Vísir - 26.06.1969, Side 16

Vísir - 26.06.1969, Side 16
AUGLÝSINGAR AOAtSTRÆTI 8 SÍMAR 1-16-40 1-56-10 00 1-50-W RITSTJÓRN LAUGAVEGI 178 SÍMIM6-60 AFGREIÐSLA AÐALSTRÆTI 8 SÍMI 1-16-60 TRYGGING / JHBOBSMfek BWlaugavegi i7> B ýf. sÍMianao J Leyfi fengið til Bíafraflugs ® Vél Fragtflugs mun á föstudag- inn fara eina ferð frá Cote- nou í Dahomey inn í Bíafra, en ílug hefir legið niðri þar um nokk- urt skeið að mestu. Ámi Guðjóns- son, forstjóri Fragtflugs sagði Vísi í morgun, að reiknað væri með að leyfi fengist til þess að fljúga núna um helgina, en um slíkt væri ekk- ert hægt að fullyrða, enda væri það Rauði krossinn sem annaðist slíka samninga — Reiknað er samt með að flogið verði á daginn á næst- unni og getur hver vél farið tvær til þrjár ferðir á dag frá Dahomey ef allt gengur eðlilega. Vaðandi torfur á síldar miBunum Vaðandi síld fannst á síldarmiðunum austur í hafinu í gær og fóru nokkur skip til þess að athuga torfumar nánar, en þá stakk síldin sér. Hjálmar Vilhjálmsson sagöi, aö þarna væri sennilega um að ræöa síld, sem væri að koma suöaustan að á miðin. Skipin eru nú annars á svæðinu kringum 75 og 75° 30’ N br og 10—11 Al. Síldin stendur djúpt og engin veiði hefur verið tvo síð- ustu daga. Hins vegar hafa fundizt stórar torfur, 20—30 faðma þykkar, bara á miklu dýpi og þær standa mjög stutt við, ef þær bregða sér nærri yfrrboröinu. I Skipin, sem fyrst komu á miðin, eru nú að verða uppiskroppa með olíu og vistir og verða því að lóna af stað í land eftir einn til tvo sól- arhringa, þótt léttur sé farmurinn í lestunum. Ekkert íslenzku skip- anna, sem nú eru orðin níu á mið- unum er komið með yfir 200 tunn-' ur. flugliðar tóku r r bessaleýfi til að gefa vélinni þetta nafn, City of Reykjavík í heimahöfn í gær, en leyfi borgaryfirvulda hér liggur ekki fyrir enn, Myrða átti forseta og for- sætisráðherra S-Víetnam SAIGON: Lögreglan í Saigon hefir meö aðstoð nokkurra borg- ara afstýrt framkvæmd sam- særis um að myrða van Thieu forsætisráðherra og Tran van Huong forsætisráðherra. Þetta kom fram í ræðu, sem lögreglustjóri borgarinnar flutti við hátíðlega athöfn, er hann af- henti áðurnefndum borgurum fjárhæð á aðra milljón króna fyrir að hafa gert lögreglunni aðvart. Ekki gat lögreglustjórinn Trang Si Tan um hvenær fram- kvæma átti áformið. Á það er minnt, að 5. marz s.l. var gerö misheppnuð tilraun til þess að ráöa forsætisráðherrann af dögum. Þrír menn voru hand- teknir. Miller, Mstthím og Usti- nov hjá Þjóðfeikhúsiau — L.R. með nýja 'islenzka reviu og „Tobacco Road" 9 Tvö ný íslenzk leikrit, tvö. verða frumsýnd í Iðnó og Þjóð- ný erlend og eitt nær 40 ára | leikhúsinu á hausti komanda. ÍSLENDINGAR UPP í 7. SÆTI Á NÝ — Unnu Grikki 5-3 — sjá bridgedæmi frá Osló á bls. 10 í fimmtu umferð Evrópumeistara mótsins í bridge í Osló seint í gærkvöldi sigruðu íslendingar Grikki með 5—3, og við þann sig- ur unnu þeir sig úr 10. sæti upp í 7. sæti. Það var eitt spil í keppn inni í gærkvöldi, sem gerði gæfu- muninn fyrir ísland, því að þá misstu íslendingar af bví að vinna 3—0 í stað 5—3. Pólverjar og italir eru í efstu sætunum, en Svíar og islendingar halda uppi heiðri Norðurlandaþjóðanna, því að Norð- ínenn, Finnar og Danir eru með neðstu þjóðunum, eins og sést af meðfylgjandi töflu. Úrslit í 5. umferð: Island—Grikk land 5 — 3, England —Holland 6—2, Frakkland—Danmörk 8—0, Svíþjóð —Þýzkaland 8—0, Pólland— Aust urríki 6 — 2, Ítalía —Portúgal 8—0, Sviss —írland 5—3, Noregur—Tyrk land 8—0, ísrael —Ungverjaland 5 — 3. I 4. umferð tapaði islenzka sveitin fyrir Svíum 8—0 og hafði við þae hrapað niður í 7. sæti. Staðan eftir 5 umferðir: 1—2 Ítalía, Pólland 33, 3-4 Frakkland, Svíþjóð 32, 5 Belgía 29, 6 England 28, 7 — 8 ísland, Spánn 21, 9—10 Tyrkland, Austurríki 20, 11 — 12 Portúgal, Sviss 19, 13 Nor- egur 18, 14 Grikkland 17, 15 írland 16, 16—17 israel, Ungverjaland 15, 18—19 Finnland, Danmörk 11, 20 Holland 9 og í neðsta sæti eru Vest ur-Þjóðverjar með 7 stig. I 6. umferð spila íslendingar við ítali og í 7. umferð við Belgíu- menn, þannig að þeir eiga þá við rarpman reip að draga. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir , um 10. sept. nýja íslenzka reviu eftir ýmsa höfunda, en leikstjóri er Sveinn Einarsson leikstjóri, sem gegnir embætti leikhússtjóra út j næsta vetur en hann hefur sagt j upp starfi sínu. Þá hefur Gísli Halldórsson hafið æfingar á • „Tobacco road“ eftir Erskine j Caldwell, sem skrifað er í krepp- unni I Bandaríkjunum upp úr 1930. Aðaihlutverk leika Helgi Skúlason, Sigríður Hagalín, Borgar Garðars- son og Inga Þórðardóttir. — Gísli hefur ekki starfað með leik- húsunum í höfuðborginni hú um nokkurt skeið, en hann hefur einnig hafið æfingar á nýjasta leikriti Arthurs Millers í Þjóðleikhúsinu, en það heitir í íslenzkri þýðingu ,,Skuldaskil“. Þá eru leikritin „Fjaðrafok“ eftir Matthías Jó- hannessen og „Betur má ef duga j skal“ eftir Peter Ustinov nær full- i æfö og verða bæöi frumsýnd í1 Þjóðleikhúsinu í haust. Leikfélagið fær í haust heim- sókn frá Odin teatret í Danmörku, og dveljast leikararnir hér í eina viku og sýna danskt nútímaleikrit. Þá verður leikrit Darios Fo „Sá sem stelur fæti — “ tekiö upp aftur í haust í Iðnó. i Kimnigáfan i lagi Hvergerðingar virðast hafa kímnigáfuna í lagi. Eftir að út- svör og skattar höfðu verið jafnað- ir niður á menn eins og sanngjamt þótti, fundu bæjarbúar það út að „ríkustu" sambæingar höfðu ekki byrðar að axla, sem þeim sjálfum þótti sanngjarnt. • Einhver gárungi fann upp á að setja upp skiltið, sem sést á myndinni, en að auki stóð til að hefja fjársöfnun til þessara bág- stöddu borgara Hveragerðis.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.