Vísir - 14.03.1969, Blaðsíða 6
6
VISIR . Föstudagur 14. marz 1969.
Stórbrotin og snilldarvel gerö
og leikin ný, amerísk stórmynd.
íslenzkur texti.
Kirk Douglas
Robert Mitchum
Richard Widmark.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
KOPAVOGSBIO
Sfmi 41985.
Flugsveit 633
Víðfræg, hörkuspennandi og
snilldar vel 0erð amerísk stór-
mynd í litum og Panavision,
er fjallar um þátt R.A.F. í
heimsstyrjöldinni síðari. — ís-
lenzkur texti.
Cliff Robertson
George Chakaris
Endursýnd kl. 5.15 og 9. —
Bönnuð börnum.
HAFNARBIO
Slmi 16444.
Áhrifamikil og athyglisverð ný
þýzk fræðslumynd tekin i litum
Sönn og feimnislaus túlkun á
efni, sem allir þurfa aö vita
deili á. — Myndin er sýnd við
metaðsókn víðs vegar um heim.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140.
Útför i Berlin
(Funeral in Berlin)
Bandarísk. Aöalhlutv.: Michael
Caine, Eva Renzi. — íslenzkur
texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
SL*
iíTiTi^
ÞJODLEIKHUSID
Gullæðið í Alaska endurtekur sig
Að visu i breyttri mynd — nú er jboð olian
Borturnar rísa í rökkri heimskautsnæturinnar.
IJ játrú manna getur fundið sér
fótfestu, þar sem rökvís-
inni er ekki stætt. Og hjátrú
manna getur birzt á svo marg
an hátt, að yfir það veröur víst
aldrei samin tæmandi greinar-
gerð. Vissar kreddur geta aö vísu
verið á mkum reistar. Dæmi um
það er sú hjátrú að það sé ógæfu
merki að ganga undir vinnupalla.
Sú kredda kvað upprunnin suð-
ur á Ítalíu, og er enn sögö í
fullu fjöri, ekki einungis þar
heldur í velflestum löndum, sem
evrópskar þjóðir byggja. Sé bet
ur að gáð, var það hættulegt að
ganga undir vinnupalla, þar sem
unnið var að byggingu húsveggja
úr brenndum leirsteini, eins og
tfökast suður á Ítalíu. Það gat
alltaf átt sér stað að múrarinn
glopraöi steini úr höndum sér,
og væri vegfarandi fyrir neðan
var eins víst að hann fengi stein
inn f kollinn. Þannig má eflaust
skýra ýmsar hjátrúarkreddur, en
aðrar virðast torskýrðari — eins
og trú manna eöa ótrú á vissum
tölum. Skýrasta dæmi um þá
kreddu er ótrú manna — eða trú
sumra — á tölunni 13.
Svo furðulegt sem þaö kann
að viröast, halda Iæröir menn
því fram, að hjátrú manna í
tækniþróuðum og hámenntuðum
þjóöfélögum sé sfzt minni nú,
á tímum geimferða og rafeinda-
heila, en hún hafi áöur verið.
Nýjar kreddur skjóta upp koll-
inum að sögn þeirra — og þær
gömlu reynast undarlega lff-
seigar og viðlíka ónæmar fyrir
allri vísindalegri þróun og kvef-
veiran sem enn er þess umkom
in að fresta yrði tunglferð henn
ar vegna, ef hún vildi það við
hafa. Ein af þessum lífseigu
kreddum er einmitt talnakredd
an. Og svo vill til að hún
hefur einmitt nú fengið byr und
ir báða vængi vestur í henni
Ameríku. Þótt ólíklegt kunni að
viröast, einmitt f sambandi við
það sem harla lítið virðist koma
henni við — olíulindafundi norö
ur í Alaska.
Árið 1896 hófst gullæðið mikla
norður f Alaska, sem bandarfski
rithöfundurinn Jack London,
lýsti öllum öðrum höfundum bet
ur f mörgum af skáldsögum sín-
um. Og f þeim skáldsögum gerö-
ist hann einmitt frumherji „töff-
ara”- stefnunnar í bandarískum
bókmenntum, sem Hemmingway
sálugi hóf upp í æðra veldi skáld
sagnalistar, en það er önn-
ur saga, en sem fullyrða má þó
að hafi haft meiri áhrif á banda-
rfskan og jafnvel vestrænan
þenkimáta en nokkuð annað f
bókmenntum. Og f ár, 1969, hef-
ur annað „gullæði" hafizt norð-
ur f Alaska — olíuæðið — sem
lýsir sér að flestu leyti svipaö
og gullæöið foröum. Sem sagt
’96 og '69! Þama sér maöur það
svart á hvítu, segja talnaspek
ingarnir. Þar þarf ekki frekar
vitnanna við!
Reyndar var það í febrúarmán
uði árið sem leið, að einn af
starfsmönum Atlantic Richfield
Co, fann olíulind norður þar, við
Prudhoe-flóa á íshafsströnd Al-
aska. Fyrir utan það hvað lind
þessi viröist auðug, er þaö undar
legt viö hana, að hún liggur að-
eins nokkur hundruð fetum neö-
ar en jarðgassvæði á sömu slóð-
um. Ekki mun þó verða hirt um
að rannsaka það nánar meö hag-
nýtingu gassvæðisins fyrir aug-
um, meðan þarna reynist gnægð
olíu. Þeir, sem bjartsýnastir eru,
telja að þess muni ekki langt
að bföa, að Alaska verði auðug-
asta rfki í Bandaríkjunum fyrir
olíuna, hinir sem líta á þetta af
meira raunsæi, álíta að þess
verði nokkur bið — það er nefni
lega miklum erfiöleikum bund
ið að koma þeirri olíu, sem
kann að finnast á þessum slóð-
um á markaðinn og það verður
dýrt. Sennilegast aö leggja verði
olfuleiðslu yfir suöurströnd Al-
aska, til nálægustu íslausra
hafna, og mundi sú leiðsla kosta
að minnsta kosti eitt þúsund
milljónir dollara. En hvað um
það — nú í vetur hafa þegar
fundizt 12 „sjálfstæöar“ olíulind
ir þar nyrðra á víð og dreif um
800 fermílna freðmýrásvæði. Sér
fræöingar telja margt benda til,
að þarna muni leynast tvöfalt
eða jafnvel ferfalt olíumagn neð-
anjarðar, samanborið við olíu-
magnið, sem vitað er um f Tex-
as.
Og olíuæðið er hafiö. Öll
stærstu olíufélögin í Bandaríkj
unum hafa sent leiðangra norð
ur í olíuleit. Þetta eru dýrir leið
angrar og vel búnir farartækj-
um og rannsóknartækjum, en
vegna veðráttu og annarra að-
stæðna eru öll ferðalög erfið
norður þar. Eins og á árum gull-
æðisins, eru kjarkmiklir einstakl
inga líka lagðir af stað, miður
búnir að sjálfsögðu — og eflaust
verða margir þeirra fyrir von-
brigðum, eins og gullnemamir
gömlu. En ævintýri lyfjafræð-
ingsins 1 Fairbanks, Tom Mick-
lautech sannar, að þeir geta líka
haft heppnina með sér, ef svo
ber undir. Hann festi kaup á
landi, 4800 ekrur að flatarmáli
noröur þar fyrir aðeins 1 dollar
ekruna, eða samtals 4800 doll-
ara. Þar hefur fundizt olía, og
fyrmefnt olíufélag bauð honum
1 milljón dollara út f hönd fyrir
landið. Hann sagði nei í fyrstu,
en gerði loks sölusamning við
félagið í vetur leiö. 2 milljönir
dollara í hlutabréfum strax, 1
milljón til . viðbótar, þegar
vinnsla hefst og eftir það 25%
af öllum vinnsluhagnaði — og
er þetta algjört sölumet f olíu-
samningum, þar sem menn kalla
þó ekki allt ömmu sína. Lyfja-
frseðingurinn hyggst samt haída
áfram starfi sínu í lyfjabúðinni
í Fairbanks. „Maður veit hvað
maður hefur, en ekki hvað mað-
ur hreppir", segjr hann.
Olíuæðið hefur þegar í för með
sér aukna atvinnu, aukin við-
skipti og alls konar annrfki og
verðþenslu í norðurhémöum Al-
aska, öldungis eins og gullæðið
forðum. Þegar er f undirbúningi
að reisa nýja bæi og borgir, und
irbúin gerð flugvalla, leiðangrar
meö sérstaka gerð dráttarvéla
og snjóbíla og snjóskottur halda
í slóð gullnemanna gömlu í
myrkri heimskautanæturinnar.
Verkamenn við byggingu bor-
turna fá þama margfalt kaup,
samanborið við það, sem tíðkast
annars staðar í Bandaríkjunum.
Þetta er þó einungis upphaf ið ..
Hvort nokkur arftaki Jacks
London leynist meðal þessara
Ieiðangursmanna, sem svo á eft-
ir að gera olíuæðinu svipuð skil
f skáldsögum og Jack gerði gull
æðinu forðum, er ekki að vita.
Hann þyrfti vafalítið ekki að
skorta efniviðinn, svo mikið er
víst.
Og þeir, sem trúa á kreddurn
ar samhliöa vísindunum benda
á ártölin tvö, ’96 og ‘69. Gall-
inn er þó sá, aö þeim verður ekki
snúið á fleiri vegu, jafnvel ekki
í rafeindaheila ...
VÍSINDI - TÆKNI
m
AUSTURBÆJARBIO
Sími 11384.
Sfmi 18936.
Sfmi 11544.
Sími 50184.
Tíékmt) á)>akinu
Texti: Joseph Stein. Tónlist
Jerry Bock Ljóð: Sheldon Harn
ick. Þýðandi: Egill Bjarnason
Leikstj.: Stella Claire og Bene
dikt Árnason. Hljómsveitarstj:
Magnús Bl. Jóhannsson .
Frumsýning f kvöld kl. 20.
Uppselt.
Önnur sýning laugardag kl. 20.
ÞriSJa sýning sunnudag kl. 20
SlGLAÐIR SÖNGVARAR Sýn.
sumjudag kl. 15. Fáar sýninga
eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. Sími 1-1200
Tigrisdýrið sýnir klærnar
Þér er ekki alvara
Saga Borgarættarinnar
Danskur texti. — Roder Hanin
og Margaret Lee. — Bönnuð
innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9.
(You must be Joking)
fslenzkur texti.
Ensk-amerfsk gamanmynd.
Michael Callan, Lion Jeffries
Denholm Elliott, Bemard Cribb
ins. — Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGARASBIO
ORFEUS og EVRYDÍS í kvöld
Allra síðasta sýning.
YFIRMÁTA OFURHEITT laug-
ardag.
MAÐUR OG KONA sunnudag
Aðgöngumiðasalan f Iðnó er
opin frá kl. 14 Sími 13191.
Símar 32075 og 38150
The Appa Loosa
íslenzkur texti. Aðalhlutverk:
Marlon Brando. Sýnd kl. 5, 7
og 9. Bönnuð börnum.
1919 — 1969
50 ára
Kvikmynd eftir sögu Gunnars
Gunnarssonar. tekin á íslandi
árið 1919.
Aöalhlutverkin leika íslenzkir
og danskir leikarar.
íslenzklr textar.
Sýnd kl. 5 og 9.
Það skal tekið fram að myndin
er óbreytt að lengd og algjör-
lega eins og hún var, er hún
var frumsvnd f NKMa Biói.
Njósnarinn i nefinu
Gamansöm, bandarísk njósna
mynd. Sýnd kl. 9. — Bönnuð
bömum innan 14 ára.
Sími 11475.
Leyndarmál velgengni
minnar
(The Secret c( my Success)
Shirley Jones, Honor Black-
man og Stella Stevens. — ts-
lenzkur texti. — Sýnd kl. 5, 7
og 9.