Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. desember 1981 9 ...deilur spruttu af jafn sjálf- .....kjósendur vilja betri sam- sögðum hlut og atkvæðagreiöslu búö verkalýðsflokkanna. um forystumenn. ....er ekki kirkjurækinn maður, enlýstvel á friöarstefnu kirkjunnar. ....ljóðin koma ekki til min, ég verð að koma til þeirra. viðtal: Þráinn Hallgrímsson myndir: Einar Gunnar, o.fl. ekki stjómmálamaður’T margir menn eins og margir listamenn. Eins og flestir vita, var Steinn eittaf okkar fremstu skáldum um miðbik aldarinnar og hann er meðal þeirra sem haldið hafa velli i' umróti timans. Kvæðihans hafa staðist timans tönn enda var hann bæði listrærm og sérstæður, en mest var þó i hann varið fyrir hvað hann var djarfur og einarður. Var hann ekki bölsynn? Jú, hann var nú eiginlega böl- sýnn að lífsskoðun, en hann gat sam t verið m ikill gleðimaður og hafði mikla kimni til að bera i skáldskap si'num. Jú, jú hann var svartsýnn enda verða það núf lestir alvörumenn sem f jalla um lifið og tilveruna. Einnig bar margt til þess að Steinn varð bölsýnn að lifsskoðun, en þá helst uppruni hans uppeldi og marghát.tuð erfið reynsla. En hann var einkennilega einarður og harður og eiginlega frjáls. Þú spurðir um viðtalið fræga út af Rússlandsferðinni, þá er það dáli'tið einkennilegt vegna þess að Steinn hafði verið orðaður við það að standa nærri kommúnistum og kommúnisma enda var lífsviðhorf hans alls ekki ólikt þeim straumum. Svo fær hann þetta boð um að fara austur til Rússlands og þá leitaði ég eftir þvi við hann hvort hann vildi ekki skrifa greinaflokk um ferðina i Al- þýðublaðið. Ég valdi Stein auð- vitað af þviað hann var að fara i þessa ferð og ég vissi að hann mundi taka þetta hlutverk al- varlega,ef hann tækiþað að sér á annað borð. Hann tók þessu öllu mjög fálega. Þegar hann svo kom heim úr ferðinni, innti ég hann aftur eftir þessu, en fékk litlar undirtektir. En svo kom hann einn góðan veðurdag og sagðist skyldi eiga við mig viðtal. Þannig var aðdragand- inn. Þetta viðtal var auðvitað afar likt Steini. Hann kom svo sannarlega á óvart. Það var honum likt að taka þá afstöðu, semhann tókog iöðru lagi þorði hann alveg að segja eins og hon- um bjó i brjósti. Gamlir sam- herjar hans lögðu þetta afskap- lega illa út fyrir honum, en ég hef alltaf litið svo á að þetta viðtal hafi ekki verið siður heimild um Stein sjálfan og per- sónu hans en heimild um Sovét- rikin á þessum tima. Þetta viðtal var tekið á versta tima, þegar svartnætti Stalinstímans grúfði yfir. En þær skoðanir sem Steinn settifram i viðtalinu hafa aö minu viti staðist vel tímans tönn: hann hafði alveg rétt fyrir sér um sum atriðin sem fyrri samherjar hans tóku óstinntupp. Enþaðer merkilegt út af fyrir sig að ég hef alltaf litið svo á að þetta viðtal segði jafnvel meira um skáldið.per- sónuna og lifsviðhorf hans en kannski um Sovétríkin á þess- um tima. Ég á við það að ef Steinn hefði fengið boðsferð til Bandarikjanna á sama tima og skrifað um hana, býst ég við að hann hefði verið alveg jafn gagnrýninn. ...ófyrirleitinn uppreisnarmaður Var hann þá uppreisnar maður? Steinn Steinarr var ófyrirleitinn uppreisnarmaður......hann var bölsýnn eins og flestir alvb'ru- menn. Já, hann var það.ófyrirleitinn og einarður uppreisnarmaður. En það er kannski annar lær- dómursem menn geta dregið af þessu viðtali. Við vitum að i stjómmálum deilir svartur á hvitan og svo frv. En sú gagn- rýni sem kemur frá þeim sem hefur staðið nálægt efniviðnum og þekkir hann er annars eðli. Og þar komum við að dirfsku Steins og einurð. Þessi viðtöl á haustdögum ’56 breyttn mjög skoðunum margra á ástandinu i Sovétrikjunum er ekki svo að þinu mati? Jú, þau geröu það, enda fóru atburðir á eftir, sem einnig urðu til þess, að menn fóru að endur- skoða afstöðu sina til þessara mála. En annars vil ég segja það að lokum um þetta viðtal, að ég átti endanlega ekki svo mikið i þvi, það voru jú viðhorf Steins og hans orð sem mótuðu það. Geta kratar ekki gefið út blöð? Nú hefur fjárhagur Alþýöu- blaðsins iöngum.verið vandi og ekki siður á þinni tfð en annarra ritst jóra. Er þaö raunverulega, að islenskir kratar geti bara ekki gefið út blað, eða hvaö veldur þessu? Ja, þetta er nú flókið og lang- sótt mál og erfitt að svara þvi svo vel sé. En ein höfuðástæðan fyrir þvi, að jafnaðarmenn á Vesturlöndum hafa átt i erfið- leikum í blaðaútgáfu er sú, að þeim hafa ekki staðiþ til boða nægar auglýsingar til að standa undir útgáfustarfseminni. Og kratablöðin hafa heldur ekki náð þeirri útbreiðslu, sem maður skyldi ætla að þau gætu, með tilliti til útbreiðslu og fylgis þeirra flokka sem standa aö þeim. Astæðurnar eru einnig þær, að þessi blöð hafa oft verið litil og einhæf og ekki viljað leggja mikiðupp úr æsifréttum. Annars gleymist oft i þessari umræðu að geta þess, að ekki fer alltaf saman útbreiðsla og áhrif, þannig að blað með litla útbreiðslu getur stundum verið áhrifameira en útbreitt blað. Nú langar mig að vikja talinu að öðru. Innanflokksátökin i Alþýðuflokknum frá 1952, þegar Hannibal Valdimarsson komst til valda i flokknum, hafa verið nokkuð til umræðu i blöðum eftir grein, sem birtist i haust i Alþýðublaðinu. Nú erþvíhaldið fram af andstæðingum Hannibals, að þessi átök endur- spegli ekkiannað en persónuleg frampot hans. En þeir sem studdu hann, segja hins vegar, að átök i flokknum hafi snúist um hægri og vinstri stefnu i flokknum og átök milli höfuð- borgar og landsbyggðar. Nú Skýringar Hannibals á átök- unum i flokknum á valdaferli hans 1952-54 eru um margt rétt- mætar, en er kemur að þeim þætti, þegar hann er sjálfur ofurliði borinn, þar held ég að vanti ýmislegt inn i frásögn- ina... tókst þú sjálfur þatt i slagnum. Hver eru þin viöhorf til þessara atburða eftir á? Já, ég hef nú lesið þetta, sem komfi hefur i' Alþýöublaðinu og öðrum blöðum um þetta efni og þetta er nú fróðleg lesning, en einnig umdeilanlegt eins og allir samtimaatburöir eru jafn- an eða atburöir sem maður hefur sjálfur fylgst með eða tekið þátt i. Þessi átök í Alþýðuflokknum ”52-”54 voru miklu djúpstæðari en margir telja eða gera sér grein fyrir. Á ytra borðinu álíta margir, að þarna hafi verið um að ræða persónuleg átök. Þau voruþað aðsumu leytienþarna var einnig uppi mikill málefna- legur ágreiningur. Umhvað snérist þessi ágrein- ingur? Hann snérist almesint um hver ætti að vera afstaða flokks- ins til kjósendanna I landinu eða afstaða kjósenda og væntan- legra kjósenda til flokksins. Þetta var náttúrlega ekki óeðlilegt, þar sem fyrir þessa atburði hafði Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið verið eitt og hið sama. A þessum tima breyttust viðhorf min i innan- landsmálum og enn meira i utanrikismálum. Þessi ólga i flokknum sagði auðvitað til sin, enda voru svipaðir atburðir að gerast i öðrum vestrænum lönd- um á sama tima. En ég vil nú helst ekki leggja mikinn mál- efnalegan dóm á þessa atburði, þó að það væri hægt, nema hvað ég vil segja það, að þegar gaml- ir samhverjar fara að deila þá er voðinn vis. Forysta flokksins brást i ölí skiptin Þegar atburðir eins og valda- taka Hannibals árið ”52 i Alþýðuflokknum gerast i stjóm- málaflokkum, þá reynir auð- vitað mikið á forystu flokksins. Hannibal náði kjöri sem for- maður, en bjó við harða and- stöðu hjá valdamönnum flokks- ins. Að minu viti voru þessi átök að vissu leyti sambærileg við sviptingarnar árið 1930 og siðar árið 1938. Slik átök geta hvenær sem er komið upp i flokkum,ef þeir á annað borð eiga sér lifs- von. Og ég vil ekki vera að draga úr þeim persónulega ágreiningi, sem varð i' öll þessi skipti. En ég er þeirrar skoð- unar, að forysta flokksins hafi brugðist i öll skiptin. Hún réð ekki við að koma farkostinum i gegn um þann brimsjó sem þarna hlaut að verða. Afleiðing- arnar urðu siðan þær, að flokk- urinn fór miklu verr út úr þess- um átökum hér en annars stað- ar. Atburðir hér voru helst sambærilegir við það sem gerð- ist i' Finnlandi á svipuðum tima, en þar voru átökin einmitt sér- lega persónuleg, óvægin og langvinn. Það heföi að sjálf- sögðu mátt komast hjá hinum harðvitugu átökum i Alþýðu- fldiknum ”52-”54, en þá hefðu lika báðir aðilar orðið að gefa eftir að einhverju leyti. Nú skýrir Hannibal Valdi- marsson þessar sviptingar sem átök milii hægri og vinstri landsbyggöar og Reykjavíkur- valds. Ert þú sammála þeirri túlkun? Já, ég tel að skýringar Hanni- bals á þessu séu um mörg atriði alveg réttmætar, en ég held samt, að hann gangi framhjá sumum mikilvægum atriðum þarna. Þar á ég einkum við þær skýringar sem hann gefur á þvi að hans stutta valdaskeiði lauk íflokknum og hann var ofurliði borinn. Þar tel ég aö vanti tals- vert á i frásögninni, þegar hann á sem forseti Alþýðusambands- ins kost á öðrum valkostum en samvinnu við Alþýðuflokkinn. Á það ber einnig að li'ta og minna á, að flokkarnir voru á þessum tima allir, gagnvart vali á sinum forystumönnum, miklu ólýðræðislegri en nú er. En ert þú sammála Hannibal, þegar hann segir, að á hinum stutta valdaferli sínum i flokkn- um 1952-”54, hafi allt valdakerfi flokksins unnið gegn honum leynt og ljóst? Já, ég held að það sé um marga hlutinærri lagi. Þar má helst nefna flokksþingið 1952, þar sem þetta kom glögglega fram. og þetta er nú það, sem ég er að tala um þegar ég sagði að flokkurinn hefði ekki verið nógu lýðræðislegur. Annars er afskaplega erfitt um þetta að ræða, þar sem sú forsenda, sem á að vera fyrir hendi viðatburði sem þessa, það er að ágreiningsefni fái rækilega um- ræðu, áður en til ákvarðaná kemur. Sú umræða fór aldrei fram. Þess vegna var það, að tíðindin helltust yfir hinn al- menna flokksmann, sem ekki var i innsta hring eins og helli- regn úr heiðskíru lofti. Og það furðulega var.að sumt af þessu, sem sfðarvarð að stórmerkileg- um atriðum, voru einfaldlega tilviljanir. Sum mistökin, sem gerð voru á báöa bóga, voru litilfjörlegar tilviljanir, en áhorfendur litu eftir á þær sem hina mestu bændaglimu mitt i orrahriðinni. Jafnaðarmenn hafa metið eindrægnina allt of mikils Ert þú kannski þeirrar skoð- unar, að ef ekki hefði komið til þessara hjaðningaviga 1952-”54, þá ætfum við i dag einn sterkan jaf naðarm anna flokk ? Já, eitt af því, sem deilt var um í stjórnartíð Hannibals var einmitt um þetta sjónarmið. Það voru ýmsir menn i Alþýðu- flokknum á þessum tima, sem hörmuðu klofninginn 1930 og 1938. Þeir vildu draga af þeim á- tökum aðrar ályktanir en flokksforystan hafði gert með á- kvörðunum sinum 1952 á flokks- binginu. Nú, siðan kemur i ljós, að þessi skoðun hafði einnig áttfylgi að fagna innan Sosial- istaflokksins gamla og siðan Al- þýðubandalagsins. 1 öllum þess- um flokkum voru menn, sem töldu jafnaðarmönnum best borgið i einum sterkum flokki, en þetta var hugsýn sem ekki rættist. Um þetta bera órækt vitni sumar fullyrðingar leið- toga gamla Sósialistaflokksins, að klofningurinn 1930 hafi eigin- lega verið mistök. Þetta sjónar- mið um sterkan jafnaðar- mannaflokk átti mikinn hljóm- grunn innan Alþýðuflokksins, en ég er þeirrar skoðunar, að for- ysta flokksins hafi ekki haldiö á málum eins og best varð á kos- iö. Tvö sjónarmið tókust á Norð- urlöndum: að eiga sér sterkan verkalýösflokk, stóran flokk og áhrifamikinn út á viö, en sund- urleitan inn á við eins og t.d. verkamannaflokkinn i Bret- landi og Noregi og Þýskalandi. Ef þessi stefna var ekki valin, þá — var hætta á þvi, að við fengjum flokka, sem væru litlir og áhrifalitlir út á við. Það er mitt mat nú, aö íslenskir jafnað- armenn hafi metiö þessa ein- drægni aDt of mikið, metið of mikils hollustu við flokk og stefnu, sem er út af fyrirsig góð latina, en forsendur geta breyst þannig aö endur skoða verði þá hollustu. Ég segi fyrir mig, aö ég gætimiklu betur sætt mig við að vera i flokki, þar sem uppi væru margar skoðanir og hart deilt, þó að það geti oft orðið: ansi átakanlegt, heldur en i flokki þar sem allir þættust vera sammála en teldu sér siðan trú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.