Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 6
LAUGARASBIO Madame X Sýnd kl. ' og 9. AUSTURBÆiARBIO HASKOLABIO NYJA BIO Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson ÞýBing: Bjarni Guðmundsson Leiksmiöian S Lindarbæ GALDRA-LOFTUR sýning I kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðasalan I Lindarbæ er opin frá kL 5-8.30. Simi 21971. Angélique og soldáninn Frönsk kvikmynd t litum. Isi. texti Aðaihlutverk Michele Merciei. Koberi Hossein. Bönnuö b*hnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Sér grefur gr'óf, bótt grafi Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síöasta sinn. Auglýsið í VBSI Vér flughetjur fyrn tima tslenzkur .xti. Amerisk CinemaScope litmvnd Stuart Whitman Sarah Miles (og fjöldi annarra leikara) Sýnd kl. 5 og 9. Lady L íslenzkur texti. Sophia Loren — Paul Newman David Niven. Sýnd kl. 5 og 9. —H—g-----........... „Rússarnir koma" „Rússarnir koma" íslenzkur texti. Víðfræg, og snilidar vel gerö. ný, aniérnk gamanmynd í al- gjörum sérflokki. Myndin er i litum og Panavision. Sagan hef ur kon.iö út á fslenzku. Sýnd kl. 5 og 9 Allra síðasta sinn. Þjóbleikhúsiö: CANDIDA eftir B. G. Shaw ■!■ )j ÞJÓÐLEIKHÚSID HERRANÓTT MENNTASKÓL* ANS 1 kvöld kl. 20.30 PÚNTILA OG MATTI miðvikudag kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 ti’ 20. - Sfmi 1-1200. LEYNIMELUR 13 miðvikudag Allra siðasta sýning. MAÐUR OG KONA fimmtud. 40. sýning. ORFEUS OG EVRYDÍS föstud. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opín frá kl. 14, sími 13191. V1 S IR . Mánudagur 27. janúar 1989. j (What did you do in the war daddy?) Sprenghlægileg og jafnframt spennandi, ný, amerísk gaman- mynd í litum og Panavision. James Cobum Dick Shawn Aldo Ray Sýnd kl. 5.15 og 9 Bunny Lake horfin (Bunny Lake is missing) íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15 Bönnuð innan 12 ára. Gyöja dagsins Ahrifamikil, frönsk verðlauna- mynd í litum, meistaraverk leikstjórans Luis Bunuell. — Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Jjjóðleikhúsið frumsýndi „Candidu" eftir Bemhard Shaw sl. föstudagskvöld. Það er ekki laust við,að sumum hafi fundizt viöfangsefnavali stofn- unarinnar dálítið ábótavant aö undanfömu, en þar hefur hver sinn smekk, og skylt er aö geta þess, aö „Púntilla og Matti“ er þar alger undantekning, - og allt sem viðvíkur meðferöinni á þeim þróttmikla sjónleik Þjóð- leikhúsinu til sóma. Og ekki er unnt að gagnrýna valið á þessu nýja viöfangsefni með nokkurri sanngimi — Bemhard Shaw stendur fyrir sínu og „Candida" hans er viðurkennt leiksviðs- verk. Það var og fyrir löngu kunnugt, að þama yrði færustu leikurum Þjóöleikhússins teflt fram á svið, undir stjóm Gunn- ars Eyjólfssonar. Valinn maður í hverju rúmi. Sýningin reyndist líka mjög vönduð og áferðarfaileg hvað allan ytri útbúnað snertir, leik mynd, búningar og lýsing að því er virðist eins og bezt veröur á kosið. Leikstjórn Gunnars er hnitmiöuð og röggsamleg, hrað- inn hóflegur, staðsetningar þaul hugsaðar — þótt undirritaður sé honum þar ekki að öllu leyti sammála hvaö við kemur hreyf- ingum og staösetningum Marsh- banks, og sýningin bráþráða og hnökralaus frá upphafi til enda — að ööru leyti — hvað það snertir. Enda valinn maöur í hverju rúmi eins og áöur getur. En það er eins og slíkt reyn ist ekki nóg, hvað sem veldur. Kannski er það skilningur leik- stjórans á persónum leiksins. Og ef til vill er skilningur hans þar réttur, þegar allt kemur til alls, þótt okkur beri þar ekki saman. Hver er kominn til að fullyrða að sá, sem gagnrýnir hafi alitaf rétt fyrir sér? Hins vegar verður gagnrýnandinn að segja það, sem hann telur og veit sannast og réttast, án tillits til þess hvort aðrir eru honum þar sam mála; án tillits til þess hvort skilningur hans og leikstjóra eða leikara fer saman eöa ekki. Erlingur Gíslason leikur prest inn, séra Jakob Mavor Morell, hinn róttæka áróðursmann og umbótafrömuð. Slíkur persónu- leiki kemur aftur og aftur fram í leikritum Shaws f ólíkum gerv Séra Jakob Morell (Erlingur Gíslason) og Burgess tengdafaðir hans (Valur Gíslason). Candida (Herdís Þorvaldsdóttir) og Eugene (Sigurður Skúias.). um; með þá sem meðalgöngu- menn og að meira eða minna leyti túlkendurr sinna eigin skoö ana, hneykslaði hann samtíð sína, en þeir hinir sömu meðal- göngumenn hafa orðið allóþyrmi iega fyrir baröinu á þróuninni — meðal annars fyrir sitt eigið framlag til hennar — og hneyksla nú engan framar. Fyrir það er broddurinn óneitanlega úr mörgum af verkum Shaws en snilld hans í persónusköpun blívur engu að síður. Erlingur leikur hinn flugmælska klerk af mikium þrótti og tilþrifum, en skortir að mínum dómi einlægni og innfjálgni. Jafnvel þótt hann sé fyrst og fremst lýöskrumari, verður hann að sýna hæfileika til að blekkja sjálfan sig og aðra á hannfærandi hátt. Það tekst Eriingi hins vegar ekki. Leikur hans verður kaldranalegur og ut angra jafnvel í samleiknum við Candidu, sem Herdis Þor- valdsdóttir leikur af mikilli nær- fæmi og alúð, og kemur að því seinna. Sigurður Skúiason leikur Eugene Marshbanks, skáldiö, og gerir úr honum furðulegt og með öllu óskiljanlegt skrfpi, sem höf undurinn gefur að mínum dómi hvergi tilefni til. Þetta raskar gersamlega allri þungamiðju leiksins og gerir viöbrögð ann- arra leikenda út í hött og ó- sennileg. Þarna hlýtur að vera um leikstjómaratriði að ræða, hvemig svo sem á því stendur. Og þar sem leikur Herdísar er fyrst og fremst svörun viö fram- komu og viðbrögðum skáldsins og eiginmannsins nýtur skilning ur og túlkun hennar á hlutverk- inu sín hvergi til neinnar hlítar, þótt hún bjargi svo sannarlega því, sem bjargað verður. Valur Gíslason leikur Burgess verksmiðiueiganda, fööur Cand- idu Og Valur bregzt ekki, enda væri þaö saga til næsta bæjar. Hann túlkar hinn hversdagslega íhaldsama og kaldrifjaða at- vinnurekanda á mjög sannfær- andi hátt, leggur meiri áherzlu á hið mannlega en sérþróaða í fari hams, og nær fyrir bragöið samúð áhorfenda, e.t.v. umfram það sem Shaw ætlast til. Gísli Alfreðsson leikur aðstoöarprest- inn af miklum tilþrifum, en að- dáun hans á sjálfum klerkinum bíöur óneitanlega nokkurn hnekki fyrir túlkun Erlings á þvi hlutverki. Jónína Herborg Jónsdóttir leikur Prósepinu Gamett, pipraðan einkaritara prestsins. Hún tekst á við hlut- verkið, en nær hvergi tepruskap og rómantískri sveimhyggju piparmeyjarinnar — leikur hana sem vanstillta frekjudós, sem mér er til efs að nokkur Breti þyldi sem einkaritara í návist sinni, jafnvel nú. Enn síður brezkur klerkur fyrir aldamötin. Nóg um það. Gagnrýnandinn þarf ekki endilega að hafa rétt fyrir sér, og það er von mín Þjóöleikhússins vegna, að mér skjátlist þarna, og þeir verði fleiri sem telji þessa sýningu merkan leiklistarviðburð, en hin ir, sem reynast mér sammála. Og skylt er að geta þess að frum sýningangestir tóku sýningunni mjög vel og þökkuðu leikurum frammistööuna með langvarandi lófataki I lokin. — isí ir -Bækur -Menningarmál" Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Meb skritnu fólki Ný, brezk gamanmynd í litum. Walter Chiari, Clare Dunni. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. BÆJARB HAFNARBIO STJÖRNUBÍÓ KOPAVOGSBIO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.