þvi og þjóðinni allri, tilhvaða ráða rikisstjórnin ætlaði að gripa, til að leysa þau hrikalegu vandamál, sem steðja að i fjölmörgum grundvallar- greinum sjávarútvegsins. Kjartan Jóhannsson rakti i ræðu sinni hið alvarlega ástand mála, t.a.m. i frystiiðn- aðinum, i sildveiðunum og loðnuveiðunum. — Og á meðan þetta ófremdar ástand varir, þá svara ráðherrar einungis út úr og segja málin i skoðun og at- hugun, sagði Kjartan siðan. — En það er öllum ljóst, að það verður að taka ákvarðanir. Málin geta ekki beðið i óvissu öllu lengur. — Það er allt i hnút. 1 ræðu sinni gerði Kjartan grein fyrir stöðu sildarmála og sagði að eitt það ágreiningsefni, sem upp hefði komið væri reglu- gerð sjávarútvegsráðherra til breytingar á sildarmatinu. — Hver bað um þessa reglugerð, — spurði Kjartan. — Verkendur, sjómenn og útgeröarmenn hafa ekki beðið um hana. Hún varð til i kerfinu og nú veldur þessi reglugerð miklum vandræðum. Þá sagði Kjartan Jóhannsson að ástandið i fyrstingunni væri slæmt og hallarekstur þar verulegur. Það væri hins vegar mjög villandi, þegar yfirvöld segðu stöðu útgerðarinnar i heild fyrir ofan núllpunkt og þökkuðu það hagnaði i saltfisk- verkun og skreiðarvinnslu. — Það eru bara ekki allir sem hafa söltunaraðstöðu, og ekki salta þeir aðilar fiskinn i í'yrsti- geymslunum, — sagði Kjartan. — Þáermjög vafasamtað miða heildarstöðu útgerðarinnar við ársmeðaltal, en ekki ástandið eins og það er nú og verður i framtiðinni. Útgerðin sem slik er rekin með tapi um þessar mundir og verður það i framtið- inni við óbreyttar aðstæður. ,,Fresta og aftur fresta” Kjartan nefndi ýmis ræðu sinni og vakti t.d. athygi á Lagafrumvarp um tannviðgerðir: Allir fái 25% kostnaðar endurgreiddan „Þetta frumvarp felur 1 sér að tryggingakerfið greiði 25% af kostnaði vegna tannlækninga, aðrar en gullfyllingar, krónur eða brýr, til þeirra sem falla ekki undir núgildandi lög um al- mennar tryggingar”, sagði Jó- hanna Sigurðardóttir alþingis- maður, þegar hún var beðin að útskýra lagafrumvarp sem hún hefur lagt fram i byrjun þings. Núgildandi lög eiga aðeins við börn og unglinga á aldrinum 6 til 15 ára, sem fá tannviðgerðir að fullu greiddar en 75% af gull- fyllingum, krónu- og brúar- gerðum, og elli- og örorkulif- eyrisþega sem fá 50% kostnaðar greiddan. I lögunum er einnig getið ýmissa undantekninga- ákvæða sem ekki verða rakin hér. „Með þessu ákvæði er stigið þaðskrefaðfella tannlækningar undir almannatryggingakerfið, að hluta til, fyrir alla þá sem þurfa á tannlæknaþjónustu að halda”. Jóhanna gat þessiáð dýrasti þáttur tannlæknaþjónustunnar væri gullfyllingar, krónu- eða brúargerðir, og væri jafnframt lagt til, i frumvarpinu, að hið opinbera beri 20% kostnaðar af slikri þjónustu: „Það er algengt að kostnaður við svona viðgerðir sé á bilinu 30—60.000 krónur, en meðal-árs- tekjur 1979 reyndust vera um 53.000 krónur, svo það sér hver og einn, að fólk með lágar og meðaltekjur getur ekki staðið undir slikum tannviðgerðum”. Einnig er gert ráð fyrir þvi að tannlæknum verði gert að leggja fram sundurliðaða kvitt- un fyrir veitta þjónustu eftir nánari fyrirmælum Trygginga- stofnunar rikisins, þegar greiðsla er innt af hendu. „Þetta ákvæði er sett i frum- varpið til þess að betra eftirlit náist með greiðslum fyrir þessa þjónustu”, sagði Jóhanna. 1 þvi kvittanaformi, sem notað hefur verið hingað til, eru verkþættir ekki flokkaðir. Einnig er sundurliðuð kvittun ekki siður mikilvæg til þess að hægtsé að koma á skipulögðum rann- Jóhanna Siguröardóttir sóknum á tiðni tannsjúkdóma, sem megi byggja skipulega tannvernd á”. 1 greinargerð með frumvarp- inu segir: „Allir vita að tann- læknaþjónusta er mjög dýr, og vist er að það er ekki á allra færi að veita sér hana svo vel sé. Þvi verður að draga i efa að hægt sé að koma við skipulagðri tann- vernd og eftirliti meðan hið opinbera styður ekki meira við bakið á þessum heilbrigðisþætti en raunber vitni — ogýtirundir með raunhæfum aðgerðum að draga úr alvarlegum og kostnaðarsömum tannsjúk- dómum.” Flutningsmenn ásamt Jó- hönnu eru Magnús H. Magnús- son, Arni Gunnarsson, Karvel Pálmason og Sighvatur Björg- vinsson. —EGE Um stríð og frið á frétta- stofunni A útvarpsráðsfundi i fyrradag urðu, að frumkvæði Eiðs Guðnasonar útvarpsráðs- manns, nokkrar umræður um fréttaflutning rikisútvarpsins af mótmælaaðgerðum ýmissa minnihlutahópa gegn yfirlýstri stefnu Atlantshafsbandalagsins i varnarmálum, einkum er varðar kjarnavopn. Tilefnið var sérstaklega svo- hljóðandi frétt.sem ílutt var sl. sunnudagskvöld: „Ilonald Reagan Bandarikja- forseti og Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, hafa látið i Ijós áhyggjur vegna sivaxandi fylgis við málstaö friðar og hlutleysis i V-Evrópu.” Menn taki eftir orðalaginu. Þetta varnarbandalag lýðræðis- rikjanna er sagt hafa af þvi mestár áhyggjur, að málstaður friðar eflist. Með öðrum orðum: Andstæðingar Atlantshafs- bandalagsins eru skv. þessari frétt málsvarar friðar, en rikis- stjórnir Atlantshafsbanda- lagsins þar af leiðandi striðs- æsingaseggir. Látnar voru uppi efasemdir um það, að þetta orðalag væri rétt þýðing á umræddu frétta- skeyti Reuters. Samþykkt var að láta kanna frumheimildir þessarar fréttar. Upplýst er, að sá sem þýddi þessa frétt og bjó til flutnings, var Einar örn Stefánsson, flokksbundinn alþýðubanda- lagsmaður og fyrrverandi blaðamaður á Þjóðviljanum. Vika til stefnu: Undirbúningur undir flokks- þing og lands- fund alþýðu- flokkskvenna á lokastigi Undirbúningur undir 40. f lokksþing Alþýðuflokksins og 5. landsfund alþýðuflokkskvenna er nú á lokastigi. Landsfundur- inn hefst á Hótel Loftieiðum eft- ir viku.eða þann 22. október n.k. og stendur i tvo daga. Flokks- þingið hefst siðan þann 24. og lýkur sunuudaginu 25. október. A fundinum munu fara fram venjuleg þingstörf, en aöalmál flokksþiugsins veröur að fjalla um og afgreiða tillögur milli- þinganefndar um breytt skipu- lag Alþýðuflokksins. 5. lands- fundur alþýðuflokkskvenna mun marka stefnu til næstu tveggja ára og i tilefni af 100 ára afmæli Jóhönnu Egilsdóttur, verður dagskrá tileinkuð henni, en Jóhanna er. eins og kuuuugt er fyrsti heiöursfélagi Alþýðu- flokksins. Landsfundur alþýðuflokks- kvenna hefst eins og áður segir þann22. október og mun Kristin Guðmundsdóttir, formaður sambandsins, setja fundinn. Kjartan Jóhannsson, r\ form aður L°/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.