Vísir - 21.04.1969, Blaðsíða 1
Nýtt sáttaboð —
meiri kjarabætur
SÁTTANEFND lagði fram nýtt
sáttaboð um helgina, sem gerir
ráð fyrir meiri kjarabótum til
launþega en var í fyrri tillögum.
Sáttaboðið er ekki að svo komnu
í formi beinnar sáttatillögu, en
er í athugun hjá deiluaðiíum.
Vor í lofti
Hlýindi síðustu daga eru á góðri
leið með að sannfæra menn um að
vorið jé komið. — Lóan er komin
og menn farnir að hlusta eftir kríu
á moi-gungöngu sinni.
Suðlægir vindar hafa hresst við
vetrarföl stráin. Brumhnappar
roðna á trjám og menn ganga bros-
andi til vinnunnar á morgnana.
í t’ag má búast við gróðrarskúr-
um fyrir austan fjall. Ef til vill
berst Uömn af þeim skúrum hingaö
vestur yfj'r heiði. — Síðan má bú-
asU-við honum austlægum með
'kvöldinu. — Kaldari, norðlægur
vindur vekur okkur trúlega í fyrra-
málið.
Það er í svipuðu formi og fyrri
tillögur, en gert er ráð fyrir hag-
stæðari tölum fyrir verkafólk,
svo sem hærri prósentuhækkun
grunnkaups. Fundur verður í
dag klukkan tvö, og munu að-
10. síða.
Tómatar og
Danskir stúdentar með réttlætiskennd, reykbombur og gamla tómata
Danskir háskólastúdentar gáfu Laxness beztu auglýsinguna
Halldór Laxness og frú arháskóla og sluppu Sonning-verÖIaunin við
Sonning komust bæði
inn um hliðardyr á Hafn
þannig við reyksprengj-
ur, egg, tómata og flösk-
ur, sem þutu yfir höfð-
um annarra þátttakenda
í hátíðarhöldum á laug-
ardaginn, þegar Halldóri
Laxness voru afhent
hátíðlega athöfn.
Stúdentar við Hafnarháskóla
höfðu skorað á Laxness að af-
þakka verðlaunin, en þegar þaö
bar ekki árangur voru skipulögö
mótmæli við Hafnarháskóla.
Tilgangur aðgeröanna var að
mótmæia notkun „brask-fjár“
og nýtingu á húsnæöisvandræö-
um Kaupmannahafnar sögöu
hinir 1—3000 stúdentar, sem
voru mættir til leiks, en eng-
um mótmælum var beint gegn
Halldórj Laxness persónulega.
Nokkrir íslenzkir stúdentar voru
mættir til leiks.
Og meðan fiölarar í salnum
spiluðu strengjakvartett í c-moll
opus 18 númer 4 eftir Beethoven
til að lyfta hugum þeirra, sem
voru viðstaddir verölaunaaf-
hendinguna varð allt vitlaust
fyrir utan. Stúdentar geröu til-
ISH- 10. síða.
w.v,
jr
Islenzkur læknir skorar
Bretadrottningu á hólns
Frú Sonning og Halldór Laxness virtust ekki láta mótmælin á sig
fa og landi okkar virðist heldur ekki óhress, þrátt fyrir „peninga
utan úr geimnum“.
0 Hennar hátign, Elísa-
bet n., Bretadrottn-
ing hefur verið skoruð
á hólm af einum afkom-
enda hinna sönnu vík-
inga, en af hólmgöng-
unni hefur þó ekki orð-
ið.
„Ekki inn í tjaldið, Skúli.
Þetta er fyrir blöðin gert, —
leyfðu blaðamönnunum aö sjá“,
kölluðu einvígisvottar Víga-
Skúla Thoroddssens til hans,
þegar hann gekk inn í tjald
Dymoks höfuðsmanns austur
við Búrfell í gær, líklega til
þess að skora einvígiskappa
drottningarinnar á hólm fyrir
hennar hönd, en því miður varð
Skúli læknir ekki við beiðni fé-
laga sinna, og enginn er því til
frásagnar um, hvaö þeim fór á
milli.
Stuttu síðar komu báðir út
úr tjaldinu og höfuðsmaðurinn
gekk með undirforingjum sínum
til skrafs og ráðagerða, áður
en hann héldi í könnunarflug
um æfingasvæðið. Skúli gekk
einnig til sinna manna til skrafs
og ráöagerða og eftir eilítið tví-
»->- 10. síða.
— Ungkommar strengdu islenzka fánann yfir
bvera götu til þess crð hefta ferð ungra
sjálfstæðismanna á Keflavikurflugvóll
Lögreglumaður úr Kópavogs-
lögreglunni, Guðjón Ásberg, fót-
brotnaði í átökum, sem urðu á
veginum sunnan við Kópavogs-
brúna í fyrradag. Hópur úr Tý,
félagi ungra siálfstæðismanna i
Kópavogi, ætlaði að þiggja boð
um að skoða mannvirki á Kefla-
víkurvelli og var á leið suður
í Iangferðavagni frá varnarlið-
inu, begar nokkrir unglingar úr
hörðustu klíkum vinstri manna í
Kópavogi stilltu sér þarna upp
á veginn. hófu upp íslenzka fán-
ann og strengdu hann á milli sín
þvert yfir götuna og stóðu þann-
ig í veginum fyrir bílnum.
, Gekk á orðaskiptum fyrst í stað
og reyndu ferðalangarnir að sann
færa hópinn á götunni um að þarna
væru þeir að brjóta umferðarlögin
og þaðan af verra. Þeir kærðu sig
kollótta og dró til ófriöar, þegar
lögreglan kom á vettvang. Uröu
þar pústrar og stimpingar, því aö
þessir vegavarömenn vildu ekki
víkja svo auðveldlega. Þá var kom
in löng bílaröð beggja vegna. For-
sprakkar Týs löttu sína menn til
átaka, en þó munu einhverjir hafa
skorizt í leikinn og varð um tíma
mikið þóf þarna á götunni meöan
óþolinmóðir vegfarendur létu flaut
una ganga og skildu ekkj upp né
niður í þessum umferöarhnút.
Á endanum tók lögreglan mestu
ólátaseggina í sína vörzlu, en þá
lá einn lögreglumanna slasaöur og
kom í ljós aö hann var fótbrotinn.
Tildrög að þessu slysi lágu ekki
fyrir í morgun, en lögreglan er að
kanna þetta mál,
Islenzki fáninn fékk slæma meö
ferð í stimpingunum og var hann
borinn skítugur og troðinn af
hólmi.