Vísir - 14.03.1969, Blaðsíða 8
s
VÍSIR
Otgefandi: ReyKjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó'.ísson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltröi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 145.00 5 mánuöi innanlands
f lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Drent.smiðia Vísis — Edda h.f.
Verkfallið vofir yfir
Forustumenn launþega og vinnuveitenda hafa nú
rætt saman af alvöru um kjaramálin í rúmar tvær
vikur. Verkföll hafa ekki verið boðuð enn, svo að í
þetta sinn er óvenju mikið svigrúm til viðræðna. Þar
að auki hefur verið skipuð opinber sáttanefnd til að
greiða fyrir samningum. Ætla mætti, að við slíkar
kringumstæður væri smám saman en tímanlega hægt
að komast að niðurstöðu, sem báðir geti sætt sig við.
En því miður er útlitið ekki bjart, þrátt fyrir alla
þessa viðleitni. Málsaðilar standa enn nokkurn veg-
inn í sömu sporum og við upphaf viðræðnanna. Full-
trúar launþega hafa ekki gefið hið minnsta eftir, og
fulltrúar vinnuveitenda hafa aðeins stigið stutt skref,
en bíða nú eftir því, að hinir stígi einnig skref til
sátta.
Meðan þessi hægfara dans er stiginn, hafa stjórnir
verkalýðsfélaga hópum saman aflað sér heimilda til
boðunar verkfalls. Á stjá eru komnar þær verkfalls-
hetjur, sem aldrei líður vel nema í verkfallsslag. Það
má á hverjum degi búast við því, að blaðran springi,
eitt félagið boði verkfall og síðan hvert af öðru. Nýtt
svartnætti mun þá leggjast yfir atvinnulíf og þjóðlíf
hér á landi, og munu víst fáir aðrir en verkfallshetj-
urnar bíða þess með tilhlökkun.
Viðræðurnar eru því komnar í eindaga. Það er orðið
tímabært fyrir málsaðila að vakna til vitundar um
afstöðu almennings. Fólk vill, að þeir nái samkomu-
lagi, áður en verkfall skellur á. Ef báðir aðilar vildu
um stundarkorn horfa á málið frá sjónarmiði hins að-
ilans, mundu þeir sjá, að í þessu máli dugir ekki að
einblína á kreddukenningarnar, heldur verða báðir
aðilar að sýna sveigjanleika og sanngirni.
Annars vegar er það alveg rétt hjá fulltrúum laun-
þega, að kjör launafólks muni rýrna tilfinnanlega, ef
hætt verður að greiða verðlagsbætur fram yfir það,
sem nú er gert. Hins vegar er það jafnrétt hjá full-
trúum vinnuveitenda, að atvinnuvegirnir bjargast
ekki, ef þessar bætur verða greiddar. Allir sjá, að erf-
itt er að láta þetta dæmi ganga upp. Hin nýtilkomna
fátækt þjóðarinnar þrengir möguleikana á lausn.
Þessar erfiðu samningaviðræður hafa líka leitt bet-
ur í ljós en nokkuð annað, hve mikla áherzlu við verð-
um að leggja á að auka þjóðarframleiðsluna að baki
hvers íbúa landsins, — með því að auka framleiðni
atvinnuveganna. En slíkt verður ekki gert nema á
löngum tíma og leysir ekki vanda þeirra, sem nú eru
að reyna að ná samkomulagi um kjaramálin.
En erfiðleikarnir draga ekki úr ábyrgð samninga-
mannanna. Þeir eru kjörnir meðal annars til þess
að sjá um, að vinnufriðurinn haldist, svo að hag-
ur fyrirtækja og kjör launþega versni ekki að óþörfu.
áumum þessara manna kann að finnast gaman að
slá um sig með vígorðum. En fólkið krefst þess, að
þeír komi nú niður á jörðina og fari að semja.
VlSIR . Föstudagur 14. marz 1969.
Frá aöalfundi Iðnaöarbankans.
Aðalfundur Iðnaðarbankans:
ÚTLÁNAAUKNSNG
BANKANS 66,7 MILLJ.
■ Aöalfundur Iönaðarbanka ís
lands hf. var haldinn í; Sig
túni sl. laugardag. Fundarstjóri
var kosinn Tómas Vigfússon,
húsasmiðameistari og fundarrit-
ari Ástvaldur Magnússon, útibús
stjóri.
Formaður bankaráös, Sveinn
B. Valfells, flutti ítarlega skýrslu
um starfsemi bankans sl. ár.
Kom fram í henni, aö útibú Iðn
aöarbankans í Hafnarfiröi flutti
í október sl. í eigiö húsnæði
bankans að Strandgötu 1 .
Bragi Hannesson, bankastjóri
las upp og skýrði reikninga
bankans. Kom þar fram aö heild
arinnlánsaukning Iðnaðarbank-
ans var 59.8 millj. kr. á sl. ári
eða 9.46%. Bundiö fé í Seðla-
bankanum var um áramót 126.4
millj. kr. og óx um 8.2 millj. kr.
á árinu.
Útíánaaukning Iðnaðarbank-
ans var 66.7 millj. kr. eða
12.81%. Keyptir voru 40.548
víxlar og fjöldi nýrra reikninga
var samtals 2197.
Innheimtudeild bankans óx
verulega á árinu, en samtals
nam innheimt fé 183.1 millj. kr.
Iönaðarbankinn rekur 3 úti-
bú. Á Akureyri, í Hafnarfirði og
viö Háaleitisbraut í Reykjavík.
Hefur starfsemi þeirra gengið
mjög vel.
Pétur Sæmundsen, banka-
stjóri skýrði frá starfsemi Iðn-
iánasjóðs. Gat hann þess, að
veitt höfðu veriö 153* lán að fjár
hæð 74.2 millj. kr. Þar af voru
68 vélalán að fjárhæð 21.3 millj.
kr., 65 byggingalán að fjárhæð
36.9 millj. kr. 8 lán til breytinga
á lausaskuldum í föst lán að fjár-
hæð 9.9 millj. kr. og 12 lán til
veiðarfæraverkstæðá og hagræð
ingar að fjárhæð 5.9 millj. kr.
Heildarútlán Iðnlánasjóös
voru í árslok 329,6 millj. kr.
Eigið fé Iðnlánasjóðs óx á árinu
um 33.6 millj. kr. og er þá eigið
fé sjóösins samtals um 173 miHj
kr.
Stjórn Iðnlánasjóðs skipa þeir
Tómas Vigfússon, formaður, til-
nefndur af iðnaðarmálaráðherra
Gunnar J. Friöriksson, tilnefnd
ur af Félagi ísl. iönrekenda og
Helgi H. Eirlksson, tilnefndur af
Landssambandi iðnaöarmanna.
í bankaráð voru kosnir:
Sveinn B. Valfells, Sveinn Guð-
mundsson og Vigfús Sigurðsson.
Iönaðarmálaráöherra skipaði þá
Guðmund R. Oddsson, og Eyþór
Tómasson I bankaráöið. Endur-
skoðendur voru kosnir þeir Þor-
varöur Alfonsson og Ottó
Schopka.
Útibú Iðnaðarbankans á Akureyri. Útibú Iðnðarbankans í HafnarfirðL