Vísir - 25.01.1969, Síða 9

Vísir - 25.01.1969, Síða 9
9 VrSIR . Laugardagur 25. janúar 1969. Þeir gera stærstu kröf- urnar sem mest hafa — segir Ragi.jr Guðleifsson i Keflavik J£g veit að hér í Keflavík a. m.k. hafa hásetar og vél- stjórar fullan hug á því að semja og ganga ef til vill eitt- hvað til móts við útgerðar- menn með því að slaka nokk uð á kröfum, sagði Ragnar Guðleifsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í viðtali við Vísi í gær. — Ég álít að hægt hefði verið að semja við sjó- menn, en yfirmenn á bátafíot anum hafa sett stopp á samn- ingana með þessum fjar- stæðu kröfum sínum. — Það er eins og þær stéttir, sem bezt hafa það séu kröfuharð- Fleiri og fleiri hjól atvinnulífsins hætta nú að snúa;St eftir því sem verkfallið dregst á langinn. —----------------- Þjóðin verður að leggjast á eitt til að leysa vandann segir Maron Björnsson i Sandgerði jj^g hef verið á þessum tveim ur sáttafundum sjó- manna og útgerðarmanna en það hefur bókstaflega ekkert gerzt á þeim, sagði Maron Bjömsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannaféiags Mið- neshrepps í viðtali við Vísi í gær. Samt finnst manni ein- hvern veginn liggja í loftinu, að samkomulag gæti náðst, en lítill viiji vera hjá fulltrú- um útgerðarmanna að leysa verkfailið. Eftir að yfirmenn komu inn í spilið hefur þetta þó orðið miklu torleystara. Ég trúi því þó ekki að þetta fái að halda áfram svona. — Ábyrgir aðilar hljóta að grípa í taumana, og ég held, að há- setar hafi fulia samúð þeirra, sem hugsa málin. Þetta er raunar ekki mál sjó- manna einna eöa verkalýðs. Þég ar atvinnuleysið og efnahags- örðugleikamir eru orðnir slíkir sem nú, verður öll þjóðin að leggjast á eitt til að leysa vand- ann. Gengisfellingin hefur ekki hjálpaö upp á sakir, a. m. k. er ekki að sjá að hún hafi hjálp að þeim mikið, sem hún átti að bjarga. Atvinnuástandið hér í Sand- gerði er orðið helldur slakt, þó að það geti ekki talizt mjög al- varlegt. Atvinnuleysisskráning hófst í dag (föstudag) og það eru eitthvað innan við 10 manns sem láta skrá sig í dag. En þetta ástand á eftir sið versna með hverjum degi, sem verk- fallið stendur. Um 40 verka- menn hafa nú vinnu uppi á Keflavíkurflugvelli af um 200 félagsmönnum, 12 menn vinna í glerverksmiðjunni á staðnum, 1-2 hjá Húsum & innréttingum og síðan hafa menn einhverja tilfallandi vinnu hjá fiskverkun- arstöðvunum, en sú vinna dregst að sjálfsögðu saman eftir því sem lengra líður á verkfall- iö. Það bætir ekki úr skák, að Útgerðarstöð Guðmundar Jóns- sonar á í miklum erfiðleikum, þó að Miðnes hf. hafi sæmilega afkomu. Það munar mikið um erfiðleika svona stórs atvinnu- fyrirtækis. í sambandi við kröfur sjó- manna um frítt fæði um borö sagði Maron, að hann teldi kröfur sjómanna varla geta ver- ið hógværari. Hann gerir lítið úr þeirri hættu, að fæðiskostn- aður myndi hækka verulega um borö í skipunum, ef útgerðar- menn þyrftu að greiöa hann sjálfir. Útgerðarmönnum væri í lófa lagið að verðlauna góða og hagsýna kokka, sem gæti fyllilega komið í stað aðhaldsins sem kokkar hafa haft frá á- höfnum skipanna. Fæðiskostn- aöur er verulegur baggi fyrir sjómenn a. m. k. meðan þeir hefðu ekki nema kauptrygging- una eöa lítiö fyrir ofan hana. — Þeir greiða raunverulega tvö- falt fæði. Annars vegar á heim- ilum sínum og hins vegar um borð. Þaö væri raunar venja hjá flestum stéttum öðrum en bátasjómönnum að fá frítt fæði, þegar þeir 'dvelja fjarri heimil- um sínum. Má þar t. d. benda á togarasjómenn. Tveir bátar róa nú frá Sandgerði, annar frá Húsavík, en hinn er skráður í Sandgerði, en það eru aöeins eigendur um borð. Þessir tveir bátar hafa aflaö sæmilega und- anfarna daga og taldi Maron, aö það hlyti að vekja örvandi á samningsvilja beggja aðila. astar. — Útgerðarmenn a.m.k. hér munu hafa haft hug á því að ganga eithvað til móts við kröfur sjómanna enda eru þær sanngjamar. Samningar hefðu því eflaust- tekizt eða væru langt komn- ir, ef Farmanna- og fiski- mannasambandið hefði ekki komið inn í dæmið. Það er ákaflega bagalegt á- stand þegar vetrarvertíð stöðv- ast, hélt Ragnar áfram. Við megum sannarlega ekki við því núna, hvorki þjóðin, sem heild, né einstaklingarnir. Ragnar sagð ist ekki vera trúaður á þá kenn- ingu, að útgerðarmenn væru ekki óðfúsir í að leysa verk- fallið vegna erfiðleika, sem stundum eru í útgerö í janúar. — Þeir hafa það mikinn fasta- kostnað í landi, sem ekki nýtist nema þegar gert er út, og hafa margir þegar ráðið mannskap í fiskverkunarstöðvarnar. Ragnar sagöi, að mikið mundi bætast við á atvinnuleysisskrá þessa dagana, þegar beitninga- menn kæmu til að láta skrá sig. Þó að þeir séu ráönir hjá bát- unum til að beita fyrir þá línu, eru þeir ekki taldir meðal á- hafnarinnar og eru samkvæmt því ekki í verkfalli. Þessir menn og margir fleiri hefðu ekki kom- ið til að láta skrá sig á venju- legum tímum, þó að eitthvert tímabundið atvinnuleysi væri. Því gæfu atvinnuleysistölur kannski ekki alveg rétta mynd af ástandinu ef það er borið saman við fyrri tíma. Hann sagðist ekki álíta að margir myndu bætast í hópinn á næstunni eftir að þessir menn hefðu látið skrá sig, en ef verk- fallið stendur til langframa hefði það aö sjálfsögðu lamandi áhrif. Sú litla vinna, sem er I fiskverk unarstöðvunum legðist niður og verkefni þryti hjá ýmsum þjón- ustufyrirtækjum, eins og t.d. vélsmiðjum. Hann sagði að allmikil vinna væri á Keflavíkurflugvelli og hefur hún ekki dregizt saman. Allt orðið hálf- gerður ríkisrekstur segir Július Danielsson Jjað hafa verið erfiðir tímar áður á íslandi eins og á árunum milli 1930 og ’40. En þá gátu útgerðarmenn ekki leitað til ríkisstjómarinnar til að leysa úr erfiðleikum sínum heldur varð hver að hjálpa sér sjálfur. Nú er þetta allt orð- ið hálfgerður ríkisrekstur, sagði Júlíus Daníelsson for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Grindavíkur. Jtgerðarmenn virðast ekki vera neitt sérstaklega áfjáðir í að semja og vilja ekki vera að flýta sér. Þeir hafa næg an tíma og ríkisstjómin hiálp ar þeim ef illa fer. Ég er mfög vantrúaður á að sjómanna- verkfallið levsist í þessum mánuði og jafnvel ekki fyrr / Grindavik liðið á þann er en langt næsta. Hér I Grindavík er þegar allt í dauðanum. 60 menn af um 140 í félaginu eru þegar komn- ir á atvinnuleysisskrá, þrátt fyr- ir góöa viðleitni tveggja frysti- húsanna hérna til að halda uppi vinnu. Mér virðast þessi hús frekar halda uppi vinnunni .í gustukaskyni við verkamenn en af þörf fyrir aö þessi verk veröi unnin, sem nú er unnið að, þ. e. aö dytta aö húsunum, sem þegar var búið að dytta aö fyrir vertíðina. Þessi tvö hús hafa haldið uppi vinnu t. d. í sumar oft meir af áhuga en getu. Ég vona að þessi hús verði ekki látin gjalda þess, heldur 10. sfða. Atvinnuástandið á Suðurnesjum þyngist nú með hverjum deginum eins og víðast um landið og sérstaklega í útgerðar- stöðvum. — Það var þungt hljóðið í verkalýðsforingjunum í Keflavík, Sandgerði og Grindavík, þegar Vísir hafði samband við þá í gær. Þeir voru allir frekar svartsýnir á, að sjómanna- deilan leystist í bráð og tveir þeirra kenndu því um, að út- gerðarmenn væru ekkert sérlega óðfúsir í að semja m.a. vegna óbilgjarnra krafna yfirmanna á flotanum. Viðtölin birtast hér á eftir, en áður hafa birzt viðtöl við útgerðarmenn, at- vinnurekendur og sveitarstjórnarmenn á sömu stöðum. Sá guli fær nú að vera í friði, því flotinn Iiggur bundinn í höfn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.