Vísir - 29.05.1969, Side 8

Vísir - 29.05.1969, Side 8
8 V í S IR Fimmtudagur 29. maí 1969. VISIR Otgetandi ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. EyjólfssoD Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón BirMir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar; Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaístræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 145.00 *. mánuði innanlands 1 lausasöJu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðia Visis — Edda h.f. Ævintýri i áli Akveðið hefur verið að stækka álverið í Straumsvík miklu hraðar en upphaflega var áætlað. Langt er sfðan fram kom, að þetta stæði til, en í nýútkominni skýrslu iðnaðarmálaráðuneytisins um málið segir, að þetta sé nú ákveðið. Mun þriðja áfanga verksmiðjunn- ar ljúka árið 1972 í stað 1975. í skýrslu ráðuneytisins kemur einnig fram, að þar að auki hefur verið ákveðið að stækka verið, á þann hátt, að sérstökum áfanga, sem áður var ekki gert ráð fyrir, verður skotið inn milK fyrsta áfanga, sem nú er að ljúka, og annam áfanga. Kerjaskálinn, sem byrjar vinnslu í ár, verður lengdur um þriðjung, svo að afköst hans aukast úr 33 þúsúnd tonnum í 44 þúsund tonn. Með þessu innskoti verður vinnan við byggingu verksmiðjunnar miklu samfelldari en ella, en það hefur mikið gildi í ótryggu atvinnuástandi. Samkvæmt þessu er nú ákveðið að álverið fram- leiði 77 þúsund tonn á ári, þegar það er fullbyggt, í stað 60 þúsund tonna, sem talað var.úm í upphafi. Og það liggur í augum uppi, að einnig kemur til greina að lengja seinni kerjaskálann um þriðjung og koma af- köstunum á þann hátt upp í tæp 90 þúsund tonn, þótt enn hafi ekki verið gengið frá samningum um það. Stækkunin og aukning hraðans, sem nú hafa verið ákveðin, hafa það í för með sér, að framkvæmdum við orkuverið í Þjórsá verður hraðað. Áætlað er, að nettó- tekjur af orkusölu til álversins muni aukast um 465 milljónir króna fram yfir fyrri áætlun, á tímabilinu til 1985. Jafnframt munu skatttekjur ríkissjóðs af álverinu aukast um 264 milljónir frá fyrri áætlun, á sama tíma. Þá mun þetta gera rekstur orkuversins við Búrfell arðbærari en ella. Og samt mun lánaþörf- in ekki aukast nema um 136 milljónir króna. Þetta eru allt ánægjulegar fréttir, og þær sýna, að samstarfið við Svisslendingana hefur gengið vel. Um það höfum við einnig fleiri dæmi. Svisslendingarnir hafa tekið þá stef,nu að fela íslendingum sem mest ^tjórnina á rekstri verksmiðjunnar. Forstjóri álvers- ins er íslendingur og sömuleiðis meirihluti fram- kvæmdastjóranna og rekstrarstjóranna. Sem dæmi má nefna, að íslenzkur verkfræðingur stjórnar stækk- un verksmiðjunnar. Allir þessir menn hafa fengið mikla þjálfun í Sviss og hafa kynnzt þar hinni heims- frægu elju og natni Svisslendinga. Álverið í Straumsvík er fyrsta tilraun íslendinga til samstarfs við erlent einkafjármagn um stóriðju á íslandi. Að svo komnu máli verður ekki annað séð, en að þetta samstarf hafi tekizt framar öllum vonum. Þessi góði árangur mun áreiðanlega efla með íslend- ingum áræði og sjálfstraust. Hræðslan Við umheiminn og tækniþróun hans er á undanhaldi hér á landi. Eftir reynsluna í Straumsvík getum við haldið ótrauðir áfram að láta erlent fjármagn vinna fyrir okkur. Hér eftir liggja allir vegir til framtíðarinnar. Ian Smith stjórnina þótt reynt væri m.a. meö því að blanda Sameinuöu þjóöunum í málið. Auk glataðra viðskipta við Rhodesiu hafa Bretar misst af gífurlegum viðskiptum viö Suö- ur-Afríku vegna stefnu Wilsons stjórnarinnar, það mátti með öðrum oröum ekki taka samning um sem í boði voru þar um kaup á herskipum og flugvélum, svo að Suður-Afríkustjórn samdi bara um þetta við Frakka, og brezka stjórnin má ekki meira missa af viðskiptunum við Suð- ur-Afrfku, — hún er þeirra bezta viðskiptaland annað en Bandaríkin. Og vitanlega fengu Suður-Afríkumenn ágæt kjör hjá Frökkum. Það er ekki búizt við, að brezka stjómin geri neitt varö- andi refsiaðgeröimar, sem Sam- Teningunum kastað í Rhódesíu • Stjómmálafréttaritarar á. Bretlandl viröast ekki í vafa um aö úrslit í þjóöaratkvæða- greiðslunni í Rhodesiu, sem á- kveöið hefir verið aö fari fram í næsta mánuði, um lýöveldis- stjómarskrá Ians Smiths verði þau aö tillögumar veröi sam- þykktar. Reynist það rétt hefir mis- tekizt meö öllu fyrir Harold Wil son forsætisráðherra, aö koma því til leiðar, að samiö yrði um sjálfstæði Rhodesiu, á þeim grundvelli, að meirihlutaréttur landsmanna yröi tryggður í fram tíðinni. Slikur meirihlutaréttur myndi boða endi hvítrar siö- menningar í Rhodesiu aö áliti Ians Smiths. JJrslitakostir Smiths í ræöu hans fyrir skemmstu komu ekki óvænt í London, því að í seinustu orðsendingum beggja var ekki einu sinni farið eftir venjulegum „diplomatiskum kurteisisvenjum" í slíkum bréfa skiptum. Smith segir aö Wilson sé um að kenna aö samkomulag náðist ekki, hann hafi „lokaö dyrunum harkalega" — og Wil- son segir, að hafi einhver skellt aftur huröinni, hafi það ekki ver iö hann: — Klögumálin ganga á víxl víöar en hjá Egyptum og ísraelsmönnum og fleiri þjóðum sem deila. Það er þannig augljósara en áöur aö eftir úrslit þjóðarat- kvæðisins, miðað við að þau verði þau sem talin eru vís, að Rhodcsia og Suður-Afrika veröi áfram í samstarfi um vamir hvitu siömenningarinnar sem Ian Smith kallaði svo, eöa til varna yfirráðum svartra manna f þcssum löndum. Samstarf um þessar vamir er í reyndinni til komiö fyrir alllöngu. Rhodesia er mikilvæg öryggi Suöur-Afríku og markmiöiö sameiginlegt hvít ir menn í báðum löndunum eru að verja hið sama. Þess vegna hefir Suður-Afríka sent vel vopn um búnar lögreglusveitir og þyrl ur til Rhodesiu til varnar gegn skæruliðum, sem sí og æ reyna að komast inn í landið en í Zam biu og víðar er stöðugt veriö að þjálfa skæruliða og jafnvel tal- að um „blakka stórinnrás Rhodesiu“ er frá líöur. Sú hætta getur orðið raun- veruleg fyrr en varir, þar sem ólíkl. er, að brezka stjórnin geri neitt frekar til þess „að knýja Smithstjórnina til að fara írá“. en það átti m.a. aö gera með réfsiaðgeröunum, sem hafa vald íð Bretum ekki siður en Rhode- siu tilfinnanlegu tjóni, án þess það heppnaðist að beygja Smith einuöu þjóðimar gáfu fyrirmæli um vegna þess, að Wilson lagði það til, er vonimar höfðu bmgð izt að koma Ian Smith á kné á skömmum tíma, — og ólíklegt er aö þeir grípi inn í með valdi m.a. vegna Suöur-Afríku, en Wilson hefir líka ávallt neitað að verða við kröfum Afríku- ríkja að beita hervaldi til að koma Smith á kné. Eigi það að takast verða blökkuþjóöúnar að sameinast um það — en hvort eining um þaö næst er annað mál — og hver hernaðargeta þeirra kann að reynast, en reyni þær, veröur ekki aðeins Rhodesiu aö mæta heldur og Suður-Afríku. Þetta veit Wilson; Uppdráttur af Rhodesiu nágrannalöndum Suður-Afríka hefur þegar varað Zambiu við afleiöingun- um af þjálfun hers í landinu til innrásar í Rhodesiu og Suöur- Afríku, og jafnvel hótað loftárás um á Lusaka, sjálfa höfuðborg- ina. Framundan kann að vera for- leikurinn að löngum átökum í Afríku og ef til vill stórstyrjöld um yfirráö í álfunni. Og í þeim átökum standa Rhodesiu-menn Suður-Afríku-menn og Portú- gals-menn sameinaöir. Með ræðu Smiths var raun- verulega teningunum kastað — Wilson sagt í' úrslitakosta tón, að Rhodesia ætti ekki annan úrkost en þann. aö gerast lýð- veldi, og það er ekki búizt við, að það hafi áhrif að marki, þótt Michael Stewart hafi skorað á Rhodesiu-menn að greiöa at- kvæði gegn tillögum Smiths. En vitanlega er ekki um raunveru legt þjóðaratkvæði að ræða, sök um þess hve takmarkaður kosn- ingarétturinn er. lESINDUR HAFA ORRIR: □ Léleg póstþjónusta. Ég er einn þeirra möirgu, sem bréfasambönd hafa við Bandarík in. Ég á þar marga frændur og vini og hef ekki hugsað mér að slíta þeim samböndum, þrátt fyr ir að póstþjónustan geri sitt ýtrasta til, að svo megi verða. Bréf sem ég sendi til Bandaríkjanna eru u. þ. b. 10 daga á leiðinni. Þau bréf sem mér berast þaðan eru ekki minna en einn og hálfan mánuð í „transporti“. Einhvers staðar hlýtur að vera maðkur f mys- unni. Eru póstmennimir okkar of þreyttir eða of hlaðnir stðrf- um? Hver gefur skýringu á þess ari furðulegu þjónustu? 5070-1964 □ Látum bömin f Menntaskólanum leika sér í friði. Ég hef aldrei orðið vitni að jafnmiklum hörmungum og sl. mánudag. Þá sýndi sjónvarpið leikrit sem menntaskólanemar fluttu. Sjónvarpið hefur oft ver- ið með lélegt efni, að mínum dómi, en leikrit þetta var lélegra en allt sem lélegt er. MHrill f jöldi manna, sem ég hefí talað við, gat engan veginn fundið neina list út úr þessu verki eða kfmnú Mér finnst það allt f lagL að bömin f Menntaskólanum leðri sér við slika leiki, en gerið fólki fyrst viðvart, ef á að hella leik- riti sem þessu yfír þjóðina. Hvað kostar að sýna svona „dellu*? Það er betra að eyða peningun- um í eitthvað sem fólk hefur gaman af. Undirstöðuorð þessa hörmulega leiks vora „drulla og djöfull" og hafa þau öragglega fallið sjónvarpsmönnuxn vel í geð. Nei, í guðs bænum sýnið ekki svona vitleysu aftur. 1 vtm um betra og skemmtilegra efni. G.Þ. □ Veðrið eins og í gær. Þeir eru dálaglegir þessir blessuðu veðurfræðingar okkar. Flest kvöld koma þeir fram í sjónvarpi og gefa okkur upp nákvæmlega hvemig veðriö hefur verið daginn áður. Til viö bótar koma þeir oftast með „stórglæsilegar" veðurspár fyr- ir næsta dag. Þær spár hljóða yfirleitt alveg eins. „Það verður eitthvað svipað veður og hefur verið í dag“. Tvo undanfama daga hefur sólskinið leikið laus um hala a.m.k. hér á Suður- landi. Hjá mér eru staddir tveir erlendir ferðamenn, sem ég ætl- aði að fara með austur að Gull fossi og Geysi. Ég hlustaði því á einn „sérfræðinginn” í sjónvarp inu og eins og venjulega taldi hann að veðrið yrði svipaö næsta dag. En um morguninn er viö ætluöum að leggja af staö var sólarlaust með öllu og skyggni lélegt. Það getur hver og einn sagt sér sjálfur að kveldi hvernig veðrið hefur verið þann daginn. Það þarf ekki margra ára nám til þess. Svo koma þess ir „sérfræðingar" næsta dag fram í sjónvarpinu og segja: „Því miður þá brást nú spáir,. hjá okkur í dag, en sennilega verða litlar veðurbreytingar ^ á morgun". Einn vonsvikinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.