Vísir - 09.06.1969, Blaðsíða 8
8
KHB&
■aM—ayi
m.Tfc.taaáSfc^rtiÁn-iSr^M. . I
VISIR
Otgefandi Reyicjaprent ö.t
Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjólísson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Símt 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 x mánuði innanlands
[ lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Skólafólk fær vinnu
Atvinnuhorfur skólafólks voru mjög slæmar í vor.
Fyrir aðeins mánuði var tala atvinnuleysingja enn
um 1200 manns og von var á 8000 skólanemendum á
vinnumarkaðinn. Það var von, að ugg setti að mönn-
um, því að framhald á skólanámi margra efnah'tilla
únglinga er algerlega háð atvinnumöguleikum þeirra.
IVIenn spurðu sjálfa sig: Hvernig í ósköpunum á að
veita þessum fjölda vinnu við gagnlegar fram-
kvæmdir?
En opinberir aðilar, einkum ríkisstjórnin og stjórn
Reykjavíkurborgar, hafa tekið málið föstum tökum.
Ýmsar aðgerðir þessara aðila hafa dregið mjög mikið
úr vandanum. Hinar almennu aðgerðir ríkisstjórnar-
innar gegn atvinnuleysi í landinu hafa að sjálfsögðu
áhrif á atvinnu skólafólks eins og annarra.
Og ríkisstjórnin hefur sérstaklega lagt fram rúrpar
11 milljónir króna til að auka atvinnu skólafólks.
Fé þetta gengur til framkvæmda sveitarfélaganna,
með því skilyrði, að þau leggi í sama skyni jafnstóra
upphæð á móti.
Reykjavíkurborg reið fyrst á vaðið og veitti um
fimm milljónum króna sérstaklega til að auka atvinnu
skólafólks. Jafnframt hefur borgin ákveðið að ganga
enn lengra og afla sérstakra lána til sumarfram-
kvæmda til að euka atvinnu skólafólkS. Má nú vænta
þess, að/ tleiri sveitarfélög fylgi í eftir, og hafa sum
þegar gert það.
Þessar aðgerðir hafa gengið fljótt og vel. Pólitískir
æsingamenn ætluðu að nota sér vandræði skólafólks
til að slá sig til riddara með ýmsum sýndartillögum.
En þeir misstu af lestinni, því að aðgerðirnar voru
þá þegar komnar í fullan gang. Ósigurinn og von-
brigðin komu vel í ljós á síðasta borgarstjórnarfundi.
Fleira verður skólafólki til hjálpar á þessu sumri.
Grundvöllur atvinnulífsins er nú mun traustari en
var á sama tíma í fyrra og vinnuaflsþörfin meiri.
Og svo hafa nemendur sumra skóla sjálfir skipulagt
aðgerðir, vinnuleit og vinnumiðlun, og jafnvel undir-
búið rekstur sjálfstæðra fyrirtækja eins og dæmið um
garðyrkjufélag kennaraskólanema í Ölfusi sýnir.
Á þennan hátt hafa margir skólanemar getað bjarg-
að sér sjálfir án aðstoðar hins opinbera. Þetta sýnir
sjálfstraust og framtaksvilja unga fólksins og hrek-
ur illspár um, að allur dugnaður r úr þjóðinni.
Vegna alls þessa hefur atvinna skólafólks aukizt
mjög mikið. Ástandið er nú allt annað en fyrir nokkr-
um vikum, þegar talað var um, að jafnvel yfir 1000
skólanemar fengju ekki vinnu í sumar. Þá var t.d.
talað um, að helmingur menntaskólanema yrði at-
vinnulaus, en nú er sú tala komin niður fyrir 20%
og fer lækkandi.
Hin hagstæða þróun sést bezt á því, að ekki nema
rúmlega 200 skólanemar eru á atvinnuleysisskrá í
Reykjavík, þar sem erfiðleikarnir eru éinna mestir.
Menn höfðu búizt við miklu hærri tölum. Allt bendir
nú til þess, að þorri íslenzks skólafólks fái vinnu.
Skagamenn lifa nú mikið blómaskeið.
Akranes
í
Met í bæjarframkvæmdum
Rætt við Jón Ben Ásmundsson, bæjarritara
■ Akranes er ekki lengur lítið fiskveiðipláss. Á öffáum
árum hefur iðnaður sprottið þar upp og dafnað og það ekki
aðeins í kringum sementsverksmiðjuna. Nú vinna um 500
manns við iðnað ýmiss konar, en aðeins 300 við fisk. Það
er blómi í athöfnum á Akranesi um þessar mundir. Bæjar-
stjórn ræðst í tugmilljóna framkvæmdir, sem sennilega er
algert „met“, enda keppnishugur í Skagamönnum.
— Og svo unnu þeir KR-inga um daginn.
íl
■ Tugmilljóna
framkvæmdir.
Við spurðum Jón Ben Ás-
mundsson bæjarritara, um
helztu framkvæmdirnar á Skaga.
Hann minntist fyrst á sjúkra-
húsið. Hin nýja sjúkrahúss-
bygging á að vera 3 hæðir og
var ein tekin í notkun í haust
og reyna á að ljúka annarri í
sumar. Á sjúkrahúsinu eru nú
60 sjúkrarúm og viðbótin, sem
jokið er við er 31 rúm. Þar
eru handlækna- og lyfjadeild.
iþróttahús eru auðvitað í smíð
um á Skaganum, hvorki meira
né minna en 3.200 fermetrar.
Fyrsta hluta er lokiö, um fjórð-
ungi hússins. I sumar á að
vinna fyfir 4—5 milljónir
króna. Einu sinni var áætlað,
sagði bæjarritari, aö húsið kost-
aði 30 milljónir en síðan hefur
margt breytzt. Það er feikna-
kraftur í íþróttamálunum þessa
dagana. Verið er að laga íþrótta-
völlinn, ljúka við hlaupabrautir
o. fl.
Bókasafn er í byggingu, búið
að steypa það upp og nú á að
ljúka við að setja í það glugga
og þess háttar. Húsið er 320
fermetrar og á að kosta 6—8
milljónir. Þrjár milljónirnar eru
komnar í það. og ein skal fara
í sumar.
Þá stendur bærinn í hafnar-
framkvæmdum. Setja skal grjót-
garð á milli bryggjanna og
vinna fyrir milljón í sumar.
Á Garðagrundum er risið nýtt
og „flott" Ibúöahverfi einbýl-
ishúsa. Svo eiga þeir Akurnes-
ingar auövitað met í steyptum
götum. Hátt í helmingur gatna-
kerfisins hefur verið steyptur.
Þeir vilja fá „stóra borinn“
í sumar og halda áfram að leita
að heitu vatni. í fyrra var lokið
við holu. Borað var niður á
1400 metra dýpi, og var hitinn
186 stlg. Þá dreymir um hita-
veitu fyrir allan bæinn.
■ Pólitísk eining um
fjárhagsáætlun
Fjárhagsáætlun bæjarins er
upp á 42 milljónir króna. 30
millj. koma inn í útsvör og svo
auðvitað áðstöðugjöldin o. fl.
' Mesta bróðerni var milli flokka
um áætlunina, og sagði Jón. að
hún hefði verið afgreidd ein-
róma í bæjarstjórn. Annars
stjórnar á Akranesi meiri hluti
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks-
manna. Sjálfstæöisflokkurinn
hefur 4 fulltrúa, Alþýöuflokkur
2, og sameiginlegur listi
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags fékk 3 í síðustu
kosningum.
Bæjarstjóri er Björgvin Sæ-
mundsson, sem áður hafði verið
bæjarverkfræðingur um sbeið. ;
Framsóknarmaðurinn Daníel
Ágújtínusson er enn sem fyrr
mikill „persónuleiki" á Skaga
þótt ekkj sé hann lengur bæj-
arstjóri.
■ Iðnaðarbær.
íbúarnir eru 4.200, og hefur
hjakkað nokkuð í sama farinu
um árabil. Aðalvandamálin eru
brottflutningar. „Við missum
framhaldsskólafólk, “ segir bæj-
arritari. „Þá þurfum við meiri
léttan iðnað fyrir unga fólkið
og líka fyrir eldri konu.“
Akranes hefur oröið iðnaðar-
bær á örfáum árum. Þótt allt
sé talið með fiskveiðum: frysti-
húsin, fiskverkun og bátamir,
þá er starfsfólk í iönaði orðiö
miklu fleira en £ fiski. Þessi
þróun heldur áfram.
Af iðnaði má nefna skipasmíð-
ar, sementsverksmiðjuna, fata-
iðnað, prjónaskap, bifvélavirkj-
un og fleira.
í sementsverksmiðjunni vinna
nú á annað hundrað manns og
annaö eins við skipasmíðar.
Hátt í 100 vinna á trésmíðaverk-
stæöpm, sé allt talið, þar af um
50—60 á tveimur þeim stærstu.
í bígerð er að koma nú upp
prjónastofu, og sútunarverk-
smiðjan er aftur komin í gang
og gengur vel.
„Það hefur verið mikil at-
vinna hér undanfarið,“ segir
Jón Ben.Ásmundsson að lokum.
„Mest atvinnuleysi var um 200
um stuttan tíma, en nú em þrfr
eða fjórir skráðir. Fiskveiðar
hafa verið góðar, og mikið líf
er komið í framkvæmdir."
- H. H.