Vísir - 17.03.1969, Page 10

Vísir - 17.03.1969, Page 10
10 V'FSTR . M&nudagur Yl, jnacz 19K9. Vta vegageröarinnar vinnur að lagfæringu vegarins við Sandskeið, en gert var við fiestar meiri háttar skemmdir a þjóðvegunum til bráðabirgða í gær. «>- Vegaskemmdir — »—> 1(3 Síðu. hluta bæjarins, þar sem /skolp- leiðslur eru orðnar gamlar og úr sér gengnar, en einnig stend- ur gamli bærinn lægst, Við Hringbrautina vöknuðu gömui hjón við það, að rúmið þeirra var að fara á flot. Önnur hjón settu nýtt gólfteppi á íbúðina sína á laugardaginn, en teppið hjá þeim hafði skemmzt fyrir skömmu í fióðum, sem þá urðu í Keflavík. Bæjarstjórinn í Keflavík, Sveinn Jónsson sagði í viðtali við Vísi í morgun, að ekki væri enn ákveðið hvaða meðferð þess; skaðabótamál fengju. Hann sagcji, að skemmdir hefðu verið metnar frá því í síöasta flóöi og hefðu skemmdir reynzt mestar 60—70 þús. krónur á einum stað. Hann sagði að lengi hefði staðið til að endurbaet; skolpkerfið í gamla bænum, sem væri oröið úr sér gengið, en þaö yrði dýr framkvæmd. Menn unnu við þaö í allan gærdag að dæla vatni 'upp úr kjöllurum í Keflavík og munu víst margir vera orðnir leiðir á slíku tómstundagamni. Á Suðurnesjum hafa víða orð- ið vegaskemmdir Vatnsleysu- vegurinn, gamli Keflavíkurveg- urinn, hefur skemmzt mikið og sömuleiðis vegurinn til Hafna. Frjálsar 'iþrótfir: Islandsmöt innanhúss um næstu helgi @ Islandsmeistaramót karla og kvenna í frjálsíþróttum inn- anhúss mun fara fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík 22. marz n. k. Keppnisgreinar verða: Fyrir karla: 3x40 m., 600 m. og 1000 m. hlaup, 3x40 m. grinda- hlaup, hástökk, stangarstökk og kúluvarp, hástökk án atr., lang- stökk án atr. og þrístökk án atr. Fyrir konur: 3x40 m. hlaup og 2x40 m. grindahlaup, langstökk án atr. og hástökk. Auk þess fer fram stangarstökks- Seinasta sýning á Sæluríkinu Seinasta sýning verður á Sælu ríkinu eftir Guðmund Steinsson i Tjarnarbæ í kvöld klukkan níu. Sæluríkið er annað verkefni leikfélagsins Grímu á þessu leik- ári. Leikritið hefur hlotiö mikið um tal og misjafna dóma. Þar koma fram margir ungir og efnilegir leik arar, en leikstjóri sýningarinnar er Kristbjörg Kjeld, tónlistina samdi Magnús Blöndal Jóhannsson og leik myndina Messíana Tómasdóttir. f anddyri Tjarnarbæjar verða til sölu verk þeirra höfunda, sem Gríma hefur -ynnt á undanförnum árum og jafnframt verða þar til sölu gömul prógröm að leiksýning um Grímu, sem sum hver eru býsna fágæt orðin. — Aðgöngu- miða er að vitja í Tjarnarbæ frá klukkan tvö í dag, M Þvottavél til sölu. Uppl. í símá 36948. Rauðalæk 44, R. Fjöldi árekstra þegar byrjaði að snjóa í gær Um leið og snjó festi á götum í gær var eins og ökumenn færu eittj hvað út af laginu. Rúmlega tuttugu •árekstrar urðu í Reykjavík frá því á hádegi og fram til kl. 20. Engin slys uröu á mönnum og mismunandi miklar skemmdir á bif- reiðum, flestar minniháttar. 6 árekstrar urðu á Hafnarfjarðar- veginum og þar af var einn út af akstur. 20 skip með loðnu til Reykjavíkur í nóft I>að var nóg aö gera við Grand- ann í nótt. Tuttugu skip komu með Ioðnu til Reykjavíkur í nótt og stóð löndun yfir frá þvi i gærkvöldi og fram á ...orgun. Búizt er við að um 3 þúsurid tonn hafi komið hér á land í nótt og er það mesti loðnuafli, sem borizt hefur á land hér á einum sólarhring. Mestan afla hafði Súlan AK urn 420 lestir. Gísli Árnj var með 320 lestir og nokkur skip voru með um og yfir 20 tonn. Fimm skip lönduðu loðnu í Kefla- vik í gær um 1000 lestum, tveir bátar komu til Sandgerðis. Nú er drepið í hveria smugu, sem til er hjá verksmiðjunum. Þrær Reykjavíkurverksmiðjanna eru nú troðfullar og hefst hvergi nærri phdan, ef svona heldur áfram. Húshjálp Góð stúlka, vön öllum verijulegum húsverkum, óskast á heimili í Vesturbænum fimm sinnum í viku, frá 8.30 — 14.30. Mjög gott kaup í boði. Áðeins ]tvennt í heim- ili. Tilboö merkt ,,2500“ sendist auglýsingum Vísis. keppni drengja og unglingameist- aramótanna, sem ekki gátu farið fram í húsum þeim, sem þau mót* voru háð í. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt til Guðmundar Þórarinsson- ar, Baldursgötu 6, Reykjavík eigi síðar en að kvöldi miðvikudagsins 19. marz. Það skal sérstaklega bent á aö mótið fer fram viku síðar en upp- runalega var ákveðið, og að nú mun öllum keppnisgreinum mótsins veröa lokið á einum og sarna keppnisdegi. Er þaö vegna ófyrir- sjáanlegra atvika. Áætlað er að mótið hefjist um kl. .15.15. Næfurklúbbar — ®—> 1. síðu. ið til þess mótleiks gegn þess- um kærum lögreglunnar, að þrír meðlimir Playboy-klúbbsins hafa kært lögregluna fyrir að hafa varnað þeim inngöngu í klúbbinn. En lögreglan Iætur engan bil bug á sér finna og minnir bar- átta þessara 10 lögregluþjóna, sem á nóttunni standa vörð um klúbbana. óneitanlega nokkuð á, skæruhernaö Elliots Ness og ,,The Untouchablaes" gegn bruggurum og leynivínsölum í Chicago á bannárunum. Nótt eftir nótt standa þeir vörð og hleypa engum inn í klúbbana, alveg sama hvað tautar og raul- ar og hve vel þeir eru beðnir. Axel Kvaran, varðstjóri hefur leikið hlutverk Elliots Ness í þessum „sjónleik". en hann og menn hans hafa séð um þetta mál. Einn klúbbana Appollo, hefur í einu og öllu farið að til mælum lögreglustjóra, en hinir1 hafa þráazt við. * <4 Hlusta efffir M—> 1. síöu. óeðlilega mikill þessa nótt, sem baujan fór í kaf. Síðan hefur ekki til hennar sézt. Tæki þessi gefa frá sér ákveöin liljóðmerki og hafa skipverjar á Árna Friðrikssyni verið að hlera eftir þeim síðustu tvo sólarhring- ana með hjálp sérstakra hlustun- artækja. — Ekki hafa þeir þó heyrt neitt til baujunnar og því síð ur séð hana. Árni Friðriksson var annars í niorgun 25 mílur SA af Papey og lóöaði þar á loönutorfur. Loönu- torfur fundust einnig i fyrradag SSA af Hvalbak. Þessi loöna er öll á vesturleiö ög má þvi búast við meiri loðnu vestur meö landi næstu vikurnar. IN VEÐRIÐ I DAG Norðvestan gola, léttskýjað með köflum. Frost um 1 stig í dag, 4r5 í nótt. „Nokkur einkenni I kvöld kl. 20.20 flytur Ævari R. Kvaran erindið „Nokkur ein- kenni alkóhólisma." Ævar segist hafa flutt annaö erindi svipaðs eðlis — um AA samtökin á fyrra ári og hafi því verið tekið svo vel, að hann tók þetta erindi saman. Ævar Kvaran. — Ég vona aó þaö veki ýmsa til umhugsunar, segir Ævar, þetta er vandamá! hjá mörgum. Einnig fannst mér, aö núna, þegar búiö er að setja á stofn áfengisvarnar- félag. búið að kynna það í ágæt- um sjónvarpsþætti, þá mætti kynna þaö í útvarpinu einnig. I erindinu tek ég aöeins fyrir byrj- unareinkenni þessa sjúkdóms, en stig alkóhólismans’ eru þrjú og taka þau við hvert af öðru. Ég segi frá þessum byrjunareinkenn- um og þá geta menn litið í eigin barm og athugaö hvort einkennin eru til staðar hjá þeim. Þetta er lítilfjörleg tilraun af minni hálfu til að veita áfengisvarnarmálun- um lið og vekja um leið athygli á þessu nýstofnaða félagi, sem ég álít mjög merkilegt og eigi þörfu hlutverki að gegna því að þaö vantar fræðslu um þessi mál. IÍTVARP Mánudagur 17. marz. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veður fregnir. Klassisk tónlist. 17.00 Fréttir. Endurtekið efni. a. Hauk- ur Þórðarson yfirlæknir flytur er- indi um atvinnumöguleika fatl- aðra og lamaöra. b. Dagrún Krist- jánsdóttir húsmæðrakennari talar um heimili og skóla. 17.40 Börnin skrifa. Guðmundur M. Þorláksson les bréf frá börnum. 18.00 Tónleik ar. Tilkynningar. 18.45 Veður- fregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Um daginn og veginn. Jón Á. Gissurar son skólastjóri talar. 19.50 Mánu- dagslögin. 20.20 Nokkur einkenni alkóhólisma. Ævar R. Kvaran flyt ur erindi. 20.50 Tónlist eftir tón- skáld mánaðarins. Jón Nordal. 21.05 ,,í veginum“ eftir F-riðjón Stefánsson. Höfundurinn les smá- sögu vikunnar. 21.25 Einsöngur: Magnús Jónsson syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 21.40 íslenzkt mál'. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þátt- inn. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (35) 22.25 Binrji í Gröf. Ási í Bæ segir frá kunnum aflamanni í Eyjum (4). 22.45 Hljómplötusafnið í umsjá Gunn- árs Guðmundssonar. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP Mánudagur 17. marz. 20.00 Fréttir. 20.30 Iðnaðarbærinn Akureyri. Brugðið er upp mynd- um af nokkrum iðnfyrirtækjum þar. Umsjón: Magnús Bjarnfreðs- son. 21.00 Saga Forsyteættarinnar — John Galsworthy — 23. þátt- ur. Verkfall. Aðalhlutverk: Eric Porter, Nyree Dawn Porter, Sus- an Hampshire og Nichoias Penn- ell. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdótt- ir. 21.50 Hvað veröur um Mauriti- us. Mynd um eyjuna Mauritius í Indlandshafi, sem nýlega hefur fengið sjálfstæði. Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir. 22.20 Dagskrár- lok. TILKYNNINGAR Geöverndarlélagið selur iri merki á skrifstofu félagsins, Veltusundi 3, á laugardögum kl. 2—4. A-A samtökin. — Fundir eru sem hér segir: I félagsheimilinu Tjarnargötu 3c, á miðvikudögum fimmtudögum og föstudögum kl 9 e.n. Aðalfundur N.L.F.R. / Aöalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn í matstofu félagsins, Kirkjustræti 8, föstu- daginn 21. marz kl. 21. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. STJÖRN N.L.F.R. sn Utför móöur okkar, tengdamóður og ömmu LÁRU MAGNEU PÁLSDÓTTUR Grettisgötu 13 fer fram frá Fríkirkjunni þriöjudaginn 18. marz kl. 1.30 e. h. Börn, tengdabörn og barnabörn. .r.,,(aa5aa

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.