Vísir - 21.04.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 21.04.1969, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Mánudagur 21. apríl 1969. VÍSIR CJtgefandi ReyKjaprent h.í Framkvæmdastión Sveinn R. Eyjó'.fsson Ritstjóri: Jónas KristjánssoD Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiósla Aðaístræti 8. Sími 11660 Ritstjórn Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Móðgaðir menn Jói sló Sigga og Siggi svaraði í sömu mynt og þá móðgaðist Jói og fór heim í fýlu. Þessi saga af barnaleikvellinum er dæmigerð fyrir ástandið í kjaradeilunni, sem nú stendur yfir. Ballið byrjaði með því, að boðað var verkfall hjá þremur völdum fyrirtækjum, sem þjónusta fyrirtæki í almennum iðnaði og fiskiðnaði. Þessu verkfalli var svarað með almennu verkbanni í iðnaði, sem koma átti til framkvæmda viku síðar en verkfallið. Orsakir verkbannsins eru ekki flóknar. Augljóst er, að vinnuveitendum kemur mjög illa skæruhernaður í vinnudeilum. Ef verkfall í fáum fyrirtækjum lamar smám saman mikinn fjölda annarra fyrirtækja, er bú- ið að breyta leikreglunum gagnvart vinnuveitendum og eðlilegt, að þeir snúist til varnar. Sáttasemjari kallaði báða aðila á sinn fund og fékk þá til að fresta aðgerðum. Nokkrum dögum síðar var verkfallið hjá fyrirtækjunum þremur boðað að nýju og var þá verkbannið einnig boðað að nýju, að und- angenginni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal iðnrek- enda. Um leið var tilkynnt, að verkbannið yrði aftur- kallað jafnskjótt og verkfallið yrði afturkallað. Forustumenn launþega töldu verkbannið móðgun eins og frægt er orðið og fóru heim í fússi, eins og Jói af barnaleikvellinum. Sögðust þeir ekki taka þátt í frekari samningaviðræðum, nema verkbannið yrði einhliða afturkallað. Við þetta varð hlé á samningum. Þjóðin horfir agndofa á þennan skrípaleik. Reynsl- an af verkföllunum í vetur hefur magnað upp mjög almenna andúð á vinnustöðvunum. Fólk veit, að nú ríður á, að efnahagur þjóðarinnar komist á réttan kjöl og að framleiðslan má því ekki stöðvast. Fólk veit, að báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls í deilunni, en telur ekki ofverk þeirra að ná samkomulagi um nið- urstöðu í margra vikna samningum. Menn benda nú í síauknum mæli á ríkisstjómina og segja: „Þið eruð settir til að stjórna. Ætlið þið að horfa á þessa dólga leika okkur svona? Allir voru fegnir í vetur, þegar verkfallið var stöðvað með laga- boði. Við viljum fá önnur lög núna.“ Lögin í vetur voru sett, þegar sjómannaverkfallið hafði staðið nokkrar vikur og allir voru orðnir þreytt- ir á því. Það er erfitt fyrir ríkisstjórnina að koma fram með lagafrumvarp, fyrr en verkfall hefur staðið nokk- urn tíma og menn sjá enga aðra lausn. Ef ríkisstjórnin tekur fyrr í taumana, má búast við, að æsingamenn reyni að brjóta lögin á bak aftur, einfaldlega með því að fara í verkfall þrátt fyrir lögin. Framkvæmdavald- ið er svo veikt hér á landi, að æsingamenn geta farið sínu fram gegn lögum og rétti, ef almenningsálitið er ekki eindregið á móti þeim. En það er von, a.ð fólki finnist það hart, aö móðg- aðir menn úti í bæ skuli virðast orðnir hinir raunveru- legu stjórnendur þjóðfélagsins. 29. skoðanakönnun VÍSIS: Á að leyfa sölu áfengs öls hér á landi? BJÓRINN vinrnr á ■ Maður með „bjórsambönd“, eins og það er kallað, hefur lengi verið öfundaður af náung- anum hér á íslandi, enda telja margir að lífshamingjan verði varla höndluð nema með góðum bjór. ■ Það eru margir erlendir menn, sem álíta, að hér sé vart lifað menningarlífi fyrr en við, höfum fengið bjórinn. Þeir, sem vilja undirstrika þessa skoðun, benda góðfúslega á þá staðreynd, að öldrykkja var stunduð af kappi á „gullöld“ Islendinga, eða þegar þær bæk- ur voru skrifaðar, sem víðast hafa borið hróður landsins á erlendri grund, eins og „vit- amir“ halda fram. jþaö er ekki vist að Pétur Sig- urðsson, alþingismaður og fleiri starfsbræður hans á Al- þingi hafi ætlað að reyna að stuðla að nýrri gullöld hér á landi, þegar þeir báru fram „bjórfrumvarpið" sitt á dögun- um. En þeir bentu á möguleika til að betrumbæta neyzluvenj- ur þjóðarinnar í áfengismál- um. Og það er víst líka menn- ingarmál. En þaö eru ekki allir sammála um það, að sterki bjórinn hefði bætandi áhrif á drykkjuvenjur íslendinga, Margir eru á móti bjómum vegna gagnstæðra skoðana. Þeir álíta bjórinn hættulegan og aö hann geri ekki annað, en bætast við það magn af áfengi, sem íslendingar inn- byrða þegar. Bjórfrumvarpið var fellt eins og flestum er fullvel Ijóst, en það gerði ráð fyrir þvi, að bjór málið yrði borið undir þjóðina sjálfa með þjóöaratkvæða- greiðslu. Að þessu sinni fáum við ekki að vita hvemig þjóðin tæki bjórfrumvarpinu í þjóðarat kvæðagreiðslu, en með skoðana- könnun eins og Vísir hefur gert sínar kannanir er hægt að kom ast mjög nálægt viðhorfum þjóð arinnar til vissra málefna. 29. skoðanakönnun Vísis beindist þvi að því að kanna afstöðu fólks til spumingarinnar: „Á að leyfa sölu áfengs öls hér á landi?“ Niðurstöðumar sýna að meira en helmingur eða 51% vill fá bjórinn. Á rfióti bjómum eru 39%, en 10% eru óvissir í af- stöðu sinni. Það er ekki vist, að niöurstöðutölumar væru þær sömu í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þó að skoðanakönnun sé 100% rétt. Kjörsókn er aldrei algjör, en í þessu máli er óvíst hvorir myndu mæta betur, þeir sem eru með bjómum eða á móti honum. Það hefði t.d. nokkur áhrif, hvort kynið sækti slíka þjóð- aratkvæöagreiðslu betur. Það kom i ljós, að konur eru nei- kvæðari gagnvart bjómum en sem hér segir: Já........... Nei.......... Oákveðnir . . karlmenn. Ef aöeins eru teknir þeir f þessari skoðunarkönnun er afstöðu tóku voru 57% með bjórnum, en 43% á móti. Aftur á móti vom jafnmargar konur með og á móti og virðist því karlmennina þyrsta meir í bjór inn. „Málið er að vinna á“, sagði Pétur Sigurösson i viötali við Vísi á föstudaginn, um viðtök- urnar, sem frumvarpið fékk nú á Alþingi, en fleiri vora því fylgj andi, að fá botn i þetta mikla þrætuepli en áður hefur veriö á hinu háa Alþingi. — Alþingis- maðurinn getur aftur á móti ekki hafa vitað, að einnig meðal þjóðarinnar sjálfrar hefur málið unnið á. Vísir kannað; hug þjóðarinnar til bjórsins fyrir rúmu ári. Niður stöðumar þá komu blaðamönn um mjög á óvart, þegar i ljós kom, að aðeins helmingur þeirra sem þá tóku afstöðu greiddi bjómum atkvæði sitt. Nú hefur þessi tala aftur á móti aukizt i 57%, þ.e. 14% fylgisaukning á einu ári, — Þetta er eins og með H-umferðina, sagði einn blaðamaðurinn, þegar hann sá niðurstöðumar. Fylgið eykst eft ir því sem dagurinn nálgast. — Falleg hugsun en ekki vfst að hún sé raunhæf. Þvi er oft haldið fram, að fólk upp til sveita sé íhalds- samara, en við hér í þéttbýlinu. Þessi skoðanakönnun styður ekki þá staðhæfingu. Bjórinn hafði álíka fylgi í sveitum lands ins og hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Hins v.egar vora færri á móti bjórnum upp til sveita, en fleiri óákveðnir. Það kom raunar í ljós, að heldur fleiri voru nú óákveðnir i afstöðu sinni en fyrir rúmu ári, sem gæti bent til þess, að fólk vegi nú meir og meti kosti og galla en láti tilfinningarnar síður ráða afstöðu sinni. Yfirleitt virtust þeir, sem af- stöðu tóku, vera búnir að mynda sér bjargfasta skoðun á málinu. „Þaö myndi aðeins auka á drykkjuskapinn" „Það 123 eða 51% 94 eða 39% 23 eða 10% VÍSIR gerði sams konar könnun fyrir rúmn árL Þá urðu niðurstöður þessar: Já......84 eða 46%% Nei .... 84 eða 46%% Óákv. .. 13 eða 7% ' ætti að banna allt áfengL" „Ég’ held það sé nógur bjórinn, sem er fluttur inn til landsins". 1. þessum dúr svöruðu þeir, sem voru á móti bjómum. ,,Þaö ætti aö hengja stærstu Fálkaorðu í heimi á hann Pétur minn“. „Erum viö einhverjir 7 ára krakkar og kannski meiri- hluti Alþingis og templarar séu barnapíur". „Já auðvitað. Það er fráleitt að leyfa aöeins hluta þjóðarinnar að drekka bless- aðan bjórinn". Þannig hljóöuðu athugasemdir þeirra, sem vora bjómum fylgjandi. Flestir svöruðu þó aðeins með já-i eða nei-i. Flestar röksemd- ir með og á móti bjórnum hafa komið svo oft fram og era mönn' um svo vel kunnar, að sérstakt ’ álit með svari viröist ónauðsyn- legt. Fjöldi manna hefur gengiö fram fyrir skjöldu til að lýsa á-,: liti sínu á bjómum og virðist, sem nokkur þreyta sé komin í menn að hampa sínu sjónar- miöi. Aö lokum: Siðasta innlegg í rökfærslu með bjórnum færði hinn snjalli danski fyrirlesari á blaðamannanámskeiðinu, Thor- kild Behrens. Hann upplýsti, að í Danmörku væru nokkrir menn hafðir á hæli vegna ofdrykkju vatns, sem er talin sizt betri of-' drykkja en ofdrykkja áfengra drykkja. Hann upplýsti sömu- leiöis, að maðurinn þyldi ein- ungis að drekka 5—6 lítra al vatni á dag áður en nýrun fara að skemmast (betta gildir kannski þar sem kalkinníhald vatnsins er mikið) en aftur á móti þolir líkaminn auðveldlega mun meira magn af bjór. Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, er niðurstaðan þessi: Já........57% ..........43% Niðurstöður úr skoðanakönnun VÍSIS urðu,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.