Vísir - 25.04.1969, Síða 4

Vísir - 25.04.1969, Síða 4
Frjósemislyfin bættu úr barnleysinu - og fjórburarnir fæddust Fjórar handfyllir af vandræöum Randall-fjölskyldunni brezku, ... og gleði. Þannig er ástatt hjá sem vildi eignast erfingja og beið í löng fjögur ár. Þá leituðu þau til læknis, og frjósemislyfin báru skjótan árangur og ávöxt. Fjór- burarnir eru taldir eitt skýrasta dæmi í heiminum um áhrif þess- ara lyfja. 150 sinnum þarf að skipta um bleyjur, 84 sinnum um föt og 28 sinnum er skipt á rúmi í viku hverri. Þau hjónakornin, Ken og Ann, eru ein um allt erfiðið. „Hendurnar verða svo sárar af þvotti, að ég get ekki borið gift- ingarhringinn“, segir Ann. Hún hrósar happi, geti hún sofið í fjórar klukkustundir á nóttu, en yfirleitt eru þær aöeins tvær. Svo eru það að auki öll Iætin í kringum fjórburana. Fólk kemur úr öllum áttum til að skoða. Þau eru samt ósköp fegin, blessuð hjónakornin eftir allt erfiðið. Roland, Robert, Sonya og Karina. Hjarta nýfædda barnsins sprakk Sænskum læknum tókst nýlega að bjarga nýfæddu barni frá fjör- tjóni, eftir að gat kom á hjarta þess. Áður voru kunn tvö slík tilfelli er hjartaveggur ungbama var of þunnur og „sprakk". Bæði þau börn létust. Nú tókst að sauma Saman, og barnið lifir enn, átta mánuðum eftir aðgerð þessa. Hjarta Nínu litlu stöðvaðist al- gjörlega i 20 minútur, en engin skemmd hefur fundizt i heilanum, þrátt fyrir það. Eldhúshnífur í hjartastað. Fyrsta kunna dæmið um, að læknar hafa saumað saman gat á hjarta, er frá 1896. Þýzki læknir- inn Loúis Rehn gerði að sári, er garðyrkjumaöur var í fylliríi stunginn hnífi í hjartað. Rehn braut fyrri boðorð og barg lífi mannsins. Elísabet keisaradrottning Aust- urríkis var stungin til bana árið 1898. Nú er sagt, að hefðu læknar hennar þorað að fara að fordæmi Rehn, hefði mátt bjarga lífi drottningarinnar. í fjölmörgum dæmum er talið að komast megi hjá dauða, verði menn fyrir hnífstungu. Þá er sagt, að eggvopnið skuli kyrrt látið í sárinu, unz hinn særði liggur á skurðarborði, tilbúinn til aðgerð- ar. Þaö er ekki blóömissirinn, sem skapar mestan háska, heldur þrýstingurinn á hjartað. Blóðið safnast fyrir og þrýstir á. Læknavísindin hafa síðustu ár- in tekið stórfelldum breytingum, og stöðugt berast fréttir af nýjum afrekum í hjartaaðgerðum. mm iö *spa Ungfrú heimur hætt við að lesa ástarlífslýsingar inn á plötur Reita Faria vann titilinn „Ung- frú heimur" fyrir fáum árum. Ný- lega varð yndisþokki hennar, frægð og raddfegurð til þess, að hún tök boöi um að lesa úr Kama Sutra inn á hljómplötu. Bók þessi er lýsing á tækni ástarlífs- ins, fornt indverskt rit. Ungfrú heimur átti að lesa ýmsar berorð- ari lýsingamar, og skyldi tónlist vera til áherzlu. Þau tíðindi hafa nú orðið, að ungfrúin lauk prófi í læknisfræði. Með gráðuna uþp á vasann fór hún að hugsa sinn gang. Platan mátti heita fullgerð, og á plötu- heftinu mátti líta Reita í ,,sari“ með naktar axlir. Með fylgdu vel valin orð utn „iistina að elska“ og áminningar urn, að fólk kynnti sér slíkt vfsindalega, keypti plöt- una og hlýddi á í viðeigandi and- rúmslofti. Þá hætti dr. Reita við allt saman og komst á þá skoðun, að slík framkoma væri ekki sam- boöin stétt sinni. Virðast menn því munu fara á mis við þessa plötu og hún ekki komast efst á vinsældalistann, eins og búizt hafði verið við. Ef til vill finnur upphafsmaður/ þessa tiltækis, herra Abdul Zamil Mahmud, einhverja aðra fegurðar drottningu í hlutverkið, áður en lýkur. Reita Faria hefur staðizt læknispróf og skipt um skoðun. Spáin gildir fyrir laugardaginn 26. apríl. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Það litur út fyrir að þetta verði tiltölulega rólegur laugardagur, og ættirðu að haga þér sam- kvæmt því og njóta góörar hvíldar frá hversdagsstritinu. Stutt ferðalag gæti orðið á- nægjulegt. Nautið, 21. apríl—21. mai. Rólegur dagur yfirleitt, en þó í ýmsu að snúast framan af. Hvíldu þig vel, og eflaust get- urðu gert ýmislegt til að undir búa þau viðfangsefni, sem bíða úrlausnar eftir helgina. Tvíburarnir, 22. mai —21. júní. Leitaðu ekki flókinna lausna á þeim viðfangsefnum, sem þú átt við að glíma, lausnin virðist mun einfaldari og nærtækari en þú heldur, en mestur vandinn að koma auga á hana. Krabbinn, 22. iúní—23. júlí. Þetta gæti orðiö rófegur dagur, en það lítur því miður út fyrir að þú gerir þér hann erfiðari en efni standa til fyrir eitthvert of urkapp eða þrákelkni, sem bitn ar þó mest á þér sjálfum. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Rólegur dagur, sem þú ættir að nota fyrst og fremst til hvíldar, en einnig til aö athuga hugsan- lega endurskipulagningu á störf um þínum, eða vissum þáttum þeirra, sem gera mætti einfald ari. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Notadrjúgur dagur, ef þú geng- ur hiklaust en þó rólega til verks, og lætur aukaatriði ekki glepja fyrir þér. Snúðu þér beint og milliliðalaust til þeirra, sem • ; þú átt eitthvert erindi við. • | Vogin, 24. sept. —23. okt. •; Rólegur og skemmtilegur dagur, • , að því er virðist, og ekki illa 2 fallinn til styttri ferðalaga eða • 1 þátttöku í mannfagnaði, ef svo • ; ber undir. Taktu öllum fullyrð- J . ingum með nokkurri varúð. • , Drekinn, 24. okt.—22. nóv. 2 Ef þú ráðgerðir ferðalag, ætt- • 1 irðu að leggja af staö heldur • / fyrr en seinna. Ef þú tekur þátt 2 , í einhverjum mannfagnaði, ætt- • irðu ekki að taka um of mark s 1 á þvi, sem blasir við allra aug- • / um. • Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. 2 Rólegur dagur. Eflaust færðu • tíma til að athuga ýmislegt í • 1 sambandi við störf þín og ætt- •' irðu ekki að láta það undir höf • 1 uð leggjast. Taktu mark á hug 2 1 boði þinu. •1 Steingeitin, 22. des.—20. jan. 2' Láttu þér ekki gremjast, þótt •' einhver aðili sem í rauninni vill • þér mjög vel, geri sig sekan um 2 nokkurn klaufaskap i því sam- •' bandi. Skemmtu þér í hófi í a1 kvöld, ef svo ber undir. 2' Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. • ’, Þetta virðist munu vera nokk- • ur annríkisdagur, og auk þess 2 virðast sumir, sem þú umgengst • , náið, vera helzt til viðkvæmir 2 fyrir allri gagnrýni og ekki sem • fúsastir til samstarfn. • Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. * Skemmtilegur dagur að þvi er • virðist. Samt sem áður getur 2 kvöldinu brugðið nokkuð til • beggja vona. Taktu ekki þátt í • neinu, sem ekki er þér aö skapi, 2 •••••••••••••••••••••••• i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.