Alþýðublaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. október 1981 5 JÓNAS H. HARAL2 VELFERÐARRÍKI ÁVlLUGÓrUM 4 i *<*"»"* Jlloroimlitnbib * Íl'K* Vlnstri stjóm Reykjavi^ ^ ja»rewnW»W*> v.,A: K«»R''8r 4 CuRiwr TlwmAWn i»KM* sbrun nröurovtóFrnmoknoK ■■ ■ ' ■■ i I X..» . .. rvinnul»p«a-í'v?'';' ■...j ^iiýtoiMmJaJak^ U}6nk i,,ram.V>kiihaíiwu-t«r- l\ «<<« MMlnMÞwitjÍHru >■•• um? Félag frjálshyggju- manna gefur út úrval af fyrirlestrum og greinum eftir Jónas H. Haralz bankastjóra sem ber heitiö: Hagmál og stjórnmál — er aö finna máls- vörn fyrir hugmyndir frjáls- hyggjumanna, einkum að þvi er varöar stjórn efnahagsmála. Þarskýrir Jónas m.a. sinn hlut i stefnumörkun fyrir Sjálfstæðis- flokkinn i efnahagsmálum. Jón- as mun vera einn helzti höfund- ur stefnuskrár Sálfstæöisflokks- ins i efnahagsmálum, sem bar heitiö: „Endurreisn i anda frjálshyggju”. t framhaldi af þvi setti Sjálfstæöisflokkurinn fram fyrir kosningarnar 1979 sina frægu „Leiftursókn gegn veröbólgu”. Sjálfur var Jónas Haralz erlendis, þegar það plagg var saman sett, en þá nafngift telur Jónas hafi gefið rangar hugmyndir um stefnuna og auðveldað andstæðingum mjög aö afflytja hana. Hins vegar áréttar Jónas stuöning sinn viö það sjónarmiö, að engin þjóö hafi náö árangri i baráttu viö veröbólgu nema meö ströng- um, samræmdum aögerðum. Igreininni „Endurreisn i anda frjálshyggju” gerir Jónas nokk- urn samanburð á stefnuskrá stjórnmálaflokkanna i efna- hagsmálum, sem lagöar voru fram um áramótin 1978 - 1979, i framhaldi af frumvarpi Aiþýöu- flokksins um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og vibnám gegn verðbólgu. Þessi saman- buröur Jónasar leiöir i ljós, aö Alþýðubandalagið hefur ekki fram aö færa neitt sem flokkast geti undir stefnu i efnahagsmál- um i eiginlegum skilningi. Hug- myndir Alþýðubandalags- manna standa i tim.a og rúmi nær kraftaverkahugmyndum Sovétmanna á timabili fyrstu 5 ára áætlananna og i Kina á tim- um „stökksins mikla”. Þykir honum nokkurt umhugsunar- efni, að á áttunda tug aldarinn- ar, að fenginni margra áratuga reynslu af sósialisma i fram- kvæmd viöa um heim, komi hér uppi á Islandi fram hugmyndir, sem séu bergmál frá bernsku- skeiði rússnesks og kinversks sósialisma. Þriðji og siðasti hluti bókar- innar ber heitiö: „Hagstjórn og veröbólga”. Þar er birt erindi sem Jónas flutti á sænsku á ráö- stefnu norrænna hagfræöinga i Björgvin 1972 og fjallaði um hlutverk rikisins i efnahags- starfsseminni. Lokakaflinn i þessum bókahluta er erindi sem höfundur flutti á ensku á ráö- stefnu félags viðskipta- og hag- fræöinga i Munaðarnesi 1980, og hefur siðan birst i bandariska hagfræöitimaritinu Journal of Post-Keynesian Economics. Bókin er 160 bls. aö stærö og útgefinn sem pappirskilja. Al- þýðublaðið mun siöar gera efni bókarinnar itarlegri skil. — JBH FRAKKLANDI: byggingu kjarnorkuvera | Hagvöxtur eöa atvinnu- leysi? Umhverfisverndarmenn bera * jafnaðarmönnum þaö á brýn aö . þeir hafi svikið kosningaloforð - sin i orkumálum. Jafnaðar- menn svara þvi til, að þeir eigi engra kosta völ. Astæðurnar sem koma i veg fyrir frekari niöurskurð kjarnorkuvera vega þungt. Meöal meirihátt&r iðn- rikja er Frakkland fremur i orkusnautt. Sérfræðingum ber saman um að kjarnorkuverin ein geti gert Frakka tiltölulega ; óháöa útlendingum á næstu ár- - um. Aðrar orkulindir geti veriö til viðbótar, en þær dugi hvergi , nærri einar sér. Þar að auki halda jafnaöar- ■akka I Gravelines I N-Frakklandi, menn þvi fram, að uppbygging kjarnorkuveranna sé efnahags- leg nauðsyn. Þeir stefna að auknum hagvexti i frönsku efnahagslifi á næsta ári. Það er ófrávikjanleg nauðsyn.ef takast á að draga úr atvinnuleysinu á árinu 1982. Þær áætlanir um aukinn hagvöxt færu fyrir bí, ef forsendan um stóraukna orku- notkun fær ekki staðizt. Franskt efnahagslif þolir það ekki til lengdar að vera háö innfluttum orkugjöfum, sem stöðugt hækka i verði. A þvi leikiir samt enginn vafi, að rikisstjórn jafnaðarmanna tekur mikla áhættu, pólitiskt séö, með þvi að halda áfram uppbyggingu kjarnorkuver- anna. Sú stefna veldur stórum hluta i kjósendahópi þeirra verulegum vonbrigðum. Að sinni virðist andófið gegn þess- um ákvörðunum ekki mjög áberandi, fyrir utan skipulagða hópa náttúruverndarmanna. Skoðanakannanir gefa til kynna, að verulegur meirihluti þjóðarinnar viðurkennir að kjarnorkuverin eru nauösynleg hagkerfinu og til þess aö draga úr þvi, hversu háðir Frakkar hafa verið innflutningi. En eftir stendur spurningin um það, hvort jafnaðarmönnum i Frakklandi takist betur til en félögum þeirra t.d. i Þýskalandi og annars staðar, að sneiða hjá alvarlegum árekstrum, sem hæglega geta leitt til þess, að beita verði andófsfólk lögreglu- valdi. Ef tilþess kemur mun það vafalaust veikja stöðu jafnaðar- manna hjá umtalsveröum hluta kjósenda þeirra, ekki sist meðal ungs fólks. (JBH tók saman) Borgarmálaráð: Fjölgun borgarfulltrúa samþykkt — deiliskipulag fyrir Grjótaþorp brátt afgreitt Á fundi borgarmálaráðs Al- þýðuflokksins sl. mánudag, voru aðallega rædd þrjú mál, dagvistuu barna, deiliskipulag fyrir Grjótaþorp og fjölgun borgarfulltrúa úr 15 i 21. Bergur Felixsson, fram- kvæmdastjóri Dagvistunar- stofnana mætti á fundinn og gerði grein fyrir dagvistun barna. Kom fram hjá honum að nokkur biðlisti væri eftir dag- vistun, en þar sem nú stæði yfir stórátak i þessum málum, þannig að á næsta ári sköpuðust allt að 300 ný pláss, myndi ástandið stórbatna. A síðustu 3 árum hefðu um 500 ný pláss verið tekin i notkun á dag- heimilum, leikskólum og skóla- dagheimilum. Að framsögu Bergs lokinni spunnust miklar umræður og varm.a. rættum gæði kennslu á dagvistunarheimilum, skil- greiningu á hugtakinu einstætt foreldri, ákvæði um biðlista kostnað vegna vistunar barn- anna, nýtingu fóstra i leikskól- um, staðsetningu dagheimila. Kom framað kostnaður við dvöl barns á dagheimili væri 750 krónur á mánuði en á leikskóla væri hann 250 krónur, eða þriðj- ungur á við kostnaðinn á dag- heimili. Björgvin Guðmundsson hafði framsögu um deiliskipulag fyrir Grjótaþorp, en það mál verður afgreitt fljótlega fyrir borgar- stjórn. Sagði Björgvin að meginstefna fulltrUa Alþýðu- flokksins í þessu máli væri að láta heildarsvip þorpsins hald- ast. Nú er vilji i skipulagsnefnd fyrir þvi' að efna til hugmynda- samkeppni um skipulag allrar miðbæjarkvosarinnar og vilja borgarfulltrúar Alþýðuflokksins að þessi samkeppni nái einnig til vestSnverðs Aðalstrætis. Að öðru leyti samþykkti ráðið deili- skipulagið fyrir þorpið. Það kom fram hjá Björgvini að hinar ströngu kvaðir varðandi endurbyggingu húsanna hafi verið rýmkaðar. Þá mun skipulagsnefnd fjalla um málið áður en bygginga- nefnd afgreiðir það. Eftir þá af- greiðslu á deiliskipulaginu verður svo auglýst eftir athuga- semdum eignaraðila. Megin- stefna Alþýðuflokksins er að vernda yfirsvip hverfisins, en að einstakar friðunaraögerðir verði siðan athugaðar sérstak- lega. Hlaut þessi skoðun yfir- gnæfandi meirihluta i ráðinu. Þá var rædd fjölgun borgar- fulltrúa úr 15 i 21. Lagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fram eftirfar- andi bókun: „Borgarmálaráö Alþýðufiokksins samþykkir fyrir sitt leyti að borgarfull- trúum skuli fjölgað i allt að 21. Að öðru leyti fellst borgarmála- ráð ekkí á þær tillögur sem Ei- rikur Tómasson hefur lagt fram i stjórnkerfisnefnd. I stjórn- kerfisnefnd hafa fulltrúar allra flokka sem i borgarstjórn sitja átt nytsamlegar viðræður um stjórnkerfi Reykjavikurborgar. Ekki hefur náðst neitt sérstakt samkomulag um tillöguflutning tilbreytinga á núverandi stjórn- skipulagi borgarinnar, enda eðlilegt að skkar tillögur aðrar en tillagan um fjölgun borgar- fulltrúa séu lagðar fram og samþykktar i upphafi kjörti'ma- bils og af þeim meiri hluta sem myndaður hefur verið að loknum kosningum. Núverandi t MINNING f Guðfinna Sigurðardóttir 1 dag verðurGuðfinna Sigurð- ardóttir kvödd hinstu kveðju frá Hafnarfjarðarkirkju. Langri vegferð er lokið. Sú ferð hófst á alþýðuheimili á bændabýli i Flóanum. Viðdvöl var gerð á Austfjörðum, i Reykjavik og i Danmörku, þar sem Guðfinna gekk að eiga nýútskrifaðan verkfræðing, Emil Jónsson. En dvalarstaðurinn lengsti var Hafnarfjörður i hálfan sjötta áratug. IFirðinum bjóGuðfinna manni sinum skjól á annasöm- um og oftlega stormasömum stjórnmálaferli. Enginn sá Guðfinnu bregða á hverju sem gekk; geðprýði hennar var einstök. Frá henni stafaði góðmennsku og hlýju. Engin minnist þess að hún hafi hallað orði á pólitiska mótherja, þótt sviptingar væru oft harðar og óvægnar og Guðfinna væri ákveðin i' skoðunum. Enginn þarf að efast um, að það var eig- inmanninum mikil stoð að eiga bakhjarl i Guðfinnu. Enginn þarf heldur að efa, að það hafi verið ærið verk að halda heimili þar sem voru 6 börn, ekki sist þegar eiginamðurinn var oftast önnum kafinn frá morgni til kvölds. Þar við bættust félags- störf i þágu Alþýöuflokksins og kirkjunnar og opinberar skyldur sem fylgdu starfi eigin- mannsins. Það er. mikið lifsverk sem liggur eftir Guðfinnu Sigurðar- dóttur, en hennar verður ekki siður minnst fyrir þann per- sónuleika sem hún bar. Þess minnast þeir alveg sérstaklega sem best þekktu Guðfinnu. Guðfinna fæddist 18. febrúar 1894. Foreldrar hennar voru Sigurður bóndi Jónsson i Kols- holti i Villingaholtshreppi og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir. Auk Guðfinnu áttu þau Sigurður og Guðrún einn son, Vigfús Ingvar, sem lengi var prestur að Desjamýri i Borgarfirði eystra. Þegar Guðfinna var 8ára bættisthenni fósturbróðir, Sigurjón Jónsson, löngum starfandi múrarameistari i Hafnarfirði. Hann var þá 9 mánaða gamall. Oft hefur Sig- urjón rómað fósturforeldra sina, en þó ekki sist fóstursyst- urina, Guðfinnu, og sagt að margt gott hafi hann af henni lært og haft til hennar að sækja. Þegar Guðfinna var 18ára féll faðir hennar frá. Bróðirinn, Vigfús Ingvar, hafði þá nýlokið guðfræðiprófi og verið veitt em- bættið að Desjamýri. Tóku þær mæðgur sigþá upp og fluttust til Vigfúsar Ingvars með fóstur- bróðurinn og heimilisfólkið. Eftir um tveggja ára dvöl að Desjamýri hélt Guðfinna til Reykjavikur og settist þar á hússtjórnarskóla og tók að læra orgel-leik. Siðan hélt hún til Kaupmannahafnar og vann þar i tvö ár við saumaskap. Þar kynntist hún Emil Jónssyni. Þau gengu i hjónaband i Ráð- húsinuf Kaupmannahöfn hinn 7. október 1925. Eftir um árs dvöl i Óðinsvéum fluttustþau Emil og Guðfinna til Hafnarfjarðar, þar sem Emil tók við starfi bæjar- verkfræðings, en siðan bæjar- stjóra og mörgum fleiri trúnað- arstörfum. Fljótlega var Emil kjörinn á þing og margsinnis gegndi hann ráðherraembætt- um, svo sem kunnugt er. Heim- ili þeirra Emils og Guðfinnu var rómað fyrir myndarskap og þar átti Guðfinna vafalaust stærst- anþátt. En hún var ekki einung- isgóð húsmóðir. Hljómlistin var henni t.d. sérlega hugleikin. Hvenær sem færi gafst sótti hun tónleika og oft bar það við að hún settist við orgelið á heimil- inu. Guðfinna var hógvær kona og ekki þeirrar gerðar að sækjast eftirforráðum,en hún var virk- ur félagi i tveimur félagasam- tökum. Hún tók mikinn þátt i starfi Kvenfélags Alþýðuflokks- ins i Hafnarfiröi og lagði á sig mikla vinnu i þágu þess félags, en fékkst aldrei til þess að íi'* gegna þar stjórnarstörfum. Hún var einn af stofnendum Kvenfé- lags Þjóðkirkjunnar i Hafnar- firði og ritari þess um 40 ára skeið. Það er til þess tekið, hve vandaðar fundargerðir hún rit- aði af fundum þess félagsskap- ar. I þvi félagi lagði hún á sig margvislegt starf fyrir félagið og kirkjuna. ÞauEmil og Guðfinna eignuð- ust 6 börn, Ragnar arkitekt, kvæntan Sigrúnu Jónsdóttur listakonu, Vilborgu gifta Fredr- ik Bonyai i Connecticut, Jón raf- virkja, kvæntan Arnþrúði Jó- hannsdóttur ljósmóður, Sigurð Gunnar tryggingafulltrúa, kvæntan Guðfinnu Björgvins- dóttur, séra Sighvat Birgi að Hólum i Hjaltadal og Guðrúnu hjúkrunarfræðing, gifta Sigurði Sigurðssyni vélstjóra. Barna- börnin eru 13 talsins og barna- barnabörnin 4. Þessi stóri hópur kveður nú ástrika móður, öm mu og langömmu. Emil Jónsson sér á bak sinum trausta lifsföru- naut. Félagar Guðfinnu I Alþýðu- flokknum i Hafnarfirði minnast samstarfsins við hana i flokks- starfi meðánægju og þakklæti. Alþýðuflokkurinn þakkar henni starfið i flokknum og i þágu flokksins og jafnaðarstefnunn- ar, bæði sem flokksfélaga og sem æviförunauts leiðtogans Emils Jónssonar. Ég og fjöl- skylda minvottaEmil Jónssyni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og öörum ástvin- um okkar innilegustu samúð. K j ar taii J óh a n ns son.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.