Vísir - 05.05.1969, Síða 9

Vísir - 05.05.1969, Síða 9
V í S I R . Mánudagur 5. maí 1969. 9 TÍSB m — Teljið þér, að forustumenn stjórnmálaflokka, stofnana, fyrirtækja og hagsmunasam- taka hafi brugðizt vonum yð- ar þegar á heildina er litið? Alexander Jóhannesson, af- greiðslumaður: Ég hef aldrei bú- izt við neinu betra af þeim. Öm Steinsen, skrifstofumaður: í sambandi við kjaramál er svar mitt já. Einnig má reyndar svara játandi á öörum sviðum. Haldór Einarsson, heildsali: Ég mundi segja, að þeir hafi að vissu leyti brugöizt. Ég tel að forustumennirnir verði að horf- ast í augu viö þá staðreynd, að iðnaöur sem er undirstaða vel- farnaöar í hverju ríki, er næsta óþekkjanlegt fyrirbrigði hér. Sæmundur Pálsson, bygginga- meistari: Nei, það vil ég ekki meina. Við landsmenn höfum brugðizt sjálfum okkur. Við höf- um lifað um efni fram. Við verö- um sjálfir að taka okkur á. Það hefði engin stjórn ráðið við fjár- munasóun landsmanna. Þorvaldur Guðmundss.: Spurn- ingin er allt of yfirgripsmikil. Ef maður tekur einn samnefn- ara þá eru þeir aJlir í sekt, en auðvitað eru til heiðarlegar und- antekningar eins og annars stað- ar. V'isir ræbir við fiskifræðinga um veiðihorfur „sildarflotans" i sumar Síldveiðarnar hefjast í júníbyrjun — segir Jakob Jakobsson Verða engar síldveiðar í sumar? spyrja menn. Flestum þykir mesta rómantíkin farin af síldveiðunum. Þær eru ekki lengur jafneftirsóknarverðar og þær voru fyrrum. Nú er ekki lengur beðið löndunar með drekkhlaðin skip og slangrað um sólheita síldarbæi, heldur velzt um Noröur-íshafið sólar- hringum saman án þess svo mikið sem að eygja land. «*■ Mikill vafi leikur á því, hvað verður um okkar glæsilegu „síldveiðiskip“ í sumar. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er hins vegar ekki í vafa um, hvar þeir skuli bera niður, en hér fer á eftir spjall við hann og Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðing, um veiðihorfur í sumar, síld og loðnu. ■yiö verðum að taka tillit ti) þess, segir Jakob, að veiöi hefur brugöizt meira og minna þetta árið. Síldveiði okkar brást í haust, Rússar fengu miklu minni síld en áður og vetrarsíldveiðar Norðmanna brugðust algerlega. — Þess vegna gerum við ráð fyrir að síldarmagnið austur og norður í hafi verði ekki minna en það var í fyrra. Síldarstofninn hefur aö vísu minnkað mjög mikið síðan hann var upp á sitt bezta 1964 — 1966 Það ætti engu að síður að vera hægt að ná upp talsverðu síldar- magni. Beztu líkumar fyrir veiði eru fyrri hluta sumars. Þá er síldin oftast í átu. — 1 fyrra var síldin óviðráðanleg síðari hluta sumars. Við kennum þar um ástandi sjávarins. Síldveiðar í byrjun júní Það er meðal annars vegna þessa að Árni Friðriksson fer austur í haf í síldarleit núna í vikunni. Til þess sem sagt að finna sildina tímanlega. Veiðarn- ar byrjuðu í fyrra ekki fyrr en i júnílok. Núna vonumst við til að þær geti hafizt ekki síðar en í júníbyrjun. — Hvað hefur verið fylgzt með síldargöngunum í vetur? — Síldin hrygndi við Noreg og Færeyjar og hélt þaðan norð ur á bóginn um miöjan marz. Núna um miðjan maí fer rúss- neskur leitarfloti norður og við fáum fréttir frá honum strax og þeir verða síldar varir. Norð- menn byrja hins vegar ekki sína síldarleit fyrr en i júní. — Við gerum ekki ráð fyrir að þær breytingar verði í sjónum, að síldin hagi göngu sinni mikið á annan veg en hún hefur gert, núna síðustu ár. Það má búast við að hún nálgist Bjarnareyj- arsvæðið, þegar kemur fram á sumar. Hins vegar getur hugs- azt aö hluti síldarinnar, sem hrygnir við Færeyjar haldi sig kannski sunnar og vest- ar og það kæmi okkur þá til góða, en ivð miðum okkar áætl- anir viö að síldin haidi sig norð ur frá á svipuðum slóðum og í fyrra. — Heldurðu að flotinn fáist austur, ef svo langt verður að sækja síldina? — Mér finnst það hart, ef síldin finnst í svipuðu magni og í fyrra, aö ekki verði þá hægt að salta verulegt magn. Um miklar bræðslusíldarveiðar get- ur vart orðið að ræða eins og ástandí stofnsins er nú háttað. Mér skilst að þaö sé mjög mikilvægt að við höldum þess- um saltsíldarmarkaði, sem við höfum. Og okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að veiða nægjanlegt magn. — í fyrra fékkst líka dýrmæt reynsla í söltun á hafi úti. >•“ Skipta /'lotanum Við eigum nógu stóran flota til þess arna. Og við verðum aö skipta flotanum. Annar hluti hans verður að fara á saltsíld- veiðar og hinn hlutinn að afla verksmiðjunum hráefnis. — Verður loðnan þá ekki helzti bræðslufiskurinn í sum- ar? — I marz fundum við mikið magn af loðnu úti af Austfjörð- um. Við teljum að þessi loðna verði út af Norður- og Austur landi í sumar. — Auk þess varð vart við mikið magn af loðnu út af Vestfjörðum í vetur, bæði í fiski og eins fékkst hún i botn- vörpu og bátarnir urðu varir við hana á fiskileitartæki sín. Þessi loðna hefur trúlega komið úr hafinu milli Islands og Grænlands, og mun senni- lega halda sig út af landinu N.V.-verðu í sumar. Þar hefur jafnan orðið vart við loðnu yfir sumartímann. Síldarleitarskipin hafa til dæmis oft orðið vör viö stór torfusvæði af loðnu f leið angri sínum fyrir Norður- og Norð-austurlandi. Við höfum mikinn hug á að athuga svæðið fyrir norðan land, þegar ísinn fer að minnka með sumrinu. Þá verður loðnan líka væntanlega orðin feit og vel fallin til bræðslu. - Loðnan þegar ísa leysir Annars er það Hjálmar Vil- hjálmsson, sem mest hefur feng- izt við loðnurannsóknimar, og við snerum okkur einnig til hans en hann hefur sem kunnugt er ásamt Jakobi stjómað síldveiði- leiðöngrunum s.l. sumar. Loðnan hefst við í köldum sjó, segir Hjálmar, og lifir mikið á pólsævarátunni, sem er náskyld því æti, sem síldin hefur. Loðn- an hefur fundizt allt noröur und- ir Jan Mayen. Hins vegar er það hugsanlegt að hún haldi sig jafn- vel nær landi nú en venjulega, þar sem sjórinn er svo kaldur. Annars eru þrír loðnustofnar til hér í Norður-Atlantshafi, við Grænland, Island og Noreg. — Og hefur hún ekkert verið veidd á sumrin fyrr? — Norðmenn veiddu jú eitt- hvað af henni í fyrra norður undir Bjarnarey. Þar voru þeir meö eina 15—20 báta, sem fengu þar talsverða veiði. — Hvernig er helzt að veiða loðnuna á sumrin, i nót eða vörpu? Jakob Jakobsson. — Það þyrfti ef til vill dýpri nætur en bátamir hafa notað við loðnuveiöamar hér við suður- ströndina á grunnmiðum. Loðn- unni væri hins vegar upplagt að ná í flotvörpu. Þaö er tvennt ólíkt að veiða loðnu í vörpu eða síld. Loönan er svo miklu rólegri og seinni í hreyfingum. En þetta þarf að kanna, Við teljum hent- ugast að hefja veiöarnar þegar kemur fram á sumarið. Þá er hún feitari og verömætari. Þó væri hugsanlegt að veiða hana út af Austurlandi og annars stað ar utan ísasvæöisins núna fvrri- hlutann. >*“ Reyna spærlings- veiðar við Suðurland — Nú, svo hefur verið talað um aö veiða spærling i ræðslu, veröur það eitthvað reynt f sum- ar? — Þaö eru tveir bátar að undir búa spærlingsveiðar hér sunnan lands. Það varð vart við hann í vetur í þykkum torfum á Sel- bogsbanka til dæmis og víðar. Hafrún kastaði í fyrra á stórar torfur, sem reyndust vera spærlingur. Og í septemer í fyrrahaust varð vart við hann 80—100 mfl- ur út af Reykjanesi. — Bátarnir eru nú að bíða eftir sérstökum vörpum frá Danmörku og ætla að stunda tilraunaveiðar með þeim í sumar. Spærlingurinn er skyldur þorskinum, það er að segja af sama ættálki, en hann er mjög smávaxinn 16—21 cm og veröur varla eldri en fjögra ára eins og loðnan. Hann heldur sig hins vegar sunnan loðnusvæðanna í hlýrri sjó. ** Þess sjást merki Og það væri kannski ekki úr vegi að spyrja Jakob að lokum um framtíö íslenzka síldarstofns ins. — Þess eru farin að sjást merki, segir Jakob, að stofninn er að byrja að ‘rétta við. Við þökkum það friðuninni, sem nú hefur staðið eitt og hálft ár. En hún varö til þess að sóknin í íslenzka síldarstofninn minnk aði mjög mikið á síðastl. ári. I þessari veiði er farið að gæta nokkuö fjögurra ára síldar, en ástandið var þannig þrjú ár í röð að veiöin var nær eingöngu þriggja ára síld, fjögurra ára síld sást varla. — Það er sem sagt farið að gæta tveggja árganga í stofninúm. Eigi að síður á hann langt í land með aö veröa eins og hann var fram til 1964, þeg- ar farið var að veiða smásíld í stórum stíl viö Suðurland á sumrin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.