Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 2
VI S IR . Þriðjudagur 12. ágúst 1969.
KJÆRBO SIGURSTRANGLEGUR
EN MARGIR ÓGNA VELDI HANS
lslandsmeistarinn í golfi, Þorbjöm Kjærbo frá Keflavík, er
einn þeirra, sem helzt eru taldir koma til greina að ná ís-
landsmeistaratitli í ár, en á morgun hefst keppnin í meistara-
flokki á Grafarholtsvellinum. Reyndar má búast við aS Þor-
bjöm fál harða keppni eins og oft er á islandsmótum, — og
ails ekki útilokað að sú keppni komi frá einhverjum þeirra
keppenda, sem augu manna beinast e.t.v. ekki svo mjög að í
augnablikinu.
Gunnlaugur Ragnarsson úr
Golfklúbbl Reykjavíkur hefur á
æfingum aö undanfömu komiö
inn með ágæta hringi, og sama
má segja um Gunnar Sólnes.
Margir hugsa um Óttar Yngva-
son, en hann hefur lítt sézt á
æfingum aö undanfömu. Þá er
ekki svo mjög vitaö um hvernig
Pétur Bjömsson og Óiafur
Bjarki Ragnarsson koma út, en
báðir em harðir keppnismenn.
1 dag hefst keppnin í unglinga
flokki og kvennaflokki, en kari-
ar keppa klúbbakeppnina, en í
henni taka þátt f golfklúbbar
Reykjavíkur, Suðurnesja, Akur-
eyrar og Vestmannaeyja, Goif-
klúbburinn Keilir og Nesklúbb-
urlnn, en að auki eru Húsvíking
ar og Akurnesingar með fulltrúa
á mótinu að þessu sinni, og
koma 6 Akurnesingar til keppni.
Völlurinn í Grafarhoiti er í
sæmilegu standi, en rigningarn-
ar f sumar hafa reynzt heldur
slæmar fyrir völlinn.
Alls keppa 140 golfmenn og
konur í Grafarholti næstu daga.
Keppnin í meistaraflokki verður
72 holur, hefst hún á morgun,
en lýkur á laugardag. Leiknar
em 18 holur dag hvern.
22100
FIMM skipta með sér vinnings-
fjárhæðinni í getraununum, — kr.
22100 koma I hlut hvers og eins,
en vinningshafarnir eru frá Kefla-
vík Akranesi, Kópavogi, Hellu og
Reykjavik.
Þaö var rangt í gærdag í get-
raunaúrslitunum að úrslit Derby C.
og Burnley hefðu orðið 0:1, — þau
voru 0:0, en þetta stafaöi af mis-
sögn I brezkum útvarpsstöðvum að
sögn starfsmanna Getrauna. Vita-
spyrna ruglaöi þuli og fréttamenn
ytra i ríminu, hún hafði ekki verið
dæmd mark eins og þeir héldu.
Island með Englandi,
Póllandi og Belgíu í riðli
Á þingi Evrópu-og Miðjarðarhafs-
deildar Alþjóðakörfuknattleikssam
bandsins, sem haldið var I Alex-
andríu 27. til 30. júni sl., var skip
að í riöla í undanrásum EM ungl-
ingalandsliða.
Úrslitakeppnin verður háð I Grikk
landi á tímabilinu frá 15. til 30.
ágúst 1970. 12 lið taka þátt í út-
slitakeppninni, þ.e. núverandi
Evrópumeistarar, Sovétríkin svo og
Grikkland, sem heldur keppnina en
þessi tvö lið komast f úrslitakeppn
ina án forkeppni. Um hin tfu sæt-
in verður keppt í fimm riðlum og
komast tvö efstu liðin í hvomm
riðli f úrslitakeppnina.
Hlutgengir til þessarar keppni
em piltar sem fæddir em eftir 1.
janúar 1951 og ekki hafa leikið með
landsliði fullorðinna.
íslandi hefir verið falið að sjá
um framkvæmd eins riðilsins og er
það mikill heiður fyrir KKÍ. Aðeins
eitt Norðurlandanna hefir áður séð
um framkvæmd riðilsins f EM ungl
ingalandsliða, en það er Finnland
árið 1966.
Undanrásimar skulu fara fram á
tímabilinu 1. marz til 1. maí 1970
og hefir KKÍ f hyggju að hér verði
keDpt um páskana.
Riðlaskiptingin er þessi:
A. Vestur-Þýzkaland. V-Þýzkaland
Austurríki, Finnland, Frakkland,
ftalfa, Holland.
B. Svissland. Svisland, Búlgarfa,
ísrael, Svfþjóð, Júgóslavía.
C. Rúmenía. Rúmenfa, Egyptaland
Tékkóslóvakía, Túnis.
D. fsland. fsland, England, Pólland,
Belgia.
E. Lúxembourg. Lúxembourg,
Spánn, Ungverjaland, Tyrkland.
Þjálfari fslenzka unglingaliðsins
er Helgi Jóhannsson og formaður
unglinganefndar KKf er Þorsteinn
Hallgrímsson.
Æfingar unglingalandsliðsins
liggja nú niðri um hrfð, en verða
teknar upp aftur f haust og verður
þá væntanlega fleiri piltum boðið
að sækja æfingarnar, heldur en
þeim sem æfðu undir landsleikina
við Dani s.l. vor.
Útreikningar voru rangir
— og KR aðeins 6 stigum á eftir IR — KR gæti
mögulega náð upp mismuninum i fimmtarþrautinni
■ LJtreikningar reiknimeistar-
anna á Reykjavíkurmótinu í
frjálsum íþróttum revndust ekki
alls kostar réttir. Þegar allt mót-
iS var yfirfarið reyndust þrjár
dömur í 100 metra grindahlaupi
vera þar f sinni 4. grein þann
daginn. Höfðu þeim verið reikn
uð stig af misgáningi.
Við þetta lækkaöi mjög veldi fR
miðað við það, sem tilkynnt hafði
verið. Mismunurinn reyndist aðeins
6 stig. ÍR hefur 229 stig, KR hefur
223 og Ármann 138 stig.
Möguleiki er því fyrir hendi að
KR vinni keppnina, en þá verða
KR-ingar að taka á honum stóra
sínum í síðustu greininni, fimmtar-
þrautinni, sem vart mun fara fram
úr þessu, fyrr en einhverntíma i
september, því framundan eru
mörg og mikil mót í frjálsum
íþróttum, m. a. bikarkeppnin.
rtLAGSNURKI - VERDLAUNA.CR1PIR
VERDLAUN APENINC AR
iMagnús E. Baldvinsson 1
l»ug»n|l 11 - llml 1110« *
AUGLÝSINGAR
ADAisnoen i
SÍMAR MMO
1-56-10 og 1-50-99
Kerlingarfjöll!
Unglinganámskeið fyrir 15 ára og eldri.
Gjald 3900 kr. 15.—20 ágúst.
Fyrir 14 ára og yngri —
Gjald 3300 kr. 20.—25. ágúst. 25.—30. ágúst
Innifalið í námskeiðsgjaldi: Ferðir frá og til
Reykjavíkur. Dvöl í þægilegum skíðaskálum,
fæði, nesti á báðum leiðum, skíðakennsla fyr-
ir byrjendur og lengra komna. — Aðgangur
að skíðalyftu — Leiðsögn á gönguferðum —
Kvöldvökur með leikjum, söng og dansi. —
Uplýsingar og miðasala hjá Hermanni Jóns-
syni úrsmið, Lækjargötu 4, sími 19056.
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum.
Einmanalegt hlaup
■ Einn síðasti íslandsmeistarinn í frjálsum íþróttum í ár
siglir hér áfram að settu marki, Halldór Guðbjörnsson í
gærkvöldi í einmanalegu 3000 metra hindrunarhlaupi á Mela
vellinum. Hlaupið átti að réttu lagi að fara fram á Laugar-
vatni, en þar er engin vatnsgryfjan til að láta hlaupið fara
fram við löglegar aðstæður. Tíminn — 10 mínútur og 9 sek-
úndur.
WILTON TEPPIN SEM ENDAST 0G ENDAST
EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL
OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU!
NÝ MYNSTUR, PANTIÐ TÍMANLEGA.
Daníel Kjartansson . Sími 31283
Einnigáferð
er trygging
nauðsyn.
Hringið-17700
ALMENNAR
TRYGGINGAR"