Vísir - 10.02.1969, Qupperneq 4
y
r
\
Af dönskum leikurum mun
Dirch Passer þykja vinsáelastur
hérlendis. Af honum kunnum við
þaer fréttir að færa, að hann
mun nú hafa myndað nokkurs
konar dúett með danskri leik-
konu — Ulla Pia heitir hún —
og saman ætla þau að skemmta
dönsku leikhúsfólki næsta kastið.
Þetta verða stuttir gamanþættir,
sém þau munu flytja af leikhús-
fjölunum, en jafnframt þessu læt-
ur Passer sig ekki muna um að
leika í nýrri kvikmynd í leiðinni.
Þar fer hann með hlutverk um-
ferðarlögregluþjóns.
Dirch Passer.
*
Þrjózkur tuddi, sem haldinn
var algerri óbeit á dauðanum
komst á forsíður blaöanna fyrir
stuttu, þegar hann — á leiðinni
til sláturhússins í Messina á Sikil-
ey — sleit sig lausan, /ruddist
gegnum strætin og stakk sér i
höfijina. Þar greip hann trl sunds
og stefndi á haf út.
Tuttugu og eins árs gamall
fiskimaður var þar nærstaddur á
bát. Hóf hann þegar eftirför og
lagðist þungt á áramar, enda leið
ekki löng stund, áður en hann
hafði dregið bola uppi.
Tókst honum að slöngva vað
yfir homin á tudda en kálið var
ekki sopið, þótt í ausuna væri
komið, því að þá hófust mikil á-
tök. Þó tókst honum að draga
nautið að landi, en rétt við fjöru-
borðið sökkti tuddinn kænunni.
Aðrir fiskimenn höfðu þá laðast
að og vom nærstaddir til þess
að bjarga „kúasmalanum".
Boli var síðan teymdur í slátur-
húsið, L.n hinn ungi fiskim....
„kúasmali", vildum við sagt hafa
— hlaut mikið lof fyrir sína
frammistöðu. Bátkænan molaðist
hins vegar í briminu en hvað er
það á móts við hitt, að geta ein-
hvem tíma sagt barnabörnum
sínum frá því, „þegar ég snaraði
tuddann úti á rúmsjó...."
Dr. Barnard hyggst gefa
*
börnum á Italíu ný hjörtu
Dr. Christian Barnard, prófess
or, mun nú hafa í hyggju að fram
kvæma hjartaflutninga utan
heimalands síns. Þessi frægi
hjartasérfræðingur frá Suður-
Afríku hefur að undanfömu dval-
izt i Róm, þar sem hann hefur
rannsakað fjölda hjartaveikra
barna.
Það mun lengi hafa verið fyrir-
ætlun hans að senda bömin í flug
vél til Groote Schuur-sjúkrahúss-
ins í Höfðaborg til þess að fram-
kvæma þar hjartaflutninga á
þeim, en heyrzt hefur, að hann
hafi nú skipt um skoðun. Hann
mun í staðinn ætla að senda allt
aðstoðarlið sitt með hjálpartækj-
um til Rómar í sumar og fram-
kvæma skurðaðgerðimar þar.
En síðustu mánuðum hefur dr.
Bamard varið til þess að fræða
ítalska skurðlækna, svo þeir verði
sjálfir færir um einn góðan veð-
urdag að flytja hjarta í milli
manna.
í öðrum löndum búa menn sig
einnig undir hjartaaðgerðir á borð
við þær, sem dr. Bamard hefur
gert. 1 Vestur-Þýzkalandi þykj-
ast menn fvrir löngu vera reiðu-
búnir til þess, og þeir á ríkis-
sjúkrahúsinu í Berlín — Neukölln
hafa aðeins beðið þess, að á
fjörur þeirra ræki hinn rétta
hjartagjafa. Þegar hefur verið val-
inn sá Vestur-Þjóðverji. sem fyrst
ur skal þiggja nýtt hjarta úr
hendi vestur-þýzks læknis. 45 ára
gamall maður, Heinrich Lutter-
beck að nafni. Hann hefur legið
i nokkrar vikur í sjúkrahúsinu,
þar sem sveit 22 fekna bíður
reiðubúin.
-<S>
SYISSNESK
atómklukka
Skakkar um sekúndu á 3000 árum
Svisslendingar eru engum lík-
ir í úrsmíði. Þeir hafa nú fært
sig upp á skaftið og gert atóm-
klukku, sem heita má að náð hafi
fullkominni nákvæmni. Mesta ó-
nákvæmni, sem búast má við, er
að hún seinki sér eða flýti um
eina sekúndu á þrjú þúsund ár-
um.
Klukka þessi hefur nú farið f
ferðalag. Hún er flutt um þvera
og endilanga Suður-Ameríku.
Klukkur þar eru stilltar eftir
henni, einkum höfuðklukkumar í
höfuðborgunum. Brasilía var
fyrsti viðkomustaðurinn.
Hættuleaasta
glíma
nautabanans
£fvíiiíi/.ýf'vÁ
E1 Cordobes á leikvanglnum.
E1 Cordobes, frægasti nauta-
bani Spánar, svífur nú miMi herms
og helju vegna ígerðar, sem hann
hefur fengið í nefið. Átján sinnum
hefur það komið fyrir El Cordob-
es á lífsleiðinni, að hann lægi á
sjúkrabeði, nær dauöa en lífi.
Tvisvar hefur honum verið veitt
hinzta smumingin. En ævinlega
hefur það skeð eftir hetjulega bar
áttu á leikvanginum.
Eftir að hafa banað nær 2000
nautum liggur hann nú f rúmi
sínu, haldinn svæsinni ígerð, sem
breiðzt hefur út í heilann. Lækn-
ir hans segir, að hann hafi aldrei
verið svo nærri dauða. sínum
fyrr.
E1 Cordobes þykir vera ein-
hver snjallasti nautabani allra
tíma, nokkurs konar samnefnari
þessara fífldjörfu manna. Áður
sást hann oft í fylgd fegurðardisa
(þ. á m. Geraldine Chaplin), en
fyrir stuttu trúlofaðist hann al-
gerlega óþekktri spænskri stúlku
og situr hún nú daga og nætur
og vakir yfir honum viö sjúkra-
beð hans.
Menn héldu um tíma, aö hinn
rétti hjartagjafi væri fundinn,
þegar hinn 44 ára gamli póstsend
ill, Werner Ullrich lenti fyrir bil
fyrir nokkru. Hann hlaut þungt
höfuðhögg og heili hans skaddað-
ist svo, að menn hugðu honum
ekki lff. Fjölskylda hans skrifaði
undir yfirlýsingu þess efnis, að
hún væri eindregið fylgjandi því,
að hjarta hans yrði að honum
látnum grætt í hjartaveika mann-
eskju. Dögum saman lá hann
meðvitundarlaus og ailan tímann
töldu læknar, að hver dagur væri
hans síðasti. En skyndilega komst
Ullrich til fullrar meðvitundar
og er nú orðið alveg ljóst, að
hann mun halda lífi, þótt hann
komist aldrei til fullrar heilsu
aftur.
í dag eru 48 hjartaþegar á lífi
af þeim rúmlega 100, sem skipt
hefur verið um hjarta I. Af þess-
um rúmlega 100 hjartaflutning-
um voru 96 framkvæmdir í fyrra.
Hjartaskurðlækningum hefur
fleygt meira fram, en menn óraði
fyrir. í hitteðfyrra var það full-
yrt, að á- eða ígræðsla líkams-
hluta á mönnum yrði ekki fram-
kvæmanleg fvrr en í fyrsta lagi
einhvem tíma árið 1972.
Dr .Barnard fræðir nú
hj artasérfræðinga.
italska
Windsor-arnir i hlekkjum
4 Keöjur hér og keðjur þar. Þegar tízkan krefst þess af
fólki, telur þaö ekki eftir sér aö leggja á sig hlekki.
Síðasta misserið hefur því hver sem betur getur gengið
um með dinglandi hlekki og hringlandi í staö missisóla,
hálsmena, armbanda o. s. frv. - Hertogahjónin af Windsor
hafa að vísu alltaf þótt vera vel til fara, en samt hafa þau
ekki hin seinni ár verið mikið fyrir aö elta duttlunga tízk-
unnar, og því hlýtur þessi mynd af þeim með þetta hringi-
andi fyrirbæri tízkunnar aö vekja nokkra athygli. Þessi
skýring fylgic Myndin var tekin í viröulegu meðdegisboði,
svo fjölmennu, að númera þurfti sæti gestanna við matar-
boröið. Hverjum gesti var svo afhent sitt númer, hangandi
í keðju, viö innganginn.