Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 8
8 V1 S IR . Mánudagur 27. janúar 1969, VISIR Útgefan#: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó’fsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasöJu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Cta^—3RÍL’".,'"--1 '■“nWTWEM——g—————————— Fullvinnsla aflans ]\ýlega birtist ágæt grein eftir Eyjólf ísfeld Eyjólfs- son, framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Sýnir hann þar fram á, að með sam- stilltu átaki allra, sem hlut eiga að máli, sé hægt að auka árleg verðmæti afurða frystihúsanna um 375 milljónir króna, fyrir utan þá möguleika, sem eru í niðursuðu og annarri fiskvinnslu, þótt ekki sé gert ráð fyrir neinni aukningu aflans. Eyjólfur segir, að allt of mikill hluti freðfisksins á bezta markaðinum, í Bandaríkjunum, sé seldur í fiskblokkum, en of lítið í neytendaumbúðum. Síðar- nefnda varan er miklu verðmeiri og óháðari verð- sveiflum, auk þess sem hún nýtur hraðvaxandi eftir- spurnar. í verðhruni fiskafurða á undanförnum tveim- ur árum hefur freðfiskur í neytendaumbúðum haldizt í nokkurn veginn óbreyttu verði. Og í fyrra jókst sala hans um 60% á þessum markaði. Nú fara 30—35% af ýmsu helztu fisktegundunum frystihúsanna í neytendaumbúðir. Ef þetta hlutfall er hækkað upp í um það bil 70%, telur Eyjólfur, að verð- mætisaukning muni nema um 375 milljönum króna. En hér er sá hængur á, að gæði fisksins eru ekki nógu mikil. „Er það hvort tveggja, að fiskurinn er illa farinn, er hann kemur að landi, og frekari gæðarýrnun á sér stað við löndun og í vinnslustöðvunum, áður en fisk- urinn hefur verið unninn. Stafar það af ófullnægjandi geymsluaðstöðu, skorti á ís og oft og tíðum vöntun á nægilegu vinnuafli, sérstaklega þegar mikið berst að af fiski. Úr þessu verður ekki bætt nema með samstilltu átaki allra þeirra, sem að þessu standa, sjómanna, útgerðarmanna og starfsfólks vinnslustöðvanna. Að þessu geta einnig opinberir aðilar unnið, eins og t.d. Fiskmatið með strangara eftirliti með gæðum og gæðamati, enda raunar sjálfsagt, þegar verðmunur milli gæðaflokka er aukinn. Þá ætti að gera stórt átak til að koma á notkun kassa í bátum og vinnslustöðvum á næstu sumarver- tíð, t.d. með því, að Fiskimálasjóður greiddi þriðjung kassaverðs og lánastofnanir veittu vinnslustöðvum lán til þessarar fjárfestingar. Mætti þá skipuleggja slík innkaup í stærra magni og ná þannig hagkvæmari kjörum. Loks gætu blöð, hljóðvarp og sjónvarp sýnt þessum málum meiri áhuga en verið hefur.“ Þessi ummæli Eyjólfs sýna, að sömu reglur verða að gilda í fiskiðnaði og öðrum iðnaði, — natni og vöru- vöndun verða að koma í stað afmoksturs. Ef það tekst að efla hið nýja hugarfar í frystiiðnaðinum er hægt að auka árleg útflutningsverðmæti hans um 375 milljónir króna, þótt afli aukist ekki. Og takist að efla þetta hugarfar í öðrum fiskiðnaði og í öllum íslenzkum iðnaði, getum við horft bjartsýnir til fram- tíðarinnar. \S « ii Vopnaútflutningsbanni de Gaulle til fsraels mótmælt í Tel Aviv. ísrael og kjarnorkuvopnin — „Frumkvæði Sovétleiðtoga" og samkomu- lag i deilu Israels og Arabarikja • Eru ísraelsmenn komnir vel á veg með framleiðslu kjam- orkuvopna? Um þetta hefir verið mikið rætt síðan er banda- ríska sjónvarpsstööin NBC birti frétt um það, að innan tíðar yrði israel kjarnorkuveldi. Vitað var, að kjarnorkurann sóknir áttu sér stað í ísrael, og þaö hafði verið látið í þaö skína í ýmsum fréttum, að ísraelskir og þýzl.ir kjarnorku- sérfræðingar. sem starfa í Is- rael, væru svo langt komnir f rannsóknum sínum og tilraun- um að það væri aöeins tíma spursmál, hvenær þeir gætu farið að framleiða kjarnorku- vopn. Ekki skal sagt um hvort það rætist, aö þeir hafi slík vopn tilbúin eftir 1—2 ár eins og komið hefur fram, en um það ber mönnum saman að það geti oröið fyrr en ætlað var, ef ísraelsmenn sneru sér aö fram- leiöslu slíkra vopna. Og er nokk uö annað líklegra en aö þeir ætli sér aö hafa slik vopn reiðubúin sér til varnar, þar sem landið er umkringt fjandþjóð- um, sem vilja tortímingu þess. ísrael mun að minnsta kosti áreiöanlega gera allt sem unnt er sér til varnar, nema landa- mæri þess verði alveg örugg- lega tryggö, siglingaréttur við urkenndur — og sennilega munu þeir f lengstu lög halda yfirráðum í allri Jerúsalem. Og skammt er að minnast, aö Moshe Dayan landvarnaráð- herra kvaöst vilja breytt landa mærj (frá þvi sem var fyrir 6 daga styrjöldina). En víkjum nánar að kjarn- orkuvopnunum. Fréttaritari NBC kvaöst hafa vitneskju sína frá bandarísku upplýsinga þjónustunni eða að minnsta kosti af þeim vettvangi — og að þar „útiloki menn ekki þann möguleika, aö Israel hafi þegar kjarnorkuvopn." En vi -.lega var staðhæf*»a unum varðandi kjarnorkuvoþn- in neitaö í Tel Aviv. „Við erum ekki stórveldi og óskum ekki eftir aö verða það‘‘, sagðj opin ber talsmaöur f r. Hann sagði þetta í tilefni af fréttum, sem nú voru birtar i útvarp’ sjón- varpi og blöðum, og neitaði hann við sama tækifæri orörómi um. að ísrael myndi fyrir árslok 1970 geta framleitt eldflaugar, sem setja mætti á kjarnorku- odda. ísraelskir talsmenn létu í það skína, að upplýsingarnar væru ekki frá bandarísku leyniþjón- ustunni, heldur frá Rússum komin, sem hefðu „gróðursett fræ, sem allt í einu hefði skot iö upp“, og tilgangurinn hjá þeim sé að áfram kraumi í pott inum, jafnvel þótt þeir vilji ekki aö upp úr sjóði, — og Rússar vilji umfram allt ekki umræður um fjórvelda-átak renni út í sandinn, — fjórvelda-átak til þess aö knýja ísrael og Araba löndin til að fallast á tillögur þeirra. Þessar tillögur, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, eru enn til umræöu. Frá því var sagt i gær að Stewart utanríkisráð herra Bretlands heföi sagt, að stjórnin teldi tillögurnar gagn- legar, en óskaði frekari upp- lýsinga. Hann sagöi þetta eftir aö hann afhenti settiim sendi- herra (chargé d’affaires) Sovét- ríkjanna í London, svar brezku stjórnarinnar. Eigi minni athygli vakti, að Wilson forsætisráðherra og Stewart rædru þar næst sameig inlega við Hussein Jórdaníu- konung, sem hefur verið i Lon- don —,að sögn til framhalds lækninga — frá janúarbyrjun. Af arabískum leiötogum er Hussein sennilega fremstur í flokki arabískra leiötoga, sem vilja samkomulagslausn í Líban on, þar hafa flestir og viljað samkomulag, — þar spillti árás ísraels á, alþjóöaflugvöllinn í Beirut — mjög miklu, svo að til stjórnarkreppu kom, eru deilur nú svo miklar í landinu og svo erfitt um samstarf stjórn málaleiðtoga, aö eftir að Karami, slyngum samningamanni tókst aö mynda stjórn, hangir sam- starf ráðherranna á svo veik- um bláþræði, aö slitnað getur þá og þegar. Það hefur næstum gerzt annan hvern dag, að ein hverjir ráðherrar færu frá, en til þessa hefur Karamj þraukað og ekki sagt af sér. Það er margt, sem hefur á- hrif á það. sem er að gerast. Ekkert skal fullyrt hér um, að rétt sé það sem Israelsmenn segja um Rússa. Þaö má ekki gleyma, aö það er ekkj bara um ísrael og Arabaríkin, nágranna- ríkin að ræða, — þaö er um að ræöa áhrifaaöstööuna viöskipta- lega og hernaöarlega á öllu þessu hnattsvæði, sem oft er kallað nálæg Austurlönd, og innifelur önnur lönd f grennd viö Miðjarðarhafsbotn, Grikk- land, Tyrkland, Kýpur, Irak, Saudi-Arabiu og lönd enn aust- ar, og siglingar á þessu svæði (Suezskurður), flugferöir (rétt- indi til aö fljúga yfir lönd), o. fl. Allir vita hve Rússar hafa byggt upp flota og flugflota- styrk sinn á austanverðu Mið- jarðarhafinu, og það er feikna fjármagn, sem þeir hafa ausiö í Egyptaland og fleiri lönd, til vígbúnaöar og líka efnahags- legra framkvæmda, en Rússar eiga við sin eigin vandamál að stríða heima fyrir, efnahagsleg og pólitísk, og Rússar eru eng an vegin áhyggjulausir vegna risans í austri (Kúia) og verða að vera þar hernaðarlega við búnir öllu. Og það er margt sem bendir til, — hvaö svo sem gerast kann á næstu dög- um og vikum, að augu margra í Sovétríkjunum hafi opnazt og menn s;á, af hve mikilli skammsýni var ákveðið að ráð ast/ftín í Tékkósióvakíu. Það er jafnvel álit margra merkra mánna nú, að innrásin og allt henni tengt, sé aðeins forleikur að drama, sem sé rétt í byrjun, þótt f upphafj átt að beygja Tékka svo, að allt væri fljótlega klappaö og klárt. Eitt meginmark Sovétleiðtoga með öllu saman er aö treysta sem rammlegast allt efnahags- og viðskiptanet samstarfs kommúnistaríkjanna í Austur- Evrópu, en þess sjást ótal merki, að þaö gengur erfiðlega. Sein- ast f fyrradag fréttist, að á fundi sammarkaös kommúnistaríkj- anna (Comccon) hafj tillögur Sovétfulltrúanna verið lagðar á hilluna í bili — og að þar hafi hjálpaö til afstaða Ungverja; sem studdu Rúmena. Allt þetta er vert að hafa i huga, þegar um stefnu Sovét- ríkjanna er aö ræða. Það er aag an veginn víst, aö hún sé svo sterk á Miöjarðarhafi sem marg ir ætla, og svo vita þeir af reynslunni, aC það er ekkj nóg að leggja til vopnin, begar ekki þarf nema tæpa viku til aö knosa fjandþjóðina, og eyði- leggja ; að verðmætasta sem henni hafði verið lagt upp 1 hendur til varnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.