Vísir - 12.04.1969, Síða 7
V í S I R . Laugardagur 12. apríl 1969.
7
morgun útlöxld £ morguii útlönd í rnorgun útlönd í morgun
20 ára afmælis Norður-Atlantshafs-
bandalagsins minnzt á hátíðarfundi
í Washington
I hát'iðarræðu hvatti Nixon til viðtækara
samstarfs, m. a. við lausn nútimavandamála
útl'önd
6 Á ráðherraíundi Norður-Atl-
antshafsbandalagsins í Washington
i fyrrad. var þess hátíðlega minnzt,
að 20 ár voru Iiðin frá stofnun
bandalagsins. Meðal þátttakenda
voru fimm, sem undirrituðu sátt-
málann, þeirra meðal Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra, og minnt
ist Rogers utanríkisráðherra hans
sérstaklega, en Nixon forseti bað
fimmmenningana rísa á fætur og
var þeim ágætlega fagnað.
Nixon forseti ávarpaði fundinn
og hvatti til breyttrar afstöðu í
samræmi við breytta tíma og að-
stæður, — afstöðu byggða á víð-
tækara samstarfi, velvild og aukn
um skilningi gagnvart löndum í
austri. Kvað hann svo að orði, að
i stað hnefa varnanna ætti að konia
framrétt hönd vináttunnar, en hann
lagði jafnframt áherzlu á að efla
bæri og treysta bandalagið, nú, er
það byrjáði þriðja áratuginn.
Forsetinn kvað menn saman
komna til þess að minnast mikils,
sögulegs atburðar, fagna yfir ein-
um mesta ávinningi og árangri,
sem náðst hefði í samstarfi þjóða
eftir síðari heimsstyrjöldina, en það
hefði verið fyrir 20 árurn, sem
nokkrir menn í hollustu við mikil-
vægan máistað hefðu safnazt sam-
an í þeim sal, er menn nú væru
saman komnir í til þess að trevsta
bönd fc'.agsskaparins milli hinna
gönilu þjóða Evrópu og afkomenda
þeirra í hinum nýja heimi.
Nixon forseti fór sérstökum virð
ingarorðum um Eisenhower forseta,
yfirhershöfðingjann, sem stjórnaði
heriunum. sem frelsuðu Evrópu og
varð fyrstur yfirhershöfðingi her-
afla bandalagsins. Hann kvað Eis-
enhower hafa sýnt, að til væri í
heiminum siðferðislegur máttur,
sem gæti vakið menn, þjóðir, en
um bandaiagið sjálft sagði hann,
að það hefði ávallt verið meira en
hernaðarlegt bandalag, og styrkur
þess meiri en styrkur vopnanna.
Forsetinn kvað þá menn ekki lifa
í heimi raunveruleikans, sem skiptu
þjóðunum í tvo flokka, „góðar þjóð
ir“ og „vondar þjóðir“, né þeir,
sem héldu, að ekki þyrfti nema dá-
lítið betri tengsl þjóða milli, til þess
að sökkva eiginhagsmunum, þrá-
kelkni forustumanna ein stæði i
vegi fyrir alþjóðlegu bræðralagi. —
Slíkt væri óskhyggja, þeir lifðu ekki
í heimi raunveruleikans, en menn-
irnir, sem stofnuðu NATO fyrir
20 árum, hefðu horfzt í augu við
sannreyndir þess tíma, með þeim
árangri að vestrænar þjóðir byggju
við velmegun og frelsi. „Vér verð-
um að taka oss þá til fyrirmyndar,"
sagði forsetinn, „horfast í augu við
sannreyndir — ekki fyrri tima, held
ur vorra tíma,“ og í heimi raun-
veruleikans í dag yrði að viður-
kenna að hagsmunamál vestrænna
þjóða geta verið ólík, en þar fyrir
mætti ekki glata sjónum af sam-
eiginlegu marki, og einnig að í
heimi raunveruleikans nú, yröi að
ríkja skilningur á því, að „affrysta"
beri gömlu skoðanirnar um „austr-
ið gegn vestrinu", án þess að rriissa
sjónar a. miklum hugsjónalegum
skoðanamun. „Vér höfum ekki efni
á að láta blindast af hatri, né held-
ur megum vér láta blekkjast með
því að líta í sjónauka, sem sýnir
oss hlutina í rósrauðum vonar-
bjarma“, og varaði við stirfni íhalds
Fánar bandalagsins blakta viö hún í höfuðstað bandalagsins í Brussel.
%
GREAS EATER
Fitueyðir
Fituey'ðir hreinsar vélar,
vinnuföt bílskúrsgólf o- fl.,
betur en flest önnur hreinsíefní-
Leiðarvísir fylgir-
FÆST A ÖLLUM HELSTU
BENSÍNSTÖÐVUM
RoSegir dagar —
■»ss>—> i. síðu.
að vinnu í einum kyndiklefan-
um, en þeir lögðu strax niður
vinnu að beiðni verkfallsvarð-
anna,
Lögreglan var kvödd á
fimmtudag að raftækjaverk-
stæði á Barónsstíg 3, en þar
hafði risið upp ágreiningur milli
verkfallsvarða og manns, sem
þar var að starfi. Sá vinnusami
taldi sig í fullum rétti til þess
að vinna sina vinnu. hann væri
samrar afstööu, óskhyggju og við
því að sóa kröftunum tii einskis.
Um vandamál NATO komst for-
setinn m. a. að þessum niðurstöð-
um: Norður-Atlantshafsbandalags-
ins er þörf. Skuldbindingar Banda-
ríkjanna gagnvart NATO verða á-
fram í gildi, „því aö í Bandarikj-
unura lítum við á öryggi Evrópu
sem okkar eigið öryggi“.
Eftir að bandalagið hefir náö upp
haflegu marki ber á grundvelli þess
sem áunnizt hefir, að treysta bönd
einingarinnar. Undir auknu sam-
starfi yrði bandalagið dæmt og tími
kominn til að snúa sér í samstarf-
inu, að víðtækari óhernaðarlegum
vandamálum til velfarnaðar allra.
Forsetinn ræddi einnig afvopn-
unarmál, gagnkvæmar viðræður
milli bandalagsþjóðanna um ö!l
pólitísk vandamál, allt sem varóaði
hagsmuni þeirra, og kvaðst mundu
heiðra þá skuldbindingu sína aó
ræða frá rótum öll atriði, sem vörð
uðu sambúð austurs og vesturs. Nú
væri tækifærið til þess að auka
stjórnmálalegar athuganir og við-
ræður milli vestrænu þjóðanna og
samtímis nýta öll þau skilyrði, sem
til þessa hafa verið notuð í sanra
augnamiði.
Forsetinn lagði og áherzlu á viö-
ræður um lausn mála til frambúð-
ar.
Hann lagói einnig til að stofn-
að yrði ráð sem fjallaöi um nú-
tímavandamá! í þjóðfélögum vest-
rænu landanna.
Hann vék þar að ýmsu, sem á
góma bar í Eyrópuferð hans, í við-
ræðum við ’ ðtoga, utan ramma
hernaðarlegra mála og stjórnmála.
vandamál þjóðfélaganna: Ókyrrð-
ina meðal hinna ungu, breikkandi
bil milli aldinna og ungra, þörf-
ina á nýjum hugsjónum, framsókn
sveinn og þar að auki meðeig-
andi í fyrirtækinu — en því
vildu verkfallsverðir ekki una.
Báðir aðilar sættust þó á, að
skjóta málinu til æðri valda í
félögum sínum, og kom því ekki
til kasta lögreglunnar.
Allir í fiski —
®—-> 16 slðu
var með 21 lest og Þorbjörn með
2014. Margir voru með undir 10
tonnum, allt niður í 5.
Akranesbátar voru með þetta 5
og upp í 20 tonn í gær, en heldur
skárri afla í fyrradag. Margir neta-
bátar hafa nú flutt net sín suður
fyrir Revkjanesið, þangað sem mest
hefur verið um fisk að undanförnu.
. í Eyjum var hvaö skástur afli i
fyrradag. Þá komst Sæbjörg upp i
40 tonn og Leo í 33 tonn. en þaö
var mikið tveggja og þriggja nátta
fiskur. — Vinna hefur verið
í frystihúsunum i Eyjum þessa verk
fallsdaga, en þó ekki nándar nærri
eins og í hrotunni fyrir páska.
Nixon.
að nýjum mörkum til þess að leysa
vandamálin, sem þjóðirnar veröa
að horfast í augu við á öld tasku-
innar.
Og forsetinn vék aö reynslu
vestrænna þjóða, ekki aðeins tutt-
ugu ára reynslu, heldur reynslu
þeirra gegnum aldirnar, og er það
væri gert kæmu í ljós grundvall-
aratriði, glæsileg í einfaldleika sin
um, hátíðleg í mikilleik sínum,
grundvallarhugsjónir um mannúð,
velsæmi, frelsi og viröing fyrir rétt-
indum meðbræðra vorra. „Einföld,
já, og oss finnst þau augljós en
forfeður vorir urðu að heyja alda
baráttu fyrir að öðlast þau, og vér,
sem nú lifum höfum orðið að berj-
ast þeim til verndar.
Þessar hugsjónir kvaö forsetinn
Norður-Atlantshafsbandalagið hafa
verið stofnað til að vernda, og á
þessum tímamótum bæri að helga
samstarfið þeim af nýju, með nýj-
um styrk, festu ög göfgi.
Alif fer
>9 Slðu
Sigurlinni á vegum Rannsókn-
arráðs ríkisins að mælingum og
sýnishornatöku úr mómýrum
víða um land.
Á þeim feröum var hann eitt
sinn staddur í Miðfiröi og hjá
bónda einum þar í sveit. „Það
er kolanáma hérna í sveitinni,”
sagði bóndinn við Sigurlinna.
„Einmitt,“ sagði Sigurlinni og
bað um að fá að sjá staðinn.
Bóndinn sýndi honum svart
jarðlagið í bökkum Miðfjarðarár.
„Þetta var auðvitað sandsteinn,”
sagði Sigurlinni nú. „En ég
spurði bóndann: „Og hitar þetta
vel?“ Og hann kvað það vera,
þegar komin væri góð glóö í
það.“
„Þú hefur ekki getið stillt þig
um að stinga því að honum?“
„Nei, ég gat það ekki.“
„Þú 'hefur líklega haft lúmskt
gaman af því í gegnum árin,
þegar fólk, sem ekki bar skyn-
bragð á það, sem þú hefur feng-
izt við, hefur kallað þig skrýt-
inn.“ sagði ég í hálfgerðum á-
sökunartón, um leið og ég b.jö
mig undir að kveöja þennan
einkennilega mann.
„Gaman? Meira en gaman.
Það er nautn í því, skal ég segja
þér,“ sagði Sigurlinni og brosti
breitt.
G. P.
ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMJ 23955
am
JONLOFTSSON h/f hrincbraut 121, sínii iosoo