Vísir


Vísir - 15.03.1969, Qupperneq 9

Vísir - 15.03.1969, Qupperneq 9
V í SIR . Laugardagur 15. marz 1969. Cíöastliðna tvo áratugi hefur ^ mikiö magn geislavirkra efna dreifzt um alla jöröina frá til- raunum með kjamorkusprengj- ur. En eftir að tilraunir hófust meíS vetnissprengjur áriö 1952, myndaöist svo mikið magn af þessum efnum, að brýn nauösyn þótti að fylgjast vel með magni þeirra og dreifingu. „í flestum löndum voru teknar upp mælingar á geislavirku úr- felli, einkum eftir geislabylgj- una 1961 og 1962, eftir sprengi- tilraunir Rússa,“ sagði Bragi Ámason, efnafræðingur, þegar blaðamaður VÍSIS í stuttri heimsókn í Raunvísindastofnun Háskólans rabbaðj við hann og Pál Theódórsson, eðlisfræðing, en þeir hafa báðir stafað við slíkar mælingar, sem hafa farið fram hérlendis undanfarin ár, eins og kunnugt er af fréttum. Það vakti athygli, þegar birt- brugðust Páll og Bragi vinsam- lega við forvitnj blaðamannsins og leystu vingjamlega úr spum- ingum hans, og töldu ekki eftir sér þreytandi útskýringar á tor- skildum atriðum. „Þaö hefur verið töluvert framtak hjá íslendingum og merkilega mikill skilningur á málefninu, aö hrinda af staö svona mælingum," hóf blaða- maöurinn máls á, til þess að leiða talið að aðdraganda rann- sóknanna. Páll brosti örlítið að orðalaginu, en sagði svo, að mælingamar hefðii byrjað árið 1958, „um leið og Eðlisfræöi- stofnun Háskólans var sett á stofn, en þaö var fyrir átak Kjarnfræöanefndarinnar, er sett var á laggirnar 1956. Eitt af markmiðum hennar var nefni- lega að setja upp geislamæling- arstofu, sem gerði mögulegt að nota geislavirk efni við ýmiss Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, fyrir framan Sindurteljarann — apparötin tvö á borðinu. Þeir rannsaka geislavirkni með heimasmíðuðum tækjum ar vom niðurstööur skýrslu, sem þeir tveir, í félagi við Guð- mund Jónsson hjá Geislavöm- um ríkisins, tóku saman um geislamælingamar. En sam- kvæmt skýrslunni bentu mæl- ingar til þess, að hér gætti meiri geislunar f matvælum, heldur en njá nágrönnum okkar, Páll eðl- isfræðingur fullvissaði blaða- mann VlSIS um það, að geisl- unin væri þó óvemlegri en svo, að nokkur hætta gæti stafað af henni. Þyrfti að koma til tífalt meira magn til þess að mönnum færi að standa vemlegur stugg ur af því. Hins vegar kom fram í sömu skýrslu, að geislun í andrúms- lofti mældist hér minni en í ná- grannalöndunum, enda lægju þau sunnar og betur við geisla- virku úrfelli. „Geislunin hefur farið jafnt og þétt minnkandi frá því 1963, bæði hérlendis sem annars staðar," sagði Páll. „í ljósi þess hafa líka flestar þjóöir þess vegna dregið úr þessum mælingur," bætti Bragi viö. „Þær rétt halda mælingun- um við, svona til þess að tækin ryðgi ekki og „apparatið" virki, ef einhvemtíma þætti þörf að grípa til þeirra aftur. Við höfum líka dregið úr okkar mælingum og þetta er orðið minna verk en áöur“. Ólíkir mörgum öðrum, sem starfa að raunvísindum og rann- sóknum af einhverju tagj og eiga varla þolinmæði til þess að útskýra tilgang þeirra eða framkvæmd fyrir ófróðara fólki, konar rannsóknir, læknisfræöi- legar og annars eðlis. — Jú, víst hefur ríkt skilningur fyrir þessu þá, enda vom þessi mál ofarlega á baugj hjá nágrannaþjóðum okkar". Páll bætti þvf við, að- hann teldi, að áhugi og kapp prófessors Þorbjamar Sigur- geirssonar hefði líklega verið þyngsta lóðið þeim megin á vog- arskálinni, sem réð; þvf, að ráð- izt var í framkvæmdir. 1958 var Páll ráðinn eðlis- fræðingur við Eölisfræðistofnun ina (sem féll inn í Raunvísinda stofnunina 1966), „og við hófum strax mælingar á heild- argeislun í andrúmslofti og regn- vatni. Þótt dregið hafi úr mæl- ingum upp á síðkastið, þá verð- ur þeim þætti þeirra haldið á- fram.“ Páll sagði, að það hefði létt sér mikið starfið að hafa áð- ur verið við rannsóknarstöð dönsku kjarnorkunefndarinnar í Risö. Þar var hann í tvö ár, kynntist vinnubrögðunum og vann þar á meðan uppbygging stöðvarinnar stóð yfir. „Ég var eiginlega fyrsti eölis- fræðingurinn, sem þeir réðu, og fylgdist þannig með byggingu stöðvarinnar frá upphafi, hvem- ig eitt hús til viðbótar reis upp í hverjum mánuöi sem leið, upp úr bleikum ökrum og grænum túnum.“ Þegar Bragi var ráðinn efna- fræöingur við stofnunina 1962, fór hann og dvaldist um skeið f rannsóknarstöðinnj í Risö til þess að kynna sér efnagreining- araðferðir við mælingu á Stron- tíni og Cesíni. — Þau efni, sem sérstök ástæða hefur þótt til að fylgjast með, em ísótóparnir, strontín-90 og cesín-137, en þau sameina bæði flesta þá eigin- leika, sem óæskilegir eru mann- inum. Bæði efnin eiga greiða leið frá hinu geislavirka úrfelli inn í mannslíkamann, því þau fylgja fast kalkefnum — stron- tín fylgir kalsíni og cesín fylgir kalíni. Því hafa rannsóknimar beinzt að mælingum á sýnishomum af kalkefnaríkri matvöm, kjöti og mjólk, annars vegar og hins vegar að mælingum á örsmáum rykkomum f andrúmsloftinu. „Það var nú svo sem ekki byrjað af miklum efnum. Það var nú meiri fátæktin og á hálfgerðum hrakhólum vomm við framan af. Fyrst vorum við til húsa í Háskólakjallaranum í 1 og '/2 ár, svo í Þjóðminja- safninu, þá í gömlu loftskeyta- stöðinni á Grfmsstaðaholti og síðast héma í nýbyggingu Raun- vísindastofnunarinnar við Há- skólabíó." ,Hvernig fer um ykkur héma?‘ „Það er mjög góöur aðbúnað ur, hér enda réttara að gera eitthvert gagn fyrst, áður en gerðar em einhverjar meiri kröfur“, sagðj Bragi. Mælingarnar á mjólkursýnis- homunum gerðu þeir, Páll og Bragi, meö tæki, er keypt var til landsins vegna þessara rann- sókna. Sindurteljara, kölluöu þeir það, mesta þarfaþing. Sind- urteljarinn mælir gammageisl- andi efnj (nefnilega cesín-137). I ‘ l íSá Bragi Amason, efnafræðingur, heldur á síu meö sýnishorni af andrúmsloftinu, en á hillunni hjá honum er hiuti af sjálfvirka prufuskiptinum, taskinu beimasmíðaöa, og undir hillunni er geigerteljurunum komið fyrir. Þótt Sindurteljarinn sé góður gripur „þá hefur hann stöku sinn um bilað, en það sama veröur ekki sagt um þetta," sagði Páll og leit næstum ástríkum augum á flókinn útbúnað, sem hann sýndi blaöamanninum. Þetta vom nokkrir kassar, sem lágu hlið við hlið, hver um sig fullur af víravirki einhvers konar og tengdir við tvo málmhólka með örfínum þráðum og leiðslum. Blaðamanninum datt einna helzt í hug, að þama hefði einhver útvarpsvirki fiktað við að rffa sundur nokkur transistor-tæki og tengt síðan saman alla hönk- ina. „Þetta er sjálfvirkur prufu- skiptir," sagði Bragi og rauf þannig þögnina, sem oröið hafði, en um leið duldi hann hrekkja- legt bros, sem hafði læðzt fram á varir hans, þegar hann sá svipinn á blaðamanninum. „Þetta smíðuðum við sjálfir héma heima, stúdentamir í verkfræðideildinni og fleiri. Fá- tæktin var svo mikil fyrstu árin, að það var ekki nokkur vegur að ráðast í kaup á svona tæki, svo það var ekki um ann- að að ræða\ en smíða það bara sjálfir," sagði Páll. „Við gátum varla án þess ver- ið,“ sagöi Bragi. „Það er svo mikill vinnusparnaður að því. í þessu tæki eru tveir geiger- teljarar, sem við smíðuðum sjálfir, og með þeim mælum við geislun frá strontín-90 og þeim sýnishomum, sem við tök- um af andrúmsloftinu." I tækið var stungiö renning, sem röð af kringlóttum síum haföi verið komið fyrir á. Uppi á Rjúpnahæð höfðu starfsmenn Landssímans tekið sýnishorn af andrúmsloftinu, með því að draga loft f gegnum þessar síur, sem voru í renningnum. í síun- um áttu þá að sitja eftir ryk- kornin, sem geislavirku efnin sitja á. Sjálfvirki prufuskiptir- inn ber síumar, hverjar á eftir annarri, undir geigerteljarann og er talningartími hvers sýnis- horns oftast um 4 klst. „Ég væri líklega viku að efna- greina sjö svona sýnishom, ef við hefðum ekki þetta tæki,“ sagði Bragi og jafnvel Páll lét í ljós efa sinn og var honum þó kunnugt um hagkvæmni tækis- ins fyjir, $n $ður en Bragi náði að léiða rök aö fullyröingu sinni, var hann kvaddur burt vegna einhverra anna, sem biðu hans. „Hafið þið haft tækifæri til þess að ráðgast við kollega ykkar erlendis og bera ykkur saman — öðruvísi heldur en með lestri á skýrslum hvers annars?“ spurði blaöamaður Pál, sem orðinn var einn fyrir svörum. „Jú, Bragi hefur farið út og setiö fund með þessum hópum á Norðurlöndunum, sem vinna að svipuðum rannsóknum og við Þetta hefur verið ósköp svipað hjá þeim og okkur, svip- uð vinnubrögð og svipaöar nið- urstöður. Einn svona fundur var haldinn hér.“ „Var geislunin einhvern tíma svo mikil, að hætta hefði getað stafaö af henni?" spurði blaðamaðurinn Braga þegar hann hitti hann aftur til þess að kveðja. „Úrfellið var mest 1963, og þá jaðraði viö, aö mönn- um þætti magnið oröið hættu- legt og menn voru farnir að bollaleggja til hvaða varna skyldi gripið." „í alvöru?" „Já, menn voru alvarlega famir að ræða um það, hvað helzt yrði við geisluninni gert. Helzt blasti við að auka kalk- gjöf í mannslíkamann. Þvf stron- tín fylgir svo mjög kalsíni og gerir það í ákveðnum hlutföllum — svo og svo mikið strontín með svo og svo miklu kalsíni. Kalkið fer í beinin og þá mynd- ar strontínið geislabelti um- hverfis merginn. Með því að gefa fólki aukaskammt af ómenguðu kalki hefði mátt þynna út stron- tín-magnið og draga þannig úr hættunni. Svo höfðu menn fleiri hug- myndir á prjónunum. Svo sem eins og aukna dreifingu á mat- vælum frá svæöum, þar sem gætti minni geislunar, og svo framvegis. En þetta var allt bara á umræðustigi og síöan dró úr úrfellinu og hættan leið hjá.“ Einhvers staðar þarna lauk samræðum blaðamannsins við Pál og Braga um geislavirkni- rannsóknir þeirra. Ekki vegna þess að þeir væru þreyttir orðnir á spurningum blaða mannsins, síður en svo, heldur vegna þess að eftir þetta snerist talið að aðalverkefnum þeirra þessi árin nefnilega rannsókn heita vatnsins, þessa ódýra hita- og orkugjafa, sem íslendingar hrósa svo happi yfir. Páll kast- aði sér út í enn flóknari og lengri útskýringar en áður og eklö nokkurt rúm fyrir Það hér á þessari sfðu. G. P. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.