Vísir - 25.01.1969, Síða 7

Vísir - 25.01.1969, Síða 7
VMMl£a«®ö#!ékie*w 2S. jamrar WMKí. Þaö er ekki laust við, að þessir verðir laganna líti út fyrir að vera því fegnir, að hvítabjorninn skuli ekk; vera sprækari en raun ber vitni. Þegar Sæborgin kom inn með gestinn af norðurslóðuin biðu Húsvíkingar eftirvæntingarfuU ir á bryggjunn. eftir at sjá hinn margumtalaöahvítabjörn. Ekki er hægt að segja, að björninn sé beinlínis smáfríður, enda er eins og útlit hans veki óttablandna virðingu við staddra. Það var bæjarstjórinn á Húsa vík, Björn Friðfinnsson, sem brá við skjótt, þegar hann frétti af því, að Gpmseyingar væru aflögufærir með dauða hvíta- birni. Hann fór á bátnum Sæ- borgu til eyjarinnar og taldi þar út 30.000 krónur (hvort sem það er eðlilegt markaðsverð eða ekki) og tryggði þannig Hús- víkingum bjamdýrsskrokkinn. Ekki er afráðið hvar björninn verður stoppaður upp, en hann mun hafa verið hin tígulegasta skepna í lifanda iifi og ætti því að verða snotrasti safngripur. Þegar Sæborgin kom síðan aítur til Húsavíkur úr leiðangr- inum með tvo birni l'yrir einn innanborðs, þ. e. Biörn bæjar- stjóra og hvítabjörninn, beið múgur og margmenni á bryggj- unni til að taka á móti þeim, eins og vera ber, þegar góða gesti ber að garði. Myndimar hér á síöunni eru frá móttök- unni. Tj'ins og komið hefur á dag" * J inn reyndist það mesta ó- ráðsía og feigðarflan hjá ís- birninum fræga að leggja leið sína til Grímseyjar — þar sem harðskeyttir eyjarskeggjar höfðu hraðan á og lögðu hann að velli. Á hinn bóginn er þess að gæta, að hvítabjörninn hefur tryggt sér það, að minning hans verði á loft haldið, og bað er meira en margir aðrir hvítabirn- ir hafa getað gert. Eins og skýrt var frá í Vísi í gær er skrokkurinn af bimin- um nú kominn til Húsavíkur, og í framtíöinni rná gera ráð fyrir, að hann tróni í heiöurs- sæti í náttúrugripasafninu, sem verður hluti þeirrar menningar- miðstöðvar, sem er að rísa á Húsavík á vegum þeirra Þing- eyinga. Bjöminn er ekkert smáræðis ferlíki, og betra var að hafa hífigræjurnar í lagi, þegar verið var að koma honum á land. í lifanda Kfi var harni þó fótfrár og Hðugur enda vart kominn af Iéttasta skeiði. Hvítabjörninn til Húsavíkur í fylgd með bæjarstjóranum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.