Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 3
VISIR . Mánudagur 10. rebrUar 1969. 3 ISLAND YFSR I 50 MINUTUR —-en þá „sprakk blaðran" — Dönum tókst að æsa hina ungu leikmenn Islands til grófra aðgerða — tvéir út og fimm viti — Danir úr 12:12 i 17:12 á 6 minútum □ ísland hafði forystuna eftir fyrri hálfleikinn í Helsingör-hallen, þegar ísland og Danmörk léku sinn 9. landsleik í handknattleik. Fyrri hálfleikur ísl. liðsins var mjög góður, íslendingarnir sóttu mun meira, en danska liðið virtist tilbúið að mæta þeim „óargadýrum“, sem hin „heiðarlega“ danska í- þróttapressa hafði lýst daginn áður eftir leikinn gegn Svíum. Voru Danir greinilega tilbúnir í slags- mál og gengu mjög í skrokk á íslendingunum. Hvað eftir annað var íslend- ingum dæmt aukakast, ekki sizt vegna brota Gert Andersens, fyr irliðans. 1 seinni hálfleik héldu Islendingar forystunni allt fram til 50. mínútu, — 10 mínútur voru til leiksloka þegar Danir jafna 12:12 og á 6 mínútum kom ast þeir yfir í 17:12 og vinna leikinn 17:13. Jón Hjaltalín Magnússon, sem haföi átt góðan leik meiddis' í upphafi hálf- leiksins og kom ekki inn fvrr en undir lok leiksins, þrem leik mönnum var vísaö af velli í 2 mín. fyrir tiltölulega léttvæg brot, þeim Sigurbergi Sigsteins syni Auðuni Óskarssyni og Ólafi H. Jónssyni. Þá fékk liðið á sig 5 vítaköst, — þaö var greinilegt að Dönum tókst að æsa og egna hina ungu leik- menn út í leik, sem ekki var þeim hollur. Tilgangurinn helgaði meðalið að þessu sinni, — það voru Danir sem tókst að vekja upp villidýrin og greinilega hafði þaö verið tilgangurinn. Langbezti maður íslenzka liðs ins og maðurinn sem hundruð þúsunda horfðu á í danska sjón- varpinu beggja vegna Eyrar- sunds, var Geir Hallsteinsson. Hann skoraði 7 mörk og átti stórkostlegan leik, hin mörkin skoruðu þeir Ólafur H. Jónsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Jón Hjaltalín, hver með 2 mörk. Þá var Hjalti Einarsson mjög góð- ur í markinu. Sagði Rúnar Bjarnason, aöal- fararstjóri liðsins í gær aö fsl. liðið hefði vakið mikla hrifningu fyrir leik sinn í fyrri hálfleik meðal áhorfendanna í Helsingör, en þeir voru aöeins 1800, enda var leiknum sjónvarpað, eins og fyrr segir. Voru fslendingarnir í sókn a. m. k. 3/4 af hálf- leiknum, en ótal sinnum voru aukaköst dæmd á Danina. Norsku dómaramir áttu afar slæman dag eins og fjrr segir. Graversen reyndist marka- hæstur Dananna með 5 mörk, öll úr vítaköstum, Per Svend- sen skoraði 3 mörk og átti góð- an leik og þá var Mortensen, markvörður í essinu sínu í marki Dananna. Hilmar: — of stór sigur? i&m Það vorum viC sem áttum að vinna" „Við áttum alls ekki að tapa þessum leik, — við áttum að vinna,“ sagði Hilmar Björnsson, landsþjálfarinn í handknattleik í gærdag eftir leikinn í Helsingör við Dani. „Mér finnst það ári hart, að leika góða leiki, — en verða svo að sjá einhverja tvo svartklædda menn hafa það í hendi sér hver vinnur,“ sagði hann og átti við dómarana. Hilmar sagði ennfremur: „Þess- um leik tapaði liðið okkar aðeins á „rútínu“-leysi. Þetta er ungt lið og á eftir að læra margt og fá mikla reynslu. T.d. þegar stendur 12:12 og 13:12 fyrir Dani, þá miss um við tvo menn út af hvorr á eft- ir öðrum og fáum á okkur víta- köst, þetta þoldum við ekki“. Hilmar kvað það greinilegt hvern ig dönsk blöð gera f því að fá dómarana upp á móti íslendingum, kalla þá villidýr í mannsmynd og sitthvað í þá áttina, — aðeins til að dómararnir séu á varðbergi gegn þessum „villidýrum". „Þessi sigur var of stór fyrir Danina, þeir áttu alls ekki að vinna leikinn, strákarnir urðu of æstir og „svekktir" f seinni hálfleik eftir ágætan leik framan af i leiknum. — Þið eruð vonandi bjartsýnir þrátt fyrir allt? spurðum við Hilm- ar. „Já, blessaður vertu, það geturöu bókaö. Þiö vitum að það er margt sem þarf að laga, og við munum vinna aö því að það verði gert“. Um dómarara vild; Hilmar sem fæst orð hafa, þeir hefðu verið mjög lélegir, en dómararnir komu frá Noregi og kvað hann þá hafa verið algjöra „heimadómara", - en slíkir menn eru líklega 4—5 marka virði fyrir heimaliðið. Sigurður Einarsson sést hér skora af línu í landsleik íslands og Sviþjóöar á föstudagskvöldið. YIÐ BJOÐUM YÐUR * Hagkvæmusfu greiðsluskilmála sem 'þekkjast Lágt verð Vandaðar vórur Góða þjónustu Uollir* Simi-22900 Laugaveg26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.