Vísir - 15.04.1969, Page 9
VÍSIR . Þriðjudagur 15. apríl 1969.
I • VIÐTAL
Idagsins
er v/ð Olaf Jónsson,
sýningarstjóra i Nýja
biói i 50 ár
^pil er gömul vísa eitthvaö
á þissa leið:
„Að lifa stutt og lifa vel
er langtum betra en hitt,
að lifa iengi, græða gull
en grafa pundið sitt.“
,,Oft er þaö gott, sem gamlir
kveöa“. Víst er sannleikur þess-
arar vísu sígildur, jafnsigildur
og það, að sá maður verður
samtíð og framtið mest til
nytja, sem lifir bæði lengi og
vej.
Ólafur Lindal Jónsson, sýn-
ingarstjóri njá Nýja bíói, er 65
ára gamall. Foreldrar hans voru
Jón Magnússon Melsteð og
Salóme Daníelsdóttir. Jón var
verzlunarmaður hjá Riisverzlun
á Borðeyri, ættaður af Snæfells-
nesi, en Salóme var dóttir
Bíóreksturinn hafði áður ver-
ið til húsa í Hótel ísland, en nú
var þar sagt upp húsnæöinu,
svo Bjarni fór að hugleiöa hús-
byggingu fyrir kvikmyndahús.
Snemma þetta vor var svo byrj-
að á framkvæmdum við Lækjar-
götu 2 á sama stað og starr'sem-
in er ennþá, þótt búið sé að
breyta húsinu.
Þetta haust átti ég að taka
inntökuprófið í verzlunarskól-
ann, en um sumarið, þegar hús-
byggingin var i fullum gangi,
báðu þeir mig að koma til við-
tals, Bjarni og Guðmundur Jens-
son, sem þá var oröinn neö-
eigandi í kvikmyndahúsinu.
Þeir sögðust vita, að ég
hefði hug á að menntast 1 verzl-
unarskóla, en hvort ég gæti þó
ekki tekið til athugunar það til-
boð þeirra, að taka að mér öll
sýningarstörf hjá þeim. Mót-
töku kvikmynda og útlán þeirra
til landsbyggöarinnar. Með öðr-
um oröum, allt sem viðkom
kvikmyndarekstrinum, og vera
þar fastur starfsmaður.
Ég vildi gjarnan læra, en
kynni mín af kvikmyndum
voru einnig laðandi, og enda
þótt ýmsir spáðu mér heldur
brotasamri framtíð réðist ég í
þetta og varð fyrsti fastur
starfsmaður við kvikmyndahús
á Islandi fram til ársins 1931,
að nafni minn, Ólafur Árnason,
réðist til starfa hjá Gamla bíói.
Það var 1, október 1919 að
Daníels Guðmundssonar bónda
á Oddsstöðum 1 Hrútafirði.
Til Reykjavikur fór Ólafur
með foreldrum sínum árið 1907
Þegar hann óx til athugunar á
eigin hag, hugðist hann verða
menntaður verzlunarmaður.
enda ósk föður hans.
Fyrstu kynni hans af þeim
störfum voru þau, að hann réð-
ist til Andrésar Andréssonar,
þegar hann setti upp verzlun í
sambandi við klæðskeraiðn sína.
Til aö drýgja tekjurnar fékk
hann svo vinnu hjáNýjabíóivið
að vísa til sætis og selja mynda-
skrá. Þetta var árið 1916.
— I ársbyrjun 1919 kom
Bjarni Jónsson frá Galtafelli,
einkaeigandi Nýja bíós, að máli
við mig og spurði, hvort ég vildi
ekki æfa mig í að sýna kvik-
myndir, sér væri nauðsynlegt að
fá ungan og áhugasaman mann
i þetta starf
♦
ég fór í þetta starf og þá sagði
ég upp vinnunni hjá Andrési
klæðskera.
Þaö eru nú senn fimm tugir
ára síðan ég tók að mér sýning-
arstjórn hjá Nýja bíói og þótt
það yrði til þess að hefta verzl-
unarmenntun mína. hefur mig
aldrei iðrað þess. Og árin frá
1920 til 1930 eru eitt skemmti-
legasta tímabil ævi minnar, því
segja má, að húsakynni þau sem
kvilcmyndahúsið hafði yfir að
ráða yrðu menningarmiðstöð
Reykjavíkur. Þar voru haldnir
hljómleikar, konsertar og alls
konar listsýningar. Margir þeir,
sem hæst hefur boriö í söng og
mæltu táli hafa komið þar
fram í fyrsta sinn
— Hvað viltu segja mér um
gesti hússins frá fyrstu tíð?
— Aðalskemmtun fólksins á
fyrstu árum þessarar starfsemi
var að horfa á sýningamar, Það
var þakklátt og kom prúðmann-
lega fram, enda voru kvikmvnd-
irnar sérstaklega vel valdar og
miðaðar við listrænan bg þrosk-
aðan smakk áhorfenda. Þá voru
aöeins tvö kvikmyndahús í bæn-
um og gátu fram að seinni styrj-
öld valið þaö bezta úr því bezta,
sem var á heimsmarkaðinum.
Öll viðskiptin voru við Dani eöa
fyrir milligöngu þeirra.
Ég vil skjóta því hér inn, aö
í fyrirlestri, sem Guðmundur
Kamban skáíd hélt árið 1927, og
kallaði Reykjavikurstúlkuna,
komst hann svo aö orði, að
kvikmyndasýningum hér mætti
líkja við opinn glugga að heims-
menningunni. Myndirnar voru
líka góðar þá, en því miður hef-
ur þetta breytzt hin síðari ár,
og sennilega mundi skáldið ekki
endurtaka þessi ummæli nú
væri hann ofan moldar.
— Hin fræga mynd BORGAR-
ÆTTIN?
— Ungur las ég sögu Borg-
arættarinnar og hún hafði mikil
áhrif á mig, sérstaklega 3. bind-
ið, sagan um Gest eineygöa En
ég vil taka það fram, að ég las
öll verk Gunnars Gunnarssonar
á dönsku fyrst og hef einungis
lesiö Fjallkirkjuna í þýðingu
Halldórs Laxness. Það er mikið
og gott verk og stíltöfrarnir á-
fengir, enda mun þar koma til
hvort tveggja, snillj þýðanda og
höfundar.
— Og svo kvikmyndin?
— Hingaö komu leikarar,
frægir á heimsmælikvaröa þeirra
tíma — frá Nordisk Film, sem
átti á þessu tímabili fyrstu
kvikmyndastjörnur veraldar,
Ástu Nilsen og Valdimar Psi-
lander.
í þeim hópi sem hingað kom
voru þekktastir. leikstjórinn og
aðalleikari Gunnar Sommerfeldt,
sem fór með hlutverk Ketils og
Gests eineygða. Fredrik Jakob-
sen, sem lék Örlyg á Borg og
filmstjarnan fræga, Ingeborg
Spangsfeldt, sem lék Rúnu. Hún
er nú 76 ára og kvað bera ell-
ina vel. Myndatakan hér heima
byrjaði um miöjan ágúst og
stóð fram í nóvember I sam-
bandi við hana voru mikn
ferðalög, en hið svokallaða
kvikmyndaver var við Amt-
mannstún, þar sem nú er að-
verPkirkían. Ég var barna,. allt
muligt mand“ svona „snatt-
ari" aðallega kringum Ijósmynd-
arann, sem hét Louis Larsen.
* Frumsýning kvikmyndarinnar
fór fram í Palasleikhúsinu í
Kaupmannahöfn 1. ágúst 1920
og hlaut þá mjög lofsamlega
dóma.
Á þessum árum voru vinsæl-
astar sænsku sveitalífskvik-
myndirnar eftir Bjömson og
Selmu Lagerlöf, t.d. Sigrún á
Sunnuhvoli, Ingimarssynirnir,
Herragarðssagan og margt
fleira.
Borgarættin var frumsýnd
hér í Nýja bíói 7. jan. 1921, þá í
tveim köflum. Hún vakti geysi
hrifnin-’'! ekki siður en sænsku
myndirnar, sem minnzt hefur
verið á og miöað við fólksfjölda,
sem þá var i Reykjavík, var á
hana metaðsókn allt fram á
þennan dag.
— Ef þú berð saman aðsókn
að kvikmyndahúsum þá og nú?
— Viðbrögð fólks hafa mjög
breytzt með tilkomu sjónvarps-
ins Allir eða flestir, sem mið-
aldra eru virðast sitja heima og
næra s;g á því.
Hinar svonefndu menningar-
myndir, ef sýndar væru i kvik-
myndahúsi nú, mundu ekki
borga helminginn af rekstrar-
kostnaði. hvað þá leigu. Hér
þýðir ekki lengur að sýna nema
amerískar myndir og þá með
þýddum texta.
— Hefur aðsóknin minnkaö
svona mikið?
— Ég man ekki hvað formað-
ur kvikmyndahúsaeigenda
sagði, en ég held, að aðsóknin
hafi minnkað um helming eöa
jafnvel meira.
— Jæja, Ólafur. Iðrastu eftir
að hafa tekið þessa stefnu?
— Nei, alls ekki. Ég hef haft
þaö gott, átt góöa húsbændur
og allar minningar frá rúmlega
hálfrar aldar starfsferli eru
ljúfar og góðar. Ég hef séð mörg
brosandi andlit yfirgefa kvik-
myndahúsið. Þau bros hafa ylj-
að mér og jafnvel tárperlurnar,
sem fallið hafa af hvörmum
hrifnæmra áhorfenda, hafa
skapað hjá mér hugblæ, sem
gott er að minnast.
Þ. M.
\
:
Loðskinn fyrir 2-3 milíjarða úr fiskúrganginum
Undirbúningur að
hafinn i
Félag áhugamanna um loð-
dýrarækt hélt fund á Selfossi
á laugardaginn, þar sem m. a.
var kosin nefnd til undirbúnings
stofnuoar loödýrabúa í Ámes-
sýslu til þess að vera við öllu
búið, ef frumvam um loödýra-
| rækt nær fram að aö ganga á
Alþingi. Á funJinum kom það
fram i ræðu Skúla Skúlasonar,
verzlunarmanns í Kópavogi, að
stofnun loðdýrabúa
Árnessýslu
hægt væri að fá 2—4 milljönir
minkaskinna hér á landi árlega
fyrir fiskúrgang þann, sem til
fellur, en söluve Imæti þessara
skinna væri 2.5—3.5 milljarðar
íslenzkra króna. Loðdýrarækt
er mjög aröbær atvinnuvegur
á Norðurlöndunum, en Island
væri mun betur í sveit sett með
loðdýrarækt en þau. Bæðj væri
fóður hér mun ódýrara og lofts-
lagið hentugra fyrir þessa at-
vinnugrein. Loftslagið hefur á-
hrif á gerð skinnanna. Formaður
loðdýraræktarsambands Kanada
hefur rannsakað hárþel ís-
lenzkra músa, en þel á músum
og minkum á sama landsvæöi
eru alltaf mjög áþekk. Niður-
staða þessarar rannsóknar varö
mjög jákvæö og styður þá
reynslu, sem varð hér á landi
af ræktun minka, áður en loð-
dýrarækt var bönnuð hér á landi
með lögum 1952.
Ásgeir Nikulásson, sútunar-
meistari ræddi um sögu og þró-
un skinnasútunar hérlendis og
hina fjölmörgu möguleika, sem
fyrir hendi eru í þeim iðnaöi.
Steinar Júlíusson, feldskurð-
armeistari ræddi um nútíma
feldskurð ýmissa tegunda
skinna og þær fjölmörgu leiöir,
sem fyrir hendi væru i þeim
iðnaöi.
Hermann Bridde, bakara-
meistari ræddi um stofnun og
tilhögun stór-loðdýrabúa- og
minkabúa i Árnessýslu og
tengsl þeirra við fiskiðnaðar-
stöðvar héraðsins i þeim til-
gangi að gjörnýta fiskúrgang og
sláturúrgang,
I fundarlok var samþykkt
samhljóða áskorun til Alþingis
um að hraða sem mest afgreiðslu
á frumvarpi, sem liggur fyrir
hæstvirtu Alþingi um loðdýra-
rækt.
Á fundinum var kosin nefnd
til undirbúnings stofnunar loö-
dýrabúa i Árnessýslu, ef frum-
varpið næði fram að ganga.
f 'O