Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 8
ts V í S I n. . MiðviKudagur 30. apríl 1969. VÍSIR Otgefandi: ReyKjaprent h.t. \\ Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó’.fsson // Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \\ Aöstoðarritstjór): Axel Thorsteinson II Fréttastjóri; Jón Birgir Pétursson \\ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson (I Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 )i Afgreiðsla AOaístræti 8. Sími 11660 (í Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) ) Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuöi innanlands \ I lausasöiu kr. 10.00 eintakiö / prent3nvöja Visis — Edda h.f____________________________ V 1. maí og lífskjörin JJátíðisdagur verkamanna er á morgun. Raunar er \ 1. maí ekki lengur aðeins dagur verkamanna, heldur \ launþega almennt. Á þessum degi eru lífskjörin í ( sviðsljósinu, því að höfuðviðfangsefni samtaka laun- /i þega er að afla launþegum kjarabóta. í þetta sinn ein- / kennir lífskjarabaráttan hátíðisdaginn í meira mæli ) en öll undanfarin ár, þvi að nú standa einmitt yfir \ einhverjar hinar lengstu og erfiðustu samningavið- \ ræður um langt árabil. 1. maí og samningaviðræðurnar standa í skugga ) h'fskjaraskerðingar síðustu missera. Á tveimur árum \ hafa orðið mikil umskipti til hins verra. Þá ríkti al- ( menn velsæld í landinu en nú reynist mörgum erfitt ( að láta endana ná saman. Höfuðáhugamál launþega / á þessum hátíðisdegi hlýtur því að vera að finna leiðir ) til að snúa þessari öfugþróun við. ) Flestir telja kauphækkanir leiðina til að bæta lífs- \ kjörin. En hvað segir reynslan um það? Hafa mestu ( kauphækkanirnar reynzt haldbeztar á undanförtiunr ( árum? Nei, alls ekki. í gamla daga var það svo, en / það var áður en jafnvægi náðist milli hlutar laun- ) þega og hlutar fyrirtækja af verðmætaframleiðslu at- \ vinnuveganna. Síðan það jafnvægi náðist fyrir nokkr- \ um áratugum, hafa kauphækkanir yfirleitt ekki leitt ( til kjarabóta, heldur til verðbólgu, sem étur skjótt ( upp allar kauphækkanir. I Menn verða að líta á þetta skilningsaugum nútíma- )) mannsins. Staðreyndin er sú, að það er frekar veikt \i samband milli kauphækkana og kjarabóta. En hvað \ er þá hægt að gera til þess að bæta kjörin? Svarið er ( raunar einfalt og augljóst: Með því að auka framleiðni / atvinnuveganna, það er að segja með því að auka þá / verðmætasköpun, sem liggur að baki hvers launþega. I Þessari aukningu geta launþegar og fyrirtæki síðan / skipt með sér í mesta bróðerni. Þá koma til sögunnar / kauphækkanir, sem leiða til kjarabóta. Þá er byrjað ) á réttum enda, á verðmætasköpuninni sjálfri. Viður- \ kenna ekki allir þetta með sjálfum sér? \ Við lifum á blómaskeiði þekkingar og vísinda. Sam- (' skipti vinnuveitenda og launþega eiga að taka mið / af því. Gömlu og úreltu slagorðunum á að varpa fyrir / borð. Þau hafa of lengi spillt fyrir því, að hægt væri ) að koma á skynsamlegu samstarfi þessara aðila um \ raunverulegar og varanlegar lífskjarabætur. Hið skyn- \ samlega í málinu er, að fulltrúar launþega og vinnu- ( veitenda í hverri atvinnugrein setjist niður í róleg- // heitum og finni leiðir til að auka framleiðnina í sinni / grein. Árangrinum á síðan að skipta niður milli laun- ) þega og fyrirtækja í fyrirfram ákveðnu hlutfalli. \ Ef friður og samstarf kemur í stað ófriðar og sundr- \ ungar, er enginn efi á því, að þróttur atvinnulífsins ( mun stóraukast og lífskjörin batna eftir því. Það er / ekkí hægt að hugsa sér betri ósk launþegum til handa / á þessum hátíðisdegi, en að þessaf nýju hugmyndir ) nái fram að ganga. ) „Dawn Patrol" á Miðiarðarhafi . Um 120 herskip eru nú á Miðjarðarhafi — vestrænna þjóða og Rússa, og halíast ekki á, því að þau munu álíka mörg eða 60 á hvora hlið. Norður-Atlantshafsbandalagið hefur þarna 60 herskip, brezk, bandarísk, vestur-þýzk, ítölsk, tyrknesk og grísk — og 300 flugvélar. Þau eru þarna að æfingum, sem nefnast „Dawn Patrol“. Sovétríkin hafa haft þama um 40 skip, en um það bil og flotaæfingarnar hófust var þeim fjölgað, og er nú styrkleiklnn hnffjafn. Sigia hin sovézku í kjölfar hinna jafnan og njósna af kappi. Áhyggjur vegna stjórnar- ppunnar í LÍ6AN0N • Eins og kunnugt er kom til alvarlegra átaka fyrir skemmstu í Libanon, Arabalandi fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau urðu milli Palestinu- Araba og stuðningsmanna þeirra annars vegar og annarra Araba hins vegar, flestra kristinna, sem eru mótfallnir því, að E1 Fatah fái þjálfunar- og bæki- stöðvar í Libanon undir skæru- hernað í ísrael. Kom til svo alvarlegra átaka, að stjórn Raschids Karamis, sem er sam- steypustjóm, neyddist til þess að biðjast lausnar, en þegar hann myndaði st-'órn nokkru þar áður var búin vera stjórnar- kreppa og vaxanui erfiöleikar á samstarfi i landinu. Karami er reyndasti stjóm- málamaður Libanons og oft hefir hann verið til kvaddur, þegar aðrir hafa' gengið frá. Varð hann nú að fyrirskipa rót- tækar aðgerðir, m. a. útgöngu- bann, eftir að til blóðugra átaka kom, og 17 menn höfðu falliö, og hátt á annað hundrað særzt, og varð svo að biðjast lausnar, og er nú að reyna að mynda stjórn á ný er þetta er skrifaö. Dr. Richard Beck hefir hlotið þakkarskjal frá 150 ára afmælis nefnd Illinoisríkis fyrir ritgerö sína um íslendinga þar í ríkinu, er samin var í tilefni af um- ræddu merkisafmæli þess 1968. Var grein þessi rituð að sérstakri beiöni dr. Árna heitins Helga- sonar, aðalræðismanns íslands i Chicago, og í náinni samvinnu við hann. í meðfylgjandi bréfi frá hr. Stanlev Balzekas, Jr., formanni Sesouicentennial Ethnic Comm- ittee, er þess getið, að frumrit Karami segist sjálfur hafa samúð með skæruliðum Araba, en þó mun hann hikandi við að veita þeim sérstök hlunnindi, þar sem helmingur þjóðarinnar er kristinn, landið nýtur góðs af hlutleysinu, og má þar til nefna, að Libanon er vinsælt ferðamannaland, en fljótt myndi taka fyrir feröamannastraum- inn, ef ástandiö yrði fljótlega eins og í Jórdaníu, þar sem margar ísraelskar flugvélax og herflokkar hafa farið tíðum til hefniárása, vegna árása skæru- liða. Og minnugir munu Liban- onmenn þess, er Israelskar her- þotur gerðu árás á alþjóöaflug- völlinn í Beirut, en hún var farin í hefndarskyni fyrir árás á Israelska flugvél á erlendum flugvelli. í fréttum frá Washington segir, að bandarískir stjóm- málamenn hafi vaxandi áhyggj- ur af horfunum I Libanon, en áður ólu menn nokkrar áhyggj- ur út af óstyrkri stöðu ýmissa arabískra ríkisstjóma, og er þetta einnig sagt valda sovét- leiðtogum áhyggjum, en ekkert bendir til að þessj þróun leiði allra ritgerðanna um hin ýmsu þjóöarbrot innan ríkisins, og bréf þar að lútandi, verði geymd í skjalasafni „The Balzekas Mu- seum of Lithuanian Culture” í Chicago, en afrit af fyrmefnd- um ritgerðum og bréfum verði varöveitt í bókasafni Sögufélags ríkisins (Illinois State Historical Library) í Springfield, Illinois og í Sögufélagi Chicagoborgar, svo að fræðimenn eigi með þeim hætti aðgang að þessum sögu- legu gögnum. (Lögb.-Heimskr.) til, að unnt verði að hraða sam- komulagsumleitunum fjórveld- anna á vettvangi Sameinuða þjóöanna um leiðir tfl sátta' mi'lli ísraels og Araba- ríkja. Og ekki batna horfumar við það, að de Gaulle er farinn af forsetastóli, sá vestræni leiðtogi sem Arabaþjóðimar treystu bezt og litu upp tiL Ekki er unnt að segja neitt um horfumar, eins og er, á því hvort Karami tekst að leysa vandann. Fjórveldin öll era nú sögð á eitt sátt um það, að nauðsyn- legt sé að aðilar hætti átökum, meöan reynt sé að semja um vopnahlé, en horfur í þessu efni kunna aö skýrast þá og þegar. Karami. Dr. Richurd Beck ofhent þnkkarskjnl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.