Vísir - 28.06.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 28.06.1969, Blaðsíða 16
VISIR TRYGGING * * * WgJ LAUCAVEOI 178 S 5ÍMI 21120_Sn Hundum komið fyrir kattarnef Kópavogslögreglan lætur til skarar skriða gegn hundum I. júli (Jngur leikuri hlýtur 50 þús. kr. ntinningurgjöf um Helgu Vultýsdóttur B Minningargjöf um Helgu heitna Valtýsdóttur leikkonu var í gærkvöldi afhent ungum leikara, Kjartani Ragnarssyni, en gjöf þessa gefa samtíma- stúdentar hennar úr Menntaskól anum í Reykjavík, sem í fyrra héldu upp á 25 ára stúdentsaf- mæli. Nemur upphæöin 50 þús. krónum og er skilyrði að fjár- hæðin sé notuð til utanfarar. Bjöm Th. Bjömsson, listfræð- ingur, sém er einn þeirra er gefa þessa gjöf tjáði blaðinu i gær, 10. síða. ■ Frá og með næst komandi þriðjudegi ættu hundaeigendur í Kópa- vogi ekki að láta sér bregða, þótt lögreglu- þjónn birtist í gættinni hjá þeim og spyrði eftir heimilisrakkanum. Um nokkurra ára ske’ið hefur lögreglusamþykkt Kópavogs bannað hundahald, þótt ekki hafi verið gengiö strangt eftir að því ákvæði væri framfylgt. En að sögn lögreglunnar hefur hundum þar fjölgað svo mjög upp á síðkastið, að ákveðið hef- ur verið að láta til skarar skríða gegn þeim. Veit lögreglan um 50—60 hunda I bænum aö sögn Péturs Sveinssonar, lögreglu- manns. Öllum eigendunum hefur ver- ið sent bréf, þar sem þeim er gefinn frestur til þriðjudags 1. júli n.k., til aö losa sig við hundana. Þeir sem ekki verða við tilmælum þessa bréfs geta úr því búizt við, að lögreglan komi og fjarlægi heimilishund- inn fyrir fullt og allt. Samkvæmt upplýsingum Kópavogslögreglunnar hafa hundar í Kópavogi oftlega vald- ið vandræðum, bitið krakka eða hrætt, svo að lögreglan hefur komið til skjalanna. Ekki hefur verið skeytt um að fjar- lægja hunda, sem eigendur hafa gætt að væru ekki ótjóðraðir á almannafæri, en aftur á móti hefur lögreglan fjarlægt flæk- ingsrakka og aflífað þá. Hundaeigendur í Kópavogi eru að vonum ergilegir yfir þvi aö fá ekki aö hafa þessi húsdýr sín | í friði, og sumir segja, að hart sé að búa í einum að þeim fáu kaupstöðum i veröldinni sem banna hundahald. Á Akureyri er hundahald einnig bannað, — og þó leyft. Er það heilbrigðisfulltrúi bæjar- ins, sem veitir leyfin, og eru venjulega um 40 hundar á leyfi. Hefur þetta oft oröið tilefni klögumála hjá lögreglunni, enda menn misjafnlega pössun- arsamir með hunda sína og vilja þeir leita út fyrir Jóöamörkin og bíta þá börn eða hræða. Á Akur- eyri eru hundar meö leyfi búnir nafnplötu þar sem á er skráð leyfisnúmerið. Belgía vann ísland — en Island upp um eitt sæti Enn tapa íslendingarnir á bridge mótinu í Osló. 1 7. umferð spiiuðu íslendingar við belgísku sveitina, og sigruðu Belgíumennirnir 5—3 í mjög jöfnum leik. Þrátt fyrir tapið flyzt íslenzka sveitin upp um eitt sæti og er nú í því tólfta. ítaiir eru efstir á mótinu, eru 7 stigum á undan Frökkum og Pólverjum. í gærkvöldi átti ísl. sveitin að spila við ísraelsmenn, en fréttir af þeirri viðureign höfðu ekki borizt, er blað ið fór í prentun. Annars urðu úrslit í 7. umferð þessi: Belgía — ísland 5—3, England— Grikkland 8—0, Sviss—Finnland 8 — 0, Israel—Portúgal 6—2, Ung- verjaland —írland 5—3, Austurríki — Frakkland 6—2, Ítalía—V.-Þýzka land 8 — 0, Pólland—Noregur 7 — 1, Danmörk—Spánn 8—0. 1 Staðan aö loknum 7 umferðum er nú þessi: 1. Italía 47, 2.-3. Frakkland —Pólland 40, 4. Svíþjóð 39, 5. England 37, 6. Sviss 35, 7. Belgía 34, 8.—9. Tyrkland —Austur ríkj 32, 10. Portúgal 29, 11. Israel 26, 12. ísland 25, 13. Noregur 24, 14. Spánn 23, 15.—17. írland, Ðan- mörk, Holland 22, 18. Ungverjaland 21, 19. Grikkland 18, 20. V-Þýzka- land 14, og í síðasta sæti eru enn Finnar með 13 stig. RÓIÐ I SALTVÍK Margir unglingar munu eflaust leggja leið sína í Saltvík í sumar til þess að njóta útivistar, en þar er aðstaða fjölbreytt fyrir hvers kyns leiki og starf. Æskulýðsstarf- ið er þegar hafið i Saltvík og hafa ýmis æskulýðs- og íþróttafélög tryggt þar aðstöðu fyrir meðlimi sína. Þessa dagana stendur yfir íþrótta og æskulýðsmót Ungmenna sambands Kjalarnesþings. Sjötta júlí verður helgarskemmtun í Salt- vík fyrir unglinga, sem Sigiinga- klúbburinn Siglunes sér um og 18. —20. júlí verður þar landsmót skáta. i Hér sjást nokkrir ungir menr, í bjástra við róðrarbáta. | „Hlýr og mildur júnímánuður44 „Það er óhætt að segja að þessi mánuður hefur verið hagstæður fyrir sprettu, og áreiðanlega fyrir ofan meðal- hita“ — sagði Jónas Jakobs- son veðurfræðingur í viðtali við blaðið í gær. ,,Á vestanverðu Norðurlandi hefur að vísu verið kalt, enda er íshrafl þar enn á fjörum, en annars staðar á landinu hefur gróðri farið mikið fram“, — sagö; Jónas ennfremur. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.