Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 14
14
AAiðvikudagur 23. desember 1981
Jólasveinninn er alltaf kátur
Þetta var um jólin, þegar ég
prófaöi að vera jólasveinn.
,,Prófaöi”er reyndar dcki rétta
oröiö, þetta var miklu heldur
prófraun. Hetjur minar fra þvi i
gamla daga — Tarzan, Hrói
Höttur, Ivar hlújárn og allir
hinir — lifðu fremur tilbreyt-
ingalausu lifi og ómerkilegu i
samanburði við jólasveininn i
stórmarkaðnum iStrandby. Þvi
máttu trúa!
Að visu þurftu áðurnefndir
kappar aö verja sig gegn
lúmskum og vægðarlausum
fjandmönnum sinum, en þeir
þurftuekki aðkljást við óvininn
með hlægilegt bómullarskegg
utanum höfuðið, 50 organdi
grislinga i fanginu og haukfránt
augnaráð Haagensens deildar-
stjóra i gegnum hnakkann.
En nú er ég kominn af leið.
Það erbestað ég byrji á byrjun-
inni.
Ég hafði verið atvinnulaus i
eitt ár, en hafði þá loks öðlast
jólasveinstign i nefndu fyr-
irtæki. 1500 krónur á viku,
ókeypis hádegisverður i kaffi-
teriunni og 20% afsláttur á
öllum vöru — þetta var a.m.k.
betra en að vera á framfæri hins
opinbera.
Konan min elskuleg, var
næstum stolt af skyndilegri
velgengni minni og strákarnir
minir tveir voru frá sér numdir
af kæti — þeir hafa liklega
haldið að ég kæmi heim
klyfjaður gjöfum á hverju
kvöldi.
Og loks smitaðist ég af til-
hlökkun þeirra. Þetta átti ekki
að standa lengur en i mánuð, og
það var ábyggilega enginn af
kunningjum okkar sem myndu
bera kennsl á mig i þessum
fáránlega búningi.
En vei — aldrei hefur barn
haft eins barnalegar hugmyndir
um jólin og ég hafði þetta árið.
Glaður og ánægður, með
sannkallaöa jólastemmningu i
hjarta mætti ég til vinnu minnar
þann 1. desember. Hjá starfs-
mannastjóranum fékk ég stuttar
leiðbeiningar og var klæddur í
ei nkennisbúni ngi nn.
Reglurnar um jólasveina i
stórmörkuðum eru frekar ein-
faldar, en að mínu viti ótrúlega
siðlausar. Ég átti bara að spila
þetta af fingrum fram, lofa
krökkunum öllu millihimins og
jarðar.ekki vera lengur en eina
minútu með hvern, og troða upp
i þau rjómakaramellum ef þau
héldu áfram að spyrja. En fyrst
og fremst gilti aðsta boðorðið:
jólasveinninn er alltaf kátur!
Starfsmannastjórinn fylltist
næstum trúarlegum innblæstri,
þegar hann haföi fyrir mér
siðustu regluna — það er li'tið á
sem svo að ef jólasveinninn
gæddi börnin bjartsýni, þá væri
eftirvæntingin til jólanna enn
meiri — og þar af leiðandi yrðu
þau að föstum viðskiptavinum
búðarinnar. Þetta var að vi'su
ekki orðað svona.en það lá engu
að siður I loftinu.
Búningurinn passaði ágæt-
lega en bómullarskeggið var
frekar hlýtt. Ég skoðaði mig i
speglinum og komst að þeirri
niðurstöðu að ég leit bara sann-
færandi út.
Nú var eg leiddur i leikfanga-
deildina, þar sem ég var kynnt-
ur fyrir deildarstjóranum,
Haagensen — og öfugt. Hann
endurgalt hiö stóra og hlýlega
jólasveinabros mitt með þvi' að
bera framstæðar framtenn-
urnarréttsem snöggvast — það
átti vist að vera bros. Siðan rak
hann titrandi nefið upp iandlitið
á mér og hvislaði: — Þér eruð
vonandi ódrukkinn?
- Hvað þá?
— Stórfint, stórfint — við
höfum nefnilega átt i dálitlum
vandræðum með jólasveinana
okkar — það er svo auðvelt að
verða sér úti um áfengi.... siðast
tæmdi hann úr fullum vasapela
fyrir framan börnin og það á
sjálfri Þorláksmessu, það þurfti
að bera hann út skal ég segja
yður — og það sem hann sagði
við mæðurnar......
Herra Haagensen hélt vel-
snyrtri hendi sinni fyrir andlit-
inu þegar hann rifjaði upp orö
jólasveinsins drukkna til
mæðranna —svo áttaði hann sig
og sagöi með styrkri röddu: —
og svo kom hann til okkar
daginn eftir og heimtaði
greiðslu fyrir flöskuna!
— Ótrúlegt, umlaði ég og
reyndi að sýna vanþóknun
mina, málstaðarins vegna.
— En það undarlega var að
við höfum aldrei selt jafn mikið
og akkúrat þennandag— börnin
streymdu til hans, sérstaklega
þegar hann fór að syngja þessa
hræðilegu visu....undarlegt....
Herra Haagensen gleymdi sér
sem snöggvast i'viðskiptalegum
hugleiðingum vegna hinnar
undarlegu söluaukningar, en
svo áttaði hann sig á ný og lét
mig fá hjálpartæki min: stóran
rauðan póstkassa fyrir óskalista
poka með rjómakaramellum og
blöörur. — En börnin mega
aðeins fá annað! sagði hann að
lokum.
Ég fékk mér sæti á hásæti
jólasveinsins og reyndi að vera
jólalegur iframan. Þetta myndi
örugglega heppnast ef enginn
kæmi sem þekkti mig.
— Hæ pabbi!
Fjárinn! Þetta voru strák-
arnir minir, 9 og 12 ára, sem
stormuðu gegnum leikfanga-
deildinameð eftirvæntingarfullt
blik i augum — þeir höfðu borið
kennsl á mig á 30 metra færi.
— Hvað eruð þið að gera hér
þegar þið eigið að vera i skól-
anum? þrumaði ég i gegnum
bómullina.
— Ertu eitthvað skrýtinn
ma’r — það er laugardagur i
dag!
Þvi hafði ég gleymt. En það
var vist, að ekki skyldu þeir
eyða laugardeginum i stór-
markaðnum i Strandby.
— Þið getið ekki verið hérna
—-deiidarstjórinn getur komið á
hverju augnabliki.
— Oh, við hljótum að mega
tala við jólasveininn — annars
liturðu alveg fáránlega út, sagði
sá stærri.
— Útfrikaður, sagði sá minni.
— Takk fyrir — bless, hvisl-
aði ég.
— Við förum ekki fyrr en við
höfum fengið karamellur.
— Jæja, hérna þá.
— Og blöðru.
— Nei, deildarstjórinn hefur
sagt...
— Okkur er alveg sama um
deildarstjórann, ekki rétt Kaj?
Kaj kinkaði kolli með munn-
inn fullan af rjómakaramellum.
— Nú skuluð þið... ó, halló hr.
Haagensen! Já, hérna sit ég
með fyrstu litlu viðskiptavinina,
ha, ha...!
— Hann vill ekki láta okkur
hafa blöðru! sagði sá stærri.
Herra Haagesen hrukkaði
áferðarfallegt ennið og loftaði
örlitið um framtennurnar.
— Hvað?! Ég skil ekki...
— Já, ég get alveg skilið
hvers vegna þér skiljið ekki, en
sjáið þér — þessir tveir hvolpar
eru reyndar....
Herra Haagensen tók andköf:
— Hvaðsegið þér?!
— Ég skal klaga þig i hann
pabba! hrópaði sá stærri og
hafði greinilega — ég verð að
viðurkenna þaö með nokkru
stolti — gert sér fulia grein fyrir
möguieikum stöðunnar.
— Og ég skal klaga þig i
mömmu! hrópaði sá minni sem
vildi ekki standa bróður sinum á
sporði.
— Neineineineinei, það er alls
engin ástæða til þess, sagði
herra Haagensen og reyndi að
róa dreneina.
— Hérna, vinur minn — stór
og fin blaðra fyrir þigog önnur
handa litla bróður — og segið
svo föður ykkar að stórmark-
aðurinn i Stanfby er með bæjar-
ins mesta...
— Við viljum lika fá kara
mellur! Þetta var sá minni sem
hafði greinilega verið skjótur að
tileinka sé aðferðir stóra
bróður.
— Auðvitað fáið þið einnig
karamellur — Hansen látið
ungu mennina fá nokkrar kara-
mellur.
— Já en, þér hafið jú sjálfir
sagt...
— Ekkert röfl, jólin eru hátið
barnanna og við hjá stórmark-
aðnum i Strandby, erum vanir
að gera eitthvað fyrir þau litlu.
Sælir, drengir, þakka ykkur
fyrir komuna, og takið foreldra
ykkar með næst!
Hann fylgdi þeim yfir i raf-
magnsvörudeildina og sneri sér
siðan til min.
— Þér verðið að geta haft
taumhald á yður Hansen, börn
eru ákaflega viðkvæmar og til-
finningarrikar verur, sem
engan veginn þolaað það sé illa
talað til þeirra — sérstaklega
ekki um jólin.
Ég stundi þungan og spurði:
— Eigiö þér börn?
— Hver? Ég? Nei... ekki
ennþá...
— Ég þóttist vita það, umlaði
ég. Hann virtist verða móðg-
aður og hélt sina leið en ég
leitaði sáluhjálpar i rjómakara-
mellunum.
A næstu vikum fékk ég svo
sannarlega að upplifa þaö að
Jólasaga Alþýðublaðsins