Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. desember 1981
7
RÁÐUNEYTI
herra að hafi verið smávægileg-
ar. Vel sloppið, og ekki getur
hann um, að hafa fundist komið
neitt skarð í vör Skiða þó dæmd-
ur v æri fyrir misbeitingu valds!
Auðvitað var það rikissjóður,
sem fékk að blæða, enda sjálf-
sagt skákað i þvi hróksvaldi, að
hvort sem sektir yrðu hærri eða
lægri, myndi ekki af þeim sök-
um lækka fúlgan undir kodda-
horni höfðingjans.
Verkefni skarast
Ráðherra lýsir þvi réttilega,
að auðvitað hljóta verkefni ein-
lægt að skarast milli ráðherra
og frá einum tima til annars! Á
það ekki hvað sizt við i skóla-
málum. Á timum Magnúsar
Torfa var töluverð hreyfing i þá
átt, að auka sérkennslu i skólum
landsins. Umtalsverður fjöldi
fólks getur naumast verið sam-
ferða i námi alheilbrigðum
nemendum. En það er ekkert á-
hlaupaverk að finna hallkvæm-
ustu leiðirnar, til að bæta þar
úr. Hinn siðar burtrekni deild-
arstjóri mun hafa unniö vel að
þessum þætti, meðan til vannst,
og Magnús beitti sér fyrir
margháttuðum aðgerðum, sem
raunar voru sumar i miðjum
kliðum þegar ráðherraskipti
urðu. Kennarar sýndu málinu
mikinn áhuga, svo sem meö þvi
að fara i viðbótarnám, enda
brann það á ílestum skólum, að
haia ekki sérmenntaöa kenn-
ara til að mæta sérþörfum, og
afar fjölbreytilegum. Vitanlega
er hægar um þetta að tala en i
að komast. Ef hér væri um til-
tölulega einlitan hóp að ræða,
horfði málið öðruvisi við. En
það er nú siður en svo, og þvi er
auðvitað alveg fráleitt að láta
sem svo sé, hvort heldur i um-
tali, að ekki sé rætt um fram-
kvæmdir. Telja verður alveg
fráleitt að hauga saman sliku
fólki, án þess að meta áður i
hverju sérþarfir hvers og eins
eru fólgnar, og laga sig eftir
þeim. Þetta þýðir auðvitað ekki,
að gefast megi upp, miklu held-
ur aðflýta sér hægt, að amla þó
markvisst i áttina.
Vel mundi hafa fariö á þvi, að
ráðherra hefði upplýst, hvers-
vegna brigðað var loíorði ráðu-
neytisins um forgang hjúkrun-
arnema úr framhaldsdeildum
gagnfræðaskólanna að loknu
tveggja ára námi þeirra þar, til
inngöngu í Hjúkrunarkvenna-
skóla lslands, en almennir stúd-
entar teknir þar íramyfir. Má-
ske fáum við aö heyra um það i
næstu útgáfu.
Brotalöm,
sem sást yfir
Þvi miður sást ráðherra yfir,
að nógu skynsamlega væru
tengd saman i framkvæmd hin
nýju grunnskólalög og þau er
fyrir voru. Er það næsta merki-
legt um mann, sem státar af
skólastjórareynslu i meira en
tvo áratugi. Var auðveldast að
gera það með þvi að fresta um
sinn framkvæmd grunnskóla-
laganna og gefa skólunum kost
á að laga störf sin að þeim smátt
og smátt.
Skýring hans á, hversvegna
svo var ekki gert, er ekki veru-
lega sannfærandi. ,,Ég áleit það
fjarstæðu”, segir hann, en ekki
hversvegna! Heldur misheppn-
uð vörn i ágreiningsmáli.
Þó lög hafi verið sett, og
reglugerðir, sem sniðnar eiga
að vera við þau að mati ó-
reyndra og fákænna, i stað þess
aðbiða reynslu á þvi, hvað hag-
kvæmt eða fært er, er meira en
vafasamt að blina á bókstafinn,
og láta sem vind um eyru þjóta
þó aðstæður til framkvæmda
séu lélegar, eða nær engar, eigi
viðhlitandi árangur að nást.
Þegar svo hér við bættist, að
fyrirætlanir um framhaldsskóla
voru ekki fyrir hendi, hlaut
námið — i augum nemenda — að
vera meira og minna ferð án
fyrirheits.
Ráðamenn, sem skilja þetta
ekki, hljóta að vera viðlika
staddir og þeir, sem sjá ekki
skóginn fyrir eintómum trjám!
Það getur verið á sinum stað
að treysta á ráðgjafa, enda séu
þeir þá marktækir. Hitt er svo
annað, sem vel mætti minnast,
hvort ekki er talsverður sann-
leikur i ljóðlinum Einars Bene-
diktssonar, ,,...að skiljast við
æfinnar æðsta verk i annars
hönd — þaö er dauðasökin”.
Égsé, að mér heíur orðið sem
Brekkubónda, að gerast lang-
orður. Skal þvi nú brátt linna.
Still bókarinnar virðist mér
sæmilega lipur, og stundum dá-
litið glettnislegur og hæfilega
blandaður bændadrýldni. En
vegna hinna endalitlu upptaln-
inga af afrekum, geta menn
fengið þá hugmynd, að hér sé
fyrst og fremst ætlað að birta
varnarrit!
Að lokum
1 uppvexti minum bar talsvert
á mönnum, sem voru óbágir á
að taka að sér verk, sem þeir
höfðu hvorki kunnáttu né hæfni
til að framkvæma. Þeir gengu
undir nafngiftinni „skóflumeist-
arar”. Sérkunnáttu litu þeir yf-
irleitt hornaugum, en töldu
„brjóstvitið” upphaf og endi
allrar vizku. Vist hefur þeim
fækkað á tækniöld, þó ekki séu
útdauðir, og verksvið hefur
breytzt. Nú þykir ekki hæfa, ef
opinberir aðilar eru viðriðnir
einhverjar framkvæmdir, ann-
aðen að fá einhvern höfðingja —
helzt úr höfuðstaðnum — til aö
hefja framkvæmdirnar með
skófiustungu! að ógleymdum
svo hornsteinafaraldrinum við
verkalok. Margir viröast sækj-
ast eftir þessu, þó auðvitað
kunni að finnast þeir, sem
stendur ógn af rekuni!
En mér er spurn. Væri ekki
alveg tilvalið, meðan enn finn-
ast sporgöngumenn hinna fornu
„skóflumeistara” á „hærri
stöðum”, að hafa þá i slikum
framkvæmdum alfarið? Það
væri ekki endilega nauösynlegt,
að þeir væru komnir á elli- eða
eftirlaunaaldur, meðan enn eru
mýrar, eða moldarílög, til að
pjakka i.
Þessu er skotið fram hér, aö
gefnu nokkru tileíni.
Oddur A. Sigurjónsson.
Á ratsjánni
Og þar með var seinnihelming-
ur kenningarinnar um „róttæka
jafnvægið” kominn heim og sam-
an. Það þýðir ekki aö telja niður
peninga.
Það verður að telja niður
neytendur! Svo einfalt er þaö,
eftir alltsaman. Og Jaruzelski,
með millifært vald upp á ein-
kennisbúningsvasann, geröi ráö-
stafanir. Hann tók tugi þúsunda
neytenda úr umferð, og setti þá i
búöir, (ekki sölubúðir, auðvitað)
þar sem þeir gátu einskis neytt.
Og samkvæmt siðustu tölum frá
Pólandihafa rúmlega tvöhundruð
neytendur verið teknir úr umferð
endanlega, og valda ekki verð-
bólgu meir.Og samdráttur ieftir-
spurn og neyslu mun svo koma
efnahagslífinu á réttan kjöl.er
fram liöa stundir!
Það er ósköp leiðinlegt, að að-
stoöarmanninum hafi ekki enst
þrek eða timi til að vinna sjálfur
að fullsköpun kenningarinnar um
„róttækt jafnvægi”. En nú þegar
kenningin hefur verið mótuð og
prófuð, má hann þó stæra sig af
þvi að hafa átt sinn þátt f merki-
legustu hag- og félagsfræöilegri
tilraun seinni tima. Og enn hefur
það sannast að öll vandræöi hag-
fræðinga og stjórnmálamanna,
koma frá pöplinum, sem ætið er
tilóþurftar. —Þagall
— spenna menn beltin
Ljúft er aö láta sig dreyma, - og kostar ekki neitt.
En viljirðu aö draumur þinn rætist, dríföu þig þá til næsta
umboðsmanns HHÍ og láttu hann segja þér
allt um þaö hvernig HHi getur gerbreytt fjárhagsstöðu
þinm. Vinningslikurnar gerast ekki betri'
Vinningaskrá
^HAPPDRÆTTI
HÁSKÖLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
SSiSSSÍSÍ
88 « S8888SÍ8
88S888 ÍSSS
Sii ííííæssi