Vísir - 13.05.1969, Page 1

Vísir - 13.05.1969, Page 1
Skakbátur með 28 tonn Þótt miklar sögur hafi farið af netaaflanum í vetur, hafa sumir bátar þó haldið sig við annan veiðiskap alla vertíðina, línu eða troll. Þeir munu þó fáir, sem hafa stundað handfæraveiðar í allan vetur eins og þeir á Hauki, 67 tonna Reykjavíkurbáti. A 'inn hefur raunar verið tregur hjá þeim Iengst af, en núna á laugardaginn ráku þeir þó í góða veiði og komu inn til Reykjavíkur með 28 tonn eftir þriggja daga útivist. Aflinn var aö vísu ufsablandinn, en þetta er samt það liflegasta sem vitað er um á skakinu tii þessa. — Þessi 28 tonn munu vera drjúgur hluti af vertíðaraflanum til þessa. Trillubátar eru nokkrir byrj- aðir á skaki og hafa oftast verið í tregfiski. Skipverjar landa handfæra- aflanum í Reykjavík ► Til Kanada að kaupa skuttogara Atvinnumálanefnd Reykjavikur sendir menn vestur til að athuga kaup á 2-4 ára skipum Þrír sérfræðingar eru nú á leið til Kanada á vegum Atvinnumálanefndar borg- arinnar til þess að athuga bar hugsanleg kaup á tog- urum fyrir Reykjavík. At- vinnumálanefnd Reykja- víkur stendur til boða að kaupa sjö kanadíska skut- togara, 2—4 ára gamla. Sigfinnur Sigurðsson, hagfræð- ingur, fulltrúi Atvinnunefndar, sagði í viðtali við Vísi í morgun, að verð á þessum skipum væri mjög hagstætt. Hins vegar væri engan veginn víst af þeim upp- lýsingum, sem fyrir lægju, að þessi skip svöruðu kröfum okkar. Engin ákvörðun verður því tekin um kaup á þessum skipum, fyrr en þau hafa verið athuguð. Sigfinnur sagöi, að horfið hefði verið frá því ráði að láta gera upp gömlu Kletts-togarana, sem liggja f Reykjavíkurhöfn, þar sem athug Ásgeir Ásgeirsson 75 árn 0 Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti íslands er 75 ára í dag, . en hann fæddist 13. maí árið 1894 að Kóranesi í Mýrasýslu. . • Á 9. síðu í Vísi í dag er birt viðtal við hann í tilefni afmælisins, ' þar sem hann rifjar upp ýmsar minningar frá liðnum árum. anir hefðu leitt í ljós að slíkt myndi ekki borga sig. Sagði hann aö enn hefðu ekki ver ið teknar neinar ákvarðanir um ráð stöfun á þeim 26 milljónum króna sem atvinnumálanefndin hefði til ráðstöfunar varðandi eflingu sjávar útvegs í Reykjavik, en ýmsar at- huganir eru í gangi, bæði varðandi eflingu smábátaflotans og eins um hugsanleg togarakaup svo sem fyrr er lýst. Það eru þeir Þórður Guðmunds- son, vélaverkfræðingur og Þórður IHermannsson, skipstjóri og Mart- einn Jónsson, einn af framkvæmda stjórum Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, sem fóru út á vegum nefndar- innar til þess að athuga kanadísku skipin og eru þeir væntanlegir aft- ur innan viku. 580 krámir ber á milli „komnir nokkuð langt", segir Björgvin „leysir litinn vanda", segir Hannibal „Með tilboði okkar erum við komnir nokkuð langt, ef til vill lengra en við þolum,“ sagði Björgvin Sigurðsson, framkvstj. Vinnuveitendasambandsins í morgun um tilboð vinnuveitenda um 900 króna grunnkaupshækk- un. Hannibal Valdimarsson for- seti ASÍ sagði hins vegar, að þetta tilboð atvinnurekenda „leysti lítinn vanda“. Báðir voru þeir sammála um, að það væri „jákvætt“, þegar fast- mótuð tilboð hefðu komiö fram frá báðum aðilum. Björgvin taldi líkur til, að þetta „færi nú eitthvað að liökast". Verkalýösfélögin hafa Tvísýnar rektors- kosningar við Háskólann • Á morgun, 14. maí, fer fram rektorskjör við Háskóla íslands. — Alls mun 61 maður hafa þar kosn- ingarétt, þar af eru 10 úr hópi stúdenta. Gildandi reglur um kosningar ar eru þær, að tveir þriðju atkvæð isbærra manna þurfa að neyta at- kvæðisréttar síns. Nái enginn hreinum meirihluta við fyrstu atkvæðagreiðslu, er kos ið aftur um tvo efstu menn, og nægir þá einfaldur meirihluti. Ekki munu allir prófessorar Há- skólans hafa verið fúsir til að gefa kost á sér til embættisins, og ekki er auðvelt að segja til um, hver sé sigurstranglegastur. En blaða- maður Vísis, sem reyndi að kanna hljóðið í mönnum varðandi rektors- kjörið, heyröi einna nftast nefnd nöfnin, prófessor Hreinn Benedikts son, prófessor Magnús Magnússon og prófessor Magnús Már Lárus- son. gert boð um 1480 kr. grunnkaups- hækkun, eða 580 krónum meira en tilboð vinnuveitenda gerir ráð fyrir. 3.6% hækkun verðlags, yrði kaup hækkað um 1480 kr. Hannibal sagði, að þessi kaup- hækkun, eða 14,8% af 10.000 kr. kaupi væri þannig út reiknuð :— Verölag hefði hækkað um 10,8% fram til 1. marz. Hagstofan spáir 2,25% hækkun verölags frá 1. marz til 1. júní næstkomandi. og svo 1,75% hækkun þess frá 1. júní til • Fjárhagsafkoma fyrirtækja almennt virðist hafa verið mjög bágborin á árinu 1968, ef hægt er að taka vanskilalista ríkis- ábyrgðarsjóð til viðmiðunar. Yf- ir 200 aðilar eru nú í vanskilum við sjóðinn og hafa vanskil flestra aukizt verulega frá árinu áður. Þannig er Flugfélag íslands nú komið í rúml. 55 milljón króna van- skil og er þaö langstærsti aöilinn. Skuldin hefur aukizt um 100% eöa úr 27 milljónum, en þessi skulda- söfnun mun stafa af erfiöleikum fé- lagsins við að standa í skilum með afborganir af þotunni. Ríkisábyrgð- arsjóður þurfti að greiöa 79 millj- ónir vegna þotunnar á árinu, en Flugfélagið endurgreiddi 53 millj. Heildarvanskilaskuldin allra aðil- '1. ágúst. Þetta gerir samtals nálægt 14,8%. Þá hefur ASÍ boðið, aö vísi- talan verði „stöðvuð" fram að 1. ágúst. Yrði 1480 króna grunnkaups hækkun samþykkt, er spáð að verð- lag mundi hækka vegna þeirrar kauphækkunar um 3,6% fram til 1. ágúst. Sagöi Hannibal, að með þv£ að bjóöa stöðvun vísitölunnar, tæki verkafólk á sig þessa verö- hækkun. Bæturnar fyrir það væru lífeyrissjóöurinn. Þessir tveir forystumenn aðila í vinnudeilunni vildu ekkert full- yrða, hvort samningar færu nú aö takast. Þótt þeir teldu allmikið hafa miðað, væri enn mikið bil óbrúað milli deiluaðila. anna við ríkisábyrgðarsjóð hafði aukizt í 197 milljónir um síðustu áramót frá áramótunum áður, þeg- ar heildarskuldin var 134 milljónir króna. En það eru ekki allir, sem eru skuldfærðir fyrir ýkja stórvægileg- um skuldum. Þannig er Vestmanna- eyjakaupstaöur t. d. skuldfærður fyrir 41 eyri og Ylur h.f., Sauðár- króki, fyrir 28 aurum. í þessum til- vikum hefur auðvitað aðeins staðið klaufalega á, þegar ávísanir hafa veriö sendar. En það eru allmargir, sem aðeins skulda nokkur hundruð þúsund, en þeim ætti ekki að vera skotaskuld að losa sig af „synda- registrinu. Sjá skuldalistann á bls. 6 Langur vanskilalisti rikisábyrgðarsjóðs: Flugfélagið skuldar 55 millj. en Vest- mannaeyjar 41 eyri

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.