Vísir - 17.03.1969, Page 1
jbess oð nema hljóð frá týndu baujunni með
visindatæki fyrir milljónir króna
Sérstakt leitartæki er nú um
borð f fiskiieitarskipinu Árna
Friðrikssyni til þess að hlera
hljóðmerki, sem týnda baujan á
að gefa frá sér.
Bauja þessi tapaðist sem kunn-
ugt er í vetur en hún var sett nið-
ur á straumaskilum úti af Aust-
fjörðum á mörkum hlýja Atlants
hafssjávarins og kaldsjávarins, sem
kemur að norðan. Á streng sem
liggur frá baujunni til botns eru
tæki til þess að mæla hafstraum-
inn. Straumurinn mun hafa verið
M->- 10. síða.
„Landið eins og stálskúífa
bess vegna er mikil flóðahætta, segir Sigurjón Rist — Ein mesta úrkoma,
sem komið hefur i Reykjavik, 49 mm af 805 mm ársúrkomu i meðalári
■ Mikil flóð voru í Elliðaán-
um í gær eftir eina mestu
sólarhringsúrkomu, sem komið
hefur í Reykjavík frá því að
mælingar hófust. Komust árnar
upp í 130 teningsmetra, en með-
alrennsli í ánum er 5 tenings-
metrar, þ. e. rennslið var 26
sinnum meira en það er að með-
altali yfir árið. í flóðunum miklu
í fyrra komst rennslið upp I 200
teningsmetra.
í svona úrkomu er flóðahættan
mest, þar sem vatnasvæðin eru
gropin, þ. e. jarðvegurinn hrip-
lekur, sagði Sigurjón Rist, vatna-
mælingamaður, þegar Vísir hafði
samband við hann f morgun. Þeg-
ar klaki er búinn að fylla öll op
Þrir næturklúbbanna enn opnir:
Minna á viðureignina
v/ð „The Untouchables
//
■ Enn heldur áfram viður-
eign lögreglunnar og næt-
urklúbba-manna og lætur
hvor um sig krók koma á
móti bragði hjá hinurn.
Þannig gripu næturklúbba-
menn til þess að opna aftur eft
ir kl. 1, þegar þeim hafði verið
sagt að loka kl. 1, en þegar
lögreglan hóf varðgæzlu við inn
göngudyr klúbbanna, auglýstu
hinir í útvarpi. að gestir skyldu
mæta fyrr, um kl. 22. En lögregl
an mætti þá bara líka kl. 22,
svo sama þófiö heldur áfram.
Hins vegar hefur lögreglan
ekki enn ráðizt til inngöngu' í
klúbbana.
„Við viljum í lengstu lög kom
ast hjá því að grípa til haröari
aðgerða". sagði Bjarki Elíasson,
yfirlögregluþjónn, aðspurður
um, hvers vegna lögreglan
skipti sér ekki af því, sem inn-
andyra gerðist. „Hjá Sakadómi
liggur kæra frá okkur á hendur
þessum klúbbum og þar sem
þetta mál á sér ekkert eldra for
dæmi, viljum við sjá, hvaða af-
greiðslu þær hljóta."
Næturklúbbamenn hafa grip
10 sföa
og gjár á svæðinu eins og nú er
hér á sunnan- og vestanverðu
landinu sígur vatnið ekki niður
heldur kemur strax fram í flóðum.
— Landið er eins og stálskúffa og
getur því vatnið aðeins fariö með
yfirborðinu. — Annað skilyröi fyrir
flóðum er, að hátt sé í vötnum og
öllum vatnsbólum, þegar þau geta
ekki tekiö við miklu vatnsmagni
fyrr en flæða tekur út úr.
Þetta ættu skipuleggjendur að
hafa í huga, þegar þeir skipu-
leggja borgir og opin svæöi, sagði
Sigurjón. Eftir því sem meira er
malbikað eða yfirborðiö þétt á ann-
an hátt eykst flóöahættan eins og
sést í Keflavík. Það er þó ekki að-
eins Keflavík, sem hefur þessa
hættu. Hér í Reykjavík er hættan
víöa fyrir hendi. Planið við Um-
ferðarmiöstöðina er t.d. alltaf í
hættu þegar hlákur gerir.
Sólarhringsúrkoma frá kl. 6 á
laugardagskvöld til kl. 6 í gærkvöldi
mældist 49 mm hér í Reykjavík
og ýr þetta ein mesta úrkoma, sem
mælzt hefur í Reykjavík. Mesta
úrkoman mældist 56.7 mm 1931. —
Meðalúrkoman yfir árið hér í
Reykjavík er 805 mm., þannig að
þennan sólarhring hefur úrkoman
verið einn sextándi af allrj meðal-
úrkomunni yfir árið.
Róbert og
Stellurnar
hans
!■ „Fiðlarinn á þakinu" var frum«
•“sýndur í Þjóðleikhúsinu á föstuj
■■dagskvöld við mikla hrifningu'
J.og voru leikarar og leikstjóri.
■Jjkallaðir fram á sviðið hvað eftirj
‘■annað. Að frumsýningunni lok-*
*I inni var skálað 1 kampavíni í*
■■Kristalssalnum í Þjóðleikhúsinu J
Ijjog voru þar mættir m.a. forseti*
JJiísIands og forsætisráðherra. Hér.
■Já myndinni siáum við Róbert"
.■Arnfinnsson, sem leikur aðalhlut*
jjlverkið Tevyé, og konu hans.i
■JJStellu Guðmundsdóttur (í fsI.JJ
J«bún.) og leikstjórann Stellu.
■JJCnire frá London. Fyrsta gagn-JJ
■■rýnin sem birtist um „Fiðlar- *
"■ ann“ er á 8. síðu Vísis í dag. ■'
Fjórar milljónir til
um helgina
BÍAFRASÖFNUNIN hefur gengiö
mjög vel um helgina og í gærkvöldi
höfðu safnazt 3,1 millj. á höfuð-
borgarsvæðinu, samkvæmt upplýs-
ingum, sem Ólafur Egilsson, vara-
form. framkvæmdanefndar söfnun-
arinnar gaf blaðinu í morgun. Þar
af söfnuðust 202 þús. í Hafnar-
firði, 273 í Kópavogi og 66 á Sel-
Mesta flugslys í sögu flug-
ferðanna — 150 fórust
# í gær barst frétt um
það frá Caracas í
Venezúela, að farþega-
þota af gerðinni DC9,
hafi hrapað í björtu báli
niður í húsaþyrpingu í
úthverfi olíubæjarins
Marakajbo.
Fréttir í morgun herma, að
alls hafi farizt 150 manns af
völdum flugslyss þessa, og er
þá um að ræða mesta flugslys í
sögu farþegaflugsins, miðað við
manntjón en næst flestir fórust
1960, er tvær flugvélar rákust á
í íofti yfir New York. Af þeim,
sem fórust voru 84 farþegar og
áhöfn flugvélarinnar, sem var
eign Venezúela flugfélagsins.
Flugvélin var nýlögð af stað,
er sprenging varð í henni og
læstist þegar eldur um hana alla
og hrapaði hún niður í húsa-
þyrpingu I úthverfi ofannefnds
olfubæjar.
Sjónarvottar segja, aö hún
hafi rekizt á eða strokizt við
sambýlishús, en allt í kringum
hana þar sem hún kom niöur
stóðu hús þegar í, björtu báli.
Flugvélin var á leið til Miami
á Flóridaskaga, Bandaríkjunum,
og mun allmargt bandarískra
kaupsýslumanna hafa veriö með-
al farþega.
tjarnarnesi. Vitað var um söfnun-
arfé á 10 stöðum úti á landi, sam-
tals um 900 þúsund. Þar af höfðu
safnazt 362 þúsund á Akureyri.
Um 43 söfnunarnefndir og prestar
i strjálbýli hafa einnig safnað yfir
Netaaflinn upp í
35 tonn eftir
nóttina
I gær var\óvenju góður afladag
ur hjá netabátum í Keflavík. Komst
aflinn upp i 35 tonn hjá Jóni Finns
syni, en hann var með 20 tonn á
laugardaginn.
Nokkrir netabátar komu inn til
Reykjavíkur og var afli þeirra 13
til 16 tonn, allt einnar náttar fiskur
eins og kallað er. Virðist netaaflinn
heldur vera að glæðast.
helgina, en ekki er enn vitað um
söfnunarféð. Sagði Ólafur, að þátt-
taka væri hvarvetna mjög almenn
og aö þeir framkvæmdanefndar-
menn væru mjög ánægðir með þenn
an árangur. Verður hafizt handa nú
þegar um að senda skreið utan og
lætur nærri að 130—140 tonn fá-
ist fyrir upphæðina, sem þegar er
vitað um.
Samningafundur
kl. 4
Enn einn samningafundur verður
í dag klukkan fjögur í Þórshamri.
Tíðindalaust er af viðræðum til
þessa, nema hvað sáttanefnd
reynir um þessar mundir að koma
á franrfæri ákveönum tillögum til
sátta. í morgur. var ekki kunnugt,
að nein félög hefðu boðað vinnu-
stöðvun, en allur þorri félaga hefur
veitt stjómum og trúnaðarmanna-
ráðum heimild til að boða verkfall,
og þarf að gera það með viku
fyrirvara.
Mikil ölvun á götum
Lítið bólar á svonefndri vínmenn-
ingu hjá íslendingum. Alla vega
hafði Iögregla Reykjavíkur í nógu
að snúast vegna ölvaðra manna að-
faranótt sunnudagsins.
Framundir morgun á sunnudag
hirti lögreglan drukkna menn á al-
mannafæri, sem annaðhvort voru
varla sjálfbjarga, eða þá öðrum
borgurum til ama. Tuttugu voru
teknir og settir í fangageymslur
lögreglunnar, fyrir utan þá, sem
fluttir voru til heimila sinna, en
þeir voru ekki fáir.
Hlusta eftir baujunni
— Sérstakt tæki um borð i Arna Friðrikssyni til