Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.12.1981, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. desember 1981 15 börn geta verið tilfinninga- næmar og viðkvæmar sálir — ekki hvað sist um jólin. t>aö var hreint ótrúlegt hvað þau gátu leyft sér að bjóða góða gamla jólasveininum. Þau litu á mig - sem einhvers konar vélmenni sem, gæti uppfyllt allar — bók- staflega ALLAR — þeirra óskir. Jafnvel prófessor i barnasál- fræði hefði átt i mesta vanda með að kljást við sum tilfellin. En til allrar hamingju urðu mæðurnar fyrr þreyttar á leiknum en börnin og drógu þau, með illu ef þurfti, i burtu, ef þær nenntu ekki að hangsa þetta lengur. Ég átti þó eina alveg sérstaka lifsreynslu, þegar heilt dag- heimili ruddist inn i búðina einn morguninn. Þau áttu að heita undir leiðsögn tveggja ungra kvenna i gallabuxum, með fjólublátt band um stuttklippt hárið! — Jólasveinninn! Jólasveinn- inn! hrópuðu þessir englar og stormuðu i áttina til min. Ég varð djúpt snortinn og eitt augnablik skynjaði ég æðri til- gang starfsgreinar minnar — þar til sá sem varð fyrstur, tog- aöi i skeggið mitt. Mér til undrunar var hann ekki áminntur af fóstrunni. Þvert á móti kinkaði hún bara kolli og sneri sér að kollega sinum og sagði eitthvað við hana, sem ég gat ekki heyrt i gegnum ærslin i grislingunum. Skerandi flautuhljóð þaggaði niður i þeim, og þau stilltu sér upp i raðir — og svo hóf önnur kvenpersónan, mér til enn meiri undrunar, fyrirlestur um mig! — Agæta herdeild, hér sjáið þið svo kallaðan jólasvein, arf- leifð hins sið-kapitaliska þjóð- félags, sem nú emjar og stynur i dauðateygjunum. Jólasveinninn er upprunalega þjóðsögulegt tákn fyrir réttláta skiptingu þjóðarteknanna, sem hefur verið innprentað i sálir öreig- anna. 1 gegnum kynslóðirnar hefur jólasveinninn verið sýnd- ur sem almáttug föðurimynd, sem bar þær byrðar að jafna félagslegt misrétti milli stétt- anna. Þið takið eftir þvi að föt hans eru i hinum rauða lit sósialismans — en hann dreifði ætið gjöfum sinum um jólin, þegar félagslegt óréttlæti var hvað tilfinnanlegast. — Þegar ég segi „gjafir”, er það auðvitað ekki rétt, hér var um að ræða sanngjarna kröfu verðmætaskaparanna, verka- fólksins, til þess að fá sinn skref af þjóðarframleiðslunni. Þegar byltingin átti sér loks stað þá yfirtóku kapitalistarnir jóla- sveinsimyndina og gerðu hana að... — Hættu þessu! hrópaði ég meö harmþrunginni röddu sárrar jólasveinssálar. — Hvað haldið þér eiginlega að þér séuð? Ætlið þér að: eyðileggja jólin fyrir blessuðum börnunum með þessu endemis kjaftæði! Hafið þér aldrei verið barn, ef ég má spyrja? — Hún brosti samúðarbrosi og ætlaði að halda fyrirlestr- inum áfram, en ég greip snagg- aralega til karamellupokans og tókst fljótlega að lokka til min fremstu raðir áheyrenda- , hópsins. — Hættið þessu strax! hvæsti hin konan. — Þér skuluð ekki láta yður detta i hug að þér getið keypt ungliðana með brögðum yðar! Þetta gekk annars mjög vel hjá mér, pokinn tæmdist, en mér fannst að kringumstæð- urnar krefðust þessarar fórnar. — Og hvers óskar þú þér i jólagjöf, litla min?, spurði ég litla sæta stúlku sem stóð fremst. Hún stakk fingri upp i sig og hugsaði málið vandlega. — Dúkku sem getur sagt - mamma, sagði hún. — Þú meinar Mao, sagði fjólubláa konan. — Nei, hún á að segja mamma, endurtók litla stúlkan meö heilbrigðri alþyðlegri þrjósku. Þá var flautað aftur og her- deildin marseraði út undir söng fjólubláu kvennanna sem eftir IJffe Nissen kyrjuðu „Internationalinn”. Krakkarnir klöppuðu taktinn en flest þeirra sneru sér við og veifuöu til föðurimyndarinnar. Ég þerraði svitann af enninu og blés af mæðn — þessi vinna var greinilega ekki eins frið- samleg og ég hafði haldið. — Ert þú jólasveinninn? Hás rödd vakti mig til baráttu á ný. Ég snerist á hæli og starði i freknótt drengsandlit með gegnumlýsandi augu . Ég brosti vingjarnlega til hans. — Já, vinur minn, ég er jólasveinninn, sagði ég með röddu sem var full stolts. Loksins hafði komið til min barnssál sem meðtók boðskap minn af hreinu hjarta! — Af hverju fékk ég ekki bila- brautina sem ég óskaði mér á siðustu jólum? — Bila ... ég veit ekki... það var ekki ég, sem... — Ertu þá ekki jólasveinn- inn? — Jú, vinur minn, þvl máttu trúa, ég... Lengra komst ég ekki, hann hafði með aðdáunarverðri hreyfingu, dregið upp vatns- byssu úr vasa sinum og skaut af henni á stuttu færi beint i and- litiö á mér — þvi miður var það ekki vatn, heldur blek! — Krakkaormur! hvæsti ég og náði taki á jakkanum hans, þegar hann reyndi að forða sér. Hann öskraði eins og sært dýr, sem vakti athyglihans hátignar deildarstjórans, sem steig inn á sviðið eins og frelsandi engill ofan af himnum. — Hvað gengur hér á, Hansen? hvislaði hann og það skein i allar framtennurnar. — Það er jólasveinninn — hann villl ekki láta mig fá bíla- brautina sem hann skuldar mér! Og nú hefur hann lika ataö út jakkann minn! hljóðaði orm- urinn. — Þetta er hræðilegt — komdu með mér yfir i sælgætis- deildina og svo færðu nýjan jakka (þetta verður dregið frá laununum yðar Hansen), og svo skaltu fá bréf með heim til mömmu — komdu nú hingað bakvið, fólkið heldur að það sé eitthvað að... — Fæ ég þá bilabrautina? — Bila... þekkið þér nokkuð til einhverrar — hm, bilabraut- ar Hansen? — Hann lofaði að gefa mér bilabraut i fyrra! hrópaðistrák- skömmin. — Þá geturðu lika fengið bila- braut! heyrðist frá Haagensen með röddu sem titraði af föður- tilfinningu. — Þér verðiö aö vera gætinn með svona loforð Hansen, við verðum að draga þetta af laununum yðar. Nei, nei, ekki þennan svip, munið: jólasveinninn er ætlðkátur! Og hreinsið svo þennan sóðaskap framan úr yður, penninn yöar hlýtur að leka! Annars höfum við alveg stórgóða penna i rit- fangadeildinni, við getum tekið... Þetta gerði útslagið. Skyndi- lega sá ég rauðar en þegar öll barnaherdeildin var hjá mér, og ég fláði af mér blekbláa skeggið og fleygði þvi i gólfið: — Nú, þér haldið það! Nú, svo þetta haldið þér! Nú er nóg komið. Hérna hafið þér þessar hlægilegu blöörur yðar og þennan spreng- hlægilega jólasveinabúning! Ég: er hættur i þessum sirkus hérna, skiljið þér það?! Og ég fleygði öllu heila drasl inu i gólfið fyrir framan hann. e) Oskuttx öllutri satvLvmnumönnutn og öörum landsmömnim q\eSi\eq ra \óIcl> / /y ♦ íf v v ars oq yridar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.