Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 12. ðgúst 1969. 3 fsafis Línurnar skýrast á næstunni" // — scgir Hafsteinn Guðmundsson — Keflavik fær erfiba viku hér heima — og siðan tvo leiki við býzkt atvinnulið ■ „Línurnar fara sennilega ekki að skýrast verulega fyrr en eftir næstu lotu hjá okk- ur“, sagði Hafsteinn Guð- mundsson, landsliðs „einvald ur” í gærkvöldi, en á rúmri viku á næstunni mun lið hans Sonuririn fetar í fótspor föðurins Góður árangur hjá yngstu kynslóð frjá I sihróttafól ksins • Yngsta fólkið í frjálsum íþróttum virðist hafa fullan hug á að lyfta sinni grein úr lægðinni. I gærkvöldi mátti líta ágætan árangur á meyja og sveinameistaramóti á Laugardalsvellinum. Komungur sonur Guðmundar Hermannssonar, Grétar Guð mundsson, varpaði kúlunni (kvennakúla) 16.36 metra, sem er gott afrek svo ungs manns. í hlaupagreinum vakti Vilmund- ur Vilhjáimsson (Vilmundarson- ar, sem var þekktur kúluvarp- ari í KR) mikla athygli, hljóp 100 metrana á 11.8 og 400 m á 54.7 sek. 1 langstökki kvenna náðist bezti árangurinn í ár, Guðrún Jónsdóttir úr KR stökk 5.15 m og hljóp 100 metra hlaup á 13.1 sek, sem er næst bezti ár- angurinn I ár. Þá var langstökk Ragnhildar Jónsdóttur gott, hún er aðeins 14 ára og stökk 4.54 metra. í kvöld heldur mótið áfram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Keflavík toppliðið f 1. deild, leika 3 leiki áður en það held ur utan til keppninnar í Þýzkalandi við tvö atvinnu- mannalið. „Strákarnir hafa fullan hug á að standa sig, allir eru þeir heilir og hafa æft vel, jafnvel eða helzt betur en í fyrri um- ferðinni", sagði Hafsteinn, en eft ir fyrri umferð eru Keflvíkingar efstir í deildinni. Leikir Keflavíkur á næstunni eru gegn Fram annað kvöld, síð an gegn KR á mánudagskvöld og loks fyrir norðan gegn Akur- eyri á fimmtudagskvöld 21. ág- úst. Þessir átta dagar verða því erfiðir hjá Keflavíkurliðinu. Hafsteinnkvaðstaðsturður vera þeirrar skoðunar að rokleikir eins og sá, sem Keflavík átti gegn Vestmannaeyingum um mánaðamótin ættu ekki rétt á sér, hlytu allir aö sjá að í 10 vindstigum væri ekki hægt að leika knattspyrnu. Þyrfti ein- hverja reglugerð til úr þvl dóip arar gætu ekki kveðið upp úr með slíkt sjálfir, eins og gert væri £ Englandi. Hér færu úr- slitaleikir fram við hættulegar aðstæður eins og t. d. á gler- hálum völlum. Utanför Keflavíkurliðsins hefst 24. ágúst frá Keflavíkur- flugvelli, en i Þýzkalandi verður leikið 26. ágúst við Swartz- Weiss á leikvelli þeirra i Essen, en tveim dögum síðar veröur leikið í Bielefeild við Armenía- Bielefeld, en bæöi þessi lið eru í Region-ligunni, vesturdeild- inni, en öll betri liðin þar eru atvinnulið, sem reyna að kom- ast í Bundes-líguna, beztu deild þýzkrar knattspyrnu. Keflvíkingar hafa hleypt af stokkunum happdrætti i því skyni að afla fjár til fararinnar. Er þetta skyndihappdrætti sem stendur frá 10. ágúst til 20 ág- úst. Sá heppni hlýtur ferö meö liðinu til Þýzkalands ásamt uppi haldi, en verðmæti vinningsins er um 30 þús. krónur. Úrslit EM í körfu- knattleik í Napólí í næsta ntónuði • I'sland hafnaöi í 3. sæti í sínum riðli í Evrópumeistarakeppni lands Iiða 1969, Tékkar og Svíar voru á undan okkur, — Danir á eftir, en A-Þjóðverjar mættu ekki til leiks. Eftir rúman mánuð hefst loka keppnin í Napólf, eða nánar tiltek- ið 27. sept. — 5 október. Liðin sem keppa til úrslita eru: Evrópumeistararnir sem eru Sovét ríkin, Búlgaría, Tékkóslóvakía, Grikkland, Ungverjaland, ísrael, Italía, Júgóslavía, Pólland, Rúmenfa Spánn og Svíþjóð. Evrópumeistarar frá upphafi: 1935 Lettland, 1937 Litháen, 1939 Litháen, 1946 Tékkóslóvakía, 1947 Sovétríkin, 1949 Egyptaland, 1951 Sovétríkin, 1955 Sovétríkin, 1955 Ungverjaland, 1957-1959-1961-1963- 1965-1967 Sovétríkin. Hafið pér synt 200 metrana? íþróttir og stjórnmál ■ íbróttirnar hafa eignazt góð an fulltrúa í Hlvíta húsinu £ Washington þar sem Nixon for- seti er. Forsetinn hefur sjálfur alla tíð stundað íþróttir og gerir enn, bregður sér f sund daglega og leikur iðulega golf. Það mætti halda að Nixon væri hér að leika einhvers konar „stú- dentaóeirðir" eftir, en svo er þó ekki. Nixon er að opna base-bolta ,,vertíðina“ 1969 á dögunum á velli síns heimaliðs f Washington. íþróttafregnritarar þóttust kenna fagmannstök á boltanum. Sjálfur þakkar Nixon íþróttunum mjög margt og telur þær eiga að vera ungum mönnum gott vega- nesti áður en lagt er út í lffsbar- áttuna. „Þið veröið aö hata það að tapa. Þið veröið að berjast áfram f lífinu, einkum í stjómmáium, og þá ekki sízt, þegar allt virðist ykk- ur mótsnúið“, hefur Nixon eftir gamla knattspyrnuþjálfaranum sín um. □SVALDUR e, □ANIEL Irautarholti 18 Simi 15585 SKILTl og AUGLVSINGAR BILAAUGLVSINGAR ENDURSKINSSTAFIR ð BlLNOMER UTANHÚSS AUGLVSINGAR Guðmundur Hermannsson og synir hans, Arnar til vinstri og hinn ungi Grétar. Nýtizku veitingahús - AUSTURVER - Háaleitisbraut 68 — Sendum — Sfml 82455

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.