Vísir - 30.04.1969, Page 16

Vísir - 30.04.1969, Page 16
VISIR iviióvIkudagur 30. april 19b'9. Munið^ ^Múlubuffi nýjo xC h Sími grillið 37737 BOLHOLTI 6 SlMI 82143 ÍNNRÉTTINGAR SÍDUMÚLA 14 - SIMI 35646 Gerir alla ánægða IVIINKURINN — sumir kalla hann skaðræðisskepnu, en aðrir sjá gull í þessu litla dýri. Nú er það Alþingis að skera úr um það, hvor hópurinn fær sitt fram. SAMVINNA UM DAGSKRÁNA 1. MAÍ Aðalkröfurnar um vísitölubætur og fulla atvinnu Alþjóðlegur hátíðardagur verkalýðsins, 1. maí, er á •riorgun og verður að vanda efnt il útihátíðarhalda hér í Reykja- ■ ík o?> víðar um land. ÖIl verka- 'vðsfélögin í Reykjavík munu -tanda að dagskrá hátíðarhald- anna, en samvinna hefur nú tek- 'zt um dagskrána í allmörg ár. Dagskráin hefst á því, að safn- azt verður saman við Iðnó milli kl. 1.30 og kl. 2 og þá lagt upp í kröfugöngu. Gengið verður um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðal stræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu, Frakkastlg, Laugaveg, Bankastræti og niður á Lækjartorg. Á Lækjartorgi verður haldinn úti fundur og flytja ávörp þeir Guð- mundur J. Guðmundsson, varafor- maður Dagsbrúnar og Guðjón Sig- urðsson, formaður Iðju. Fundar- stjóri verður Óskar Hallgrímsson, formaöur fulltrúaráös verkalýðsfé- laganna. Aðalkrafa dagsins verður um fulla vísitölubætur og næga at- vinnu. Sem dæmi um kröfuspjöld- in má nefna: „Dagvinnutekjur til menningarlífs. Gegn verðbólgu og dýrtíð. Aldrei framar atvinnuleysi. Við mótmælum kynþáttaofsókn- um.“ Minkurinn vinnur sífellt á í þinginu □ Minkurinn vinnur á. Efri deild Aiþingis sam- þykkti frumvarp um loð- dýrarækt í gær með 14 atkvæðum gegn 4. And- ófsmenn höfðu áður reynt að fá samþykkta tillögu um að vísa mál- inu til ríkisstjómarinnar en hún var felld með 13 gegn 6. Málið fer nú til neðri deildar, þar sem ó- vissa ríkir um undirtekt- ir. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að minkabú veröi leyfð að nýju á íslandi, en strangar reglur verði settar um útbúnað minka- búranna og leyfi til loðdýra- ræktar, Landbúnaðarráðuneytið skuli annast leyfaveitingar, I umsókn skuli gerð grein fyrir gerð búr- anna, dýrunum fjármálum og öllum rekstri. Kunnáttumaður með minnst eins árs reynslu skuli veita þeim forstöðu. Ráðu- neytið leiti umsagnar veiðistjóra. í frumvarpinu segir, að loð- dýrabúrin skuli hafa þrefalda vöm, vírnetsbúr með hreiður- kassa, dýrheldan skála á steypt- um ramma og dýrhelda ytri girðingu. Flutningsmenn eru Jón Þor- steinsson (A), Auður Auöuns (S), Sveinn Guðmundsson (S), Karl Guðjónsson (Ab) og Axel Jónsson (S). Konur gefa 100 þúsund til fæðingar- deildar • Læknar Landspítalans fengu óvænta og ánægjulega heimsókn á föstudaginn þegar stjómar- konur kvenfélags Hvítabandsins komu í heimsókn með hundrað þúsund krónur upp á vasann. Þetta var gjöf frá félaginu og skal henni varið til byggingar fæðinga- og kvensjúkdómadeild- ar Landspítalans. Konur láta ekki sitia við orðin tóm nú frekar en endranær, þegar heilbrigðismálin eru annars vegar, en ljóst er að mikill áhugi ríkir nú meðal kvenna að koma þessum málum í höfn. Það voru frú Jóna Erlendsdótt- ir formaður félagsins, frú Oddríður Jóhannsdóttir, gjaldkeri og frú Amdís Þórðardóttir, sem afhentu gjöfina. Slökkvilið þrívegis gabbað að Menntaskólanum í apríl — en aldrei hefur neitt slikt komið fyrir i Miðbæjarbarnaskólanum, þar sem einnig er sjálfvirkt viðvörunarkerfi SÁ, sem gerir sér það að leik að gabba slökkvi- liðið, getiir lent í þeirri óþægilegu aðstöðí. að verða þrjátíu þúsundum króna fátækari, ef til hans næst. Slökkviliðið var kallað út í þriðja sinn í þessum mánuði I gær að gamla Menntaskólanum í Reykjavík vegna gabbs. Þar er sjálfvirkt viðvörunarkerfi sem er tengt upp í slökkvistöð og ber slökkviliðinu að fara á staðinn strax þegar viðvörun berst. Við þetta sjálfvirka kerfi eru einnig tengdir brunaboðar, sem eru innan veggja skólans og hefur einhver tekið í einn hemilinn. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri, sagði í viðtali við Vísi í morgun að sams konar sjálf- virkt viðvörunarkerfi væri einnig í Miðbæjarskólanum. — Þar hefur aldrei neitt komið fyrir og litlu börnín virða þessi tæki eins og vera ber. Þess vegnn er þaö einkennilegt, að þau böm sem meira vit eiga að hafa hagi sér svona. Við fór- um með nokkurt lið í gær út af svona vitleysu, þó við værum nokkuð öruggir aö um gabb væri að ræða. Þá sagði slökkviliðsstjóri aö útkall slökkviliðsins gæti kost- að allt upp í 30 þús. krónur, þótt ekki hefði verið um svo mikla upphæð að ræða í gær. — Ef menn verða uppvísir að gabbi verða þeir ábyrgir fyrir kostn- aðinum við útkallið og um leið er málið orðið lögreglumál. Fyrsta verk Sagan sýnt í Kópavogi • Leiklistarlíf hefur staðið með blóma venju fremur í Kópa- vogi í vetur og nú í vor hefur Leikfélagið þar verið með „Höll í Svíþjóö“ eftir Francoise Sagan á fjölunum. — Leikendur eru flestir ungir og hér sjáum við tvö af aðal- leikendunum, Sigrúnu Bjömsdóttur og Sigurð Karlsson, en þau leika eins konar gestaleik í Kópavogi, en Sigurður hefur sem kunnugt er leik- ið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Grímu, og Sigrún er útskrifuð úr skóla Þjóðleikhússins og kom með- al annars fram með Leikflokki Litla sviðsins I Lindarbæ. í

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.