Vísir - 09.06.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1969, Blaðsíða 3
MSIGRG P HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 14275 Skipholti 1 - Sími 19821 Mótmæltu dóm- ara með þvi að yfírgefa laugina Ármann hafði yfir 4:1, jbegar KR-ingar tóku þessa ákvörðun sina i úrslitaleik tfl Næsta |£tíður atburður gerðist í gærdag í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í sund- knattleik í Laugardalslaugini. KR-ingar yfirgáfu allir sem einn sundlaugina í mótmæla- skyni víð cíóinarann Þorstein Geirharðsson, sem er leikmáð ur í Ægi. Töldu KR-ingar hann hlutdrægan og jafnvel að hann hafi fyrr í vikunni hótað þeim að „ná sér niðri á þeim“ þegar hann dæmdi þennan leik. „Maður mátti varla opna munninn án þess aö fá vftabrot" sagði fyrirliði KR-ingana, Erling ur Þ. Jóhannessón við blaða- mann Vísis. Kvað hann útilokað að dómari kæmi úr félagi, sem ætti svo sterklega hlut að máli eins og hér væri. Félögin þrjú eru hnffjöfn Ægir sigraði Ár- menninga eins og kunnugt er, en KR vann Ægi. Þessi leikur hafði því mikiö að segja, sigur Ármanns þýddi nýja keppni, öll liðin jöfn meö 2 stig. Og Ármenningar voru sannar- lega að sigra, höfðu 4:1 yfir, þeg ar KR:ingar tóku þessa ákvörö un, og aðeins lítið eftir af leik. Þess skal getið hér, aö hlutlaus ir menn í rööum áhorfenda töldu Þorstein hafa dæmt vanda saman leik af mestu prýði, hins vegar töldu þeir KR-inga hafa fyrirfram myndað sér skoöun á dómaranum, verið smeykir um hlutdrægni, sfem hefði verið á- stæðulaus ótti meö öllu. Sundsambandið sér um fram- kvæmd þessarar keppni, en ekki er vitað hvernig haldið verður á málunum, hvort KR verður vísað úr keppni eða keppni allra þriggja aðilanna verður endurtek in. ii rii BfUiftfnzisv txiiiiðJ Þeir sem hug hafa á þvf aö hefja nám viS forskóla Myridlista og handíöaskóla Islands, á hausti komanda sendi skólanum umsóknir sínar fyrir 1. sept n. k. og láti fylgja uppl. um námsferil ásamt afriti af próf- skírteinum. Að þessu sinni veröa allir umsækjendur að ganga undir inntökupróf, sem haldið verður dagana 22.—26. september í húsakynnum skólans að Skip- holti 1, Reykjavík. Skólastjóri. KR fékk cr baukinn V1SIR . Mánudagur 9. júní 1969. * , Akranes á toppnum maður í öllum skiptingum og sam- starfi. Siguröur Albertsson var og mjög góður og ungu mennirnir i framlínunni sýndu á sór hættulegar hliðar, þeir geta rifið sig fram úr varnarmönnum óg komið markinu f hættu. Einkum var Friðrik Ragn- arsson skemmtilegur. KR-ingar voru daufir og vöm þfcirra opnaöist furðuvel fyrir sóknarmönnum Keflavíkur. Þá virt- ist Keflavíkurvörnin eiga létt með framlínu KR-inga og fengu sprettir Baldvins Baldvinssonar t.d. aldrei að njóta sín. — Jbp — Keflavik sigraði 3:0 á „heimavelli" KR ■ Það er víst varlegt að tala um „heímavöll“ fyrir Reykjavík- urfélögin. Varla hefur KR-ingum fundizt þeir mikið heima hjá sér með á annað þúsund manns æpandi með Keflavík í gær- kvöldi. Sannarlega. fengu KR-ingar á baukinn, þeir áttu erfiðið en engin mörk. Keflavík sýndi sjaldan í sér vígtennurnar, en átti þó erindi sem erfiði. Snemfna í leiknum sköraði Jón Ólafur, hinn fríski miðherji Kefla- vfkur eftir mistök í KR-vörninni. Eftir það sóttu KR-ingar stfft, en án árangurs. Voru sum tækifærin þó þess eðlis að leikmenn virtust „dæmdir" til að skora. í seinni hálfleik skoraði Sigurð- ur Albertsson á 5. mín. 2:0, sem var sannarlega ekk; tala, sem lýsti því sem á undan var gengiö. — KR-puðið hélt áfram nokkuð, en þó var eins og vonin væri að deyja út. Á 30. mín. skoraði hinn efnilegi Höröur Ragnarsson eftir að Friðrik Ragnarsson hinn 18 ára vinstri út- herji hafði tætt af sér vömina og gefið fyrir. Þá var sfðasti vonar- neistinn um sigur kulnaöur Keflavíkurliðið sýndi á séV góðar hliðar. Vörnin er sterk og nýi markvörðurinn, Þorsteinn Ólafs- son, er sannarlega efnilegur. Vörn- in, og þá einkum miðjan, er góö, Einar og Guöni hugsa eins og einn ÍStaðan f 1. deild eftir leikina um helgina: • Vestmannaeyjar—Valur 1:1 • Akureyri —Akranes 1:2 e KR—Keflavík 0:3 Akranes 3 2 1 0 7:2 5 Valur 2 1 1 0 3:1 3 ÍBV 2 1 1 0 5:3 3 1 I'BK 3 1 1 1 6:5 3 7 KR 3 1 0 2 6:8 2 Fram 2 0 1 1 2:9 1 t ^ ^ ^ - Hver er skýringin? • Aðeins sex af 16 boðuðum landsliðsmönnum mættu til leiks á Akureyri fyrir síðustu helgi, en þá fór fram „æfingaleik- ur“ við Akureyrarliðið þar nyrðra. Varö að nota ýmsa menn í stað hinna 10 forfölluðu, sem ella hefðu ekkí átt að leika. Hver er ástæöan? Gaman væri að fá svar framkvæmdastjóra KSÍ. • Leiknum lauk með sigri Akur- eyrar 2:0. • Furðumargt virðist ganga úr- skeiðis, þegar Albert Guö- ■ mundsson cr í útlöndum, bæði betta og ferðalög liðanna út á larid. BORÐKRÓKSHÚSGÖGN ELDAVÉLAR TILKYNNING Samstarfsnefnd undirritaðra kvennasam- taka hefur ákveðið að beita sér fyrir almennri fjáröflun til stuðnings stækkunar Fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Landspótalans Söfnunin hefst 19. júní n.k. og verður fjár- framlögum veitt móttaka kl. 2—4 daglega á skrifstofu Kvenfélagasambands íslands að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Kvenfélagasamband íslands, Helga Magnúsdóttir. Bandalag kvenna í Reykjavík, Guðrún P. Helgadóttir Kvenréttindafélag íslands Sigurveig Guðmundsdóttir Eigna-umsýsla, kaup og sala BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 og 11399

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.