Vísir - 14.05.1969, Side 2
— Það var sannarlega
bjartur dagur hjá körfu-
knattleiksmönnum okkar í
Svíþjóð í gær. Sigur yfir
Dönum er engri þjóð kær-
komnari en okkur íslend-
ingum. Leikur íslenzka liös
ins var þó ekki mjög góður
því vitað er að þeir geta
gert mikið meira, símar
Reykjavík-Akranes
leika á
^ Á morgun, uppstign-
ingardag, fer fram hin ár-
Iega bæjakeppni milli Ak-
urnesinga og Reykvíkinga
í knattspyrnu. Hefst leik-
urinn á Melavellinum kl. 2.
Þessir aðifar hafa löngum
eldað grátt silfur saman og
verður eflaust fjölmenni á
Melavellinum á morgun.
morgun
Akurnesingum vegnaði yfirleitt
betur hér áður fyrr, eða þegar Rík-
harður, Þórður og Donni og Co.
voru meðal leikmanna, en í seinni
tíð hefur Reykvíkingum tekizt aö
jafna metin og hafa þeir oftast
sigrað i þessari vinsælu bæja-
keppni. Hinir ungu og efnilegu
Skagamenn vilja örugglega klekkja
á Reykvikingunum. Meðal leik-
manna þeirra er sonur hins kunna
Þórðar Þórðarsonar, Teitur, sem
sagður er líkjast mjög föður sínum
á leikvelli.
Liðin á morgun:
REYKJAVlK
Sigurður Dagsson
/ , Jóhannes AtlaÆn Þorsteinn Friðþjófsson
Ellert Schram Þórður Jónsson
« Halldór Björnsson Eyleyfur Hafsteinsson
Reynir Jónsson Þórólfur Beck Herm. Gunnarss. Hreinn Elliðas.
©
Teitur Þórðarson Benedikt Valtýsson Matthías Hallg. Andrés Ól.
Haraldur Sturlaugsson Björn Lárusson
Þröstur Stefánsson Jón Alfreðsson
Guðmundur Hannesson Friðjón Eðvarðsson
Davíð Kristjánsson
AKRANES
(Væntanlegt lið)
Jón Eysteinsson frá Stokk-
hólmi í nótt. Leikurinn var
mjög jafn og skemmtilegur.
fslendingarnir fóru fyrr í gang'
og voru yfir allan hálfleikinn, þó
að litlu munaöi. í hálfleik var
staðan 27—20 íslendingum í vil.
Danir sigu talsvert á í síðari hálf-
leik, en um miðbik síðari hálfleiks
ná fslendingar mjög góðum leik
og komast í 49 — 39. Þá taka Danir
viðbragð og er hálf mínúta er til
leiksloka er staðan 49 — 47 fyrir
okkur. Þá skorar Gunnar Gunnars-
son úr tveimur vítaköstum, 51 —
47. Danir skora er 35 sek. eru eftir
og íslendingar ná boltanum, en
missa hann fyrir kiaufaskap. Danir
ná knettinum og skjóta, en bolt-
inn lendir á körfuhringnum og
dettur út fyrir og flauta dómar-
ans innsiglar íslenzkan sigur.
Síðustu mínútur leiksins voru
þvi mjög spennandi og allt gat
gerst.
Einar Bollason (t. h.) og Kristinn Stefánsson beztu menn íslands
í gær. Hér styður Einar félaga sinn, er Kristinn meiddist í leik
Þórs og KR í vetur.
— fylgisf með tímanum
Áratuga löng reynsla
Wichmann bátavél-
anna herur sannað
að þær eru gang-
öruggar, spameytn-
ar og ódýiar í við-
haldi.
*
Nú eru um 50 íslenzk
fiskiskip búin Wich-
mann aðalvél.
*
Wichmann 5 DCT
375/400 hestöfl.
DCT vélarnar fást 1 eftirtöldum stærðum:
Á síðastliðnu ári voru settar Wichmann vélar í
eftirtalin skip:
M.s. Tálknfirðingur M.s. Tungufell
M.s. Kópur M.s. Guðjón Sigurðsson
M.s. Hannes Lóðs M.s. Saxhamar
Við viljum ennfremur benda yður á að Wichmann-verksmiðjurnar hafa nú hafið framleiðslu á nýrri „Com-
pakt“ vél.'kölluð AX og fæst hún í stærðunum allt að 2250 hestöfl.
Type ( Syllnder Normal ytelse Vekt - uten
antall 450 o/mln. 500 o/min. akst. og utstyr
•3 DCT 3 225 HK 240 HK 5500 kg
4 DCT 4 300 » 320 .» 6300 »
5 DCT 5 375 » 400 » 7200 »
6 DCT 6 450 » 480 » 7900 ’»
EINAR FARESTVEIT & CO. H.F. Bergstaðastræti 10 • Sími 2-15-65
Kristinn Stefánsson lék með,
þrátt fyrir meiðslin og átti mjög
góðan leik. Hann náði 10 fráköst-
um og skoraði 9 stig.
Gunnar Gunnarsson „mataði"
Einar allan leikinn og sýndi góð-
an leik að auki og skoraði 6 stig.
Stjama leiksins var þó Einar
Bollason, sem skoraði 23 stig
og náði 14 fráköstum. Hann lék af
mikilli sannfæringu allan leikinn.
Þorsteinn var eitthvað miður sín
og skoraði 5 stig. Birgir skoraði
8 stig.
íslendingar hafa staðið sig ágæt-
lega í þessari ferö, unnið þrjá
leiki, en tapaö tveimur. Tap gegn
Tékkum og Svíum var alveg óvið-
ráðanlegt, þar sem þessi lönd eru
meðal þeirra beztu í Evrópu. En
þið hafið staðiö ykkur með prýði,
strákar!
Hraðkeppni í
linndknattleik hefst
á morgun
— Landsliðið mebal
þátttakenda
Handknattleikssamband íslands
heldur á morgun og föstudag hrað-
keppni í handknattleik í íþrótta-
húsinu aö Seltjamamesi. öll
Reykjavíkurfélögin verða með lið,
ásamt Haukum og úrvalsliði lands-
liðsnefndar.
Er þetta liður 1 undirbúningi
fyrir HM, sém verður I vetur. Þeir
leikmenn sem leika i úrvalsliðinu
leika ekki með slnum félögum.
Athyglisvert er, að F.H. vill ekki
taka þátt í þessari keppni. Leik-
tími verður 2x20 mínútur og er
þetta útsláttarkeppni. Keppnin
hefst á morgun kl. 19.15 og þá
leika:
Orval—Í.R.,
Haukar—Þróttur
Víkingur—K.R.
Fram—Valur.
Á föstudag heldur svo keppnin
áfram kl. 19.45 og þá leika:
Ármann—Orval/Í ,R
Haukar/Þróttur—Vík./KR.
Fram/Valur—sigurvegarar úr 1.
leik.
Sigurvegarar úr 2. leik—sigur-
vegarar úr 3. leik.
Þar koma
peningar
I kassann
— Uppgjör i einni keppni
j Englandi
Þaö verður ekki annað sagt en
knattspyrnufélögin i Englandi fái
eitthvað fyrir snúð sinn í leikjun-
um þar.
Nýlega fór fram uppgjör á ensku
deildabikarkeppninni einni. Inn-
koman af leikjunum nam 24,5
milljónum íslenzkra króna! Hvert
félag sem tók þátt í þessari deilda-
bikarkeppni fékk f sinn hluta „að-
eins“ 269,800 krónur. Hvað fá lið
hér út úr bikarkeppninni? Mörg af
liðunum sem fengu þessa upphæð
léku aðeins einn leik. Það má einn-
ig geta þess að Evrópumeistarar
Manchester United tóku ekki þátt
í þessari keppni, en hjá þeim er
alltaf mesti áhorfendafjöldinn.
Þau lið sem léku til úrslita í
keppninni, Arsenal og Swindon
fengu í sinn hlwt 6.5 milljónir
hvort lið!
Það sem kom inn I aðgangseyri
á úrslitaleiknum einum var „nýtt
enskt met“, 17.3 millj. íslenzkar.