Alþýðublaðið - 28.11.1981, Side 2
2
Laugardagur 28. nóvember 1981
Wýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar
Fimmtán gírar
áfram
eftir Indriða G.
Þorsteinsson
Indriði G. Þorsteinsson hefur
sent frá sér bók sem hann nefnir
Fimmtán girar áfram, sem er
saga Péturs Jónssonar á Hallgils-
stöðum við Eyjafjörð og fleiri
manna sem starfað hafa með
honum gegnum árin. Almenna
bókafélagiö gefur bókina út.
Kápukynning forlagsins er á
þessa leiö:
„Það var á þeim árum, þegar
bilstjórarnir voru hálfgerðir
þjóðhetjur, gengu meö svartar
gljáskyggnishúfur meö gylltum
borða og hölluöu þeim glannalega
út i hægri vangann. En þrátt fyrir
sjálfsöryggi á ytra borði áttu þeir
verstu trúnaðarmál við bila sina
búna lélegum teinabremsum,
harla viðsjárverðum á mjóum og
snarbröttum malarvegunum og
vegleysunum.
Einn þessara bílstjóra var Pét-
ur á Hallgilsstöðum við Eyja-
fjörö. Atján vetra var hann kom-
inn með ökuskirteini upp á vas-
ann, með undanþágu aldurs
vegna. Þar með haföi hann fest
ráð sitt — viö bflinn — festi það
aldrei frekar.
Fyrst var Pétur mjólkurbil-
stjóri og skemmtiferðabilstjóri og
ók fólki i ,,boddy”-bilum viðsveg-
ar um land og upp i óbyggðir. Sið-
ar varð hann ásamt Valdimar
bróöur sinum brautryðjandi i
vöruflutningum á langferðaleiö-
um. Fyrirtækið heitir Pétur &
Valdimar, og bilar frá þvi hafa
flesta daga siðustu 30 árin verið
einhvers staðar úti á þjóðvegun-
um með sinn þunga flutning.
Indriði G. Þorsteinsson færir
hér meö sinni alkunnu frásagnar-
snilld sögu Péturs i letur eftir
sögn hans sjálfs. Sjálfur er Pétur
kiminn sagnamaður og alþekkt
hermikráka. Speglast það allt
rækilega i þessari skemmtilegu
bók.”
Fimmtán girar áfram er með
allmörgum myndum. Bókin er
180 bls. að stærð og unnin i i
Prentstofu G. Benediktssonar og
Félagsbókbandinu.
NÓ Á DÖQUM LÍFA. MENN
alltaf nemadauðann. .. ..
SÉRHVER WÓÐ HEFUR ÞÁ STJÓRN
SEM HÚN VERÐSKULDAR,,*^™
LV'GARsNN VERÐUS AÐ
HAFA GOTT MiNNl.. «•
SÁSEMGETUR FRAMKVÆMIR
SÁSEM EKKERT GETUR.KENNIR • BSHAW
■ ÞRlR GFiTÁ ÞAGAJ5 YFÍR
Kristallar
— Tilvitnanir og fleyg
orð í saman-
tekt séra
Gunnars Árnasonar
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sér bókina Kristalla til-
vitnanir og fleyg orö I samantekt
séra Gunnars Árnasonar frá
Skútustöðum. Er hér um að ræða
aðra útgáfu þessa verks aukna
um rúman þriðjung, en fyrri út-
gáfan kom út 1956.1 kynningu for-
lagsins á bókarkápu segir m.a.:
„Kristallar — tilvitnanir og
fleyg orð er safn snjallyröa og
frægra ummæla frá ýmsum tím-
um og viðsvegar að úr heiminum.
Bókina munu sumir vilja lesa i
einni lotu og mun skemmtilegur
lestur. Aðrir munu vilja nota
hana sem uppflettirit og er efninu
þannig skipaö að hún er hentug til
þeirra nota...”
Dæmi úr bókinni: Ef við flett-
um t.d. upp á oröinu skoöun sjá-
um viö þetta m.a.:
Þá eina teljum viö vitra sem
játa vorar eigin skoðanir —
Rochefoucauls. — Skynsamir
menn skipta um skoöun, fiflin
aldrei — T. de.-Reiss. — Ég get
ekki fallist á skoðanir yöar, en ég
skal leggja lif mitt aö veði til þess
að verja rétt yrðar til að halda
þeim fram — S.C. Tallentyre.
Fyrri tiöar menn áttu sannfær-
ingu, vér nútimamenn höfum aö-
eins skoöanir — Heine.
Kristöllum fylgir rækileg skrá
yfir höfunda hinna fleygu orða
bókarinnar ásamt upplýsingum
um þá.
Bókin er 272 bls. að stærö og
unnin i Prentverki Akraness.
Don Kíkótí
eftir Cervantes
— í þýð. Guðbergs
-i Bergssonar
Ot er komin hjá Almenna bóka-
félaginu 1. bindið af Don Kikóta
eftir Cervantes Saavedra í þýð-
ingu Guðbergs Bergssonar rithöf-
undar.
Don KÍkóti er eins oe kunnust
er eitt af dýrgripum heimsbók
menntanna — sagan um vind-
mylluriddarann sem gerði sér
heim bókanna aö veruleika og
lagði út í sina riddaraleiðangra á
hinu ágæta reiðhrossi Rosinant
ásamt hestasveininum Sansjó
Pansa til þess aö frelsa smæl-
ingja úr nauðum, — leita sinnar
ástmeyjar og eyjarinnar fyrir-
heitnu.
Leiðangur þeirra tvimenninga
viðsvegar um Spán hafa siðan
haldið áfram að vera frægustu
ferðir heimsins og ennþá er sagan
um þá Don Kikóta og Sansjó
Pansa aðalrit spænskra bók-
mennta. Er þvi vonum seinna að
fá þetta sfgilda rit á íslensku.
Don Kikóti er upphafsrit I nýj-
um bókaflokki sem Almenna
bókafélagið er að hefja útgáfu á.
Nefnist hann Úrvalsrit heimsbók-
menntannaog má ráða af nafninu
hvers konar bækur forlagið
hyggst gefa út i þessum flokki.
Þetta fyrsta bindi af Don
Kikóta er 206 bls. að stærö og er
unnið i Vikingsprenti og Félags-
bókbandinu.
Spellvirki
ný skáldsaga
eftir Jón Dan
tit er komin hjá Almenna bóka-
félaginu ný skáldsaga eftir Jón
Dan. Nefnist hún Spellvirki og
segir frá unglingi sem lendir i
vandræðum. Bókin er kynnt
þanning:
„Ný skáldsaga eftir Jón Dan,
raunsönn, spennandi, um eitt af
brýnustu vandamálum samtim-
ans.
Unglingur við erfiðar aðstæður
og misrétti beittur lendir i hræði-
legum vanda þegar hann missir
stjórn á sjálfum sér á örlagastund
— og fremur spellvirki.
Hvaö er til ráða?
Er nóg aö læra af mistökunum?
Svarið er neitandi. Sá sem þegar
er stimplaður i augum fjölmiðl-
anna og fól^ins á erfiöara en
aðrir með að sanna sakleysi sitc
ef eitthvað illt hendir, jafnvel þótc
hann hafi hvergi nærri komið.
Og þó er ef til vill erfiöast ab
losna viö sitt innra viti — hræðsl-
una við það að vera það sem aörir
halda að maöur sé.
Þetta er vandi Ragnars Torfa-
sonar, aöalpersónu bókarinnar.
Er einhver lausn á honum?”
Spellvirki er gefin út i pappirs-
kilju 157 bls. að stærö. Bókin er
unnin i Prentsmiðju Arna Valde-
marssonar og Bókbandsstofunni
örkinni.
Flýgur Fiskisaga
eftir Hrafn
Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson hefur sent
frá sér nýja bók -smásagnasafn
sem hann nefnir Flýgur fiski-
saga.Er þetta fimmta bókin sem
út kemur frá hendi höfundarins.
Smásögurnar i bókinni eru tólf að
töiu misjafnlega langar. 1 kynn-
ingu bókarinnar segir m.a.:
„Flýgur fiskisaga sver sig um
margt i ætt við fyrri verk höfund-
arins, bæði fyrri skáldskap hans
og kvikmyndir. Efniviðurinn er
oftast hversdagslegur veruleiki,
sem höfundur blæs lifi i með sinu
sérkennilega hugmyndaflugi og
skopskyni, stundum sannkölluð-
um gálgahúmor. Frásagnargleði
og þörf höfundar að skemmta les-
endum einkennir þessar sögur, án
þess það á nokkurn hátt dragi úr
alvöru efnisins eða boðskap
þeirra...”
Flýgur fiskisaga er pappirs-
kilja 210 bls. að stærð. Bókin er
unnin i Isafoldarprentsmiðju og
útgefandi er Almenna bókafélag-
ið.
i
Jakobína
Sigurðardóttir:
í sama klefa
I sama klefa, bók Jakobinu Sig-
urðardóttur er komin út hjá bóka-
forlagi Málsog menningar. Þaö er
óþarfi að kynna Jakobinu Sigurð-
ardóttur fyrir bókaunnendum,
enda löngu oröin landsþekkt fyrir
ritstörf sin.
I upphafi bókarinnar segir svo:
„Ef þú átt eftir að lesa þessa bók,
þá verður þú að hafa i huga að ég
ætlaöi aö skrifa Góöa Bók. Það
var eiginlega skyldu min. Þú
veist að ég fékk stóran vixil hjá
Rikinu til þess að skrifa Góöa
Bók. Þú skrifaðir upp á vixilinn
og hugsaðir þig ekki um. Það var
alveg sjálfsagt. Kannski hefir þú
ekki hugmynd um, aö þú skrifaðú/
upp á. Þú skrifar upp á svo
margt án umhugsunar. En ég
vissi aö án þin hefði ég ekki fengið
þennan vixil hjá Rikinu. Og ég
ætlaöi ekki að bregðast þér. Mér
var ljóst hvað þú hefir lagt af
mörkum til þess að ég gæti um
skeið notið fjárhagsöryggis,
greitt fyrir lausn frá minu venju-
lega hversdagspuði og sest
áhyggjulaus i næði við skriftir
með öllu sem þarf til að höfundur
(snillingur?) geti fætt af sér
Marktækt Hugverk. Ég vissi ekki
betur en að allt hlyti að verða i
lagi af minni hálfu meö afborgan-
ir á tilskildum gjalddögum.”
£
I
Dagskrá útvarps og sjónvarps mn helgina
Sunnudagur
29. nóvember
ÚTVARP
Laugardagur
28. nóvember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. 7.20 LeikfimL
7.30T6nleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorft: Danid óskarsson
talar.
8.15 Vefturfregnir. Forustugr.
9.30 óskalög sjúklinga.
Kristin Svenbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Vefturfregnir).
11.20 Barnaleikrit:
„Ævintýradalurinn” eftir
Enid Blyton — Annar þátt-
ur.Þýftandi: Sigriftur Thorla-
cius. Leikst jóri: Steindór
Hiörleifsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veftur-
fregnir. Tilkynningar Tón-
leikar.
13.30 A ferft, óli H. Þórftarson
spjallar vift vegfarendur.
13.35 lþróttaþáttur. Umsjón:
Hermann Gunnarsson.
13.50 Laugardagssyrpa —
Þorgeir Astvaldsson og Páll
Þorsteinsson.
15.40 tslenskt mál. Gunnlaug-
ur Ingólfsson flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Vefturfregnir.
16.20 Klippt og skorift. Stj(»-n-
andi: Jónina H. Jónsdóttir.
17.00 Sfftdegistónleikar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Um skólamál. Hanna
Kristin Stefdnsdóttir flytur
siftara erindi sitt.
20.00 Lúftrasveitín í Wilten-
Innsbruck leikur. Sepp
Tanzer stj.
20.30 OrFerftabók Eggerts og
Bjarna. Umsjón: Tómas
Einarsson. Annar þáttur.
21.15 Töfrandi tónar. Jón
Gröndal kynnir tónlist
stóru danshljómsveitanna
(The Big Bands) á árunum
1936—1945. 5. þáttur: Benny
Goodman.
22.00 Joe Pass og Niels-Henn-
ing örsted Pedersen leika.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orft kvöldsins.
22.35 ,,Orft skulu standa”,eftir
Jón Helgason. Gunnar
Stefánsson les (11).
23.00 Danslög.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
29. nóvember
8.00 Morgunandakt Biskup
lslands, herra Pétur Sigur-
geirsson, flytur ritningar-
orft og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Vefturfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög
9.00 Rossini: Stabat Mater
fyrir einsöngsraddir, kórog
hljómsveit. Sona Ghazarian,
Gabriele Sima, Stefanie
Toczyska, Yordi Ramiro,
Kurt Rydl, kór
osinfóniuhljómsveit austur-
ríska útvarpsins flytja: Ar-
geo Quatri stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veftur-
fregnir.
10.25 Svipleiftur frá Suftur-
Ameriku Dr. Gunnlaugur
Þórftarson hrl. segir frá.
Fjórfti þáttur: „Frá Iqvasu
til Bariloche”.
11.00 Messa f Bústaftakirkju
Prestur: Séra ólafurSkúla-
son. Organleikari: Guftni Þ.
Guftmundsson. Hádegistón-
leikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veftur-
fregnir. Tilkynningar.
13.20 Ævintýri Ur óperettu-
heiminum Sannsögulegar
fyrirmyndir aft titilhlut-
verkum í óperettum. 5. þátt-
ur: Liselott, peft i hringiftu
h i rftlffsi ns Þyftandi og
þulur: Guftmundur Gilsson.
14.00 Dagskrárstjóri i
klukkustund Þórhildur Þor-
leifsdóttir leikstjóri ræftur
dagskránni.
15.00 Béla Bartók, — aldar-
minning: 1. þáttur Umsjón:
Halldór Haraldsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Vefturf regnir. Tónleikar.
16.30 Landsleikur f hand-
knattleik Hermann
Gunnarsson lýsir síftari
hálfleik Islendinga og Norft-
manna úr Laugardalshöll.
17.15 ..Gagnrýni hreinnar
skynsem i” 200 ára
minning. Þorsteinn Gylfa-
son flytur annaft sunnudags-
erindi sitt af þremur.
17.55 Þrjii á palli leika og
syngja Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 A bókamarkaftinum
Andrés Björnsson sér um
lestur Ur nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
20.00 Sinfónfuhljómsveit ts-
lands f Vínarborg Hljóft-
ritun frá tónleikum I
Grosser Musikvereinsaal
19. mai s.l.
21.35 Aft tafli Jón Þ. Þór
flytur skákþátt.
22.00 Robertino syngur létt
lög meft hljómsveit.
22.15 Vefturfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orft kvöldsins.
22.35 ,,Orft skulu standa”
eftir Jón Helgason. Gunnar
Stefánsson les (12).
23.00 A franska vísu 5. þátt-
ur: Deilurnar um Sardou.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
30. nóvember
7.00 Vefturfregnir. Fréttir.
Bæn. Séra Hannes Guft-
mundsson í FellsmUla
flytur (a.v.d.v.).
7.20 Leikfimi.
7.30 Morgunvaka. Umsjón:
Páll Heiftar Jónsson. Sam-
starfsmenn: Onundur
Björnsson og Guftrún
Birgisdóttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Ævintýri bókstafanna”
eftir Astrid Skaftíells Mar-
teinn Skaftfells þýddi.
Guftrún Jónsdóttir les (11.
9.20 LeikfimL Tilkynningar.
Tónleikar.
9.45 Landbúnaftar mál.
10.00 Fréttir. 10.10 Veftur-
fregnir.
10.30 Morguntónleikar
11.00 Forustugreinar lands-
málablafta (útdr.)
11.25 Létt tónlist Konunglega
söngsveitin, Sinfóniuhljom-
sveit Lundúna, André
Previn, Jim Hall o.fl. leika
og syngja létt lög.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar. Mánudagssyrpa
— ölafur Þórftarson.
15.10 „Timamót” eftir
Simone de Beuvoir Jórunn
Tómasdóttir les þýftingu
sina (4).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Vefturfregnir.
16.20 útvarpssaga barnanna:
,,F löskuskeytift” eftir
Ragnar Þorsteinsson
Dagný Emma Magnús-
dóttir les (4).
16.40 Litli barna timinn.
Stjórnendur: Anna Jens-
dóttir og Sesselja Hauks-
dóttir. Láki og Lfna
koma í heimsókn og lesnar
verfta smásögurnar „Músa-
drengurinn, sem ekki vildi
þvosérum eyrun” eftir Aila
Nissines og „Mafturinn,
sem aldrei sofnafti yfir dag-
blaftinu” eftir Jean Lee Lat-
ham úr bókinni „Berin á
lynginu” i þýftingu Þor-
steins frá Hamri.
17.00 Siftdegistónleikar James
Galway og Hátiöarhljóm-
sveitin í Luzern leika
Flautukonsert nr. 1 i G-dúr
(K313) eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart, Rudolf Baum-
gartner stj. / Borodin-
kvartettinn leikur Strengja-
kvartett nr. 1 i D-dúr eftir
Pjotr Tsjaikovský.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Jón
Hjörleifur Jónsson talar.
20.00 Lög unga fólksins Hildur
Eiríksdóttir kynnir.
20.40 Bóla Hallur Helgason og
Gunnar Viktorsson stjórna
þætti meft blönduftu efni
fyrir ungt fólk.
21.10 Félagsmál og vinna.
Þáttur um málefni launa-
fólks. Umsjón: Kristin H.
Tryggvadóttir og Tryggvi
Þór Aftalsteinsson.
21.30 (Jtvarpssa gan: „óp
bjöllunnar” eftir Thor
Vilhjálmsson. Höfundur les
(3)
22.00 „Spilverk þjóftanna”
leikur og syngur létt lög.
22.15 Vefturfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orft kvöldsins.
22.35 Kvöldspjall Sigrún
Bjömsdóttir ræftir vift Sig-
urft A. MagnUsson.
23.00 Frá tónleikum Sinfónfu-
hl jóms veitar islands
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÖNVARP
Laugardagur
28. nóvember
16.30 lþróttir.Umsjón: Bjarni
Felixson.
18.30 Riddarinn sjónum-
hryggi. NÝR FLOKKUR.
Teiknimyndaflokkur í 39
þáttum
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veftur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ættarsetrift. ANNAR
HLUTI.
21.10 Enn er spurt. Spurninga-
keppni í Sjónvarpssal.
Fimmti þáttur. UndanUr-
slit.Keppendur eru Kristinn
Hallsson, fyrirlifti, ásamt
Guftmundi Jónssyni og Jóni
Þórarinssyni, og Guftmund-
ur Gunnarsson, fyrirlifti,
GIsB Jónsson og Sigurpáll
Vilh jálmsson. — Spyrjend-
ur: Guftni Kolbeinsson og
Trausti Jónsson, Dómarar:
Sigurftur H. Richter og
örnólfur Thorlacius.
21.45 Hótel (Hotel).
Bandarísk biómynd frá
1967, byggft á sögu eftir
Arthur Hailey. — Leik-
stjóri: Richard Quine. Aftal-
hlutverk: Rod Taylor, Cath-
erine Spaak, Karl Malden,
Melvyn Douglas og Merle
Oberon.
Myndin gerist á hóteli, þar
sem gengur á ýmsu, auk
þess sem eigandinn ser
fram á aft þurfa aö selja
hóteUft i hendumar á vafa-
sömum peningamanni
vegna skulda. Þaft mæftir
því m ikiftíá hótdstjóranum,
sem er bæfti ráftkænn og
fastur fyrir.
23.45 Dagskrárlok.
16.00 Hugvekja
16.10 Húsift á sléttunni.
Fimmti þáttur. (Jlfarnir.
Þýftandi er óskar
Ingimarsson.
17.10 Saga sjóferftanna.
Fimmti þáttur. Fljótandi
virki. Þýftandi og þulur:
Friftrik Páll Jónsson.
18.00 Stundin okkar. Umsjón:
Bryndis Schram.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttír og veftur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
Umsjón: Magnús Bjarn-
freftsson.
20.50 Stiklur. Fjórfti þáttur.
Nú fórum vift fram eftir.
21.35 Æskuminningar.Fimmti
og siftasti þáttur. Breskur
framhaldsmyndaflokkur
byggftur á sjálfsævisögu
Veru Brittains. Þýftandi:
Dóra Hafsteinsdóttir.
22.30 Tónlistarmenn Anna
Aslaug Ragnarsdóttir.
23.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
30. nóvember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttír og veftur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Tommi og Jenni
20.55 Guernica PicassosBresk
fréttamynd um frægasta
málverk Picassos, sem nú
hefur verift flutt frá Banda-
rikjunum til Spánar.
21.15 Ferjan. Finnskt sjón-
varpsleikriti gamansömum
dúr um ferjustjóra, sem
fréttir, aft von sé á forseta
landsins.
22.45 Dagskrárlok.