Vísir - 21.04.1969, Blaðsíða 3
Heimsmet
• Rússinn Nikolsi Pankin setti
nýtt heimsmet i 200 metra bringu
sundi um helgina, synti á 2.25.4 í
landskeppni Rússa og A-I>jóðverja
í Berlín. — Pankin bætti eigið
heimsmet um 1,1 sek.
Þá voru aðeins 29 sekúndur
eftir af leiknum samkvæmt
klukkunni, — KR hafði haldið
velli í 1. deild. Vitakast sern
var dæmt á KR brevtti engu
þar um, enda þótt Viihjálmur
skoraði þar örugglega 23:21.
Leikur liðanna var furðu góð-
ur miðað við þá taugaspennu,
sem alltaf ríkir á slíkjum leikj
um Liðin sýndu bæði svo góð-
an leik að það var ekki neitt
fararsnið á þeim niður í 2. deild.
ÍR-ingar eru með eitt skemmti
legasta lið sem lengi hefur kom
ið í 1. deild, en þaö er eins og
að nýliðar í deildunum eigi
ákaflega erfitt uppdráttar, af
hverju sem slíkt stafar. Þó hafa
öll liö 1. deildar orðið að taka
á þvl sem þau áttu til í viður-
eignum sínum við ÍR. —jbp—
FH — Islandsmeistarar í 1. deild karla — yfirburðasigur.
• V-þýzkj sundmaöurinn Hans
Fassnacht setti nýtt heimsmet um
helgina í 400 metra skriðsundi á
25 metra braut. Jafnframt varö
hann fyrsti maðurinn undir 4 mín-
útum í þessari grein, hann synti á
3.59.7 á sundmeistaramóti Vestur
Þýzkalands í Bonn. Fassnacht vann
einnig 200 metra skriðsund á 1.53.4,
sem er bezti tími í heiminum í ár,
Ameríkaninn Mike Burton var ann
ar í sundinu 1.56.8 og Svíinn Gunn
ar Larsson þriöji á 1.58.0, Burton
vann tvö ÓL-gull i Mexíkó. Burton
var einnig annar á 400 metrunum.
á 4.03.7 og Sven von Holst Sví-
þjóð þriðji á 4.13.2.
Valur - Islandsmeistarar í 1. deild kvenna — yfirburðasigur.
ÍR FER AFTUR í 2. DFILD
KR vann naumlega / æsispennandi leik
liðanna um fallið
Hinir efnilegu ÍR-ing-
ar eru í 2. deild í hand-
knattieik aftur. Nú hefst
sama barátta og þeir
háðu í fyrra og hittið-
fyrra. Þetta skemmti-
lega lið mun þó eflaust
koma fljótlega upp aft-
ur, og þá hafa lengri við-
dvöl. í gær töpuðu þeir
fyrir KR, síðasta leik lið
anna
Þetta var æsispennandi bar-
átta, sem gat farið hvernig sem
var. I hálfleik var staðan 12:8
fyrir KR og fram eftir seinni
hálfleiknum tókst KR að haida
3—4 marka mun, eða þar til
7 mínútur voru eftir að IR skor-
aði 3 mörk í röð, og kemst úr
16:20 í 19:20 og voru 5 mínútur
eftir, þegar síðasta markið var
skorað,
Harkan í leiknum var mikil,
— spennan í leiknum gerði það
að verkum að þeir gerðu mörg
mistök og alvarleg, misstu bolt
ann, skutu í vonlausum tæki-
færum o.s.'frv. en segja má að
taugaspennan hafi ekki síður
herjað á KR-iiðið á þessum
augnablikum.
Hilmari, landsliðsþjálfara,
tókst að skora 21:19, en Vil-
hjálmur minnkaði muninn úr
vítakasti í 20:21. Nú komu
spennandi augnablik, — ÍR
tókst ekki að skora, en hins
vegar tókst KR það úr hraðupp
hlaupi, það var Geir Friðgeirs-
son, sem skoraði 22:20 og rétt
á eftir skorar bróöir hans, Stein
ar, 23:20.
Landsiiðið féll
I gærdag unnu Akureyringar í
Frambúningum landsliðið í knatt-
spyrnu með 2:1 á Valsvellinum í
Reykjavík. I hálfleik var staðan 1:1
en í seinni hálfleik skoraði Skúli
Ágústsson sigurmark Akureyringa.
Á myndinni sjást Akureyring-
arnir yfirgefa völlinn eftir leikinn.
I Vestmannaeyjum vann heimaliðið
LFnglingalandsliðið með 2:0,
I Litlu bikarkeppninni unnu
Skagamenn Hafnarfjörð á Akra-
nesi með 7:1. Virðast Skagamenn
til alls líklegir í knattspyrnunni í
FRAM krækti í siHriS
— og sýndi leik eins og bezt varð á kosið. —
Vann Hauka með 20:13 og sýndi yfirburði
FRAMARAR, fyrrum ís-
landsmeistarar, sýndu þó
í síðasta leik sínum, hvern-
ig leika á handknattleik.
Eflaust hafa meistara-
flokksmenn Fram verið í
sigurvímu, enda bókstaf-
iega rigndi íslandstitlun-
um yfir félagið þennan dag
— framtíðarvonirnar því
bjartar hjá félaginu. Fram
lék einn sinn bezta leik og
FYRIR 2000 KRÓNUR A MANUÐI
0G 2000 KRÓNUR ÚT
getið þér fengið borðstofusett
með 6 stólum.
Fyrir 1500 á mánuði og 1500 út,
fáið þér borð og 6 stóla.
KAUPIÐ STRAX
ÞAÐ BORGAR SIG.
URVAL
GÆÐI
ÞJÓNUSTA
r>ea
l^ollir*
®22900 LAUGAVEG 26
Haukamir, sem nýlega
gerðu jafntefli við íslands-
•meistara FH, voru aldrei
nálægt því að geta sigrað í
þessum leik.
Fram náði þegar í upphafi undir
tökunum og þaö virtist strax aug-'
ljóst að hverju stefndi. Áhugi Hauk
anna virtist í lakasta lagi, og á-
horfendur virtust láta sér fátt
um finnast, þeir fáu áhorf-
endur sem voru viðstaddir „úrslita-
kvöid“ íslandsmótsins. Fram
komst fljótlega upp í 8:3, en í hálf
leik var staðan 10:7 fyrir Fram.
I seinnj hálfleik var svipað uppi
á teningnum, þá hélt Fram ör-
uggri forystu, sem Haukar virtust
aldrei getað ógnað,
Dró því heldur sundur með lið-
unum og lauk leiknum, — og ís-
landsmótinu í handknattleik með
tveim Fram-mörkum, Axel Axels-
son, hinn efnilegi ieikmaður skor-
aði úr vítakasti og Arnar Guðlaugs
son skoraðj 20:13 fyrir Fram.
Framliðiö var gott í heild sinni
í þessum leik, einkum Þorsteinn
Björnsson í markinu, en heildin
var hið sterka vopn Fram. Hauk-
arnir komust stutt með því að eiga
aðeins tvo góða leikmenn, Stefán
Jónsson og Ómar markvörö. —
Urðu þeir því að láta sér lynda 3.
sætiö, jafnir Fram að stigum, en
með óhagstæöari marKatölu, —
skoruðu 10 mörkum færra en þeir
fengu á sig.
r