Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 4
.. 15 Þ ús. Þjóðverjar bíða enn dóms fyrir strí æpi Dr. Barnard krefst launa- jafnréttis hvítra og svartra i' Christian Barnard hefur ráðizt á launamisréttið í landi sínu, Suður-Afríku. Ríkisstjórnin og yf irstjórn heilbrigðismála urðu fyrir skeytum hins heimsfræga hjarta skurðlæknis. Margir hafa ekki sloppið of vel, eftir slíkt athæfi þar í landi, og sumir segja, aö prófessorinn hætti beinlínis lífi sínu. Bamard lét frá sér fara frétta tilkynningu til blaða, innlendra og erlendra. Hann hvetur þar til algers jafnréttis í kynþáttamál- um, og segir fyrsta skrefið eiga að vera launajafnréttí lækna, hvítra og svartra. „Jafnframt bið ég alla lækna landsins að gera ekki verkfall til að knýja fram jafnrétti. Stundiö vinnu ykkar sem fyrr og athug ið, hvort skynsemin sigrar ekki og ríkisstjómin jafnar launin", segir prófessorinn. Nær 150 þeldökkir Leknar í Durban og Pietmaritzburg hafa lagt niðiír vinnu og krafizt sömu launá og- hvitir hafa. Viðræður hafa farið út um þúfur. „Það eru mikil mistök, að rík- isstjómin skuli greiða þeldökkum læknum með sömu menntun lægri laun, en hvítir hafa. Ég skora á stjómina að breyta þessu.“ Rfkisstjórnin hefúr ekkert að- hafzt enn. Dr. Barnard gerði sið- asta hjartaflutning sinn á þeldökk um sjúklingi. FVrrum fangar í fangabúðum nasista halda því fram, að um 50 nasistaböðlar úr Neugamme- búðunum leiki láusum hala og hittist reglulega í Hamborg í viku hverri. Þetta er þó aðeins lítið brot allra þeirra Þjóðverja, sem annað hvort er lý'st eftir eða^ málsókn hafin gegn. Næstu árin eiga að vera rétt- arhöld í málum 15.000 Þjóöverja, sem sakaöir eru um striðsglæpi. Mörg ár munu líða, áður en rétt arhöldunum verður áð fullu lok- ið. Yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi hafa byrjaö mörg mál nú, til þess að þau fyrnist ekki. í mörg- um þýzkum borgum hefur fjöldi saksóknara tekið til starfa, þann- ig eru 26 í Hamborg einni, sem helga sig stríösglæpamálum. 110.000 dæmdir. Meira en 110 þúsund hafa hlot ið dóm síðan styrjöldinnj lauk. Fyrst voru það Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og aðrir „bandamenn“, sem gengust fyrir réttarhöldunum. Margir. hlutu dóm og voru teknir af lífi. Pólverjar dæmdu 16.000 Þjóð- verja fyrir stríðsglæpi, Rússar 13.000, Bandaríkjamenn 1641, Bretar 1085, Frakkar 2107 og Tékkar 16.000. Danir dæmdu tíu. Þjóðverjar gátu ekki. sjálfir byrjað málsókn i slikum málum fyrr en árið 1951. Síðan þá hafa 63.000 .yetiö leiddir.^fetrife-fétt og 7.000 hlotið fangélsfsdðma, all margir lífstíðarfangelsi. Dáuða sé drepið á hina fimm helztu, sem Hans Eisele, læknir frá Buchen- refsing er ekki í Vestur-Þýzka- landi. Leitað að fimm. Ekki er unnt að ljúka svo spjalli um stríðsglæpi, aö ekki leitað er. Þeir ■ eru: Martin Bormann, hinn alræmdi, Heinrich Múller, Gestapoforingi, Josef Mengele, læknir frá Ausch witz-fangabúðunum, Walter Rauff, SS-foringi (býr í Chile) og walde-búðunum frægu (býr í Egyptalandi). „Læknarnir tveir eru sagðir hafa þjónað „Foringjan um“ af hollustu og miskunnar- leysi. S Bandaríkjamenn hópast til að sjá „Eg er forvitin^ „Ég er forvitin" — gul og blá — var sýnd hér i fyrra við mikla aðsókn og ekki mótmælalaust af öllum. Það rná teljastnokkur„bylt ing“ í Bandaríkjunum, að svo „opinská“ kvikmynd skuli vera sýnd þar í landi. Enda hópast fólk til að sjá þessa mynd. Kvikmyndin er. meðal annars sýnd í húsi við 57. götu í New York, fáeinum skrefum frá Carn egie Hall. Fyrstu vikuna komu inn 7 milljónir króna. Miðinn kost ar þrjá dali, nærri 27,Q , krónur, sem hér þætti ekkert" smáræði. i i IiL-M— l'ramleiðendur: Vefarinn !if. llltíma hf. Alafoss Teppi hf. Hagkvcem og góð þjðiiusta Knnfremur nælonteppi og önnur erlend teppi í úrvali Christian Barnard, hjartalæknir- inn, reitir til reiði ‘forráðamenn Suður-Afríku. Suðurlanclshraut 10 Shni 83570 1 / 10 ÞAÐ ER LEIÐIN Vantl y8ur gólfteppi þá er „AXMINSTER“ svarið. Til 22. apríl bjóðum við yður að eign ast teppi á fbúðina með aðeins 1/10 útborgun og kr. 1.500.00 mánaðargreiðslum AXMINSTER ANNAÐ EKKl Þetta gerist ekkj aðeins í New York. í höfuðborginni Washington hófust sýningar í tveimur húsum, er „fínna fólkið" sækir að stað aldri. Eigandinn segir, að aðsókn in sé meiri en um getur í sögunni. Annar áhugamaður fullyrðir, að hann „gæti grætt 200 milljónir", fengi hann að sýna hana í Texas. Kvikmyndir og leiksýningar ger ast æ „opinskárri" í Bandaríkjun- um. Fyrir einum fimm árum hefði veriö talið ógerlegt, að sýna slíka mynd, nema þá „í heimahúsum". Grensásvegl 8 Sími 30676 • ••••••• • • • ••••••■■••••.••■••••••••••••••• * Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 1. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Það getur tekið þig nokkra um hugsun að henda reiður á hlut- unum í dag. Gættu þess áð taka ekki neinar mikilvægar ákvarð- anir fyrr en þú finnur að þú hefur áttað þig á aðstæðum. Nautið, 21. apríl—21. maí. Leggöu þig allan fram við hvað eina, sem þú tekur þér fyrir hendur. Eins við skyldustörfin. Það litur út fyrir að fylgzt sé með afköstum þínum, einhverra hluta vegna. Tvíburamir, 22. maí—21. júní. Þetta verður að mörgu leyti góð ur dagur, en þó virðist eitthvað bogið viö fjölskyldumálin, sem þó mun auðvelt að kippa í lag, ef taláð er saman í fullri hrein- skilni. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Góöur dagur, ef þú kappkostar að gera þér sem ljósasta grein fyrir öllum aðstæðum og vega þær og meta, og taka svo þínar ákvarðanir samkvæmt því. Faröu gætilega í peningamálum. Ljónið, £4. júlí—23. ágúst. Taktu þaö ekki nærri þér, þótt einhver kunningi þinn rjúki upp á nef sér — það er sennilega fyrir misskilning, sem leiðréttist von bráðara, og vináttan verður nánari en áður. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það er ekki ólíklegt að eitthvað komi þér þægilega á óvart í dag. en sennilega ekki í sam- bandi við peningamálin. Öllu heldur eitthvað, sem verður til að treysta vináttubönditi. Vogin, 24. sept. —23. okt. Góður dagur þegar upp er stað- iö, en veltur þó á ýmsu. Vertu fljótur að átta þig á hlutunum, en hugsaðu samt vel allar á- kvarðanir. Láttu hugboð ráða, ef svo ber undir. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Góður dagur, og mun gagn- stæða kynið eiga ánægjulegan þátt í því. Maður, þér nákom- inn, kemur þér ánægjulega á ó- vart. Kvöldið getur orðið einkar skemmtilegt, þegar á líður. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Farðu eftir leiðbeiningum og ráðleggingum þinna nánustu, jafnvel þótt þér falli það ekki í bili. Það er eins og dómgreind þín sé ekki sem skörpust eins og á stendur. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Gættyi þín á gagnstæða kyninu i dag( ef þú ert óbundin — ann ars er og líka hætta á einhverj um örðugleikum í sambúðinni, en það lagast innan skamms. Hitt getur orðið langærra. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú átt góðan leik á borði, og ættir að notfæra þér hann til hlítar. Gagnstæða kynið kemur nokkuð við sögu í dag, ef til vill ekki á jákvæöan hátt frá þínu sjónarmiði. Fiskarnir, 20. febr.--2Ö. marz. Góður dagur, ekki útilokað að þú verðir fyrir einhverju happi í peningamálum, sem komið get- ur sér mjög vel fyrir þig ems og á stendur. Talaðu sem minnst um fyrirætlanir þivsar í bili. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.