Vísir - 30.04.1969, Side 9

Vísir - 30.04.1969, Side 9
/ í SIR . Miðvikudagur 30. apríl 1969. 9 • FERÐAMANNAIÐJAN ER ORÐIN HÖFUÐATVINNUVEGUR Á ISLANDI ÞRÁTT FYRIR TÓMLÆTI - HUGLEIÐINGAR UM NOKKRA ÞÆTTI FERÐAMÁLA □ „ísland hefur ótakmarkaða möguleika sem ferðamannaland”. — Þetta er staðhæfing, sem neyrist nú sífellt oftar. Þótt fáir hafi viljað hafna þessari kenningu, virðast þó fáir vilja fara eftir henni og notfæra sér þá tekjumöguleika, sem ferða- mannaiðja hefur upp á að bjóða. — Þarna er þó að verða á nokkur breyting. Hulduatvinnugreinin á íslandi, ferðamannaiðjan, er að komast á yfirborð- ið. Það er farið að viðurkenna tilveru þessarar at- vinnugreinar, sem í mörgum löndum skipar einn veglegasta sessinn í þjóðarbúinu. Tjað er líklega heldur ekki hyggur á viöbyggingu 200 her- seinna vænna, að tilvera bergja álmu, en það eru jafn- þessarar höfuðatvinnugreinar sé mörg herbergi og Hótel Loft- viðurkennd, þyí að hún er þeg- leiðir, Hótel Holt og Hótel ar orðin ein sú mikilvægasta á Saga hafa öll samanlagt nú. íslandi, þrátt fyrir furðulegt Þá hefur Inter-Continental tómlæti yfirvalda. Á síðasta ári hótelhringurinn. dótturfyrirtæki færði þessi atvinnugrein ís- Pan American áhuga á því að lenzka þjóðarbúinu meira en kanna mögule'ka þess að koma tíunda hluta allra gjaldeyris- hér upp 200 herbergja lúxus- tekna og sennilegast hlutfalls- hóteli, en flugfélagið gerir sér lega stærri hlut í heildarþjóðar- grein fyrir því að aukning í tekjunum. Hver gjaldeyriskróna farþegaflugi hingað getur þvi í ferðamálaiðjunni skapar fleiri aðeins orðið, að nóg hótel séu krónur í þjóðarbúinu en flestar fyrir hendi að hýsa þessa far- aðrar útflutningsatvinnugreinar. þega. Það hefur verið amazt við „bakpokalýð“ svo- kölluðum með íslenzkri smekkvísi. En hver ein- asti ferðamaður, ríkur eöa fátækur þarf að kaupa sér far til lands- ins og fjárvana ungur maður í dag, getur orð- ið vel efnaður maður á morgun. Og ungi mað- urinn, sem gengur um landið kynnist því bet- ur en aðrir og er betri augiýsing en „rútubíla- túristinn“. uröur Magnússon hjá Loftleið- um og Sveinn Sæmundsson hjá Flugfélaginu. Þeir hafa báðir manna mest unnið að feröamálum fyrir ís- land, en flugfélögin eru þeir aöilar, sem leggja lang mest í alls konar kynningu á landinu á erlendum vettvangj og leggja tugi milljóna króna í auglýsinga kostnað á hverju ári. — „Við eigum að auglýsa plássið, frelsið og hið þægilega sumarloftslag hér í erlendum stórborgum, þar sem fólkiö er aö kafna í svækju og þrengslum á sumrin,“ segja þeir. Island hefur víðáttuna. Hér þarf enginn að fara langt til að komast langt í burtu frá öllu koma upp á yfirborðið □ Neyðin kennir... Það er tvennt, sem nú er að gerast í einu. Áróður ferðamála- manna er farinn að hafa áhrif, en margir ágætismenn hafa starfað af miklum dugnaði fyrir gengi ferðamála, í öðru lagi sannast hið ágæta máltæki: „Neyðin kennir naktri konu aö spinna“. Islendingum er að verða það Ijóst að það er Iífsspurs- mál að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið og nýta betur þá möguleika, sem landið hefur upp á að bjóða, en gert hefur verið h;ngað til. Það er nú smám saman að renna upp fyrir íslendingum, að land þeirra er harla gott og hefur upp á margt að bjóða, sem önnur lönd hafa ekki. Þessi staðhæfing kann að þykia grátt gaman meðan Ástraliufarar eru í sviðsljósinu og meðan viður- kennt er að margir þeirra virö- ast hafa ástæði til að leita til staða, þar sem Hfsbaráttan er auðveldari við fyrstu sýn. En þeir eiga flestir eftir að koma aftur, m. a. vegna þess. að ís- lendingum er að lærast að þekkja landið sitt og að notfæra sér hvernig hægt er að lifa á þvi □ Stórar hótel- áætlanir uppi. Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Vísis, að mikill áhugi er nú á því að bæta hðtel- kast landsins. Margir aðiljar bafa fyílsta áhuga að koma bér upp stðrhðtelum. Hðtel $aga Það er talið heldur ólíklegt, að erlendir aðiljar verði til þess að leysa hótelmál okkar enda er Islendingum fyrir beztu aö huga að þessum málum sjálfir. — Vandamál hótelrekstrar á íslandi hefur verið hve góð nýt- ing nær yfir skamman tima árs- ins, aðeins 2—3 sumarmánuðina, en þennan galla geta íslending- ar bætt með nýtingu hótelanna fyrir skólafólk á veturna, ef við höfum sjálfir yfirstjóm þessara mála. □ Skólar og hótel Þennan möguleika höfum við raunar þegar nýtt að vissu marki og stærsta hótel landsins, Edda, er einmitt þannig til- komið Þetta eru heimavistar- skólar i öllum landsfjórðungun- um sem eru nýttir sem sum- argistihús með 6 — 800 rúmum. En það má gera miklu betur, t,d hér i Reykjavfk, Þar sem fjöldi skóla er starfræktur án þess að séð hafi verið fyrir hús- næðisþörf nemenda, sem koma alls staðar að af landinu Sem dæmi má taka Sjómannaskðl- ann, Kennaraskólann, Tækni- skólann, Vélstjóraskólann, Verzlunarskólann, mennta- skólana, Iðnskólann og svo auðvitað Háskólann, sem virð- ist nú skorta fleiri garða til að anna e 'rspuminni □ NATO-ráðstefnan kveikti ijósið Fleiri möguleikar bafa verið rasddir til að auka nýtingu hðtel- anna og má það helzt nefna ráðstefnuhald alls konar, en nú virðist vera að komast i tízku að halda ráðstefnur hér á landi. Möguleikar fslands sem ráð- stefr.ulands voru flestum óljósir, þar til NATO-ráðstefnan var haldin hér f fyrrasumar. Þá rann iip Ijós hjá mörgum, að hægt væri að gera ráðstefnur að mikillj tekjulind og árvissri, því ráðstefnum í heiminum mun halda áfram að fjölga á næstu árum og áratugum eins markvisst og þeim hefur fjölgað á seinustu árum. Island hefur upp á margt að bjóða sem ráðstefnuland. Það er spennandi fyrir útlendinga að koma hingað til að halda ráð- stefnur. Andrúmsloftið er þægi- legt, eins og ráðherramir á NATO-ráðstefnunni bentu á í fyrrasumar og ísland liggur miðsvæðis milli tveggja heims- álfa, sem mesta þörfina virðast hafa fyrir ráðstefnur. □ Það er ekki aðeins sólskinið Ef skoðaðar eru landkynn- ingarmyndir um ísland gæti maður haldið, að hér á íslandj sé alltaf sumar og sól. Mynd- imar virðast aðallega til þess gerðar að eyða minnimáttar- kennd íslendinga vegna nafns landsins. Þó eru ekki allir sammála um að við eigum að gefa þessa mynd af landinu. „Við eigum að auglýsa rign:ngu og rok“ hafa blaðafulltrúar híggja flugfélaganna sagt á opínberum vettvangi, þeir Sig- fólki. Það er kostur, sem fáir íslendingar gera sér enn grein fyrir, en fólk á þéttbýlissvæð- um beggja megin Atlantshafs- ins skilur mjög vel. □ Endurheimt heilsunnar Heilsan er dýrmæt. Um það efast fáir, a.m.k. ekki þeir, sem hafa misst hana. Og með auk- inni velmegun verða menn fús- ari til að fóma miklum pening- um fyrir hana, — til að viðhalda henni og til að endurheimta hana, Margir greindir menn hafa bent á möguleika þess, að gera ísland að allsherjar heilsu- verndarstöð. Við höfum lofts- lagið og við höfum hveraböðin, sem fjöldi manna um heim allan trúir á. Enn hefur lítil sem eng- in áherzla verið lögð á þetta í landkynningarstarfsemi okkar, enda lítið gert til að koma upp heilsuvemdarstööum á íslandi. Leirböðin austur í Hverageröi eru enn nær eingöngu fyrir Is- lendinga, sem er auðvitað einnig góðra gjalda vert. Sumir þeirra, sem vinna að feröamálum hafa gert sér þetta ljóst, þannig að búast má við því, að þessi mögu leiki verði nýttur. □ Grænland er túrista- atraktsjón fyrir ísland Flestir Evrópubúar, sem á annað borð eyða fé sínu í ferða- lög hafa komið til M:ðjarðar- hafslandanna oft. En það eru fáir, sem hafa komið til heim- skautalandanna, Við bæjardyr okkar liggur eitt frægasta heim- skautalandið, — land, sem fæst- ir láta sig dreyma um að heimsækja, en margir vildu heimsækja, ef þeim yrði ljóst, að það er hægt. Flugfélag Is- lands hefur þegar komið auga á þennan möguleika og hefur nú í nokkur sumur haft reglulegar ferðir þangað á sumrin. Enginn vafi er á því, að sú starfsemi á eftir aö stóraukast og marg- ir ferðamenn eiga eftir að not- færa sér að heimsækja ísland og Grænland á einu bretti. □ Hægt að auka lax- veiðina fjórfalt Það hefur borið nokkuð á áhyggjum manna, að laxveiði á íslandi verði aðeins fyrir út- lendinga. Þeir hafa meiri fjárráð og geta því yfirborgað íslenzka laxveiðimenn. Fáir viröast gera sér grein fyrir því, að núna er að eins hluti af þeim laxveiðimögu- leikum, sem Iandið hefur upp á að bjóöa, nýttur. — Veiðimála- stjóri, Þór Guðjónsson, hefur sagt, að tvöfalda megi stang- ve'ðina i íslenzkum laxám, ef netin eru tekin úr umferð. Það má aftur tvöfalda laxveiðina á nokkrum árum með aukinni laxarækt. Á nokkrum árum get- um við því aukið stangaveiöina fjórfalt og á lengri tíma senni- lega miklu meir. Fyrir erlendan stórborgarstrák er það ævintýri, sem seint gleymist að veiða lax í fslenzkri á og hann er reiðu- búinn að borga mikiö fyrir það. □ Silungsveiðin hér betri en á írlandi íslenzkir veiðimenn hafa far- ið til írlands til að veiða silung og þeir hafa ekki verið einir á ferð. Silungsveiðin hefur veriö ein aöalferöamannabeitan þar í landi. I fyrra komu 115 þúsund ferðamenn til Islands gagngert til að veiða silung, en Lúðvíg Hjálmtýsson, formaður Ferða- málaráðs telur, aö við höfum fengsælli vötn en írar og fleiri. Lax og silungsveiðin gæti því orðið til að afla okkur mikilla tekna af ferðamönnum. Ekki að- eins við að selja Veiðileyfin, heldur alla þjónustu. Þeir þurfa aö kaupa ferð hingað, uppihald, skemmtanir veiðiútbúnað o. fl. □ Ferðamenn bæta samgöngur íslendinga Eftir að ferðamönnum fór að fjölga á íslandi hafa samgöng- ur okkar við umheiminn batnaö stórlega, með fleiri flugferðum, fleiri skipakomum en ella hefði verið. Með frekari aukningu munu samgöngur halda áfram aö batna og það má hugsa sér, að ferðamenn gætu hjálpað til við að bæta vegakerfi landsins. □ En við verðum að reisa hótel Það er hægt að skrifa enda- laust um gildi aukinnar feröa- mannaiöju. Þó er það Ijóst, að við munum ekki geta notfært okkur þessa nýju manntegund, ferðamann:nn, sem er dæmigert afsprengi 20. aldarinnar, nema búið sé í haginn fyrir hann. Margir virðast vera á báðum áttum, hvort rétt sé að byggja fleiri hótel meðan þrengslin eru ekki meiri en nú er. — Þarna er vitlaust mat á orsök og af- leiðingu, segir Lúðvíg Hjálm- týsson — Ferðamönnunum fjölgar í hlutfalli viö aukningu gistirýmis og hann bendir þvi til staðfestingar á það stökk, sem varð í fjölda ferðamanna strax eftir að nýju hótelin fj'ögur voru byggð, City, Saga, Loftleiðir og Holt. Síðan þá hefur ferðamönnum fjölgað á milli 300 og 400%. — vl — ti» • ■ja

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.