Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 27.01.1969, Blaðsíða 16
ISIR H F luemtl 178 ■ SH 21120 Reytjtrft Á SJ, Cí™; Mánudagur 27. janúaí 1969. erinn Sími 13835 Ávaxíasafi, sem má blanda 4 sinnum með vatnl. Sæmilegf líflif með verfíðino ef vinnufriður fæst [ • Miklar ógæftir hafa verið á ! i Vestfjörðum það sem af er þess < í um mánuði og hefur sjaldan gef < 5 ið á sjó. Þegar hægt hefur verið j '» að róa hafa aflabrögð verið < » sæmileg og útlitið sæmilegt með < ^ vertíðina, ef vinnufriður helzt, ] > en útiit er fyrir, að sjómenn á < [ Vestfjörðum fari ekki í verk- < i fall. Nú um helgina stöðvuðust < * bátamir á Austfjörðum, en ver-< tíðin þar var ekki hafin af full- j um krafti. Lítil sókn hefur verið < þeir verkfallið yfir< f enda ’ höfði áttu sér. Málverk frá Spani i Bogasal Sýning á málverkum frá Spáni síendur yfir í Bogasal Þjóðminja- 'afnsins. Þar sýnir 31ín Karítas horarensen, listmálari. Aðsókn hefur verið góð og allmargar mynd ir selzt. Sýningin er opin kl. 2—10 alla daga til annars febrúar. Tvö alvarleg hafísár ástæð- an fyrir hafísráðstefnunni Ráðstefnan hefst 'i dag kl. 15.30 í dag kl. hálf fjögur hefst „Haf- ísráðstefnan" í húsi Slysavarna- félagsins við Grandagarð. Ráðstefn an mun standa til 7. feb. nk. og daglega munu vísindamenn úr ýms- um sérgreinum flytja erindi og fyrirlestra. Það eru Jarðfræöafélag íslands, Jöklarannsóknafélag íslands, Sjó- rannsóknadeild Hafrannsóknastofn unarinnar og Veðurstofa íslands, sem gangast fyrir ráðstefnunni. Framkvæmdastjóri er Markús Á. Einarsson veðurfræöingur. Hann ræddi stuttlega við fréttamann Vísis í morgun: „Hversu lengi hefur undirbúning- ur ráöstefnunnar staðiö?“ „Það má segja að undirbúning- urinn hafi staðið síðan snemma árs 1968, en þá var hafizt handa um að gera ráðstafanir til að fá menn til að flytja erindi hér á ráðstefnunni.“ „Er þetta fyrsta hafísráðstefnan sem haldin er hér á landi?“ „Já, þetta mun vera fyrsta haf- ísráðstefnan, og ástæðan til þess, að hún er haldin eru hin tvö alvarlegu hafísár upp á síðkastið, það er að segja 1965 og ’68. Hug- myndin að ráðstefnunni er upphaf- lega komin frá prófessor Trausta Einarssyni, en hann er formaður framkvæmdanefndarinnar.“ „Hefur verið veittur fjárstyrkur til ráðstefnuhaldsins?” „Já, menntamálaráðuneytið veitti hundrað þúsund krónur í því skyni, og þar fyrir utan standa vísinda- félögin að ráðstefnunni." „Þarna verður rætt um flest það, sc hafísi. ilum viðkemur?" „Hafísmálin veröa rædd vítt og breitt, frá ýmsum sjónarmiðum, og ekki verður aðeins fjallað um þann tíma, er mælingar ná yfir.“ „Má vænta þess, að fyrirlestram- ir verði gefnir út sérstaklega að ráöstefnunni lokinni?" „Já, a. m. k. á tvenns konar vettvangi. Almenna bókafélagið mun gefa alla fyrirlestrana út í sérstakri bók, og þess er að vænta, að nokkur hluti erindanna muni birtast á ensku í „Jökli“, en það verður fremur í vísindalegri út- gáfu. 10. slða. Fríðrik í fjórða sæti á skákmótinu Eftir tíu umferðir á skákmót- inu í Höllandi er staða efstu manna nú þessi: 1. Botvinnik 8 SpeHvirki tr a unnm gróðurreitum SKEMMDARVERK var unn- ið á gróðrarstöð, sem 22 ára gamall maður, Hallgrímur Hafliðason, er að setja upp viö Suðuriandsbraut. Var stór vermireitur að mestu lagður í rúst, og hefur þetta verið taisvert verk fyrir þann sem þetta gerði. Eftir sporunum í kringum stað inn að dæma hefur þetta verið barn eða nokkur börn saman. Hefur verið gengið á glerið með ‘*nrt***trm ■ ■ : . 5' lurki, en reiturinn er 26 metrar á lengd og allur glerjaður og rúöurnar að mestu brotnar, lík- Iega milli 60 og 70 fermetrar. Má reikna með miklu tjóni fyrir unga manninn, því ekki er hægt að tryggja sig gegn glertjóni af völdúm eyðileggingarstarfsemi sem þessari. Vinnan við aö hreinsa glerið upp er geysimikil og beint tjón í peningum er tals- vert. — Rannsóknarlögreglunni var tilkynnt um verknaðinn. v., 2. Geller v., 3. Keres 7 v., 4. Friðrik 6V2 v., 5.-7. Portish, Ciric og Benkö 6 v. og biðsk. f níundu umferð fóru leikar þannig að Friðrik og Sheltinga gerðu jafn- tefli. Botvinnik vann Langeweg, Keres vann Kavalek, Ree vann Doda, Donner vann Ostojic, Geller og Medina gerðu jafntefli og jafn- tefli varð hjá Benkö og Lombardy og Ciric og Portish. I tíundu umferð fóru leikar þann- ig, að Friörik vann Medina, Kavalek vann Langéweg, BotVinnik og Doda gerðu jafntefli og jafntefli varð hjá Geller og Lombardy og Benkö og Ciric. Aðrar skákir fóru í bið. Muðurinn enn ekki ár hættu — Missti 4 litra af blóði Líðan mannsins, sem hlaut hnífs- stungu í hjartastað, þykír vera eft ir vonum og hefir verið svipuö um helgina. Missti hann mikið blóð, alls 4 1., og verður hann nokkum tíma að jafna sig, eftir þá miklu blóðgjöf, sem hann fékk, en læknar telja hann ekki úr allri hættu enn. Hann hafði á föstudag með stuttu samtali við lögreglumenn staðfest framburð kunningja síns, um að hnífsstungan hefði verið slysni, en á laugardag var tekin af honum ýt arlegri skýrsla og bar þeim saman í öllum smáatriðum. Var þá kunn- ingja hans sleppt úr gæzlu. 1 • Davíð Oddson sem Bubbi | kóngur og Signý Pálsdóttir, sem I leikur Bubbu konu hans í Herra nótt Menntaskólans. Bubbi kóngur á Herrunóttinni HERRANÓTT M.R. verður frum- sýnd í kvöld. Að þessu sinnl er óvenjulegt leikrit valið tH sýn- ingar, engin ást, enginn misskiln ingur. Leikritið kalla menntskæl ingar Bubba kóng, en á frum- mállnu, frönsku, heitir það Ubu Roi, en höfundurinn er Alfred Jarry. Bubbi þessi er enginn venju- legur kóngur. og stýrir riki sínu á óvenjulegan hátt, — og þó. Konan hans er mesta skass og heitir Bubba. Hvetur hún hann til ódáða og höfðar i þvi skyni til matarástarinnar og alls kyns Iífsþæginda. Sveinn Einarsson hefur sett leikritið á svið, en Atli Heimir Sveinsson samdi tónlistina og stjórnar henni. Söngtextar eru eftir Þórarin Eldjám. Þýðing- una gerði Steingrímur Gauti Kristjánsson. Gullfoss sem haf- runnsóknuskip Gullfoss er ekki aðeins mesta farþegaskip íslendinga, —heldur er hann og það skip sem hvaö mest hefur unnið að hafrannsóknum í þágu Skota og íslendinga. Hefur skipið, svo og ýmis önnur skip Eim skipafélagsins, verið útbúin tækj- um sem safna svifi og af rúllum þeim, sem fást úr tækjunum má læra ýmislegt um hrygningarstöðv ar fiskanna. Nú er verið að setja nýjan mæli í Gullfoss, sem mun mæla hitastig sjávarins á mismunandi dýpi. Er þetta gert fyrir hafrannsóknarstofn un Skotlands, en íslendingar eiga aðgang að öllum upplýsingum o; hafa notiö góðs af samstarfinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.