Vísir


Vísir - 05.05.1969, Qupperneq 2

Vísir - 05.05.1969, Qupperneq 2
Hvítir vasaklútar oft á lofti — Arsenal vann oð v/su 3:1, — 'islenzka //ð/ð var sannfærandi um góðo og bjarta framtið ■ Það var sannkallaður sigur, sem íslenzka lands- liðið hlaut að launum fyrir erfiði sitt á Laugardals- velli í gærdag. Þar horfðu 11200 manns á liðið leika ágætan leik gegn því heimsfræga atvinnuliði Ars- enal í steikjandi sólskini og ágætis veðri. Arsenal vann, 3:1, — en frammistaðan gegn þessu ágæta liði hlýtur að gefa góð fyrirheit fyrir sumarið. Það er óhætt að segja að sjald an hafa áhorfendur yfirgefiö völlinn elns ánægðir og einmitt nú. Sumarið er að byrja fyrir okkar menn, en keppnistfmabil- ið að enda fyrir Arsenal, — að- stöðumunur því erlenda liðinu í hag. Fyrri hálfleikurinn veröur ef laust mörgum minnisstæður, ekki sfzt fyrir góða frammi- stöðu okkar manna. Það var hátíðarstemning í loftinu, lúðra sveit lék, þar var sólskin og hiti og þegar liðin hlupu loks inn á völlinn, var veifað hvítum vasaklútum. Eftir leikinn sagði Þórólfur Beck: „Maður gat loks fundið að þetta var heimavöll- ur okkar, við fundum hvemig áhorfendur hylltu okkur meðan staðan var 1:1“. En síðan skeði ekkert frekara þ.e.a.s. af hálfu áhorfenda. ís- lenzkir áhorfendur virðast ekki síður þurfa æfingu en landsliðs mennirnir, þar er nefnilega stað- reynd aö þeir eru gulls ígildi ef þeir standa sig, annars harla lítils virði. En vfkjum að leiknum. Á 3. mínútu setti áhorfendur hljóða, Graham átti skot að marki, en Sigurður Dagsson varði, en missti boltarm frá sér. Það var Gould, sem kom og fylgdi eftir og skoraði 1:0. Ekki liðu nema 12 mfn. þang- að til jafnað var. Það var eftir að Þórólfur gaf góða sendingu inn að vítateig, að Hermann not- færði sér til hins ítrasta, skaut og skoraði eftir að leika á vam- armann á vítateig. Skotið var stórglæsilegt, lenti efst upp með þverslá og inn. Við þetta mark vora sannar- lega margir hvítir vasaklútar á lofti og fagnað betur en nokkru sinni, enda markið stórkostlega fallegt. Ingvar Elísson var ekki fjarri þvf að færa fslenzka liðinu for- ystu á 26. mín., en það tókst þó ekki. Arsenal átti hörkuskot yfir markið rétt á eftir, var Arm strong þar að verki, en rétt á eftir var Robertsson einnig að verki með skot yfir markið. Þá varði Sigurður Dagsson vel. — Þegar aðeins voru eftir 4 mín. af hálfleik varði Sigurður stór- kostlega, kom úr öndveröu homi og varði þegar Radford virtist búinn að skora með skalla, en Sigurður Iyfti yfir, og gerði lítið úr þessari at- Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. lögu Radfords, sem og áður við tilraunir ýmissa heimsstjama. Á 42. mfn virtist einna helzt liggja við sjálfsmarki hjá Arsen- al, svo varð þó ekki, boltinn hrökk í horn. Hins vegar skoraði Robertsson á síðustu mínútu hálfleiksins 2:1. Boltinn hrökk til hans í galopnu færí og hann notfærði sér það eins og vera ber og skoraði. 1 seinni hálfleik kom Páll Pálmason f mark íslenzka liðsins og Ásgeir Elíass., sem út herji, en Arsenal gerði og breyt ingar. Það lið sem Arsenal sendi virtist yngra og hreyfanlegra á köflum og náði vissulega betri árangri að mörgu leyti en í fyrri hálfleik. Á 10. mín. skor- aði Arsenal lokamarkið og var þar glæsilegur skalli Radfords eftir að Robertsson skállaði fyr- ir. Lágu þeir Ellert og Radford eftir þennan skalla og vissu um stund hvorki í þennan heim né annan. Heilsaðist þeim þó brátt vel. Áður virtist þö íslenzka liðið eiga vítaspyrnu. en fékk óbeina spymu innan vítateigs. Her- mann átti þá gott skot, en rétt framhjá. Smám saman tókst Arsenal að ná yfirhöndinni og virtust lík- legir til að skora fleiri mörk. Oft stóð markvörðurinn sig vel, en vömin var á verði fyrir öllum W-+ 3. síða. Ingvar Elísson var sannarlega nærri því að skora hér fram hjá Vilson, markverði. (Wf GREAS EATER Fitueyðir .Fitueyðir hreírrsar véiar, vlnnuföt bflskúrsgölf o- fl., betur en flest önnur hreinslefnl- Leiðarvísir fylgir. ,r ANDRI H.F-, HAFNARSTRÆTl 19, SÍMj, 23955

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.